Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
STOFNUN Vigdísar Finnbogadóttur
(SVF) verður kynnt í Þýskalandi dag-
ana 26. apríl til 4. maí en tilgangurinn
er að efla tengsl Háskóla Íslands við
þýska háskóla og reyna að afla fjár til
verkefna sem geta orðið til að styrkja
stöðu þýskrar tungu hér á landi.
Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í
þýsku og varaforstöðumaður SVF
sem hefur borið veg og vanda af
kynningunni, segir að verið sé að
reyna að auka samstarf milli ein-
stakra stofnana á Íslandi og í Þýska-
landi.
„Við erum svo lítið að leita til við-
skipta- og atvinnulífsins og förum
m.a. í Robert Bosch Stiftung sem er
mjög auðug og virðuleg stofnun en
með í förinni verður fulltrúi frá Út-
flutningsráði. Þannig að það má segja
að við séum bæði að reyna að efla við-
skipti og tungumál. Það skiptir mjög
miklu máli fyrir okkur Íslendinga að
tengja þetta tvennt saman, ekki síst
við land eins og Þýskaland sem við
eigum í miklum viðskiptum við.“
Vigdís Finnbogadóttir mun taka
þátt í Þýskalandskynningunni og
mun m.a. annars halda fyrirlestur við
háskólann í Tübingen en mikið sam-
starf hefur verið á milli HÍ og hans.
Þá verður Humboldt-háskólinn í
Berlín heimsóttur
og mun sendi-
nefndin eiga fund
með fyrrverandi
forseta Þýska-
lands dr. Richard
von Weizsacker
en þaðan verður
haldið til Kielar,
mekka norrænna
fræða í Þýskalandi
þar sem sendi-
nefndin mun hitta borgarstjórann
þar.
„Við byrjum í Tübingen því við er-
um að gera samstarfsamning sem
auðveldar öll samskipti HÍ og Eber-
hards Karls-háskólans í Tübingen en
þar er mjög stór norrænudeild með
yfir 50 manns sem eru að læra nor-
rænu og íslensku,“ segir Oddný. „Ís-
lenskan er mjög í tísku, kannski
vegna Arnaldar [Indriðasonar]. Arn-
aldur og íslenskar bókmenntir al-
mennt eru mjög vinsælar í Þýska-
landi. Við erum kannski ekki eins
dugleg að þýða þýskar bókmenntir og
horfa til þeirra. Við vildum gjarna að
það yrði gagnvirkni í þessu. Þjóðverj-
ar eru mjög vinveittir Íslendingum,
það er ótrúlegt hve velviljinn er mik-
ill,“ segir Oddný.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
kynnt í Þýskalandi
Þjóðverjar mjög vin-
veittir Íslendingum
Oddný G.
Sverrisdóttir
VIKA er í dag þar til uppsögn þyrlu-
lækna sem starfa á þyrlu Landhelg-
isgæslunnar tekur gildi. Dómsmála-
ráðuneytið hefur farið þess á leit við
Landspítala – háskólasjúkrahús að
samningur um þyrluvakt sem spítal-
inn sagði upp í byrjun árs verði fram-
lengdur til áramóta, svo hægt verði að
tryggja starfsemina. Sviðsstjóri
bráða- og slysasviðs spítalans hefur
ekkert formlegt tilboð séð.
Þyrlulæknunum var sagt upp í
byrjun árs, í kjölfar þess að Landspít-
ali – háskólasjúkrahús sagði upp
samningi sem var í gildi milli LSH og
þriggja ráðuneyta, en hann kvað á um
þyrluvakt, læknisfræðilega ráðgjöf
fyrir Neyðarlínuna og fjarlækningar.
Samkvæmt upplýsingum úr dóms-
málaráðuneytinu tók Neyðarlínan til
við að semja við spítalann um þá þjón-
ustu sem samningurinn fól í sér um
leið og honum var sagt upp. Þær
samningaviðræður munu vera komn-
ar langt á veg og mun vera orðið fyr-
irsjáanlegt að spítalinn fái greiðslur
fyrir þá þjónustu frá Neyðarlínunni.
Ráðuneytið telur að þetta geri það að
verkum að spítalinn verði ekki fyrir
fjárhagslegum skaða við að fram-
lengja samninginn um þann tíma sem
óskað hefur verið eftir, þ.e. til ára-
móta.
Vilja skoða samnýtingu
neyðarþjónustunnar
Ráðuneytið vill nýta tímann fram
að áramótum til að fara yfir heildar-
skipulag neyðarþjónustunnar og
meta hvort mögulegt væri að reka
þjónustuna með hagkvæmari hætti.
Vill ráðuneytið skoða hvort hægt væri
að samnýta þá þjónustu sem er veitt
um borð í sjúkrabílum, við sjúkraflug
og í þyrluflugi og þannig manna þyrl-
urnar með hjúkrunarfræðingum,
sjúkraflutningamönnum og læknum,
allt eftir þörfinni hverju sinni.
Brynjólfur Mogensen, sviðsstjóri
bráða- og slysasviðs LSH, segir að
kostnaður spítalans vegna samnings-
ins sem sagt var upp, sé talsvert meiri
en tekjurnar. Spítalinn fái 16,5 millj-
ónir vegna samningsins en eingöngu
vaktagreiðslur nemi 20 milljónum, við
það bætist annar kostnaður.
