Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 7
um Sæmund fróða. Þessi 18 ár eru jafnframt einhver mestur umbrota timi i ævi skáldsins. Það timabil.er lif Einars og skáldskapur taka þau mið, er hvort tveggja hélt siðan. Einar hef- ur á þessu 18 ára bili reynt margt. Hann hefur verið málfærslumaður og að kalla grundvallað nýja viðskipta- grein á Islandi, fasteignasölu. Hann hefur verið ritstjóri og prentsmiðju- eigandi og mikið látið að sér kveða i stjórnmálum þjóðarinnar, menn- ingarmálum og efnahagslegum við- reisnarmálum. Hann hefur verið sýslumaðurog bóndi. Hann hefur ferð- azt mikið heima og erlendis, og kveðið óviðjafnanleg kvæði um þá reynzlu, sem hann hlaut i þeim förum. Og hann hefur breytt ráði sinu á stórmannlegri og áhættusamari hátt en nokkur sam- landa hans, tekið sig upp frá tryggri afkomu og öruggri framtið og setzt að erlendis til þess að afla stórauðs og hrinda af stað umfangsmeiri fram- kvæmdum, en tslendingur hefur áður færzt i fang. Nú hefur hann búið um hrið i glæsilegum borgum, bergt af skálum alls þess, er hámenning og glæsilif hefur að bjóða, er tekinn að ganga i Svartaskóla fésýsluvisind- anna, orðinn einn af gullgerðarmönn- um nýtimans. Hann hefur þegar hönd- ina á lykli hins gullna gjalds, er þegar byrjaður að bera hann að skrám harð- læstra dyra, bera vogarstöng gullsins að óhreyfðum risaverkefnum á ts- landi. Hann finnur og að Gróttinn — gullkvörnin — leggur hlekki á þann, er draga vill, þvi traustari fjötra sem honum er meira helgað af orku og viti. Og það setur að honum ugg. f sál hans býr heilög köllun skáldsins. sem hefur vigt hann þvi hlutverki að kveða heimsins fegurstu ljóð á tungu heims- ins fámennustu þjóðar. Allt annað er svik. Er hægt að samrýma þetta tvennt? Spurningunni verður ekki skotið á frest. Hér, inni i galdra- smiðju gullsins, verður Einar Bene- diktsson að svara henni og svarið táknar lif eða dauða. frelsi eða glötun skáldsins i honum. Ein leið er til fær, úr þvi sem komið er — aðeins ein. leið Sæmundar fróða : Að verða ..fullnuma i orðsins iist", nema fjölkynngi Svartaskóla til svo gersamíegrar hlit- ar að geta gert lærimeistarann sjálfan að fifli sinu og þræli. komast upp á tindinn og öðlast aftur svip Guðs sins. Hverfa svo ..aftur góður andaður til sinnar móður" að hætti Sæmundar fróða. sem meistari og höfundur þeirra stefja. sem eigi eru endurkvæð. Með þessum hætti varð hvoru tveggja borgið. skáldsins veglegu. spámann- legu köllum og þeim stórláta munaðardraumi. sem ..ris til auðs og valds". Sunnudagsblaö Tímans Að öðru leyti visast til þess, sem áður segir um þetta kvæði og skilning á einstökum atriðum þess. En ég fæ ekki varizt þeirri hugsun, að að- stæöurnar, sem knýja Einar til þess að yrkja það, séu hamrömm átök fésýslu- mannsins og skáldsins i sál hans. Einari Benediktssyni fer i þessu kvæði eins og manni, sem verður að höggva sér braut út úr myrkviði eða týnast. Með tröllslegum átökum tekst honum að kveða andstæðurnar i sál sinni til sætta i bili, heimsmanninn og skáldið, auðhyggjumanninn og andans mann- inn, veraldarmanninn og einfarann, kveða sér til handa griðabréf til þess að halda ótrauður áfram á þeirri leið, sem hann hafði markað sér. Við endi þeirrar leiðar sér hann hylla undir þau ferðalok sin. sem einnig urðu sögulok Sæmundar fróða: Aldrei dýpra skyggndist landinn. Striðs og sigurs sterki andinn stendur efst i Sólarhæð. Þetta var árið 1909. Og enn reyndist Einar Benediktsson sannspár. Þó að ferðalokin yrðu ef til vill öll önnur, en hann vænti, þá gætu ályktarorð hans um Sæmund sómt sér sem sannmæli á bautasteini hans sjálfs. Nú liða fjögur ár, unz næsta kvæði þessarar tegundar birtist eftir Einar Benediktsson. Það er kvæðið um Egil Skallagrimsson, sem