Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 24

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 24
Gunnar Dal: Jólanótt Hver blundar svona blítt I húmi nætur? Ó, barnið mitt, þú sefur milt og rótt, því Drottinn sjálfur litla hvarma lætur lokast i hljóðum draumi þessa nótt. Og hjá þér stendur Jesúbarnið bjarta og brosir til þin, litli vinur minn, þvi auðmýktin, sem er i þinu hjarta, hún opnað getur sjálfan himininn. Þig dreymir, barn mitt, blika i norðurljósum svo bláar stjörnur næturhimni frá. Það fellur niður regn af hvitum rósum á rúðu litla stokknum þinum hjá. í dýrð, sem aðeins draumalönd þin geyma, drottning næturinnar hljóðlát fer og opnar hulda ævintýraheima sem aðeins voru byggðir handa þér. Hún kemur til þin, hvitar rósir anga, og krýpur engilbjört við stokkinn þinn. Hún þrýstir mjúkum koss á munn og vanga, og mildar hendur strjúka þér um kinn. Hún hvislar að þér: Hvil i örmum minum, að kynjaströndum nýjum ég þig ber. Ó, barn mitt góða, gleym ei draumi þinum, geym ævintýrið vel i hjarta þér. Hannes M. Þórðarson: Jólin Það, sem gott og göfugt er, gangi fram og mæti þér. Ljóssins helga leiftursvn lvsi veginn heim til þin. Litum Ijósið bjarta, litróf boðandans. Veitir frið og fegurð fjarlæg minning hans. Sækjum hærra, hærra, hér er vangurinn. Afram lengra leitar léttur hugurinn. 760 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.