Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 9 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröf- um Atlantsskipa um að viðurkennt yrði með dómi, að forvalsnefnd utan- ríkisráðuneytisins væri óheimilt að setja skilyrði fyrir vali íslenskra fyr- irtækja vegna fragtflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. Um er að ræða flutninga sem boðnir eru út á grundvelli samnings milli Íslands og Bandaríkjanna til að auðvelda framkvæmd varnarsam- starfs ríkjanna og samkomulags varðandi þann samning. Atlantsskip byggðu kröfur sínar m.a. á því að ákvæði reglugerðar um forval og skilgreiningu íslenskra fyr- irtækja vegna útboðs á grundvelli sjóflutningasamningsins skorti laga- stoð, en í reglugerðinni segir m.a. að „„Skip sem íslenzk skipafélög gera út“ skulu teljast skip, sem eru undir yfirstjórn og yfirráðum íslenzkra skipafélaga. Í því felst að íslenzk skipafélög skulu hafa húsbóndavald yfir áhöfn skipanna og ráðningar- samband við áhöfn þess.“ Ekki fallist á að reglugerð skorti lagastoð Dómurinn féllst ekki á það með Atlantsskipum að reglugerðar- ákvæðið skorti lagastoð og vísaði til þess að í lögum nr. 82/2000 um fram- kvæmd tiltekinna þátta í varnarsam- starfi Íslands og Bandaríkjanna, væru íslensk fyrirtæki skilgreind þannig að það væru fyrirtæki, óháð rekstrarfyrirkomulagi, sem upp- fylltu öll skilyrði sem tilgreind væru í fjórum eftirfarandi töluliðum, en skilyrði 4. og síðasta töluliðarins hljóðaði svo: „Önnur skilyrði sem leiðir af einstökum afleiddum samn- ingum.“ Afleiddir samningar væru skilgreindir þannig í lögunum að það væru samningar milli Íslands og Bandaríkjanna, sem byggðir væru á varnarsamningum samkvæmt orðanna hljóðan eða eðli máls. Samkvæmt lögunum skyldu verk- lagsreglur við mat samninga vera þannig að utanríkisráðuneytið legði mat á samningstilkynningar varnar- liðsins í samráði við forvalsnefnd með hliðsjón af öryggishagsmunum og tilgreindi þau skilyrði sem fyrir- tæki þyrftu að uppfylla til að teljast íslensk fyrirtæki. Þótt ekki væri tek- ið fram sérstaklega í ákvæði laganna að mat og/eða tilgreining utanríkis- ráðuneytisins skyldi gerð með reglu- gerð, væri utanríkisráðuneytinu með ákvæðinu falið að skilgreina nánar þau atriði sem deilt væri um í mál- inu. Samkvæmt lögunum væri utan- ríkisráðherra í reglugerð heimilt að kveða á um frekari undanþágur frá forvalsskyldu, ef sérstakar ástæður mæltu með því. Í dómi héraðsdóms kemur einnig fram m.a. að þá hafi ekkert verið sem lá fyrir um að stefndi hefði farið út fyrir samningsbundna heimild við skilgreiningu á hugtökunum „ís- lensku skipafélagi“ og „operated by Icelandic Shipping companies“. Þá var heldur ekki fallist á að hið umdeilda reglugerðarákvæði bryti í bága við 74. gr. stjórnarskrárinnar. Málið dæmdi Sigríður Ólafsdóttir. Lúðvík Örn Steinarsson hdl. flutti málið fyrir Atlantsskip ehf. og Óskar Thorarensen hrl. fyrir stefnda. Íslenska ríkið sýknað af kröfum Atlantsskipa vegna varnarliðsflutninga Heimilt var að setja skilyrði SAMNINGAR hafa náðst milli Orra- félagsins og Sæðingastöðvarinnar í Gunnarsholti um sæðingar með sæði úr Orra frá Þúfu. Er ákveðið að sæð- ingar hefjist 20. maí og verði sætt til 1. júlí. Eftir þann tíma verður Orri að venju með hryssur í girðingu í sínum heimahögum í Þúfu. Ráðgert er að á þessum tíma verði sæddar 80 hryssur og því áríðandi að eigendur sem hyggjast fá hryssur fyljaðar með sæði úr Orra mæti með þær við fyrstu hentugleika í Gunnarsholt að sögn Sigurðar Sæmundssonar for- manns Orrafélagsins. Þá hefur Orrafélagið ákveðið að selja nokkra tolla en ekki hefur ver- ið ákveðið hversu margir þeir verða. Samkomulag hefur náðst um sæðingar í Gunnarsholti Orri frá Þúfu fær 130 hryssur til fyljunar Morgunblaðið/Vakri Vísast léttir mörgum við þær fregnir að fersksæðingar verði framkvæmdar í vor á Sæðingastöðinni í Gunnarsholti þar sem myndin er tekin af Orra ásamt forráðamönnum stöðvarinnar og nokkrum aðdáendum og velunnurum. Fyrirkomulagið nú verður það sama og var í fyrra, það er að hver hlutur í hestinum gefur rétt á einum tolli sem kallast A-tollur en þar er um að ræða rétt á að mæta með hryssu í sæðingu og síðan aftur í girðingu hafi hryssan ekki fyljast með sæð- ingu. Þá gefur hluturinn einnig rétt á B-tolli þar sem einvörðungu verð- ur um aðgang að sæðingum að ræða. Orri og félagar hans á Sæðinga- stöðinni þurfa að öllum líkindum að fylja á milli 130 og 135 hryssur í ár. Hluthafar í hestinum hafa rétt á að halda 120 hryssum, ef eitthvað í kringum 5 A-tollshryssur eru ófylj- aðar frá síðasta ári og ef félagið sel- ur á að giska 5 til 15 tolla. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Nýr hörfatnaður Jakkar, pils, buxur, kjólar og dress Laugavegi 63, sími 551 4422 Sumarkápur, Glæsilegt úrval Kvartgallabuxurnar komnar aftur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Kynning á vor- og sumarfatnaði vikuna 24.-30. apríl Stærðir 40-52 Nýtt! Heimilisilmur frá Marina Rinaldi Gjöf til viðskiptavina HVERFISGÖTU 6 101 REYKJAVÍK - SÍMI 562 2862 2 fyrir 1 af öllu púðri, varalitum og glossum Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10 - 14 50% afsláttur Pils og buxur - stærðir 34-52 Tilboðsslár kr. 1000 eða 3000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.