Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 7
Blekkingar i nafni visinda III: Mesmerisminn - segulaflslækn ingar og dáleiðsla á 19. öld Arið liTSgreip nytt óraæði hina glað- væru, geislandi og hávelbornu Paris. Það gekk undir nafninu náttúrusegul- mögnun, en sumir kölluðu það aðeins „mesmerisma” eftir uppfinninga- manninum, austurriska lækninum Franz Anton Mesmer. Mesmerisminn var raunar órar ein- ir eða hégilja, sepi gagntók einkum auðfrúr y firstéttanna i Paris. Mesmerisminn var talinn geta læknað flest mannamein. Sjúklingar Mesmers læknis fengu undraskjótan bata, öðl- uðust hugró, heilbrigði og atorku. Þetta var nýstárleg lækningaaðferð, æsispennandi og frumleg. Hefðarkon- ur, klæddar silki og pelli, greifar og barónar með lokkaprúðar hárkollur, flykktust til Mesmers læknis til þess að hljóta heilsuskirn hans. Hús hans var höll en ekkert hreysi. Þar þöktu risaspeglar flesta veggi stórra sala. Marglit ljósker vörpuðu töfrabirtu á allt og alla, loftið var þrungið ilman margvislegra kridd- jurta, reykelsis og glóaldinblóma, og að eyrum barst sem úr fjarska djúpur og mildur hörpuhljómur. Á miðju gólfi aðalsalarins, þar sem segulmögnunin átti sér stað, stóð þró mikil, sem Mes- mer kallaði „baquet” — aflangt ker svo sem fet á dýpt og fjögurra feta langt, og i þvi var breiðfylking flaskna með „segulmögnuðu vatni”, en þeim var tryggilega lokað. Ker þetta var siðan fyllt venjulegu vatni og stráð yíir það járnsvarfi, þvi að járn er mjög segulmagnað eins og allir vita. Sjúkiingarnir röðuðu sér siðan um- hverfis kerið, og Mesmer hvatti þá til þess að sitja þröngt, og skyldu sessu- nautar þrýsta hnjám fast saman, svo að hinn dularfulli kraftur — náttúru- segulaflið — ætti greiða leið frá likama til likama. Siðan átti fólkið að halla sér fram yfir kerið og gripa um járnsteng- ur, sem stóðu upp úr börmum þess innanverðum. Þá færi um menn enn meiri segulstraumur. Þeim var einnig skipað að láta þessar járnstengur snerta sjúka likamshluta. Þessu næst komu nokkrir sterklegir, ungir menn inn i salinn. Þetta voru „aðstoðar-segulmagnarar”, og af fingurgómum þeirra streymdi dular- fullur segulstraumur, sagði læknirinn. Þeir tóku að strjúka sjúklingana með gómunum og horfðu fast i augu þeirra á meðan. Þetta varð að gera i algerri þögn, en á meðan heyrðist úr ósýnileg- um stað veikur .slaghörpuleikur og mild sópranrödd, sem söng orðlaust, seiðþrungið lag. Vangar kvennanna tóku að roðna, og sumar fóru að stynja og jafnvel veina eða æpa. Aðrar þrifu i hár sér i tryll- ingi, eða hlógu ofsalega, unz tárin streymdu niður kinnarnar. Þegar hér var komið, kom meist- aralæknirinn sjálfur til leiks með hvít- an, segulmagnaðan töfrastaf i hendi og tók við stjórninni. Hann var klædd- ur siðum, fjólubláum kyrtli, skreytt- um gylltum blómum. Hann gekk hæg- um, tigulegum skrefum til sjúklinga sinna og stillti stunur þeirra, óp eða hlátur með einu augnatilliti. Sumir fundu þá kuldastraum fara um sig, en öðrum fannst sem brennheitur vökvi færi um allar æðar. Mesmer lyfti höndum, sveiflaði þeim og töfrastafn- um fram og aftur með hægum og hátt- föstum hreyfingum, og yfir sjúkling- ana lagðist unaðsleg friðsæld og værð, og á flesta þeirra seig undarlegt svefn- mók. En allt i einu smellti Mesmer læknir með fingrunum, svo allir vökn- uðu. Náttúru segulmögnuninni var lokið. Sjúklingarnir áttuðu sig ekki fyllilega á þvi, hvað gerzt haföi, en þeim var ljóst, að þeir höfðu lifað merkilega stund, hlotið einhverja töfra reynslu, sem oröið gat endalaust umræðuefni i samkvæmum og vina- boðum. Mesmer var að sjálfsögðu kuklari og svikahrappur, sem auðgaði sig á ein- feldni og trúgirni sjúklinga sinna. En hið merkilegasta við lækningaaðferð hans er samt það, að hugmynd hans um „náttúru-segulstrauminn” er enn i gildi i læknisfræðinni og sem skemmti- atriði. Við köllum þetta sefjun eða dá- leiðslu og teljum okkur kunna á þvi nokkur skil. Mesmer var þannig — án þess að vita það sjálfur — fyrsti dá- valdur Vesturlanda, en þessi uppgötv- un vafðist i slæður töfratrúar og galdra og var gerð að einni grein þeirrar blekkingalistar, sem tröllreið öldinni. Kraftur sá, sem nú er alkunnur und- ir nafninu, segulafl, hefur lengi valdið mönnum undrun og órum, og það er engin furða. Hann er töfrum likastur og það er yfirskilvitlegt að sjá járn lyftast og dragast að segulstáli. Forn- grikkir þekktu málm með þessu töfra- Átjánda og nítjánda öld er tími hinna miklo uppgötv- ana i náttúruvísindum. Þá hleypti móðir náttúra hug- myndaflugi manna á skrið, og menn trúðu nær hverju sem var, og vissu ekki hvort stórtíðindasagan var sönn vísindi eða uppspuni blekkingamanna, sem létu að sér kveða í þessu flóði. — Og hér er eitt dæmið: Mesmer læknir hinn austurríski beitti segulmagns-dáleiðslunni við Parisarfrúrnar við hörpuhljóm og litaskrúð. Þetta voru allt saman blekkingar, en samt var Mesmer við dyr hinna miklu uppgötvana í sefjun og dáleiðslu síðari tíma og varð brautryðjandi þeirra vísinda, án þess að vita það sjálfur. Sunnudagsblað Timans 199

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.