Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 3
Guðmundur Þórðarson frá Jónsseli: Blikinn og kollan Blikar — teikning eftir Höskuld Björnsson Sjórinn var sléttur, aðeins örlítið öldugjálfur við ströndina kring um eyna. Æðarfuglinn var byrjaður að setjast upp. Blikarnir löbbuðu hreyknir milli hreiðurstæðanna ásamt kollum sinum, til að velja sér gott hreiður. Maðurinn hafði verið þarna á ferð og lagað hreiðrin svo þau yrðu aðgengilegri, það hafði verið látið þurrt hey i sum þeirra. Sumar kollurnar voru fastheldnar og vildu alltaf verpa i sama hreiðrið. Auðvitað voru allir fuglarnir blikar og kollur, en það voru aðeins ein hjón, sem gengu allt af undir nafninu Blikinn og Kollan , og þess vegna skrifa ég nafnið þeirra með stórum staf. Blikinn og Kollan voru fastheldin, og vildu alltaf vera i sama hreiðrinu, það var inn i stórum brúsk af háu mei- gresi. Koilan var i hreiðrinu og Blikinn stóð skammt frá. Hann var hreykinn af kollunni sinni, og vék ekki frá. Hann horfði á hana og sá að hún var farin að reita sig og stinga undir sig dúnhnoðrum, þá vissi hann að hún var búin að eignast egg. Hann þandi út brjóstið og baðaði út vængjunum til að fagna þessu. Kollan hafði allan hug við að laga til i hreiðrinu. en þó gat hún ekki stillt sig um að lita á Blikann sinn við og við. Fallegur var hann. fannst henni, og myndarlegur þar sem hann stóð hvitur og svartur og baðaði út vængjunum. Þegar Kollan var búin að hlúa að þessu eina eggi, sem komið var sagði hún. — Bliki minn, nú komum við og fáum okkur að eta og drekka, bráðum má ég ekki vera að þvi að eta. — En Blikinn beið um stund, hann var að reyna að slita af sér fjöður, hann langaði til að stinga henni i hreiðrið Kollunnar sinnar, það tókst, og hann sagði langt ú-ú þegar hann flaug á eftir Kollunni. Hann vissi hvert hún hefði farið og fann hana fljótlega. hann settist á sjóinn við hlið hennar og þau létu bárurnar vagga sér. en svo stungu þau sér samtimis og syntu niður i sjó- inn að ná sér i æti. Kvöldsólin varpaði geislum yfir heimaland Kollunnar og Blikans. bó þrjú egg væru komin i hreiðrið, gaf Kollan sér enn þá tima til að labba um Sunnudagsblað Tímans með Blikanum, eða fljúgá út á sjóinn og fá sér æti. Þetta kvöld fóru þau dálitið aðra leið en þau voru vön, þau sáu grasi gróna þúst, sem þau höfðu ekki séð áður. Þetta var vist eitt af mannanna verkum. Reyndar var þetta hálffallinn kofi, sem fólkið hafði leitað sér skjóls i þegar það kom i varpið. Kollan og Blikinn renndu sér hring yfir þústunni, en settust svo á annan vegginn. Þuu létu sólina verma sig, úuðu svolitið hvort við annað áður en þau flugu út á fjörðinn, En eins og i heimi mannanna, leynast margar hættur i rfki Kollunnar og Blikans. Yfir varplandinu sveimaði stór hvitur fugl með svarta vængi, mennirnir kalla hann veiðibjöllu, hann sveimaði nokkra hringi, en settist svo i varp- landið. Hann vappaði að einu hreiðrinu hjó goggnum i eitt eggið og drakk úr þvi rauðuna, hann labbaði svo að þvi næsta en varð fljótt saddur, þó hélt hann áfram að vappa á milli hreiðranna, og ef kollurnar fóru úr hreiðrinu goggaði hann i eggin, það var einkennileg skemmdarfiknin i þessum stóra og myndarlega fugli. Þegar Kollan og Blikinn komu aftur og settust við hreiðrið sitt var eitt eggið brotið. Þau drúptu höfði, en litu þó hughreystandi hvort á annað. Það mátti kannske bæta úr, þó leiðinlegt væri þetta. Kollan fór nú að liggja meira á, og bætti við einu eggi á dag, þangað til sex voru komin. Biikinn vék ekki frá henni, og þegar hún fór að fá sér að drekka fylgdi hann henni. Þau urðu að fá sér vatn uppi á landi þvi ekkert vatn var i varplandinu. Það var sól og þurrt þetta vor, og blessuð Kollan var oft þyrst og langt að biða heilan sólarhring að fá sér vatn, en hún varð aðylja börnunum sínum sem mest annars gætu þau dáið. Blikinn hennar gat ekki sott vatn handa Kollunni sinni þó að hann feginn vildi, hann hafði ekkert til að bera það í. En hann var tryggur og góöur og sat meira hjá hreiðrinu, en margir aðrir blikar. Flutt á bls. 755 739

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.