Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 2

Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚTILOKAR EKKI ÁRÁS Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kvaðst í gær ekki vera bund- inn af loforði við George W. Bush Bandaríkjaforseta um að reyna ekki að ráða Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, af dögum. „Arafat nýt- ur ekki lengur friðhelgi,“ sagði Shar- on í sjónvarpsviðtali. Embættis- maður í Hvíta húsinu í Washington sagði í gærkvöldi að stjórn Bush hefði skorað á Sharon að standa við loforðið. Álverð 33% hærra en í fyrra Verð á áli hefur farið stöðugt hækkandi undanfarna mánuði og misseri og fór yfir 1.800 dali fyrir tonnið um miðjan apríl og hafði ekki verið hærra í átta ár. Verðið var rúmir 1.700 dalir í gær samkvæmt tölum frá Málmmarkaðnum í Lund- únum (LME). Þróun álverðs er með- al annars gerð að umtalsefni í nýjum hagvísum Seðlabankans og þar segir að verðið á áli sé nú um það bil þriðj- ungi hærra en það var fyrir einu ári. Baath-menn fái embætti Bandaríkjamenn hyggjast hverfa frá þeirri stefnu sinni að engir fyrr- verandi liðsmenn Baath-flokksins í Írak, stjórnarflokks landsins í for- setatíð Saddams Husseins, skuli vera gjaldgengir í embætti í hinu nýja Írak. Íslandsflug kaupir þotur Íslandsflug hefur fest kaup á þremur þotum fyrir 1,7 milljarða króna af Sobel Air í Belgíu. Fram- kvæmdastjóri Íslandsflugs segir kaupin vera hagstæð, markaðsvirði vélanna sé kringum 2,3 milljarðar. Fyrsta vélin var afhent í gær, sú næsta verður afhent í næstu viku og sú þriðja eftir hálfan mánuð. Fram- kvæmdastjóri Íslandsflugs segir rekstur félagsins hafa gengið vel undanfarin misseri og félagið geti því staðið undir þessari fjárfestingu. Talið að hundruð hafi farist Talið var í gær að hundruð manna hefðu látið lífið þegar lestarvagnar hlaðnir dýnamíti sprungu í loft upp við lestarstöð í Norður-Kóreu í fyrradag. Stjórnvöld í Pyongyang óskuðu eftir aðstoð Sameinuðu þjóð- anna vegna sprengingarinnar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 35 Viðskipti 12/13 Viðhorf 36 Erlent 16/18 Kirkjustarf 37/38 Minn staður 19 Minningar 39/43 Höfuðborgin 20 Dans 44 Akureyri 21 Bréf 50/51 Suðurnes 22 Brids 51 Landið 23 Dagbók 66/67 Árborg 24 Staksteinar 52 Daglegt líf 25 Íþróttir 54/55 Ferðalög 26 Leikhús 56 Listir 27/29 Fólk 56/61 Forystugrein 38 Bíó 57/61 Umræðan 30/36 Ljósvakamiðlar 62 Skoðun 31 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Bú dape st 43.150 kr. Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Netver› á mann frá Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Hótel Lieget í október í 2ja manna herbergi með morgunverði, flugvallarskattar og ísl. fararstjórn. STEFNT er að því að allir þeir nemendur sem eru að koma úr grunnskólum í framhaldsskóla í haust, sem og þeir sem eru að flytja sig milli skóla, fái skólavist samkvæmt upplýsingum frá mennta- málaráðuneytinu, en búast má við umtalsverðri fjölgun nýnema við framhaldsskóla sem og há- skóla næsta skólaár. Ekki er hægt að bregðast við fjölguninni fyrr en endanlegar tölur um fjölda nemenda liggja fyrir. Haft var eftir Sölva Sveinssyni, skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla, í Morgunblaðinu í gær, að hugsanlega vanti 400–500 sæti í fram- haldsskólunum í haust miðað við fjárveitingar. Þá hafa háskólamenn vakið athygli á sömu þróun. Óljóst hver ásóknin verður „Hversu mikil ásóknin í skólana verður vita menn ekki fyrr en endanlegar tölur berast um inn- ritun og fyrr er ekki hægt að bregðast við ef þörf krefur,“ segir Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoð- armaður menntamálaráðherra. Hann segir stefnt að því að allur innritunarárgangurinn sem er að koma upp úr grunnskóla og einnig allir þeir sem eru að færa sig á milli skóla, fái skólavist í haust. „Það hefur verið aukin aðsókn í framhaldsskólana um nokkurt skeið og vitað að nú í haust væri að koma inn stór árgangur,“ segir hann. Steingrímur segir að sama eigi við um háskóla, háskólanemum hafi verið að fjölga um nokkurra ára skeið. „Við þessari fjölgun hefur verið brugðist með stórauknum framlögum til háskólanna á síð- ustu árum. Sem dæmi ná nefna að í fjárlögum þessa árs eru framlög til háskólanna aukin um 8,4%.