Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 11

Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 11 EMBÆTTI sóttvarnalæknis hefur með heimild ríkisstjórnarinnar sam- ið við GlaxoSmithKline ehf. (GSK) um að tryggja að ávallt séu til í land- inu tilteknar neyðarbirgðir af inflú- ensulyfinu Relenza til að bregðast við hættulegum inflúensufaraldri. „Í ljósi atburða fyrr í vetur vegna fuglainflúensufaraldurs, sem leitt gat til heimssóttar af völdum inflú- ensu taldi sóttvarnalæknir nauðsyn- legt að huga að lyfjum gegn inflú- ensu og til hvaða úrræða væri hægt að grípa til að efla sóttvarnir þjóð- arinnar. Gömlu inflúensulyfin s.s. Amantidin og Rimantidin virðast ekki virka sem skyldi á fuglaflensu- veiruna á sama máta og nýrri inflúensulyf eins og Relenza frá GlaxoSmithKline,“ segir í fréttatil- kynningu vegna samningsins. Fram kemur í tilkynningunni að samkomulagið felur í sér að GSK muni eiga til á hverjum tíma um 3.000 pakka af inflúensulyfinu Rel- enza vegna neyðarbirgðahalds gegn hættulegum inflúensufaraldri eins og fuglaflensu. Hver pakki inniheld- ur 20 skammta af zanamvivir 5 mg sem duga til 5 daga meðferðar eða 10 daga fyrirbyggjandi meðferðar. Þessar birgðir standa sóttvarna- lækni til boða á afsláttarverði þegar og ef þörf krefur. Heilbrigðisyfirvöld greiða fyrir þau lyf sem ákveðið er að kaupa vegna hugsanlegs neyðar- ástands en GSK fjármagnar og held- ur birgðir af tilteknu magni af Rel- enza á hverjum tíma. Andvirði þessara birgða er um 6 milljónir króna. Heilbrigðisráðuneytið hefur að því er segir í tilkynningunni ákveðið að apótek Landsspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) taki að sér sér- tækt birgðahald lyfja sem tengjast meðferð eða viðbrögðum við vá af völdum sýkla, eiturefna eða geisla- virkra efna í samráði við sóttvarna- lækni. Komi til neyðarástands skulu lyfjabirgðirnar sem GSK hefur skuldbundið sig til að hafa á lager til afgreiðslu til heilbrigðisyfirvalda verða í umsjá apóteks LSH, sam- kvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis og í umboði ráðherra. WHO vill áætlanir um viðbrögð „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt til þess að allar þjóðir heims geri áætlanir um við- brögð við heimssótt af völdum inflú- ensu. Fram hefur komið hjá Haraldi Briem sóttvarnalækni að eins og málum er nú háttað er talið að við séum á milli heimssótta, nánar til- tekið á svokölluðu viðbragðsstigi 2. Það þýðir að nýr stofn inflúensu hef- ur greinst í mönnum en ekki hefur verið sýnt fram á að hann berist milli manna. Á þessu viðbúnaðarstigi er hins vegar nauðsynlegt að huga að viðbúnaði við hugsanlegri heimssótt sem getur verið yfirvofandi og sem almennt er talið að komi fyrr eða síð- ar,“ segir í fréttatilkynningunni. Sóttvarnalæknir semur við fyrirtækið GlaxoSmithKline ehf. Neyðarbirgðir af inflúensu- lyfjum ávallt til í landinu Haraldur Briem sóttvarnalæknir (t.v.) og Hjörleifur Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri GlaxoSmithKline, við hluta af umsömdum neyðarbirgðum. ÞAÐ gilda ekki bara leikreglur í fót- og handbolta. Um skattskil gilda einnig reglur og hefur ríkisskatt- stjóri, í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, gefið út leiðbeiningar