fyrst kom út i Skirni 1913. Einar býr i Kaupmanna- höfn til 1910, starfar að fésýslumálum sinum, stofnar félög til vatnavirkjana á tslandi, ferðast látlaust, hefur i mörgu að snúast, lifir stórmannlega. Sfðan 1910 býr hann i London, höfuð- stöð viðskiptalifs og hárrar menningar á Vesturlöndum, hefur nú með hönd- um stærri ráðagerðir en nokkru sinni fyrr. Fyrir atbeina hlutafélaga, sem Einar hefur stofnað með fésterkum áræðismönnum, skal nú hafin stóriðja og nútima atvinnurekstur á tslandi i viðskiptum. námurekstri og með virkjun fallvatna. koma upp hafskipa- höfn, byggja nýja verzlunarborg. Þetta eru ærin umsvif og mætti ætla, að skáldskapur Einars, iþrótt hans og andleg leit. hefðu orðið hálfgerðar hornrekur á þessum árum. En það er öðru nær. Þrátt fyrir öll umsvifin, eru þessi ár eitt frjóasta kveðskapartima- bil Einars. Hitt dylst ekki, llrannir.sú ljóðabók Einars sem út kom 1913, sama árið og hann lét birta kvæðið Egill Skallagrimsson, ber þyngstan yfirsvip allra bóka hans. Hún er mörk- uð af þungri innri baráttu, djúphygli, einmanaleik. innhverfri dul og leit. Það er merkilegt að veita þvi athygli, að þetta gerist einmitt á þeim árum, sem Einar er umsvifamestur i ver- aldarsýslan sinni. Rödd skáldsins verður hljóðust og dýpst þegar rödd kaupsýslumannsins og athafnabraut- ryðjandans gellurhæst. Andstæðurnar i sál skáldsins hafa ekki fallizt i faðma, þar hefur i mesta lagi orðið húsfriður en ekki varanleg sætt. Og á meðan svo er, knýr enn á sama þörfin að gera sér grein þess, hvar hann er staddur. Þá yrkir Einar Benediktsson kvæðið um Egil Skallagrimsson, vikinginn, af- reksmanninn. skáldið — jafnaldrann islenzkia braga. Við engan islenzkan mann að fornu og nýju finnur hann þá til jafn mikils andlegs skyldleika, i einskis manns ástæðum og högum sér hann þá jafn glögga hliðstæðu sins eig- in lifs. Hann dregur upp mynd Egils af voldugri djúpskyggni og myndugleik, en bak við myndina skyggir hvarvetna i Einar Benediktsson sjálfan. Kvæðið er þrungið af rikri sjálfstjáningu og sjálfsvörn. Það má vel vera, að Einar Benediktsson hafi ekki verið nándar nærri eins kulvis fyrir andúð þeirra, sem gerðust mótstöðumenn fyrirætl- ana hans. framkvæmda og jafnvel skáldskapar hans, eins og stóryrði hans ýms gætu gefið til kynna né fjandskap þeirra manna, sem önd- verðir snerust honum i stjórnmálum. En hann átti það vissulega sammerkt við Egil Skallagrimsson, að hann bar það geð, sem gerði honum „visa fénd- ur af vélöndum". Og vist er um það aö hann var alla ævi illa skjólklæddur fyrir vanþóknun þess hluta sins innra manns sem krafðist brigðalauss trúnaðar viö skáldköllun hans. Þær raddir hafa verið áleitnar á þessum árum. Um það bera glöggt vitni kvæði eins og Pundið sem Einar lét svo um mælt, að enginn gæti ort slikt kvæði nema um sjálfan sig og Svartiskóli og Dagurinn mikli, sem öll eru frá þessu timabili. Með kvæðinu um Egil Skalla- grimsson tekur Einar sér stöðu á þeim vettvangi, sem hann hafði haslað sér i kvæðinu um Sæmund Fróða, gerir sjálfum sér og samtiðinni grein fyrir eðli sinu, gerð, örlögum og gildi. Það má kalla, að hann geri það undir rós með þvi að beina kastljósum glögg- skyggni sinnar og djúpsæis að Agli Skallagrimssyni og beita iþrótt sinni til þess að draga upp af honum ógleymanlega mynd, stórum mikil- legri en nokkrum hefur auðnazt öðrum nema höfundi Eglu sjálfum. En þetta mál er ekki vandlega dulbúið og hefði Einari þó verið leikur einn, ef hann hefði hirt um það. Skyldleiki þessara skáldvikinga að eðli, gerð og örlögum veldur þvi, að viðfangsefnið ber inn á sjónarsvið Einars og tekur hann fang- inn. Þegar svo er komið er honum i lófa lagið að yrkja um Egil óviðjafnan- 743

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.