„Við höfum engan áhuga á því að
breyta um starfsháttu í sjálfu sér, en
okkur finnst ekki sanngjarnt að spít-
alinn tapi á samningnum. Því það
kostar ákveðna fjármuni að reka
þyrluþjónustuna og okkur finnst eðli-
legt að samfélagið leggi til það sem
það kostar,“ segir Brynjólfur.
Ekki sjálfgefið að gangi
eins og smurt til baka
Hann segist ekkert formlegt tilboð
hafa fengið. „Við erum að bíða eftir
viðbrögðum frá ráðuneytinu. Enn
hefur ekkert komið á borð til mín, en
ég er fullviss um að það kemur, ég hef
enga ástæðu til að ætla annað og þeg-
ar það kemur munum við ganga frá
þessu í bróðerni. Ég hef ekki nokkra
trú á því að nokkur maður vilji að
þetta fari í óefni. Þetta er eins og hver
annar rekstur, reksturinn kostar, það
þarf að borga hann og við teljum að
spítalinn eigi ekki að borga hann,“
segir Brynjólfur.
Hlynur Þorsteinsson þyrlulæknir
segir að læknarnir sem að óbreyttu
hætta störfum 1. maí, hafi ekkert
heyrt frá spítalayfirvöldum og þeir
viti í raun ekki hvar málið er statt.
„Ég er eiginlega kominn út yfir það
að vera hissa,“ segir Hlynur aðspurð-
ur um hvernig honum lítist á stöðu
mála. Hann segir að það sé stuttur
tími til stefnu og ef það eigi að vera
eitthvert framhald á að læknar fari í
sjúkraflug með þyrlunni finnist hon-
um skrýtið að ekki hafi verið haft
samband við læknana.
„Það er kannski ekki alveg sjálf-
gefið þegar það er búið að segja
mönnum upp að það gangi eins og
smurt til baka,“ segir Hlynur. Ekki sé
gert ráð fyrir neinum þyrlulæknum á
vaktaplani spítalans í næsta mánuði,
en vaktir hvers mánaðar eru
ákveðnar í síðasta lagi um miðjan
mánuðinn á undan.
Uppsögn þyrlulækna að taka gildi
en óskað var eftir framlengingu
BÚIÐ er að koma ÍR-húsinu fyrir á
steyptum grunni á Árbæjarsafni.
Húsið er staðsett við hlið gamla
Kleppshússins og verður í framtíð-
inni notað sem sýningarhúsnæði. Nú
tekur við viðgerð á húsinu, en lítið
viðhald hefur verið á því í mörg ár.
Húsið, sem var upphaflega reist
sem fyrsta kaþólska kirkjan á Ís-
landi, árið 1897, hefur síðustu tvö ár
staðið á geymslusvæði Reykjavík-
urhafnar, en það þurfti að víkja fyrir
nýju íþróttahúsi Landakotsskóla.
ÍR-húsið var um árabil helsta
íþróttahús bæjarins, þar voru stund-
aðar æfingar og háðar íþrótta-
keppnir. Á stríðsárunum lagði
breski herinn húsið undir sig en
strax að stríðinu loknu varð það aft-
ur íþróttahús. ÍR-húsið hefur verið
nefnt vagga frjálsra íþrótta í borg-
inni. Margir frægir kappar hafa
stundað þar æfingar og keppni og
þar hafa mörg met verið sett. Má
þar nefna Clausenbræður og Vil-
hjálm Einarsson, sem setti heimsmet
í hástökki án atrennu í húsinu 1961.
ÍR-húsið komið á grunn á Árbæjarsafni
HAFSTEINN Hafsteinsson, for-
stjóri Landhelgisgæslunnar, segir
sjálfsagt að kanna þá hugmynd að
bjóða út varðskip í einkaframkvæmd
sem Landhelgisgæslan leigir svo til
ákveðins tíma. Þetta sé gert í Noregi
í einhverjum mæli. Fyrst þurfi þó að
fara vandlega yfir alla útreikninga á
hagkvæmni þess. Íslensku varðskip-
in hafi enst mjög vel; það elsta sé yfir
40 ára gamalt og hin í kringum 30
ára.
„Það væri skynsamlegast á þessu
stigi málsins að fá upplýsingar frá
Noregi um hvernig þetta er þar,“
segir Hafsteinn.
Hann segir þessa hugmynd áður
hafa komið til tals í tengslum við
undirbúning útboðs á nýju varðskipi.
Þetta sé því ekki ný umræða og hug-
að hafi verið að því að hafa þennan
valkost inni í útboði. Þá megi ekki slá
af kröfum um gæði skipsins svo það
geti tekist á við fjölbreytt verkefni
við misjafnar aðstæður á hafi úti.
Nefnir hann dönsku skipin sérstak-
lega og að þau hafi reynst einstak-
lega vel við strendur Íslands.
Forstjóri
Landhelgisgæslunnar
Sjálfsagt
að kanna
einkafram-
kvæmd
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók
mann í garði kínverska sendiráðsins
um sjöleytið í gærkvöld, en maður-
inn var grunaður um þjófnað.
Starfsmenn Hótels Sögu tilkynntu
lögreglu í gærkvöldi um mann sem
hefði framið þar þjófnað. Fór starfs-
maður hótelsins í humátt á eftir
þjófnum, en þegar hinn grunaði varð
þess var að lögreglan var á leiðinni
tók hann á sprett og lögreglumenn á
eftir. Barst eltingaleikurinn garð úr
garði með nokkrum látum, en mað-
urinn var á endanum handsamaður í
garði sendiráðsins.
Handtekinn
á kínverskri
grund
♦♦♦