Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 14
— Stendur það enn, húsið þitt með mylsnutróðinu, sem þú byggðir fyrir meira en hálfri öld? — Það stendur, já, ennþá á sama grunninum og veggirnir eru lika hinir sömu, en það brann árið 1948, skömmu fyrir jól. — Var ekki hlýtt í húsinu, þrátt fyrir — eða kannski ein- mitt vegna — hinna tvöföldu veggja? — Jú, það var alltaf gersamlega hlýtt og rakalaust. Þetta var fjögurra tommu hol, og slikur móveggur er geysilega góðeinangrun, ef hann hefur i upphafi verið vel þurr. — En þá er það nú sjálfur búskapurinn. Hvað varstu með margt fé? — Það voru oftast litið eitt fyrir neðan þrjú hundruð. Kýrnar voru þetta tiu eða ellefu, þær sem mjólkandi voru, og svo var ég með sextiu til sjötiu tunnur af kartöflum og annað eins af gulrófum. — Nú stendur bærinn alveg niður við sjó. Rerir þú ekki lika til fiskjar? — Það var ósköp litið. Ég segi ekki, að ég hafi ekki sótt mér i soðið, en meira var það heldur ekki. Fiskurinn kom aðallega á striðsárunum, þvi þá var friður fyrir togurunum, svo að ég gat fiskað i matinn með handl'æri skammt undan landi. Ég var á timabili meðdálitla minkarækt. Hún lánaðist vel — og ég sleppti engum. Nú er sandkoli einhver bezta fæða sem hægt er að fá handa minkum, þvi að hann er svo mag- ur. Hann veiddi ég i net örskammt undan landi, og fékk þetta fjörutiu yfir nóttina. En eftir að dragnótin kom til sög- unnar, veiddi ég svona f jóra til fimm kola. Þarna geta menn séð, hvort það er ekki nauðsynlegt að færa út landhelgina. — Hvernig þótti þér að fást við helvitis minkinn? — Ég læt það allt vera. Ég tapaði aldrei neitt á honum fjárhagslega, og var ekki heldur i neinum vandræðum með að umgangast hann, en auðvitað er hann grimmur — og það meira að segja meira en litið. Þó er hægt að kynnast honum, ef maður fer fel að honum. Einn seggur var svo spakur, að ég mátti alltaf strjúka hann á morgnana, þegar ég kom til þeirra. Þeir eru skynsöm dýr, minkarnir. Þeir gjóta einu sinni á ári, rétt um miðjan mai, og það er talsverður vandi að umgangast þá á meðan afkvæmin eru mjög ung, og eins um fengitimann. Þegar læðurnar voru nýgotnar, mátti alls ekki neinn annar en maðurinn, sem hirti þær, koma nálægt búrinu. Yrðu mæðurnar varar við ókunnugan mann i grendinni, stukku þær óðara inn i bæli sitt og drápu allan hópinn. — 0, bölvaðar! — óttinn var bara svona mikill. Þær vilja sjálfsagt ekki, að börn þeirra lendi i óvina höndum, og vilja þá heldur vinna á þeim sjálfar. Og timgunin fer lika fram á allsér- kennilegan hátt. Það er öldungis ekki neinn kærleiksandi, sem þar er á ferðinni. — Jæja? Hvernig fer það fram? — Maður sleppir karldýrinu inn til læðunnar. Þá stekkur hann á hana, bitur af öllum kröftum i hnakkann á henni og vinnur svo sitt verk. En ef hann nær ekki strax til að bita hana, á hann sér ekki framar viðreisnar von. Læðan ræðst þá óðara á hann af þvilikri grimmd, að nærri liggur að hún drepi hann. Svona er nú lundin-. — En hvernig er hægt að vita, hvort læðurnar eru að beiða eða ekki, fyrst að þær láta ekki i ljós neina hrifningu gagnvart karldýrinu? — Það er bara ákveðinn timi, þegar það á að gerast, og hann verður maður að vita um. Yfirleitt sést það alls ekki á læðunum, nema ef til vill stöku sinnum, að þær eru eitthvað svolitið órólegri en i annan tima. Það var stundum athyglisvert að fylgjast með hátterni minksins á veturna, þegar