Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 13
liggja ofan i Hnappadalinn i Hnappa- dalssýslu. Nes Engin nes liggja út i fjörðinn á framan nefndu svæði, sem er að kalla þráðbein strönd, en þessi nes eru merkust milli ánna, þar sem þær falla saman: 1. Sauðafellstunga milli Tunguár og Miðár 2. Hundadalsnes milli Miðár og Hundadalsár. Þar i nesinu er kölluð Grænatóft, þar sem engjagarðurinn var, hvar Vatns- firðingar féllu fyrir Sturlu Sighvats- syni. 3. er Hörðabólsnes milli Miðár og Hörðadalsár. Eyjar, hraun og hellar. Engar eru eyjar innan þessa presta- kalls, engin eldhraun og engir merki- legir hellar. Skógar og landslag. Engir skógar eru hér, nema litils- háttar til tróðs og kola á Fellsenda, til skamms tima hafa einnig verið skóga- rangnr i Gröf, Hliðartúni og Fremri- Vifilsdal, en mega nú heita gjör eyddir. — Fjalldrapi er hér ekki heldur, nema á Ketilsstöðum og út- bæjunum fyrir utan Skraumu. Landslag má heita yfir höfuð þurr- lent. Grösugt niður til sveitanna, en mjög hrjóstrugt fram til fjallanna, sem mjög eru brött og ganga þvi ár- lega úr sér af skriðum. — Breyting hefur og engin orðiðá landslagi siðan á landnámstið. svo mennn viti, af öðru en umturnun af skriðum fram til dalanna og að skógar þeir er þá voru mega heita gjöreyddir. Vogar og hafnir Með sjávarströndinni eru tveir vogar eða pollar, sem þurrir eru um fjörur. en fplhu' upp i um fiæðar, svn ófært er þá yfir þá, þeir austari eru i Bugðustaðalandi og eru kallaðir Snóksdalspollar, hinir eru i Gunnars- staðalandi og heita Gunnarsstaða- pollar. — Gömul höfn er talin við Vest- liðaeyri i Ketilsstaðalandi, en lend- ingar eru i Gunnarsstaðapollum og undir Skiphól i Dunkurlandi. Eitt sker er nálægt landi, sem fjarar fram i og kallað er Bugðustaðasker. Ár, vötn og laugar Þessar ár eru hér: 1. Miðá, sem hefur sin fyrstu upptök úr Suðurá undan Bröttubrekku. Til útnorðurs rennur hún og siðan vesturs, þar til hún rennur saman við Hörðadalsá áður þær fallar úr á fjörurnar. t hana rennur fyrst Tunguá að austanverðu, sem kemur af Geldingadal, siðan Reykjadalsá, sem kemur af Reykjadal og fremst Austurá fyrir framan alla byggð, sem kemur af Austurárdal, en að vestanverðu rennur i Miðá Hunda- dalsá, sem kemur af Hundadal. 2. Hörðadalsá, hún hefur sin upptök frá Vifilsdalsdrögum og rennur til útnorðurs og fellur saman við Miðá eins og áður er sagt. 1 hana fellur fyrst Rangá, sem kemur af Rangárdal og svo Laugáa, sem kemur af Laugadal, báðar renna þær að vestanverðu i ána. 3. er Skraumuá, sem fyrrum var kölluð Skraumuhlaupsá, sem sagt er dragi nafn af þvi að tröllkona sem Skrauma eða Skráma hafi heitið, hafi farið yfir ána á hlaupum þeim, sem kölluð eru Hörtl, en stundum Skrámuhlaup. Þar rennur áin i mjóum stokk i kletta- gljúfrum, en öndverðlega hefur áin heitið Selá. það sýnir nafnið á dalnum, sem áin rennur eftir, hún fellur eftir Selárdal i útnorður til sjávar. 4. er Dunká, sem nú er oft nefnd Bakkaá. Hún rennur eftir Dunkárdal i útnorður til sjávar, i \hana rennur Stangá að vestanverðu, sem kemur af Stangar- dal. 5. Gljúfurá, sem lika er kölluð Gunnarsstaðaá fellur úr Arnardal i norður til sjávar. Hún skilur nú Dala- sýslu og Snæfellsnessýslu. Fyrrum skildu þær sýslur Skraumuhlaupsá. Engar eru ár þessar stórar eða vatnsmiklar, en allar góðar yfirferðar nema kaflar af Skraumu og Dunká, sem renna um gljúfur og eru ósléttar i botninn. 