Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 6
skilningi sinum á sjálfum sér, stöðu sinni á fortfö og samtið, hlutverki sinu, gildi og takmarki. Einar lætur blik- andi „geislastaf hugar sins" leika um þessar persónur, sem hann velur sér að yrkiefni, leiðir þær fram i glaðbirtu, lifandi, fullmótaðar, vegur þær, metur og dæmir. En uppljómaðar af þessu ljósi endurkasta þær flæðandi birtu á Einar sjálfan, lýsa upp einhvern þátt hans, slikur sem hann var, er kvæðið var unnið. Enginn höfundur, ekkert skáld. kemst hjá þvi, að þetta blik af verki hans lýsi á hann sjálfan og gegnumlýsi hann, fremur en litróf stjörnu getur leynt efnasamsetningu hennar og gerð. Þvi meiri snillingur sem skáldið er, þvi skærara verður ljósiö, sem á hann sjálfan fellur af verki hans. Fyrir þvi hef ég látið mér detta i hug, að kvæði Einars Bene- diktssonar um islenzka menn kunni að vera opinskárri um hann sjálfan en flest önnur kvæði hans. Og þessi skoð- un styðst að nokkru við það, að hann tekur i alvöru að leggja stund á að yrkja slik kvæði. þegar stórkostleg innri átök knýja hann til þess að gera samvizku sinni reikningsskil fyrir lifi sinu tilgangi þess og markmiði og yrk ir þau flest. þegar þar er komið æv- inni, aö dáð hennar er aö mestu unnin og honum hlaut það að vera i vaxandi mæli hugleikið hvert mót minning hans skyldi bera i vitund komandi tfma. Var þvi meðfram þess vegna sem einmitt þessir menn urðu honum svo hugstæðir. Ersitthvaö likt með öll- um þessum mönnum og Einari? Og ef svo skyldi vera er þá lika eitthvað ólikt með þeim, sem höfðar sterkt til ein- hvers i sál Einars á tilteknu skeiði ævinnar. Ég hygg að öllum þessum spurningum megi svara játandi. Virð- um snöggvast fyrir oss þessa menn. ekki eins og vér kunnum að hafa gert oss þá i hugarlund. heldur eins og þá ber við af sjónarhóli Einars Bene- diktssonar. Athygli vekur þá, aö hann hefur beitt sama verklagi. er hann skóp myndir þeirra allra. Hann hefur lyft þeim öllum á svið. þar sem við taka mælikvarðar þeirra gilda. sem hann viðurkennir. og leitt þá eina fram, sem með einhverjum hæ'tti fengu staðizt á þvi sviði. Átta eru skáld, orðsnillingar. spekingar. einn er meðal snjöllustu höggmyndasmiða veraldarinnar. einn er afreksmaður. sem gerir fsland, sina nýju ættarjörð, fræga i sögum, vinnur einstæð stór- virki viða um lönd vinalaus og einn — Kári Austmaður. Allir eru skapendur dáða, sem af varð frægileg saga, hafn- ir yfir eyðingu gleymskunnar. Þetta er þeim sameiginlegt. Um nokkur þessara tiu kvæða er fjallað á öðrum stað i þessari bók og 742 skal ekki fjölyrt um þau hér. Það eru kvæðin Svartiskóli. Meistari Jón og Arfi Þorvalds. En á hin skal nú aðeins stuttlega litið i leiðinni. Þeir eru geysilega ólikir. Samt sem áður hefur Einar Benediktsson á viss- um skeiðum borið kennsl á sjálfan sig i þeim öllum, skilið köllun sina i köllun þeirra, fundið örlög sin i þeirra örlög- um. mælt svip sálar sinnar i sál þeirra og gerð. Þetta er hin meðvitaða eða óvitaða orsök þess, að einmitt þessir menn verða Einari Benediktssyni að yrkisefni, en ekki Grimur Thomsen, Skúli fógeti, Jón Arason, Guðmundur góði eða Gunnar á Hliðarenda, svo að einhverjir séu nefndir. En sé þetta svo. verður um leið ljóst. hvilik uppspretta skilnings á Einari Benediktssyni sjálf- um einmitt þessi kvæði eru. Það kann að vera djarflega ályktað. en ég get þó ekki varizt þeirri hugsun. að i hverjum þessara manna. eins og Einar Bene- diktsson leiðir