Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 11
Litið um öxl Nú er komið haust, — þessi tengilið- ur milli sumars og veturs. Þá hefjum við ferð okkar og litum ti) baka yfir sumarið. Það er svo margt, sem i hug okkar geymist og gæti veriö okkur til mikillar umhugsunar. Sumarið er að flestra dómi yndislegasti timi ársins. Þá er náttúrulifið i hámarki. Þá verða ótal breytingar, sem hafa töfrandi áhrif á mann. Þá verða til ótal jurtir, sem eru alltaf að breytast allt sumar- ið. Sýna á stuttum tima allt i senn, æsku og elli. Þá leikur náttúran á hljómbumbur sinar. Fuglar kvaka, fossinn hljóðar og skordýrin suða sina töfrahljóma. A bak við allt þetta vakir töframáttur listarinnar og ástin. Sumarkvöldin fögur hafa breitt blæju himinljómans yfir fjallahliöar og sund. Kvöldroðinn er oft fagur. Þá unir sér ástin og sendir þrá mannsins til æðri heima. Maðurinn þráir það góða fullkomna, sem aukið getur sælu hans. Þegar við litum með alvarlegum aug- um yfir liðandi sumar, finnum við, að það var kalt og gróðursnautt framan af. Of mikið af blásandi köldum vind- um, sem vöktu ekki gróðurlifið. Þetta lagaðist þó. Gróðurinn kom, grasið spratt og fyllti hlöður manna. Vegna þessa mikla vorkulda gerði skordýra- lifið ekki eins mikil spjöll á garða- gróðri og annars hefði orðið. Að visu voru svolitil brögð að þvi. Það var samt miklu minna en annars hefði orð- ið. Það er aðeins staldrað á krossgötum og litið fram á veginn. 1 sumar höfum við bezt séð, hvað ræktun ánna hefur gefið okkur mikinn arð. Ailar ár fullar af laxi. Jafnvel þar sem ekki fékkst nokkur branda áður. Við stilkum á steinum hugsjóna- manna og færum það i raunveruleik- ann, sem þeir hafa látið sér detta i hug. Svona er lifið. Fyrst hugsjón, svo staðréynd. Það er ánægjulegt, að nú skuli vera á næsta leiti þangvinnsla. Það hefði jafnvel mátt hafa verið mikiu fyrr. Þangmjöl til áburðar er mikilvæg þróun. Það er þróun, sem hefur mikla heilbrigðisþróun i för með sér. Loftáburðurinn, sem við höfum notað svo mikið, hefur veiklað og sýkt heilbrigðisþrótt manna og dýra. Þar hefur þaramjölið gagnstæð áhrif. Ána- maðkurinn fælist það ekki. Þaö gefur jurtunum og gefur maðkinum meiri starfsþrótt og ánægju. Okkur riöur á að halda maðkinn sæmilega. Hann er einn hlekkurinn i lifskeðjunni. Lifið má aldrei missa þessa hlekki. Þenna fróðleik kennir okkur náttúrulifið. Þaö er sú stóra bók, sem ávallt stendur opin. Það er bara aö lesa og fylgjast með. öðrum megin við haustið biður veturinn. Hann er að miklu leyti hulinn. En eitt vitum við, að hann er alltaf i andstöðu við sumar- ið. Þar er ekki til „nóttlaus voraldar veröld þar sem viðsýniö skin”. Samt koma fram töfrandi augnablik, sem hverfa þó oft fyrr en menn grunar. A löngum vetrarkvöldum endurvekur maður gleði sina með endurvakningu minninganna frá sumrinu. Það eru þær sögur, sem hafa gefið okkur margar glaðar stundir i gegnum löngu vetrarkvöldin. Vorið er æskutimi timatalsins. Þá lifnar allt og af þeim brumgróðri þroskast lifið. Maður þarf alltaf að stöðva sig i- straumnum, lita um öxl og sjá, hvort viðhöfum gengið til góðs götuna fram eftir veg. Það er einmitt það, sem iifið þráir. Við.eigum að vera veitandi, fylla upp, en ekki fyrirfara eða eyða. Þá lifum við nær trúarlögmáli voru. Við veröum hreinni, gjörandi kraftur i lifinu. Það er margt að athuga i þessu sambandi. Það er náttúran, sumarið, með alla sina fegurð, sem er leiðar- steinninn. Þar er listin, ástin, sem leiðir anda vorn i hæðirnar, þar sem draumur veruleikans þroskast. Ekki má skilja svo við sumar eða vetur, að ekki sé minnzt á sérkenni þeirra frá þvi i gamla daga. Þjóðar- sálin töfraðist af fegurð og yndisþokka sumarbliðunnar. Þá urðu að vera til verur,- sem lifðu fyrir utan mannlifið. Þessar verur báru ýmis nöfn. Við kölluðum þær huldufólk. Það mátti heita að það væru sumarsins gestir. Smalinn sá það meö fjárrekstrinum. Heyrði strokkhljóð úr álfasteinunum. Stundum, þegar smalinn sat hjá án- um, var nafn hans nefnt. Stundum lika hó, sem bergmáluðu i klettunum. Þessi hrifandi sköpunarmáttur hef- ur nú að mestu leyti horfið. Við eigum blæ þessa forna tima þrykktan á bæk- ur og i hugum okkar. Þetta voru sumarsins töfrar, sem þoldu ljósið. Veturinn átti aðra töfra, sem voru ljósfælnir og þróuðust i rökkursins dul. Það voru sögur af skottum, mórum og slikum furðuskepnum, jólasveinum og fleiri þokkahjúum. Þessar hugar- sjónamyndir gerðu kvöldlifiö töfrandi og fylltu kvöldið töfrafullri ró, sem all- ir þráðu að vera aðnjótandi. Þá var ekkert sjónvarp til. Sú mynd, sem kvöldsögurnar mynduðu i huga áheyrandans, var ekki verri mynd en sjónvarpið bregður upp. Við þessar kvöldsögur urðu menn glaðir og börnin tóku það sem fyrirmynd i leikjum sin- um. tslenzku vetrarkvöldin áttu þá sjónvarp engu siður en nú. Það var bara fyrir andann. Guð gefi öllum góðan vetur. j.a. Eg hugsa svo oft um það heillandi kvöld I hafið er sólin sté niður. 1 hjarta bjó ástin með elskunnar völd, ástrikur töfrandi friður. Ég þráði að svifa sem svipur um geim viö sólblæju kvöldroðans búa. Ég þráði að gleöjast með geislunum þeim sem gróandi blómunum hlúa. En bundinn var fótur er fljúga vildi önd I frelsandi himneska gleði. Það er svo ljúft að lita þá strönd sem ljósguðinn töfrandi réöi. Sunnudagsblað Timans 747

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.