Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 16
— Haldið þér virkilega, að það sé engin Ieið, að fá þetta athugað betur, sagði konan, augnaráðið hvarflandi milli vonar. og óvissu, hendurnar krepptar um veskið. — Tja, sagði ég — þér getið auðvitað reynt að tala viö skrifstofustjórann, en hrædd er ég um, að sjálfur miöinn 'sé það eina, sem gildir. Skrifstofustjórinn var kona við aldur, og vildi jafnan hvers manns vanda leysa. Hún néri hendurnar meðan hún hlustaði þolinmóð á frá- sögnina, horfandi augum eins og úr skinandi gleri vingjarnlega á gestinn. — Jahá, já —á, sagði hún loks og dró seiminn afsakandi — Þetta er nú þannig, eins og yður hefur sennilega verið sagt, að miðarnir eru ekki nafn- skráðir. Okkur þykir þetta auðvitað afar leitt, þegar svona stendur á, en það er engin leið að afgreiöa vinnings- númer, nema miöinn sjálfur sé fyrir hendi. Draumakonan tvísteig niðurlút, hafði ekki fleira að segja — eigandi svo auðugrar tölu á röngum pappir niðri i snjáöu veski með biluðum lás. — Ja-há, þetta er afskaplega leitt, endurtók skrifstofustjórinn og horfði fastá reglustikuna sina, sem hún hafði gripið i flýti svo sem til að hafa hand- festu i áþreifanleikanum. — En þvi miður. Það var lotin kona og fátæk með öskugrátt hár, sem gekk út i grá- kaldan októberdag, þar sem hún sveipaði um sig sjalinu á ný. — Furðulegt, hvað fólki getur dottið i hug, tautaði fulltrúinn úti i horni, hallaðist áfram eins og úr sigandi þunga yfir þykka doöranta, uppfulla með rauðum og grænum tölum. — Þetta gæti auðvitað verið satt, sagði aðalgjaldkerinn vaxmjúkri röddu og tiplaði milli borða — svipur- inn sakleysislega háll. — Gæti, sagði bókarinn efandi, og það var mikiö tregðulögmál i þessu eina oröi. Hann var ævinlega togin- leitur upp á við likt og að horfa sig út úr dapurlegum óskiljanleik með þungum erfiðismunum. — Gjöra svo vel og skrifa hérna orð- sendingu, sagöi skrifstofustjórinn að innan. — Ja-há, sagði hún armædd, þegar ég færði henni bréfiö. Hverfleikur ljós- ins i glampandi augunum minnti á ljósbrot I svörtu vatni. — Anzi var þetta leiöinlegt með miöann, hún trúi þvi að minnsta kosti sjálf, aö það hafi veriö hann, sem brann, blessuð konan. — Það er svo að sjá, samsinnti ég og tók annað bréf fram. — Ég held, að hún sé klók, andvarpaði kassagjaldkerinn þung- lyndislega inni i glerstúkunni, höfuðið aftursveigt á löngum hálsi eins og upp úr flösku. Einhver dró niður gluggatjöldin og bölvaði skammdeginu. Oti var rokkið og kaldglær götuljós á stangli . — Þetta er annars meira bévans klúðrið — maðurinn, sem ég sendi niður eftir áðan var alveg súrrandi, tautaði fulltrúinn hálfhátt. —- Þeir fá áreiðanlega kúluna kembda hjá honum. Og hann hófst i sætinu og hló — hló þessum viðáttu- mikla hlátri neðan úr djúpum brunni, þar sem lifið hafði hvorki skattheimtu né happadrætti. Veturinn varð bæði langur og kaldur. Það voraði seint, sumarið liðið fyrr en varði. Daginn ifyrsta, sem snjóaði i fjöll kom hún aftur, sjal- klúturinn vafinn ögn þéttar um höfuðið. — Hvernig var það annars — og hún þokaði sér á ská að borðinu. — Það var vist ekki ósóttur vinningur á þetta númer? Hún dró sama pappirsmiðann upp úr sömu, snjáðu töskunni, horfði varfærin kringum sig og iaumaði miðanum til minyfir borðið. Bókarinn og kassagjaldkerinn litu hvorttó annaö gegnum glerið — gegnum gleraugun, undirfurðulega samamála án þess að segja orð. Ég fletti vinningaskránni. — Jú, sagði