um skattskyldu íþrótta- félaga, sem ætlað er að hjálpa þeim sem sjá um bókhald og rekstur íþróttafélaga og deilda að fóta sig við framtalsgerð og skil á skatti. Íþróttahreyfingin er skattfrjáls að mestu leyti, en greiðir tryggingagjald og staðgreiðslu af launum starfs- manna sinna, auk þess sem greiða þarf virðisaukaskatt af samkeppnis- rekstri á borð við sölu veitinga. Á blaðamannafundi þar sem bæk- lingurinn var kynntur sagði Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, að stundum hefði það verið ákveðið vandamál fyrir íþróttafélög að henda reiður á skatta- legum skyldum og fara með bókhald og rekstur íþróttadeilda og félaga. Hann sagði að stöðugt þyrfti að minna á þær reglur sem í gildi væru, þar sem mannabreytingar væru tíðar hjá íþróttahreyfingunni. Því hefði ÍSÍ haft forgöngu um að skipaður yrði starfshópur til að taka þessar reglur saman. Velta íþróttahreyfingarinnar um 6,5–7 milljarðar króna Indriði H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri sagði það mikið ánægjuefni að ÍSÍ hefði leitað til skattayfirvalda vegna þessa verkefnis. „Með þessu er í sjálfu sér ekki verið að setja neinar nýjar reglur heldur er tilgangurinn fyrst og fremst að koma upplýsing- unum á framfæri við alla viðkomandi aðila, þannig að þeir viti hvað er rétt og hvernig á að standa að málunum,“ sagði Indriði. Ríkisskattstjóri sagði veltu íþróttahreyfingarinnar mikla og að margir kæmu þar að rekstrinum. „Það er ekki hægt að gera þá kröfu að þeir sem hafa áhuga á íþróttaiðkun og félagsmálum kunni öll skil á skattamálum líka,“ sagði Indriði. Á fundinum kom fram að áætluð velta hreyfingarinnar á árinu 2003 væri 6,5–7 milljarðar króna. Í bæklingnum er fjallað um starf- semi íþróttafélaga og hinar ýmsu tekjulindir. Þar kemur t.d. fram að félagsgjöld, leikjanámskeið og tekjur af dósasöfnun eru undanþegin skatti, sem og aðgangseyrir að íþróttamót- um og annarri íþróttatengdri starf- semi og greiðslur frá einu íþrótta- félagi til annars vegna félagaskipta íþróttamanna. Íþróttafélögum ber þó að greiða virðisaukaskatt af rekstri verslunar og veitingasölu og inn- heimta staðgreiðslu af launum laun- þega sinna og greiða tryggingar- gjald. Geta sætt refsiábyrgð Alls starfa um 1.000 starfseiningar á vegum ÍSÍ. 27 íþróttafélög, 24 sér- sambönd, 450 félög og nokkur hundr- uð deildir. Á fundinum kom einnig fram sú von að bæklingurinn yrði til þess að þeir sem taka að sér störf í þágu íþróttahreyfingarinnar gerðu sér grein fyrir ábyrgðinni sem þeir tækjust á hendur. Í bæklingnum kemur fram að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar íþróttafélag- anna beri ábyrgð á framtals- og skýrsluskilum félaganna til skatts. „Verði uppvís brot á skattalögum geta bæði viðkomandi íþróttafélög og forsvarsmenn þeirra sætt refsi- ábyrgð,“ segir í bæklingnum. Skattaleikreglur íþróttahreyfing- arinnar gefnar út í bæklingi VESTUR-HÚNVETNSK mær, Sigríður Ólafsdóttir, bar sigur úr býtum í skeifukeppninni á Hvann- eyri á sumardaginn fyrsta og hlaut að launum hina eftirsóttu Morgun- blaðsskeifu. Viðfangsefni Sigríðar í tamningum vetrarins var Skrámur frá Innri-Skeljabrekku, borgfirskt gæðingsefni. Sigríður hlaut einnig ásetuverðlaun Félags tamninga- manna. Í öðru