Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 12

Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ getur verið kostnaðarsamt hlut- fallslega fyrir smáa hluthafa í hluta- félögum á markaði að eiga bréf sín inni á vörslureikningum banka og fjármálastofnana hér á landi. Ef til dæmis aðili sem á hlutabréf að nafn- virði 30.000 krónur inni á vörslu- reikningi eins af viðskiptabönkunum þremur, sem allir rukka á milli 2.500– 3.000 krónur fyrir viðvikið, og við- komandi fær t.d. 10% arð árlega af eign sinni, hrekkur arðgreiðslan varla fyrir árgjaldinu eftir að fjár- magsntekjuskattur hefur verið dreg- inn af. Í Danmörku er þessum málum þannig háttað, að sögn Vilhjálms Bjarnasonar, formanns samtaka fjár- festa, að hlutafélagalög þar í landi kveða á um að hlutafélögin sjálf eigi að standa straum af öllum kostnaði við rafræna skráningu hlutabréfa sem þýðir að fjármálastofnanir mega ekki taka gjald af hlutabréfaeigend- um fyrir vörslu hlutabréfa, að sögn Vilhjálms. SPRON og Verðbréfastofan geyma bréf án endurgjalds Morgunblaðið hefur heyrt frá ein- staklingum sem þykir súrt í broti að eiga ekki lengur val um það að geta geymt hlutabréf sín gjaldfrjálst og spyrja hvort enginn möguleiki sé á slíku. Einar Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri verðbréfaskráningar Íslands, segir svo ekki vera, öll hluta- bréf sem tekin hafi verið til rafrænn- ar skráningar sé einungis hægt að geyma á vörslureikningum bankanna og fólk hafi ekki lengur val um annað. Öll hlutabréf félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands hafa til dæmis verið tekin til rafrænnar skráningar með þessum hætti. Þegar skoðaðar eru gjaldskrár fjármálafyrirtækjanna kemur þó í ljós að fólk hefur val um ókeypis geymslu verðbréfa sinna, þ.e. til eru fyrirtæki sem ekki taka árgjald eða stofngjald fyrir vörslu hlutabréfa á VS reikningi. Þar má nefna SPRON og Verðbréfastofuna. Hækka og lækka Í október sl. birti Morgunblaðið frétt um þjónustugjöld bankanna af verðbréfaviðskiptum, en þá kom meðal annars fram að Landsbankinn tók á þeim tíma ekkert gjald fyrir vörslureikninga, á meðan Íslands- banki tók 3.600 krónur fyrir viðvikið. Heldur hefur dregið saman með bönkunum í þessum efnum síðan því samkvæmt nýjustu gjaldskrám ÍSB, Landsbankans, KB banka og SPRON þá hefur Íslandsbanki nú lækkað árgjald vörslureikninga úr 3.600 í 3.000 kr. Varsla verðbréfa hjá KB banka kostar enn sem fyrr að lág- marki 2.500 kr. á ári og Landsbank- inn hefur nú tekið upp 2.900 króna gjald. Af þeim fjórum fjármálastofn- unum sem minnst er á hér að framan er það því aðeins SPRON sem býður upp á vörslureikninga hlutabréfa án endurgjalds. Rafrænn eignareikningur Vörslureikningur, eða VS reikn- ingur er rafrænn eignarreikningur. Þegar viðskipti eiga sér stað með verðbréf sem búið er að skrá rafrænt, er opnaður reikningur í nafni eiganda verðbréfanna í kerfi Verðbréfaskrán- ingar Íslands fyrir milligöngu banka, sparisjóðs eða verðbréfafyrirtækis. Þessi reikningur kallast VS-reikning- ur. Nauðsynlegt er að eiga VS-reikn- ing í kerfi Verðbréfaskráningar Ís- lands til að hægt sé að eiga viðskipti með rafbréf. Bankar, sparisjóðir og aðrir viðskiptaaðilar hafa umsjón með öllum VS-reikningum fyrir við- skiptavini sína. Öll meðferð rafbréfa fer fram fyrir milligöngu þessara að- ila sem annast alla þjónustu og um- sjón með verðbréfaeign viðskiptavina sinna, veita allar upplýsingar um raf- bréfaeign, verðmæti og þess háttar. Á heimasíðu Landsbankans segir um kosti vörslureikninga umfram hlutabréf á pappírsskírteinum eins og tíðkuðust fyrir daga hinnar raf- rænu skráningar, að viðskipti með slíkar eignir séu bæði öruggari og hraðvirkari en annars væri auk þess sem það heyri nú til liðinnar tíðar að auglýsa þurfi eftir glötuðum verð- bréfum