Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Opið í dag og sunnudag frá kl. 13-16 Netsalan ehf. „Alltaf með nýjungar!“ Aðeins það besta! Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík - Sími 517 0220 - www.netsalan.com landsins langbesta verð 695.000 með bremsum. Knaus hjólhýsi það er framtíðin Munið Viking fellihýsin - Sölusýningarhalda áfram og Grikklands. Ómar Benediktsson sagði að samið hefði verið nýlega um verkefnið og það hefði staðist á endum að ljóst var að vélarnar fengjust keyptar nánast sama dag og skrifa þurfti undir breska samninginn. Keppti við 43 flugrekendur Íslandsflug keppti við 43 flugrekendur og flug- vélakaupendur um kaupin á þotunum þremur. Fáir buðu í þær allar en það var ósk seljanda þrotabús Sobel Air að einn aðili keypti þær helst allar. Tilboð Íslandsflugs var að sögn Ómars um 200 þúsund evrum hærra en næst hæsta tilboðið eða um 16 milljónum króna hærra sem telst ekki mikill mun- ur í 1,7 milljarða samningi. Ómar sagði leiguverð á ÍSLANDSFLUG hefur keypt þrjár þotur af belg- íska flugfélaginu Sobel Air og er kaupverð þeirra um 1,7 milljarðar króna. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir kaupin hagstæð, markaðsvirði vélanna sé kringum 2,3 milljarðar. Landsbanki Íslands aðstoðaði við fjár- mögnun kaupanna og segir Ómar rekstur Íslands- flugs hafa gengið vel undanfarin misseri og félagið því geta staðið undir þessari fjárfestingu. Vélarnar eru allar af gerðinni B737, tvær eru af 400 gerðinni og ein 300. Fyrsta vélin var afhent í gær, næsta verður afhent eftir viku og sú þriðja eftir hálfan mánuð. Með þeim mun Íslandsflug annast flug fyrir bresku ferðaheildsöluna Kosmar og verða vélarnar einkum í ferðum milli Bretlands flugvélum hafa farið hækkandi að undanförnu og sömuleiðis flugvélaverð og sagði hann félagið því mjög samkeppnisfært með þessa nýju fjárfestingu. Verkefnið fyrir bresku ferðaheildsöluna er til 18 mánað hið minnsta og er mest flogið á sumrin. Seg- ir Ómar unnt að nýta vélarnar í önnur verkefni meðfram næsta vetur og verði brátt hugað að því. Verið er að ganga frá samningum við flugliða vegna þessa nýja verkefnis en ráða þarf nokkra flugmenn til viðbótar á nýju þoturnar. Íslandsflug rekur nú alls 19 þotur, 13 Boeing og 6 frá Airbus. Einnig rekur félagið tvær 19 sæta Dornier vélar til innanlandsflugsins. Er félagið því næst á eftir flug- félaginu Atlanta hvað varðar fjölda flugvéla í rekstri hjá íslenskum flugfélögum. Íslandsflug kaupir þrjár vélar fyrir 1,7 milljarða ÚTFÖR Haralds Blöndals hæstaréttarlögmanns fór fram frá Kristskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni, en hann lést 14. apríl, 57 ára að aldri. Séra Jürgen Jamin jarðsöng. Líkmenn Gunnlaugur Claessen, Pétur Kjartansson, Örnólfur Árnason, Benedikt Sveinsson, Davíð Oddsson, Jón Steinar Gunn- laugsson, Jón Sigurðsson og Atli Freyr Guðmunds- son. Morgunblaðið/Golli Útför Haralds Blöndals SUMARIÐ var ekki fyrr gengið í garð en fyrstu íslensku paprikurnar þetta árið voru orðnar þroskaðar og komnar á markað. Á garðyrkjustöð- unni Jörfa á Flúðum hefur hluti af paprikunum verið lýstur í vetur til að flýta fyrir þroska þeirra og hefur það gefist vel. Sú aðferð hefur einn- ig borið góðan árangur við ræktun agúrkna og tómata, að sögn Georgs Ottóssonar, eiganda Jörfa. Paprik- urnar eru því mörgum vikum fyrr á ferðinni nú en venjulega. „Þetta