sæti varð Þórunn Eyj- ólfsdóttir en hún tamdi og sýndi á skeifudaginn Ketil frá Starrastöðum og í þriðja sæti varð svo Jóhann Þor- steinsson á Prinsessu frá Álftagerði en hann hlaut einnig Eiðfaxabikar- inn sem veittur er fyrir bestu um- hirðu á tamningatrippi. Hesta- mannafélag nemenda á Hvanneyri, Grani, er fimmtugt á árinu og var af því tilefni meira við haft en venja er á skeifudeginum á Hvanneyri. Heiðursgestur afmælisins var Ágúst Sigurðsson hrossaræktar- ráðunautur en hann er fyrrverandi félagi í Grana og tók þátt í skeifu- keppninni á sínum tíma. Þá var hald- in gæðingakeppni félagsins eins og venja er til á skeifudegi. Kvenna- veldi á Hvanneyri Morgunblaðið/Vakri Keppt um Morgunblaðsskeifuna RÆTT hefur verið um nokkrar út- færslur á legu nýs Gjábakkavegar milli Þingvalla og Laugarvatns sam- kvæmt matsáætlun Vegagerðarinn- ar. Eru þær merktar inn á meðfylgj- andi korti. Sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa viljað fara svonefnda leið 12 í matsáætluninni með tengingu við núverandi Þingvallaveg við Gjá- bakka. Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra og formaður Þingvalla- nefndar, hefur sagt að sú leið skeri Gjábakkalandið og þar með þjóð- garðinn. Nefndin samþykki hana ekki og líklegt sé að farin verði leið 7 í tillögum Vegagerðarinnar. Er hún um 2 km lengri en leið 12 og kemur að Þingvallavegi við Miðfell. Útfærslur á legu nýs Gjábakkavegar                                     !     "#   $       % &          '&  HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði á miðvikudag rúmlega tví- tugan karlmann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 2. júní, vegna grófrar líkamsárásar á sextán ára dreng snemma í apríl. Maðurinn var úrskurðaður í síbrotagæslu þar til dómur gengur í máli hans, þó ekki lengur en til 2. júní. Maðurinn var nýkominn á reynslulausn eftir 10 mánaða afplán- un 2 ára fangelsisdóms fyrir aðra grófa líkamsárás við Skeljagranda í ágúst 2002, auk gæsluvarðhalds, þegar hann réðst á drenginn. Í kjöl- farið hafnaði héraðsdómur gæslu- varðhaldskröfu lögreglunnar en skömmu síðar var maðurinn hand- tekinn vegna enn annarrar líkams- árásar og þá úrskurðaður í gæslu- varðhald. Úrskurð- aður í sí- brotagæslu BROTIST var inn í veitingastaðinn Víkina á Höfn í Hornafirði í fyrrinótt á bilinu. Stolið var áfengi og dýrum skjávarpa auk fleiri verðmæta. Lög- reglan á Höfn rannsakar málið og biður þá sem urðu varir við manna- ferðir við veitingastaðinn í fyrrinótt að hafa samband. Brotist inn í Víkina ÖKUMAÐUR bifreiðar var fluttur á Heilsugæsluna á Egilsstöðum í gær eftir bílveltu við Urriðavatn. Meiðsli hans voru talin minniháttar en bif- reiðin, sem valt a.m.k. einn hring og lenti á hjólunum utan vegar, er ónýt að sögn lögreglu. Bílvelta á Egilsstöðum ♦♦♦ ♦♦♦ PILTUR á skellinöðru ók á 11 ára dreng við Rimaskóla í gær og var hann fluttur á slysdeild í sjúkra- bifreið með heilahristing, að því er talið var. Ökumaðurinn er sextán ára og var á bifhjólinu á göngustíg við skólann en slíkt er óheimilt. Lögreglan fór þess á leit við borg- aryfirvöld að loka göngustígnum til að fyrirbyggja slysahættu af þessu tagi. Varð fyrir skellinöðru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.