Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 10

Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að það væri ekk- ert óvenjulegt við það að ríkisstjórnin hefði svonefnda fjölmiðlaskýrslu á sínu borði í hálfan mánuð áður en hún yrði sett út í opinbera umræðu. Sagði hann út í hött að gera það tortryggi- legt. „Þetta mál er til meðferðar í rík- isstjórn og ég á ekki von á öðru en að ríkisstjórnin vilji að það fái þinglega meðferð.“ Davíð sagðist gera ráð fyrir að slíkt frumvarp yrði lagt fram og ef það gerðist myndi þingið afgreiða það og taki sér til þess þann tíma sem það þyrfti. Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, sagði að ef ætlunin væri að setja löggjöf um eignarhald í atvinnulífinu þyrfti að vega það og meta á hvaða sjónarmið- um reisa ætti slíka löggjöf. „Ég vil [...]vara við því að menn fari af stað í löggjöf af þessu tagi á grundvelli ann- arra sjónarmiða en málefnalegra og almennra. Við getum ekki stjórnast af afstöðu okkar til einstakra fyrir- tækja.“ Sagði hann þingmenn flokks- ins ekki hafa séð fjölmiðlaskýrsluna Tilefni þessara ummæla var fyrir- spurn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, til Davíðs Oddssonar um fyrrgreinda fjölmiðlaskýrslu og frumvarp for- sætisráðherra um eignarhald á fjöl- miðlum. Skýrslan, sem samin var af nefnd menntamálaráðherra um eign- arhald á fjölmiðlum og frumvarpið voru kynnt á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. „Hér er um að ræða grundvallaratriði sem skiptir miklu máli að fái góða umfjöllun af hálfu háttvirts Alþingis,“ sagði Össur og benti á að aðeins örfáir dagar væru eftir af þinginu. Spurði hann for- sætisráðherra hvenær hann hygðist leggja fram frumvarpið og ennfrem- ur hvort sátt væri um það innan stjórnarflokkanna. Þingið taki sinn tíma Í svari Davíðs við fyrirspurn Öss- urar kom fram, eins og áður sagði, að skýrslan væri til meðferðar í ríkis- stjórninni. Beindi hann síðan spjótum sínum að Samfylkingunni og sagði hún væri þeirrar náttúru að geta fjallað um skýrslur sem þessar, upp á 180 síður, án þess að hafa séð þær. Sagði hann í þessu sambandi að Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefði til að mynda sagt í fjölmiðlum að nefnd um eignarhald á fjölmiðlum hefði koll- varpað málflutningi stjórnarflokk- anna um nauðsyn lagasetningar. „Þann 15. apríl getur fyrrverandi for- maður þingflokks Samfylkingarinnar tjáð sig í bak og fyrir um skýrslu sem hún hefur aldrei séð,“ sagði Davíð. „Það er afskaplega góður eiginleiki í stjórnmálaflokki að geta gert þetta með þessum hætti. Hann þarf ekki að fá neina skýrslu. Við í ríkisstjórninni erum hins vegar háð þeim annmarka að við þurfum að lesa skýrslur af þessu tagi og síðan þurfum við að semja frumvörp í kjölfarið ef þess er þörf. Ég get upplýst það hér fyrst um er spurt að nefndin telur þess fulla þörf að það verði gert. Ég geri ráð fyrir að slíkt frumvarp verði lagt fram og ég geri ráð fyrir því að þingið afgreiði það ef það kemur fram og taki sér til þess þann tíma sem það þarf.“ Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, kom næstur í pontu og sagði svör forsætisráðherra ein- kennileg. „Nefndin hefur skilað áliti sínu, það hefur legið hjá ráðherran- um og ráðherrunum, hæstvirtum öll- um, nú í hálfan mánuð, rúmlega það. Það hefur lekið út af því nánast þann- ig að manni finnst eins og um skipu- legan leka sé að ræða.“ Sagði hann síðan að fjölmiðlaskýrslunni og frum- varpsdrögum ráðherra væri skipu- lega haldið frá umræðu í landinu. Össur kom einnig aftur í pontu og sagði að forsætisráðherra hefði ekki getað svarað spurningum sínum um skýrsluna og frumvarpið. Sagði hann það varpa ákveðinni birtu á vinnu- brögð ráðherra í málinu. „Það hefur berlega komið fram að það er mikil ólga innan hins stjórnarflokksins vegna vinnubragða hæstvirts for- sætisráðherra,“ sagði Össur. „Hæst- virtur forsætisráðherra hefur unnið þetta fram hjá Framsóknarflokkn- um. Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ekki fengið að sjá þessa skýrslu áður en frumvarpið verður lagt fram. Háttvirtur þingmaður Kristinn H. Gunnarsson sem hér er staddur í salnum hefur sagt í fjölmiðlum að það sé alls ekki víst að þingmenn Fram- sóknarflokksins muni veita afbrigði til að hægt sé að vinna þetta frum- varp.“ Síðan sagði Össur: „Það sem skipt- ir þó mestu máli, herra forseti, er sómi og virðing Alþingis. Hér er um að ræða mál sem varðar grundvall- aratriði um aðkomu löggjafans að at- vinnulífinu og það hlýtur að vera frumréttur og krafa hins háa Alþing- is að það fái nægan tíma til að leita samráðs og til að kanna jafndjúptækt mál og þetta.“ Spurði hann síðan hvort ríkisstjórn ætlaði enn einu sinni að beita ofbeldi til að ná fram vilja sínum í þessu máli. „Mig langar líka til að spyrja, herra forseti, af því að hér eru margir þingmenn Framsókn- arflokksins: Ætlar Framsóknar- flokkurinn virkilega að láta beygja sig til hlýðni enn einu sinni, líka í þessu máli ofan á önnur?“ Ekkert kemur á óvart Eftir þessi ummæli kom Davíð aft- ur í ræðustól. Benti hann m.a. á að framkvæmdastjóri þingflokks Fram- sóknarflokksins, Pétur Gunnarsson, hefði átt sæti í fjölmiðlanefndinni „þannig að eitthvert tal um að ekki hafi verið tengsl við hinn stjórnar- flokkinn, þegar framkvæmdastjóri sjálfs þingflokksins situr í nefndinni, er auðvitað algjörlega út í hött.“ Davíð beindi síðan spjótum sínum aftur að Samfylkingunni. „Það sem hefur hins vegar komið mér á óvart er að Samfylkingin, án þess að hafa séð málið; kynnt sér skýrslu upp á 180 síður, skuli bersýnilega leggjast svona gegn málinu fyrir fram. Ég hlustaði, að vísu úr fjarlægð, á brot úr stefnuræðu Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar í Borgarnesi frá sjálfu forsætisráðherraefninu mikla og þar var auðvitað ákveðið að það ætti að skipa sérstakan verndarhring í kringum þrjú fyrirtæki, fyrirtæki Jóns Ólafssonar, Baugs og Kaup- þings þannig að það er ekkert sem kemur manni á óvart í viðbrögðum Samfylkingarinnar.“ Bíði með afstöðu til málsins Einn þingmaður Framsóknar- flokksins, Kristinn H. Gunnarsson, blandaði sér inn í umræðuna og sagði að sér fyndist það ekki vera stóra málið að forsætisráðherra hefði kynnt drög að frumvarpi um fjöl- miðla í ríkisstjórn. „Það er út af fyrir sig eðlilegur gangur að ríkisstjórnin taki upp mál og ræði þau í sinn hóp,“ sagði hann. „Það er ekki stóra málið,“ bætti hann við. „Ég vil hins vegar láta það koma fram, vegna þess að hér var sagt frá því að fulltrúi Framsóknar- flokksins í nefndinni hefði verið og væri skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, að hann situr ekki í nefndinni sem fulltrúi þing- flokksins. Þingmenn hafa ekki fengið að sjá þessa skýrslu og voru ekki hafðir með í ráðum við að gera þessa skýrslu svo mér sé kunnugt um. Ég hef ekki séð hana og veit ekkert um hana annað en það sem í fjölmiðlum hefur birst ef það er á annað borð rétt sem þar hefur komið fram. Fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni var fulltrúi ríkisstjórnarinnar, vann fyrir ráðherra okkar í ríkisstjórninni og skilar af sér gagnvart þeim. Ég tel eðlilegt að bíða með afstöðu til málsins almennt þar til maður hef- ur upplýsingarnar sem eiga að vera grundvöllur málefnalegrar umræðu. Við þurfum auðvitað, ef við erum að íhuga það á háttvirtu Alþingi að setja löggjöf um tiltekið málefni, mikils- vert málefni eins og eignarhald í at- vinnulífinu, að vega það og meta á hvaða sjónarmiðum við eigum að reisa slíka löggjöf. Það verður ekki kastað til þess á nokkrum dögum að hrófla saman einhverri löggjöf um það efni.