Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 20
Það urðu leiðinleg brengl i feluvisu Hjartar Hjálmarssonar hjá okkur um daginn. þar sem stóð ,,að ég ekki kem”. Hún er svona : ,,Ég ætla að segja þér frá þvi, þó það snerti frúna kannske meir, ég kem ekki i kaffið til þin núna. IMIililBBIBl Vestur-islenzka blaðið Lögberg- Heimskringla birti 22. nóvember siðastliðinn kveðju frá góðkunningja okkar. prófessor Richard Beck. Hún er á þessa leið: Visnaþáttur þakkaður t sunnudagsblaði Timans i Reykja- vik birtist reglulega skemmtilegur visnaþáttur. og nefnist safnandinn ..Gnúpur.” Gnúpur! Visnaþáttinn þinn þakka ég. — Uverju sinni yljað hefir huga rninn hér i fjarlægöinni. Léttfleyg stakan íslensk er, eins og ég, og kær mér, yfir djúpiö breiöa ber blessað landiö nær mér. Vmlisrika marga mynd móðurjaröar bar hún. sumarauki og yngislind aldurhnignum var lnin. Mörg er stakan snilldarverk, strengja hárviss tökin. myndrik túlkar, mjúk og sterk, mannlifs, flóknu rökin. Hér er svo nýleg staka úr bréfi frá Richard Beck: Meðan árin andans sverð eigi slæva þunga sinum læt ég visna- og ljóðagerö lyfta á vængjum huga minum. Núna i skammdeginu finnst manni eins og venjulega á þeirri árstið, að það eigi vel við, sem Þorsteinn Er- lingsson kvað: Dagurinn flýgur lágt við lönd likt og hann guggni bráðum Þegar hin kalda klakahönd klippir af vængjum báðum. Við munum,hvað það var, sem Þor- steini Erlingssyni dugði bezt, þegar myrkur og kuldi vetrarins sótti að hon- um. Það segir hann i sinni frægu visu: Það er likt og ylur i ómi sumra braga. Mér hefur hlýnað mest á þvi marga kalda daga. Það var þess vegna, sem hann gat sagt: Mörg sú stund, sem erfið er og ég kveið i hljóði, siðast leið i söng með þér Sigurður Breiðfjörð góði. Séra Matthias Jochumsson orti um mannahvörf i skammdegi og vetrar- riki þjóðtrúarinnar: Ollum. Gnúpur, þeim, sem þinn þáttinn auðga snilli, ómar þakkaróður ntinn austur stranda milli. Um leið og við þökkum þessar visur i þeirri von. að einkenni þau og áhrif. sem þættinum eru þar eignuð. fylgi honum sem lengst. látum við Richard Beck hafa orðið áfram og birtum visur hans um ljúfar annir jólanna: Að mér jólaannir sækja, yfir djúpið hugann leiða. frændaþel skal fagurt rækja, fjölda vina þakkir greiða. lðjan þessi yljar hjarta, andans vængjunt flugþrótt gefur, mitt á vetri vortrú bjarta vekur, er i barmi sefur. Daufleg voru og dauf eru enn dalaþrengslin viða. Sagðir voru sauöamenn seinir oft til tiða. En hvað sem liður mvrkri og kulda vetrarins skulunt við minnast þess. sem Guðmundur Hagalin kvað. Þó að vetur klakaklóm kreisti blöð af meiðunt. alltaf verða einhver blónt eftir á þintint leiðum. Við skulum aldrei loka augunum fvrir þvi og alltaf muna að gleðjast við það. Gnúpur. 75(! mmmmmmmmm^^J Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.