“ Steingrímur segir háskólana vita að hverju þeir gangi í fjárlögum og hljóti að taka mið af því. Menntamálaráðuneytið um fjölgun nemenda í framhalds- og háskólum Allur innritunarárgangur- inn fái skólavist í haust STAÐAN í deilu hjúkrunarfræð- inga á skurðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) og stjórnenda LSH virðist vera á mjög viðkvæmu stigi. Tuttugu og tveir hjúkrunarfræðingar á skurð- deildinni sögðu upp störfum um miðjan mánuðinn vegna óánægju með nýtt vaktafyrirkomulag sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Heldur kaldar kveðjur Stjórnendur LSH hittu fulltrúa hjúkrunafræðinga stuttlega í gær- morgun og afhentu þeim bréf en vilja ekki tjá sig um innihald þess að svo stöddu. Fulltrúi hjúkrunar- fræðinga sagði heldur kaldar kveðjur að finna í bréfinu en vildi að öðru leyti ekki greina frá efni þess enda ætti eftir að fara yfir það með hjúkrunarfræðingunum sem í hlut eiga. Það yrði gert í dag. Helga Kristín Einarsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði LSH, segir menn hafa farið yfir stöðuna í gær. Hún segir enga nið- urstöðu vera komna í málið og spurð um fyrrnefnt bréf segir hún ekki rétt að upplýsa um innihald þess þar sem málið sé á „mjög við- kvæmu stigi núna“. Hún segir þó að með bréfinu hafi menn verið að velta boltanum til hjúkrunarfræð- inganna. „Vonandi finnst lausn, það er það sem skiptir máli. Það er verið að reyna að finna nýja fleti.“ Málið á mjög við- kvæmu stigi Deila skurðhjúkr- unarfræðinga við LSH MIKIL uppbygging á sér nú stað á Austurlandi. Bæjarstjórn Austur- Héraðs hefur ákveðið að taka til- boði Íslenskra aðalverktaka í bygg- ingu nýs leikskóla á Egilsstöðum. Í svokölluðu alútboði, sem innifel- ur í sér að verktaki hanni og byggi húsið og skili því tilbúnu, buðu ÍAV rúmar 218 milljónir króna, en kostnaður við verkið, fyrri áfanga leikskólans með fjórar deildir fyrir eitt hundrað börn, var metinn um 215 milljónir króna. Verkið var boðið út fyrir skömmu í alútboði og einkaframkvæmd, en hið síðarnefnda merkir að verktaki byggi og leigi verkbeiðanda aðstöð- una í tilgreindan tíma. Fyrri áfangi leikskólans á að vera tilbúinn fyrrihluta næsta árs. Byggja nýjan leik- skóla á Egilsstöðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Leikskólabörn á Egilsstöðum gleðjast þessa dagana yfir nýjum tækjum á leikskólalóðinni: Nú á að hugsa stærra og byggja nýjan leikskóla í bænum. NOKKURT magn af olíu lak í höfnina á Húsavík í fyrradag þeg- ar verið var að dæla henni á milli tanka á fiskiskipi. Stefán Stefáns- son hafnarvörður segir tankinn hafa yfirfyllst og olía lekið út um affallsrörið. Um mannleg mistök hafi verið að ræða og engin eft- irmál verði. Enn var nokkuð af olíu í höfn- inni og fyrir utan í gærdag. Stefán segir að ekki hafi verið ákveðið að setja upp girðingar og sökkva olíunni með þar til gerðum efnum. Magnið hafi ekki verið það mikið og um díselolíu sé að ræða sem gufi fljótt upp. Það sé betra en að hún setjist á botninn. Hlýindi síð- ustu daga flýti þessu ferli mikið. Stefán segist vita til þess að ein- hverjir fuglar hafi lent í olíubrák- inni. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Þessi fugl lá dauður í fjörunni við Húsavík í gær, allur löðrandi í olíu. Olíutankur yfirfylltist Húsavíkurhöfn SVEITARSTJÓRN Dalabyggðar hefur ákveðið að neyta forkaupsrétt- ar á eyðijörðunum Stóra-Skógi og Skógskoti í Miðdölum, en svissnesk hjón höfðu áður gert samning við jarðaeigendur um að kaupa jarðirnar á tæpar 80 milljónir króna. Nýlega féll hjá Héraðsdómi Vesturlands dómur vegna sölu jarðarinnar Vogs á Fellsströnd, en Dalabyggð var mein- að að neita forkaupsréttar þar. Dóm- urinn féll Dalabyggð í vil, en Harald- ur Líndal, sveitarstjóri Dalabyggðar, segir of algengt að reynt sé að fara fram hjá forkaupsréttarákvörðunar- ákvæði. Haraldur segir það stefnu sveitar- félagsins að halda jörðum í nýtingu í landbúnaði og því telji sveitarfélagið eðlilegt að grípa inn í þegar slík nýt- ing er í hættu. „Í sjálfu sér er ekki meiningin hjá okkur að eiga þessar jarðir. Við munum selja þær strax þegar við höfum náð yfirráðum yfir þeim. Tveir aðilar í Dalabyggð hafa óskað eftir því að við kaupum jarð- irnar svo þeir geti nýtt þær í búrekst- ur og munu þeir kaupa þær strax af sveitarfélaginu. Við teljum að ef við kaupum þessa jörð munum við bjarga tveimur jörðum sem eru í ábúð og annars munum við missa þær. Þetta eru gríðarlegir hagsmunir sem við er- um að berjast fyrir,“ segir Haraldur. Dalabyggð neytir for- kaupsréttar á jörðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.