þá fram i ljóði sinu, stigur hann sjálfur fram á sviðið og opinberar sjálfan sig i rikum mæli. Hann valdar bersögli sina i skjóli þess að hann er að yrkja um annan mann. en maðurinn. sem Einar leiðir fram. er ekki skapaður af sagnfræðilegum heimildum. heldur genginn beint út úr sál Einars sjálfs. Fyrst verður fyrir Grettisbæli. Ekk- ert er athyglisvert við kvæðið, nema sú mynd af afreksmanninum, útlagan- um Gretti Ásmundarsyni sem Einar dregur þar örfáum skýrum dráttum. Upphafið er beinlinis flatneskjulegt. og það er i sannleika fágætt. að slikt verði sagt um það. er Einar Bene- diktsson kvað. En Flatneskjan er af. þegar hann sér i anda Gretti bregða fyrir við hreysið : Mér er sem ég sjái hið breiða bak bogna og reisa heljartak i útlegð og auðnuleysi. En það er skáldið og orðsnillingur- inn Grettir. sem Einar heyrir og sér og opinberar um leið. hvernig honum. hinu unga stórhuga skáldi. leikur hug- ur á að verða máli farinn i ljóði: En einkum er mér sem ég hevri hljóm af hreinum og djúpum karlmanns- róm i dýrri og dulri bögu. Þau orð og þau svör — þeim ann ég mest. öflug og köld — Þau virði ég bezt i Grettis göfugu sögu. Svo rækilega segir Einar hér til um hug sinn og markmið. tæplega þritug- ur, að þaö. sem hann ann mest og virð- ir i iþrótt Grettis, verður siðar á æv- inni eitt megin einkenni hans eigin orðsnilldar, fágað og fullkomnað af áratuga iðkun og þjálfun. Þetta litla dæmi hvetur til þess að hyggja nokkuð vandlega að kvæðum þeim, sem Einar yrkir siðan um islenzka menn. En kvæðið Grettisbæli segir oss fleira um Einar á þessum árum, er hann finnur hamslausa krafta brjótast um i sér, en veit litt hvað fyrir liggur. Veit ef til vill það eitt, að hafast skal að svo um munar. Hann les Grettissögu svo, að hún kennir honum að Mótlæti mannvitið skapar En hann les hana einnig svo, að það er ranglæti þjóðfélagsins, valdhaf- anna. sem veldur útlegð Grettis og böli. ..Hans lund var blendin og bitur hans kjör", en allt um það er hann án saka. Niðurstaðan verður sú, að réttur er ranglæti, er vann, — og reyndi það nokkur glöggvar en hann. að sekur er sá einn — sem tapar? Hér er Einar Benediktsson upp- reisnarmaður. Afstaðan til réttar og valds er hér efalaust að einhverju leyti lituð af minningum um afskipti danskra stjórnarherra af högum föður hans. ranglæti ofbeldisins, sem fer sinu fram undir yfirskini réttarins. En hér er meira á ferð. Hér talar maður- inn, sem nokkrum árum siðar leggur stórhuga dóminn á feðranna verk, heimtar kotungum rétt — og hin kúgaða stétt hristir klafann og sér hún er voldug og sterk. Einar er. þegar hér er komið sögu orðinn margsýnn og viösýnn um menningarlega og fjárhagslega við- reisn þjóðar sinnar og hefur uppi um það stórar ætlanir á næstu árum. En hann óskar þjóðfélagsbyltingar: ..Allt skal frjálst — allt skal jafnt" og það þarf vakandi önd. það þarf vinnandi hönd til að velta i rústir og byggja á ný. Ekkert likara en að Einar sjái sjálf- an sig i þvi hlutverki. þegar hann yrkir kvæðið. hlutverki alþýðuforingjans, sem reisir heljartak gegn þvi ranglæti, sem helgar gerðir sinar með valdi hins sterkara. A þessum árum er Einar ..höföinglundaður alþýðusinni", eins og Próf. Steingrimur Þorsteinsson orðar það hnyttilega i ævisögu Einars. Það liða 18 ár frá þvi. er Einar Bene- diktsson birtir Grettisbæli, þar til næst kemur frá hans hendi kvæði um islenzkan mann. kvæðið Svartiskóli Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.