hagamýsnar voru að sniglast i kringum þá. Minkunum var gefinn fiskur, hann lyktaði vel og freistaði auðvitað hagamúsanna. Þær komu þá að búr- inu, klifruðu upp eftir þvi og stungu hausnum inn á milli möskvanna. Þar hafði þá minkurinn setið hinn rólegasti, og svo um leið og höfuð músarinnar kom inn úr möskvanum, beit minkurinn það af og lagði svo músina snyrtilega inn i búrið. Stundum voru þær fjórar eða fimm, eða jafnvel enn- þá fleiri i búrinu á morgnana. Aldrei átu þeir mýsnar, en röðuðu þeim af svo stakri hirðusemi, að gaman var á að horfa. — Hvernig er viðkoman hjá minkinum? — Ég fékk til jafnaðar fjóra og hálfan yrðling undan hverri læðu, en annars þykir gott að fá þrjá. — Var þetta lengi, sem þú fékkst við minkaræktina? — Það voru eitthvað átta eða niu ár. Ég hætti, þegar ég gat ekki sjálfur aflað fiskjarins handa þeim. Ég varð þá að fá fisk frá tsafirði, en hann var orðinn velktur og vondur, og minkarnir vildu hann ekki. — En kynntist þú ekki tófunni okkar? — Það get ég ekki sagt. Hún var að visu til, þarna inni i heiði, en hún gerði aldrei nein spjöll i okkar fé og ég lá aldrei i grenjum. Aftur á móti gerði bróðir minn það dálitið. — En svo maður snúi sér að öðrum búfénaði en mink: Þótti þér ekki lika gaman að kindum? — Jú, það er stórlega gaman að fé. Það er lika bæði gam- an og arðvænlegt að eiga kindur á Melgraseyri, fjörubeitin er svo ljómandi góð. — Jæja? Er hún sérlega góð? — Hún er meira en góð. Hún er blátt áfram dásamleg. Hún er svo kjarnmikil og gersamlega örugg, að manni má vera alveg sama, hvort maður á hundrað kindum fleira eða færra á Melgraseyri. — Tók aldrei fyrir þessa beit? . — Það kom varla fyrir. Og það þurfti yfirleitt aldrei að gefa fé neitt, fyrr en rétt fyrir jólin. — En svo hefur þú auðvitað gefið hey seinni part vetrar- ins? — Eftir að komið var fram undir lok marzmánaðar, vildu þær helzt ekki neitt annað en fóðurbæti. Þá var fjaran orðin svo góð. — Þær hafa þá líklega ekki verið sérlega ljótar hjá þér? — Nei, nei. Þær voru fallegar. — Atti þú forystufé? — Nei, það átti ég i raun og veru aldrei, ef undan er skilin ein ær, sem var góð. A Melgraseyri hagar svo til, að sléttur sandur gengur i sjó fram, svokallaður Oddi. Svo var það einu sinni, að allt mitt fé var úti á fjörum, og þá gerði allt i einu norð-austan áhlaup, reglulega vont. Ég var einn heima með sextán ára ungling, og mér datt ekki annað i hug, en að féð myndi allt reka i sjóinn. En allt i einu fór þessi ær á stað, beint á móti veðrinu með allan hópinn á eftir sér og stanzaði ekki fyrr en heima við húsdyr. Þar með bjargaði hún fé minu að pvi sinni. — Þurfti ekki annars m jög mikið fyrir fénu að hafa ? — Það, sem sérstaklega þurfti að verast — og gæta þess mjög vel — var að ærnar kæmust aldrei á stórstraumsf jöru i aprilmánuði. Sú fjara er nefnilega svo miklu kraftmeiri en önnur fjörubeit, að hún veldur fósturláti hjá ánum. Það er alveg sama, þótt þær séu þar ekki á beit nema svo sem fimmtán minútur eða hálftima — þær mega alls ekki koma i fjöruna á stórstreymi, eftir að þær eru komnar að burði. Eitt vorið átti ég áttatiu og tvær ær geldar af þessum sök- um. Það var vorið 1919, einmitt þegar ég stóð i þvi að byggja fjárhúsin, fjósið, hlöðuna og hesthúsið. Þessum ám lógaði ég öllum haustið eftir og borgaði með þeim peningshúsin. Flutt á bls. 214. 206 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.