eru safaríkar og góðar paprikur,“ segir Georg stoltur af af- rakstrinum. Hann segir papriku- plönturnar halda áfram að gefa af sér í allt sumar og því verði nýjar ís- lenskar paprikur á boðstólum í verslunum fram á haust. Jörfa- paprikur eru vistvæn ræktun og er tveimur pakkað saman í einu til hag- ræðis fyrir neytandann. Georg segir að allar paprikur séu í fyrstu grænar, svokallaðir græn- jaxlar. Hins vegar breyti þær um lit þegar aldurinn færist yfir; verði gul- ar, rauðar eða appelsínugular og einnig séu til afbrigði sem séu svört og hvít en þau eru fáséð, í það minnsta hér á landi. Monika Domagala, starfsstúlka á garðyrkjustöðinni Jörfa á Flúðum, tínir fyrstu paprikur sumarsins. Óvenju snemmþroska paprikur VANGAVELTUR um hugsanlegt til- kall Íslands til Jan Mayen tilheyra fortíðinni og eru ekki raunhæfar í dag að mati Tómasar H. Heiðar, þjóðrétt- arfræðings í utanríkisráðuneytinu. Segir Tómas ljóst að Jan Mayen sé norskt landsvæði. „Ísland og Noreg- ur gerðu samninga um afmörkun fisk- veiðilögsögu og landgrunns milli Ís- lands og Jan Mayen fyrir aldar- fjórðungi, en aðeins 290 sjómílur eru milli eyjanna,“ segir Tómas. Um- ræddir samningar fólu í sér að 200 sjómílna lögsaga Íslands var að fullu viðurkennd. Lögsaga Noregs við Jan Mayen varð samkvæmt samkomulag- inu hins vegar 90 sjómílur í áttina til Íslands. „Auk þessa fól samkomulagið í sér að afmarkað var sameiginlegt nýting- arsvæði á landgrunninu milli Íslands og Jan Mayen og nær það svæði langt inn í lögsögu Jan Mayen,“ segir Tóm- as. Áhyggjuraddir hafa heyrst meðal Norðmanna vegna meintrar óvissu um framtíð Jan Mayen, en norski her- inn vill leggja niður Loran-C stöð sem þar er staðsett og hætta flutningum á fólki til og frá eyjunni. Uppi hafa verið raddir um að þessi ákvörðun kyndi undir kröfum annarra þjóða til fiski- miða við eyna. Margar norskar rann- sóknastofnanir hafa áhuga á eyjunni en hafnleysi og hafís hamla siglingum þangað. Vanga- veltur um Jan Mayen tilheyra fortíðinni NÝR samningur hefur verið undirritaður milli Akureyrar- bæjar og Leikfélags Akureyrar um stuðning við rekstur at- vinnuleikhúss næstu þrjú árin. Samningurinn er byggður á samningi bæjarins við mennta- málaráðuneytið um stuðning ríkisins við menningarmál á Akureyri. Í samningnum við LA er kveðið á um að Akureyr- arbær veiti árlega 80 milljónum króna til reksturs félagsins. Að auki er gert ráð fyrir að við framlagið bætist 5 milljónir á árinu 2005 og 10 milljónir á árinu 2006 að því tilskildu að áætlanir félagsins um verkefni og hallalausan rekstur gangi eftir. Atvinnuleikhúsið mun svið- setja að lágmarki 4 leikverk á ári og þá er kveðið á um að lögð verði sérstök áhersla á lifandi samstarf við börn og grunn- skólanna á Akureyri. Það voru Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri og Saga Jónsdóttir formaður LA sem undirrituðu samninginn. Nýr samn- ingur um rekstur Akureyrarbær og Leikfélagið SJALDGÆFUR flækingsfugl, ná- skyldur Maríuerlu, hefur sést tví- vegis hérlendis að undanförnu. Um er að ræða Bretaerlu, sem á heim- kynni sín á Bretlandseyjum, að undanskildum Hjaltlandseyjum. Bretaerlan sást í Nesjum á sum- ardaginn fyrsta og nokkru áður í nágrenni Stykkishólms. Bretaerlan er ívið dekkri en Maríuerlan og hef- ur sést hér við land um 10 sinnum. Bretaerla í heimsókn ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.