Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 12
Miðdalaþing
Sóknalýsing miðdalsþinga eða
Snóksdals og Sauðafells sókna i Dala-
sýslu, eða fáort andsvar nokkurra
spurninga, sem Hið islenzka bók-
menntafélag hefur lagt fyrir presta
áhrærandi ofan nefnt prestakall. (Sent
Hinu islenzka bókmenntafélagi af ,KR.
Magnusen sýslumanni 24. apr. 1855).
Takmörk sóknanna
á alla vegu
Aö útnorðanverðu liggur presta-
kallið að suðurströnd Hvamms-
fjarðar frá Gljúfurá, sem nú er jafnan '
kölluð Gunnarsstaðaá inn að Miðá. Að
norðan og austanverðu liggur það að
Kvennabrekkusókn og skilur fyrst
Miöá frá sjó, þar til Tunguá rennur i
hana. Siðan skilur Tunguá upp á
Geldingadal að landamerkjum milli
Kvennabrekkukirkjulands og Háa-
fells, svo skilja greind landamerki frá
téðri á beina sjónhending upp á fjalls-
brún, svo eftir hæstu eggjum
Geldingadals suður á Gamalhnúka. Að
sunnan og útsunnanverðu nær presta-
kallið að Mýra- og Hnappadalssýslu og
eru takmörk eftir háfjallgarðinum
eins og vatnsföll deilast milli
héraðanna frá áður nefndum Gamal-
hnúkum vestur að Bölti, sem stendur á
landamærum Dala- Snæfellsness- og
Hnappadalssýslna, þó á Sauðafells-
kirkja (eftir þvi sem nú er talið) land i
Sauðfellingamúla fyrir sunnan hér
greind takmórk og Hrafnabjörg eiga
Mjóadal sömuleiðis af hverjum vötn
falla suður til Borgarfjarðar. Að
vestanverðu nær prestakallið að
Skógarströnd i Snæfellsnessýslu og
skilur þar sýslur og sóknir áður nefnd
Gljúfurá, neðan frá sjó og fram á fjall,
allt að fyrr nefndum Bölti.
Fjöll, hálsar,
heiðar og fell.
1 Miðdölum stendur aflangt fell, iem
heitir Sauðafell. A milli Geldingadals
og Reykjadals er hátt fjall, sem heitir
Háfur og liggur það til suðurs milli
téöra dala, en syðst á þeim eggjum eru
Gamalhnúkar hæstir. Milli Reykja-
dals og Sökkólfsdals er Grafarmúli og
þar suöur eftir f jallseggjunum Grafar-
tindar, en Brattabrekka er fyrir
miðjum botni Suðurárdals, en austan-
vert við téðan dal er klettótt f jall, sem
748
heitir Bani og sagt er dragi nafn af þvi,
að nokkrir Hellismenn hafi verið eltir
þar fram af. t þvi fjalli er einnig
Grettisbæli, þar serh Grettir
Asmundsson dvaldi, þegar Þóroddur
Snorrason sótti hann heim.
Að vestanverðu við Sökkólfsdal er
Hliðartúnsfjall og Skallhólsfjall að
sunnanverðu við Hundadal. Milli
Miðdala og Hörðudals liggur háls til
suðurs, sem ýmist er kallaður
Bæjarháls eða Hliðarháls, svo er
Vm miöja sfðustu öld hugsaði Bók-
menntafélagið til þess að láta semja
og gefa út islandslýsingu. Þaö verk
var undirbúið með þvi að sehda ölluni
þjónandi prestum spurningablöð um
prestakall þeirra. Þó að ekki yrði af
þvi að semja tslandslýsinguna og gefa
út, safnaðist þarna dýrmætur fróð-
leikur. A sfðari áruni hefur sumt af
þessum sóknalýsingum verið gefið út
og þá yfirleitt á vegum félagssamtaka
viðkomandi héraðs. Sunnudagsblaðið
birtir nú að þessu sinni lýsingu
Miðdalaþinga.