ég treglega, — þau eru þarna enn þá, hundrað þúsundin. — Þarna sjáið þér, góða min, þetta vissi ég, sagði konan og brosti, brá mér á einmæli með svipuðum formála og hið fyrrá sinnið. Þó var frásögn hennar nú öllu lengri og itarlegri. — Það var nú til dæmis þetta, hvernig einhver ýtti við henni, hvað eftir annað, þangað til hún vaknaði — annars hefðu þau bæði brunnið inni, bærinn orðinn alelda á svipstundu. Þau urðu að brjóta glugga og skriða út yfir fjósþakiö, það mátti ekki tæpara standa, að tækist að bjarga blessuðum skepnunum. Þvi segi ég það, forsjónin er alls staðar aö verki, maður þreifar á þvi....Og hún brá klúthorni upp að augunum, skaparnum þakklát, þrátt fyrir allt. — En — en, það væri vist ekki einhver vegur að fá þetta athugað betur, maður vissi, að það var svo margt, sem breyttist, var allt af aö breytast i henni versu. Hún vissi manna bezt, að ekki færi hann að gabba hana, blessaður drengurinn þó að hann væri ekki lengur okkar á meðal — þessi ljómi, sem fylgdi honum, draumurinn skýrari en nokkur veruleiki — og svo þessi hljómur.... Það var raunar einhver bjarmi i svip þessarar konu, sem virtist óslökkvandi. Ég hafði engin ráð önnur en að fylgja henni enn á fund skrif- stofustjórans. Hún horfði hlustandi á konuna svo sem eins og til að reyna að koma henni fyrir sig. Venjulega brosti þessi ráðandi kona svo andlitið uppljómaðist innanfrá, en viðmót hennar nú var eins og varnarskjal. — Já-há, sagði hún dræmt og einblindi fast á gamalt pennaskaft, sem hún sneri hratt milli fingra sér — Þetta er ákaflega leitt, við getum þvi miður ekkert gert hér — en.... og hún þangaði snöggvast að leita einhverra úrræða. Gamla reiknivélin hennar góndi mörgum uppstandandi tölu- stafaaugum tómlega upp i loftið, minnandi á steingerving af útdauðu furðudýri. — Ég hafði eiginlega hálfvegis hugsað mér að byggja upp bæinn, ef...ef eitthvað væri hægt aö gera, andvarpaði sjalkonan. — Bara litinn bæ auðvitað og kannski fjós fyrir svo sem eina kú. — Þér gætuð auðvitað reynt að tala við deildarstjórann, hann hefur úrskurðarvald i öllum vafamálum hér, það er ekki á okkar valdi að gera neitt, þegar svona stendur á — þvi miður, itrekaði skrifstofustjórinn. Hafði fundið undankomuleið. Ég fylgdi henni fram eftir löngum gangi með mörgum luktum dyrum á báðar hliðar, skildi við hana inni hjá þrekvöxnum manni, sem leit spyrjandi upp úr firnamiklum bréfa- búnka — vann lengstum fram á kvöld, deildarstjórinn, hófsamur i orðum skjalfastur reglumaður i hverri athöfn. Þriðja haustið kom hún ekki. Við vorum næstum búin að gleyma henni, þegar hún á jólaföstu árið eftir gekk hljóðlega inn úr dyrunum. Það sátu hvitar snjóflygsur i sjalinu og hún var lotnari orðin, öll likt og úttauguð af þrotlausu erfiði, þessi ókunna kona. Aö þessu sinni var það unga skrifstofu- stúlkan okkar, sem afgreiddi hana. Ég sá, að hún gáði i vinningaskrána, heyrði, að hún spuröi um miðann. Sagan endurtók sig. Þær fóru inn til skrifstofustjórans þaðan fram. — Þu færð embættið, sagöi bókarinn, svipurinn strengdur þessari ofstækis- fullu kyrralifsupphafningu, sem jarðraði við heimsendi. —-Phu, ég held, að kerlingin sé úti að keyra, sagöi unglingurinn og jóðlaði gúmmitúggu. —■ Miðinn er þó ósóttur enn, andvarpaði kassagjaldkerinn mæðu- lega ekki lengur viss, hafði farið á skiöi um helgina. — Ég heyröi meira aö segja, að hún 208 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.