Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 15
Steinunn Eyjólfsdóttir Skálkurmn og flónið Nú ætla ég að segja ykkur ævintýri. Það er reglulpgt ævintýri með stjúp- dóttur og öllu tilheyrandi og það gerist meira að segja á jólunum. Auðvitað fékk stjúpdóttirin, hún Lisa litla, ekki að fara i jólaboðið. Hún stóð á þröskuldinum og horfði á gljábónað- ann Benzinn hans stjúpa sins og henn- ar mömmu sinnar hverfa út i jóladrif- una. Á milli þeirra sat stjúpsystir hennar vafin skinnum. Það var þó ekki hægt að ætlast til þess að hún notaðist aðeins við sitt eigið skinn, hafði hún sagt á Þorláksmessukvöld. Það fannst föður hennar ekki heldur hægt. Ekkert þeirra leit við og veifaði til Lisu, ekki heldur mamma hennar. Lisa litla and- varpaði. Æ mamma var orðin svo breytt i seinni tið. Lisa ætlaði stundum varla að þekkja hana. Allt hafði verið miklu betra.meðan þær voru tvær ein- ar. En mamma hafði samt hvislað að henni,áður en hún fór, að hún skyldi fá sér rjómatertu og is úr nýja isskápn- um og loka vel öllum dyrum, áður en hún færi að sofa, svo skálkurinn kæmi ekki. Það hafði nýlega sloppið skað- ræðisskálkur úr tugthúsi borgarinnar. Ég vil siður að hann fari með nýja skápinn, hafði hún sagt. Og Lisa lofaði að gæta vel að öllu. Hún skildi ofboð vel að þau gátu ekki haft með sér svona heimskulega stelpu. Stjúpi hennarhafði lika margsinnis sagt það, iiklega til þess að Lisa myndi það bet- ur. Hún var vist svo dæmalaust heimsk. Svo lokaði hún útidyrunum vel og vandlega og rölti inn. Drifan sem fallið hafði á dökka hárið hennar bráðnaði og glitraði eins og glingrið á jólatrénu. „Fagra jólatré,” segir Lisa. ,,í kvöld verðum við ein heima. Við skulum segja hvort öðru sögur.” Hún settist á skemil við jólatréð og lagði eina greinina varlega að andliti sinu. Nálarnar stungu alls ekki. Þær voru svalar og ilmuðu svo vel. Meðan Lisa og jólatréð sögðu hvort öðru sögur um hinn stóra heim og allar ungu stúlkurnar og öli jólatrén, sem aldrei mundu fá að sjá stóra heiminn, hoppaði skálkurinn yfir girðinguna bak við húsið. Og alveg eins og honum datt ihug stóðu bakdyrnar opnar.Þeim hafði Lisa gleymt. Skálkurinn hafði engin umsvif en skálmaði á grút skftugum skónum yfir eldhúsgólfið og beint inn i stofu. Rotta sem sat á ösku- tunnu horfði á eftir honum öfundar- augum. Lisa stökk á fætur og það klingdi i öllum kúlunum og englunum á jóla- trénu,þegar skálkurinn birtist svona á háheilögu jólakvöldi. — Þú færð ekki nýja skápinn, æpti Lisa. — Og ekki vinkassana hans stjúpa og ekki gulldótið hennar mömmu og ekki farmiðann hennar Systu til Kanari-------- Lisa talaði hægar — og enn hægar. Aumingja skálkurinn, þarna stóð hann rennblautur og ræfilslegur og hlustaði á hana telja upp allt, sem hann ekki mátti fá og það á jólunum. — Fyrirgefðu, sagði Lisa. — Ég ætiaði ekki að vera vond við þig. Þú mátt eiga með mér það sem ég á. Meira get ég ekki gefið þér. — Þökk, sagði skálkurinn. — Það er meira en nóg. Hitt draslið vil ég ekki sjá. Hann horfði athugull i kring um sig. — Ég sé að bankastjórinn er ekki staurblankur, bætti hann við, og varð nú þó nokkuð skálkslegur i framan. — Þetta er til að sýna gestum, út- skýrði Lisa. — Ég held að stjúpi yrði veikur eða dæi ef þetta yrði tekið frá honum. — Ekki er nú heilsan góð, áleit skálkurinn. Lisa svaraði ekki. Hún horfði stöð- ugt á skálkinn. — Mikið ertu fallegur, sagði hún. — Ég vildi að þú værir pilturinn minn. — Viltu vera stúlkan min? sagði skálkurinn efablandinn. Lisa kinkaði kolli. — Fyrst ég er svona mikið flón og þú svona mikill skálkur, hljótum við að eiga vel saman. — Það er nú ekki alveg öruggt að við séum það. Skálkurinn gerðist ihugull. —- Það gæti verið misskilningur. Kannske eru það hinir sem eru skálkar og flón. Andlitið á Lisu ljómaði. — En hvað erum við þá? Skálkurinn hló. Hann þreif Lisu i fangið og hristi hana og kyssti. Viðerum bara við — ég og þú. Er það ekki nóg? Þannig skeði það að Lisa litla og skálkurinn urðu ástfangin. Þau urðu svo ástfangin að þau vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Og jólatréð samgladdist þeim og ilmaði eins vel og það gat. — Við förum yfir fjöllin, sagði skálkurinn. — Finnum nýtt land. — Eða sveitina hennar ömmu minn- ar, sagði Lisa. — Það var dásamleg sveit og gott fólk. Nú býr þar enginn. — Við skulum fara strax, sagði skálkurinn. Svo bjuggu þau sig vel og héldu af stað. Drifan var hætt og stjörnurnar -farnar að skina. Jólanóttin var fögur og hljóð. Heima hjá bankastjóranum stóð jólatréð eftir i horninu sinu. Bara að ég gæti lfka snúið heim, hugsaði það. En það er búið að höggva á ræt- urnar minar. Æ, bara að þessi frelsari sem ég á vist að minna á sæi nú aumur á mér. Hér er hvort eð er enginn sem þykir vænt um mig. Þá heyrðust skellir og smellir. Lögg- an var farin að leita að skálknum. — Sjáið þið sporin, sagði einn. — Hér hefur hann farið og liklega ein- hver félagi hans með honum. f þvi kom jólatréð hoppandi niður þrepin. Það hringlaði i þvi. Nálarnar stóðu beint út og það þeyttist eftir stéttinni. Vesalings lögregluþjónarnir urðu lostnir skelfingu: Þeir flýðu i of- boði og i mörg ár á eftir signdu þeir sig á hverju kvöldi. Þegar bankastjórinn og kona hans og dóttir komu heim á jóladagsmorg- un voru bæði Lisa og jólatréð horfin. Skálkurinn sást heldur ekki framar. Nú eru auðvitað margir sem vilja eyðileggja þessa sögu fyrir okkur. Þeir segja að Lisa og skálkurinn hafi dáið i fjöllunum eða skálkurinn hafi blátt áfram rotað Lisu eða hún hafi hlaupið frá honum og lögregluþjón- arnir hafi verið fullir og jólatréð gang- andi hvergi verið nema i höfði þeirra. En við skulum vona að þetta hafi ekki verið svona. Við skulum vona að þau hafi fundið nýtt land eða sveitina hennar ömmu. Sunnudagsblaö Timans 751

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.