Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 1

Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 111. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Allt fyrir frægðina Jónsi býr sig undir Evróvisjón og Fame Fólk í fréttum Lesbók | Lykilhlutverk Níundu sinfóníunnar  Hrafnkell, Freud og heimilið  Paul Auster og ósýnilegi faðirinn Börn | Einu sinni skáti, ávallt skáti  Ævintýri indíánadrengsins Jakarí Opið 10 - 18 í dag Franskir dagar 21. - 25. apríl Lesbók og Börn í dag ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hafði í gær í hótunum við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, og sagði að hann væri ekki lengur friðhelgur. „Ég lofaði George W. Bush Bandaríkja- forseta fyrir þremur árum að ráðast ekki á Arafat, en ég er ekki lengur bundinn af því loforði og Arafat nýtur ekki lengur frið- helgi,“ sagði Sharon í sjónvarpsviðtali. Hann kvaðst hafa skýrt Bush frá þessu á fundi þeirra í Washington í vikunni sem leið. Sharon standi við loforðið Háttsettur embættismaður í Hvíta hús- inu í Washington sagði að Bandaríkjastjórn hefði hvatt Sharon til að standa við loforðið eftir yfirlýsinguna í gær. „Loforð er loforð,“ sagði embættismaðurinn. Hann bætti við að Bush hefði einnig áréttað á fundinum með Sharon að Bandaríkjastjórn væri andvíg því að Ísraelar gerðu árás á Arafat eða rækju hann í útlegð. Arafat óskar eftir aðstoð Yfirlýsing Sharons er skýrasta vísbend- ingin til þessa um að ísraelsk stjórnvöld kunni að fyrirskipa árás á Arafat sem hefur ekki getað farið út úr höfuðstöðvum sínum í Ramallah á Vesturbakkanum í rúm tvö ár vegna umsáturs Ísraelshers. Arafat hringdi í gærkvöldi í leiðtoga arabalanda og Evrópuríkja og óskaði eftir aðstoð þeirra. „Sharon hefur þegar ákveðið að gera árás á Arafat,“ sagði Saeb Erakat, aðalsamn- ingamaður Palestínumanna. „Það myndi leiða til enn meira ofbeldis og blóðsúthell- inga.“ Arafat rak 20 herskáa Palestínumenn úr höfuðstöðvum sínum í fyrradag þar sem hann óttaðist að Ísraelar væru að undirbúa árás á bygginguna. Reuters Sharon forsætisráðherra og Yasser Arafat. Arafat „nýt- ur ekki leng- ur friðhelgi“ Sharon kveðst ekki bund- inn af loforði við Bush um að hlífa Arafat við árás Jerúsalem. AFP, AP. NEFND sem menntamálaráðherra skipaði til að fjalla um eignarhald á fjölmiðlum, kemst að þeirri niðurstöðu að íslenski fjölmiðlamarkaður- inn beri ýmis óæskileg einkenni samþjöppunar og mælir með að brugðist verði við með löggjöf. Tillögur nefndarinnar byggjast m.a. á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og tilmælum Evrópuráðsins, sem nefndin segir að leggi þjóð- réttarlegar skyldur á íslensk stjórnvöld að leita leiða til að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlum. Efa að fjölbreytni sé nægilega tryggð Í greinargerðinni segir að í ljósi þessara skuldbindinga og tilmæla virðist eignarhald á fjölmiðlafyrirtækjum og eignatengsl vera þann- ig að draga megi í efa að fjölbreytni í fjölmiðlum sé nægilega tryggð hér til lengri tíma litið. „Það er því skoðun nefndarinnar að af fram- angreindum viðhorfum Evrópuráðsins og al- mennum viðhorfum um vernd pólitískrar og menningarlegrar fjölbreytni leiði, að það hljóti að teljast afar æskilegt að löggjafinn bregðist við þessu með lagasetningu, einkum þannig að settar verði reglur sem miði að því að hamla gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar sem þegar er til staðar á fjölmiðlamarkaði og einnig til að hamla frekari samþjöppun á þessum markaði í framtíðinni,“ segir í greinargerðinni. Leggur nefndin til að skoðað verði hvort setja eigi sérstök ákvæði