Hundadalsfjall suður af hálsinum og
Háheiði syðst, þar til vötnum hallar
suður af.Milli Vifilsdals og Laugadals
er Tungufjall, hæstu tindar á þvf eru
Hestur og Hrútaborg, en milli Hörðu-
dals og Selárdals er háls, sem of tast er
kallaður Blönduhliðarháls, en milli
Laugadals og Sélardals er hátt fiall,
sem heitir Hólsfjall, hæsti tindur á þvi
heitir Þórutindur. Milli Selárdals og
Hafradals er Selárdalsborg og milli
Hafradals og Dunkárdals er Gauta-
staðamúli, hæstu tindar á honum heita
Sneisar. Fyrir miðjum botni Dunkár-
dals er kringlótt fell, sem heitir
Helgufell, en milli Dunkárdals og
Stangárdals er Bakkamúli og hæstur
upp af honum Geirhnúkur, en vestan
við Stangárdal er áður nefndur Böltur.
Jöklar, bergtegundir
og Heira
Engir eru hér jöklar, ekki móberg
eða stuðlagrjót i klettum, ekki svo
menn viti málmar eða merkilegar
steinategundir, ekki surtarbrandur,
steinkol eða brennisteinn, en skeljar
hafa fundist i bökkum með Hörðudalsá
i Hólslandi og Hamarslandi, einnig
með Miðá i Bæjarlandi.
Dalir.
Miðdalirnir eru fyrst, að neðanverðu
einn dalur, en klýfst um Sauðafellið og
myndast þá tveir dalir, sem liggja til
landsuðurs og heita allir þessir dalir
Miðdalir þvi Hörðadalur og Hauka-
dalur er sinn til hvorrar hliðar. Fram
af Miðdölum ganga þessir afdalir: 1.
Geldingadalur, sem liggur fram milli
Kolsstaða i Kvennabrekkusókn og
Háafells, 2. Reykjadalur liggur fram
milli Fellsenda og Grafar, 3. Sökkólfs-
dalur, sem skiftist i tvo dali fyrir
framan byggð og heita þeir Austurár-
dalurog Suðurárdalur, 4. Hundadalur,
sem og svo skiftist i tvo dali Eyðisdal
og Njóladal.
Að vestanverðu við Miðdalina liggur
Hörðadalur til suðurs, fram af honum
liggur Vifilsdalur i landsuður og
Laugadalur í útsuður. Út Ur Vífilsdal
að vestanverðu ligsur Rangárdalur.
Fyrir vestan Hörðadalinn liggur Selár
dalur jafnsíðis honum, sem nú er
stundum kallaður Hólsdalur af þvi
Hóll á dalinn að austanverðu. Að
vestanverðu liggur út úr honum
framarlega Bustardalur, sem liggur
til útsuðurs suður á Svinbjúg.
Ot úr téðum dal liggur einnig Hafra-
dalur milli Selárdals og Gautastaða.
Vestast liggur Dunkárdalur einnig til
suðurs. Fremst út ur botninum á
honum að vestanverðu liggur Hvola-
eða Hvollátursdalur og nokkru neðar
sama megin Stangárdalur, báðir i
vestur útsuður. Að þessum dölum
öllum halda fjöll þau á allá vegu, sem
áður eru talin. Merkihryggur skilur
drög á Reykjadal og Sanddal, sem
liggur út úr Norðurárdal i Mýrasýslu.
Brattabrekka er á milli Suðurárdals
og Bjarnadals. sem einnig liggur út úr
Norðurárdal. — Sópandaskarð liggur
upp úr botninum á Laugadal og yfir i
upptök Langavatnsdals, sem liggur
upp af Stafholtstungum, Borgar- og
Alftaneshreppum i Mýrarsýslu. —
Svinbjúgur er á milli Bustardals og
Hitardals, sem liggur upp af Hraun-
hrepp i Mýrasýslu. Stangárdalsdrög
liggja yfir undir Fossabrekkur og þær
Sunnudagsblað Timans