“ Kristinn spurði síðan hvort ástæða væri til að taka eitt svið atvinnulífsins út úr og skilja önnur eftir. „Það er mikið eftir órætt í þessu máli, herra forseti, ef og þegar málið kemur til kasta þingsins á þessu vori. En ég kvíði því ekki að góðar umræður geti ekki orðið um það mál í fyllingu tím- ans. Ég vil hins vegar vara við því að menn fari af stað í löggjöf af þessu tagi á grundvelli annarra sjónarmiða en málefnalegra og almennra. Við getum ekki stjórnast af afstöðu okkar til einstakra fyrirtækja,“ sagði Krist- inn. Davíð Oddsson forsætisráðherra á Alþingi í umræðum um fjölmiðlaskýrsluna Geri ráð fyrir að lagt verði fram frumvarp Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Oddsson forsætisráðherra vísaði gagnrýni Össurar Skarphéðins- sonar formanns Samfylkingarinnar á málsmeðferðina algerlega á bug. UM þrjátíu bændur stunda nú selveiðar árlega en þeim fer held- ur fækkandi, að því er fram kem- ur í skriflegu svari Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra við fyrirspurn Ástu R. Jó- hannesdóttur, þingmanns Sam- fylkingarinnar. Kemur þar sömuleiðis fram að um 200 til 300 haustkópar af útsel hafi verið veiddir undanfarin ár og jafn- framt að um 250 til 500 kópar af landsel séu veiddir á ári, en veið- ar á landselskópum hófust aftur árið 1990 eftir tíu ára hlé. 4.000–5.000 krónur á skinn „Flest skinnanna af þeim útsel (haustkópum) sem veiddur er fara til sútunar hjá Skinnaiðnaði á Akureyri og eru keypt af hand- verksfólki til frekari vinnslu. Talsvert af kjöti, spiki og hreifum af þessum kópum fer til mann- eldis og er það heldur vaxandi. Auk þessa hefur Hringorma- nefnd greitt fyrir veidda full- orðna útseli,“ segir í svarinu. „Skinn af landsel (vorsel) hafa verið nýtt af handverksfólki inn- an lands og er Eggert Jóhanns- son feldskeri þeirra umsvifamest- ur. Meiri hluti vorkópaskinnanna fer þó til útflutnings. Kjöt, hreif- ar og spik er nýtt í litlum mæli en það fer þó vaxandi.“ Aukinheldur kemur fram í svarinu að verð á skinnum af haustkópum sé um 4.000 kr. stykkið til bænda og verð á vorkópaskinnum um 4 til 5.000 kr. stykkið. Um 30 bændur stunda selveiðar MEÐALTEKJUR 75% öryrkja á mánuði úr lífeyrissjóðum eru 47.943 krónur á mánuði samkvæmt skattframtölum árið 2003 fyrir tekjuárið 2002. Um 53% öryrkja fá greiðslur úr lífeyrissjóði. Þetta kemur fram í svari fjármálaráð- herra, Geirs H. Haarde, við fyr- irspurn Helga Hjörvars, þing- manns Samfylkingarinar, um kjör öryrkja. Svarinu hefur verið dreift á Alþingi. Í því kemur jafnframt fram að alls 5.998 75% öryrkjar hafi ekki notið tekna úr lífeyrissjóði tekju- árið 2002. Meðaltekjur öryrkja úr lífeyrissjóðum Tæpar 48 þúsund á mánuðiMEIRIHLUTI félagsmálanefndarAlþingis hefur lagt fram frumvarp á þingi um um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Frumvarpið kveður á um að frestur sveitarfélaganna til að ljúka ein- setningu grunnskólanna í landinu verði framlengdur um eitt ár. Með lögum frá árinu 2002, um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, var ákveðið að veita samtals 735 milljónir króna á ár- unum 2002–2005 úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að ljúka átaki til einsetningar grunnskólans í sveit- arfélögum með fleiri en 2.000 íbúa. „Komið hefur í ljós að enn vantar tæpar 200 millj. kr. upp á að sveit- arfélög geti lokið framkvæmdum sem þau eiga rétt á að fá styrktar samkvæmt reglum sjóðsins. Er því lagt til að gildistími ákvæðis til bráðabirgða IV verði framlengdur um eitt ár, sem felur í sér að lög- bundið framlag til Lánasjóðs sveit- arfélaga verði veitt til verkefnisins líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Komi 200 millj. kr. til greiðslu á árinu 2005, í stað 135 millj. kr. sam- kvæmt gildandi lögum, og 135 millj. kr. á árinu 2006. Frumvarpið hefur ekki í för með sér útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Langflest sveitarfélög hafa lokið einsetningu grunnskólanna, en þetta verkefni hefur kostað millj- arða. Frestur til að ein- setja skólana lengdur um eitt ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.