Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Síða 10
Á einum stað á leiðinni misstu þau
einn hestinn niður i pytt og ætluðu þau
aldrei að geta náð honum upp úr aftur,
en það hafðist á endanum, eftir mikið
erfiði.
Ekki kvaðst Petrina hafa verið vel
búin til heiðarferðar i stórhriðar veðri
og ófærð. Hún reið i söðli eins og allar
konur á þeim tima. Hún var i skósiðu
peysupilsi og með skinnskó á fótunum,
en mestan hluta leiðarinnar þennan
dag gekk hún og rak féð. Þeim mundi
veitast örðugt stássmeyjum nútimans,
að kafa ófærð i 15 klukkutima og reka
hálf uppgefið fé, sem það hlýtur að
hafa verið orðið.
Eg hefi oft farið þessa leið, á hestum
og einu sinni fór ég ásamt öðrum
manni þessa leið að haustinu. Við
vorum með tvo til reiðar og fórum
beinustu leiö og héldum vel áfram og
vorum átta klukkutima á leiðinni,
heimanað frá Kolugili að Réttarvatni,
sem er rétt hjá Arnarvatni.
Heyrt hefi ég haft eftir samferða-
mönnum Petrinar i þessari svaðilför
að hún hafi ekki gefið þeim eftir karl-
mönnunum að harðfengi og dugnaði og
áræðni, enda svndi hún það siðar i
sinni erfiðu lifsbaráttu, að hún var
hverjum vanda vaxin og lagði aidrei
árar i bát þó að á móti blési.
Seint um kvöldið komust þau með
féð i sæluhúsið, sem þá stóð við Arnar-
vatn hið stóra og Hliðskjálf nefndist,
nú standa aðeins rústir þessa sæluhúss
eftir, en það er nú, árið 1972, að mestu
fallið inn.
Þau höfðu hestana inni i kofanum
um nóttina. Voru þau öll mjög þrekuð
eftir ferðina. Uppi i kofanum var smá
ioft, sem hægt var aðsofa á, og þangað
fóru þau og lögðu sig til svefns, en litið
gátu þau sofið um nóttina fyrir kulda.
Þau höföu litið sem ekkert ofan á sér
og sá litli hiti sem var i kofanum var
frá hestunum. Var þetta mjög ónota-
leg nótt fyrir hina þrekuðu ferðamenn.
Morguninn eftir var veður farið að
ganga niður og fóru þau timanlega af
stað. Leiðin frá Hliðskjálf liggur
suður yfir Arnarvatnshæðir. Snjórinn
fór heldur minnkandi eftir þvi sem
sunnar dró. I ieitarmannakofa i
Álftarkrók, stutt frá Norðlingafljóti
áðu þau, og þar gátu þau hitað sér
kaffi og hresst sig vel. Frá Álftar-
króksskála lá leið þeirra með féð niður
hæðif og siðan með Norðlingafljóti
sem leið liggur og gekk furðu vel, enda
varð snjórinn minni eftir þvi sem nær
dró byggð og i byggðum Borgarfjarðar
var snjólaust.
Hið þrekaða ferðafólk renndi hýru
auga til hinna blómlegu byggða, sem
nú opnuðust þeim og það hefur ábyggi-
lega getað tekið undir þessar vel
kveðnu visur eftir Steinbjörn bróður
Petrinar, er hann leit Borgarfjarðar-
hérað eftir langan aðskilnað.
Birtast minnar bernskulönd
bjart er um hæð og leitin
falla eins og hanz,ki að hönd
heiörikjan og sveitin.
Blikar sól umBorgarfjörð
birtast fagrar sýnir
fjallagnýpur, gil og skörð
gamlir vinir minir
Rekstrarfólk Borgfirðinga kom með
féö niður að Fljótstungu og þar var
gist við góðan beina þeirra sæmdar-
hjóna sem Fljótstungu byggðu þá,
þeirra Guðrúnar Pétursdóttur og Jóns
Pálssonar. En þau höfðu oft margan
þreyttan ferðalanginn hýst.
Mikið var ferðafólkið hvildinni fegið
og þó þau hafi ekki hugsað út i það,
hversu oft hurð hefur skollið nærri
hælum að ekki fór verr og þau sluppu
áfallalaust úr þessu ferðalagi, þá
munum við, sem þekkjum þessa leið
milli Húnavatnssýslu og Borgar-
fjarðarhéraðs vita vel, að ekki má
mikið út af bera, svo allt fari vel og
hlýtur þetta ferðalag að hafa verið
þrekraun hin mesta fyrir þá,sem voru i
þvi þátttakendur.
Eftir góða nótt i Fljótstungu og
þeginn beina þar að morgni var féð,
sem að norðan kom, rekið suður yfir
Hvitá um Barnafossbrú og sleppt i
Stóra-Áss land. Petrina var Jósef
Eliassyni samferða heim til sin.
Þetta var Petrinar fyrsta alvarlega
þolraun i lifinu, en ekki sú siðasta. En
hún hefur vfirstigið þær allar og getur
nú eftir langt ævistarf litið yfir farinn
veg sem sigurvegari i þolraun lifsins.
Petrina giftist árið 1921 Albert
Gunnlaugssyni og settu þau saman bú
á Akranesi og bjuggu þar allan sinn
búskap.
Þau Albert og Petrina eignuðust 9
börn og eru afkomendur þeirra orðnir
margir. Albert maður Petrinar
andaðist árið 1935, 41 árs að aldri og
stóð þá Petrina uppi með börn sin og
varð hún ein að vinna fyrir sinum
stóra barnahópi og án allrar hjálpar.
Kom hún börnum sinum áfram unz
eldri börnin fóru að koma henni til
hjálpar. En á þessum árum var erfitt
með atvinnu og lifsbjargar möguleika
alla.
Petrina býr nú á Akranesi, i eigin
húsi.sem hún á með yngsta syni sinum,
er býr þar einnig.
Agnar Gunnlaugsson.
Sunnudagsblað Timans
Yorið og
söngfuglinn
1 Sumarrós ég sé þig aftur, i sólin roðar vangann smá, 1 fuglinn syngur frelsisljóðin, i faðmar glaður loftin blá.
i Ljúfi söngva vinur sæti. Þegar allt er grænt og gróiö i
i seztu enn á vegginn minn. og glaðan leikur söngur þinn. (
Berðu yfir sæinn sumar þá er lif i litla dalnum
sumarljós og friðinn þinn. við iága bæjarkofann minn.
! Þegar leikur létt um vanga Guð þér gefi sólar sumar.
ljúfur blærinn þýður, kær. sælt svo uni börnin þin,
1 vakir aftur vonin bjarta, svo þau aftur svngja megi 1
1 vorsins gjalla ljóðin skær. sólar riku ljóðin sin. 1 J.A. i
746