1 þessari fyrr nefndu á eru tveir fossar, Hörtlafoss og Baulufoss, en i hinni siðarnefndu einn, sem heitir Hestfoss. Ekkert stööuvatn er hér, nema eitt litið á Hliðarhálsi, sem heitir Hrafnabjargavatn. — Engir hverir eru hér, eða ölkeldur, en tvær gamlar laugar eru til, sem enn er varmi í, er önnur á Reykjadal, en hin á Laugadal. Veðurfar Mjög er hér veðrasamt viða, sér- deilis af suðri og útsuðri, einnig rigningasamt af þessum áttum, einkum fram til dalanna. Snjótasamt er af útsuðri. Bæir Næsti bær við Kolsstaði i Kvenna- brekkusókn er Háafell, sá bær stendur undir Háfnum norðantil. Undir sama fjalli stendur Svarfhóll gegnt syðri enda Sauðafells. Undir syðri enda Sauðafells stendur Fellsendi, svo norðar undir sama felli eru Þórólfs- staðir, þá Erpsstaðir og svo Sauðafell undir nyðrði fellsendanum. Þessir fjórir bæir eru allir vestanvert við fellið. Suður frá Fellsenda er Gröf neðanvert i Sökkólfsdal að austan- verðu, svo er Breiðibólsstaður fram i dalnum sama megin, svo er Hliðartún litið neðar vestan til við ána, svo er Skallhóll niður með fjallinu gegnt Fellsenda, sá bær hét fyrrum Hvit- skjaldarhóll. Þar næst er Fremri- Hundadalur og svo Neðri-Hundadalur og rennur Hundadalsá milli túnanna. Niður með Bæjarhálsinum er Bær, þá Skörð og Hamraendar neðst. Þessir 15 bæir sem nú hafa verið taldir eru Sauðafellssóknin. Upp i hálsendann milli Miðdala og Hörðadals mót útnorðri gengur litill dalur, hvar Snóksdalur er, hjáieiga þaðan er Gilsbakki og liggja nær þvi saman túnin. Fyrir utan hálstaglið er Hörðaból fyrrum Hörðabólsstaður, þar sem Hörður byggði. Þessi bær er neðstur i Hörðadal að austanverðu. Fram með hliðinni er Þorgeirs- staðahlið. Þessir 19 bæir, sem nú hafa verið taldir eru aliir i Miðdalahreppi, en hinir 19, sem eftir er að tclja er Hörðadalshreppur. Næst fyrir framan Þorgeirsstaðahlið eru Ytri-Hrafna- björg og þá framar Fremri-Hrafna- björg og skilur lækur túnin. Fyrrum voru þessar jarðir báðar ásamt Selja- landi talin ein jörð sem nú eru taldar þrjár. Þá er Hlið þar fyrir framan, svo er löng bæjarleið fram með hliðinni að Fremri-Vifilsdal, sem einnig er austanvert við Hörðadalsá. Sá bær stóð áður vestan við ána, en vegna hættu af gili sem rann beggja vegna við bæinn var bærinn fluttur á holt fyrir handan ána 1849. Spottakorn neðar vestan til við ána er Neðri-Vifilsdalur, svo erTunga gegnt Hlfð undir Tungufjalli, milli Vifilsdals og Laugadals Fyrir neðan Laugaá er Seljaland. Sú jörð var byggð i Hrafnabjargalandi á önd- verðri 17. öld, svo er Hóll syðst undir Blönduhliðarhálsi, þá Geitastekkur utar, svo Hamar, þá Blönduhlið og liggja nærri saman túnin á þeim siðast töldu. Þar næst eru Bugðustaðir og beygist þá hálsinn til vesturs, svo yst með hálsinum fyrir innan Skraumuá eru Ketilsstaðir. Þessir tveir bæir eiga land með sjónum svo kallaða Vestliða- eyri, sem kennd er við Vestliða Ketils- son landnámsmanns. — Selárdalsbær er vestanvert við Skraumuá og gegnt yfir frá Hóli undir Selárdalsborg, þar næst eru Gautastaðir sama megin fyrir utan Hafradalsá. Þar næst eru Alftatraðir niður með Skraumuá. Þá er Dunkur vestar og eiga þessir tveir bæir land með sjónum milli Skraumu- Sunnudagsblað Timans 749

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.