í samkeppnislög sem taki til fjölmiðla. Í fyrsta lagi að fyrirtækjum í dag- blaðaútgáfu, hljóðvarps- og sjónvarpsrekstri verði gert að veita nákvæmar upplýsingar um eignarhald á þeim og fyrirtækjum og félögum sem eiga í fyrirtækjum í fjölmiðlarekstri. Þá nefnir nefndin þann kost að samkeppnisyfirvöld geti bannað slíkar breytingar leiði þær til sam- þjöppunar á eignarhaldi eða breytinga á gerð fjölmiðlamarkaðarins, sem geti gengið gegn markmiðinu um fjölbreytni. Í þriðja lagi verði hugað að þeim kosti að samkeppnisyfirvöld fái heimildir til að setja skorður við því að fyrirtæki í öðrum rekstri eignist hlut í fjölmiðlafyrirtæki. Markmiðum ekki náð án afturvirkni Tekur nefndin fram í umfjöllun um setningu sérstakra reglna um eignarhald á fjölmiðlum, að „sé litið til aðstæðna á markaði á Íslandi er ljóst að markmiðum beinna reglna um takmarkað eignarhald eða útbreiðslu yrði ekki náð að öllu leyti nema þær yrðu afturvirkar. Með aftur- virkni er hér átt við að í þeim þyrfti að gera ráð fyrir að heimilt yrði samkvæmt reglunum að gefa fyrirmæli um að uppbygging á íslenskum fjölmiðlamarkaði yrði brotin upp og fyrirtækj- um gert að laga sig að þeim takmörkunum sem beinar reglur um takmarkanir á eignarhaldi kynnu að fela í sér,“ segir í greinargerðinni. Brugðist verði við sam- þjöppun með löggjöf Fjölmiðlanefnd segir ríki skylt að þjóðarétti að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlum KARLAHÓPUR Femínistafélags Íslands stendur þessa dagana fyr- ir átakinu Karlmenn segja NEI við nauðgunum. Í gær voru þeir fyrir utan áfengisverslanir og dreifðu barmmerkjum og ræddu við karla um nauðganir og reyndu að virkja krafta þeirra í baráttu gegn ofbeldi á konum. Morgunblaðið/Sverrir Nei við nauðgunum JOSÉ Luis Rodriguez Zapatero, for- sætisráðherra Spánar, sagði í gær að ofbeldi gegn konum væri mesta „þjóðarskömm“ Spánverja og stjórn hans boðaði aðgerðir til að vernda fórnarlömb ofbeldisins. Stjórn Sósíalistaflokksins sam- þykkti drög að áætlun um aðgerðir gegn ofbeldinu. Jesus Caldera fé- lagsmálaráðherra sagði að nær 600 spænskar konur hefðu dáið af völdum ofbeldis eig- inmanna eða fyrrverandi maka á síðustu átta árum, þar af nær 100 í fyrra. Samkvæmt opinberum rannsóknum mætti gera ráð fyrir að um tvær milljónir kvenna á Spáni sættu ofbeldi og kúgun. Caldera skýrði ennfremur frá því að stjórnin hygðist setja reglur um notkun kvenlíkamans í auglýsingum og sagði að auglýsingarnar gætu stundum stuðlað að of- beldi gegn konum. Opinberum stofnunum og kvenrétt- indahreyfingum verður gert kleift að óska eftir að hætt verði að sýna auglýsingar sem taldar eru geta stuðlað að ofbeldi. Stjórnin hyggst ennfremur skipa sérstaka rannsókn- ardómara sem eiga að fjalla um ofbeldi gegn konum. Zapatero Madríd. AFP, AP. Ofbeldið „þjóðarskömm“ TALIÐ er að allt að 150 manns hafi látið lífið þegar lestarvagnar hlaðnir dýna- míti sprungu í loft upp við lestastöð í Norður-Kóreu í fyrradag, að því er bresk stjórnvöld skýrðu frá í gær- kvöldi. Suður-kóreska fréttastofan Yonhap hafði eftir sjónarvott- um að allar byggingar innan 500 metra radíuss frá slys- staðnum hefðu eyðilagst. Rauði krossinn sagði að yf- ir 8.000 íbúðir eða herbergi hefðu eyðilagst eða skemmst og tólf opinberar byggingar væru rústir einar. Sprengingin varð þegar lestarvagnar hlaðnir dýna- míti fóru á hliðarspor og rák- ust á rafmagnslínur. Stjórnvöld í Norður-Kóreu óskuðu í gær formlega eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna vegna sprengingarinnar. Allt að 150 fórust í N-Kóreu Dandong. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.