með tilheyrandi kostnaði og biðtíma. Þá er talað um að greiðslur á arði, vöxtum og afborgunum berist á greiðsludegi þegar bréf eru rafrænt skráð. Áhöld eru um það hvort hluthafar eigi að þurfa að greiða fjármálastofn- unum fyrir vörslu hlutabréfa og á það er bent að fyrirtækin, sem hluthaf- arnir eiga, borga einnig gjald til Verðbréfaskráningar vegna utanum- halds með bréfin sem og gjöld til fjár- málastofnana fyrir þjónustu í tengslum við bréfin. Segja sumir að búið sé að greiða gjaldið margfalt. Bankarnir hafa hins vegar svarað því til að vörslu hlutabréfa fylgi ýmislegt umstang og þjónusta við eigendur bréfanna sem árgjaldið sé þóknun fyrir. Gagnrýnendur gjaldtöku fyrir vörslureikninga segja að allt það hag- ræði sem átti að verða með rafrænni skráningu, skili sér einungis til bank- anna og markaðarins en ekki hluthaf- anna sjálfra. Vilhjálmur Bjarnason er í forsvari fyrir þá sem finnst það óeðlilegt að þurfa nú að borga fyrir eitthvað sem menn áttu val um áður að geyma sjálfir heima hjá sér. „Bankar og líf- eyrissjóðir hafa 8–900 milljóna króna hagræði af rafrænni skráningu á hverju ári auk 300–500 milljóna króna sem bankarnir fá í þóknunar- tekjur af umsýslu rafrænna verð- bréfa. Það eru þeir en ekki einstakir hluthafar sem fyrst og fremst njóta þessa hagræðis.“                                                                                                                      !                                      "#!   $ %&& &&& '#(    )*   !     ) + ),-  " -    "  "' &&& . $  ), $  "% &&&    &0& 1      ,   )  '202%/ #3 ,4 )-     ' &&& 5#(       !    % &&&   4        *   *  )  ,      6  7         ))+  %#8     1  )9:- )                             ; # ; # ;# "# 5# %# '# Gjald af vörslureikningum er hátt fyrir litla hluthafa Arður hrekkur stundum ekki fyrir árgjaldi vörslureikninga hlutabréfa. Þóroddur Bjarnason kynnti sér málið. Morgunblaðið/Golli ● TAP af rekstri Nýherja á fyrsta ársfjórðungi 2004 nam 31,9 millj- ónum króna eftir skatta samanborið við 32,9 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið áður. Hagnaður fjórðungsins fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir – EBITDA – var 5,9 milljónir króna borið saman við 62,6 milljónir á sama tímabili síðasta árs. Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstrartekjur hafi numið 1.229,6 milljónum króna en voru 1.173,3 milljónir árið áður og hækkuðu því um tæp 5%. Vörusala minnkaði um tæpt 1% en þjónustutekjur jukust um tæp 25% á milli fjórðunga. „Sala á árinu fór mun hægar af stað en vonir stóðu til, og var um- talsvert tap af rekstri félagsins fyrstu vikur ársins. Framlegð af vörusölu hefur lækk- að umtalsvert milli ára, og end- urspeglar það harðari samkeppni. Verulegur kostnaður hefur verið lagður í þróun sérhæfðra hugbún- aðarlausna, sem horfur eru á að ná- ist að selja á næstu mánuðum og misserum,“ segir í tilkynningunni. Síðar kemur fram að von er á líflegri upplýsingatæknimarkaði: „Á liðnum ársfjórðungum hefur eftirspurn á upplýsingatæknimark- aði verið hæg, og var framhald þar á í fyrsta ársfjórðungi. Eins og Ný- herji skýrði frá við síðasta uppgjör, eru horfur á að á síðari hluta ársins verði upplýsingatæknimarkaðurinn töluvert líflegri.“ Nýherji tapar 32 milljónum ● HAGNAÐUR sænska tæknifyrirtæk- isins Ericsson var meiri á fyrsta fjórð- ungi þessa árs en sérfræðingar á fjár- málamarkaði höfðu gert ráð fyrir. Nam hagnaðurinn um þremur milljörðum sænskra króna, jafnvirði um 28 millj- arða íslenskra króna, en á sama tíma- bili á síðasta ári var tap fyrirtækisins um 4,3 milljarðar sænskra króna. Í frétt í danska viðskiptablaðinu Børsen segir að frá því finnska far- símafyrirtækið Nokia tilkynnti um verri afkomu á fyrsta fjórðungi þessa árs en á því síðasta, hafi samkeppn- isfyrirtækin, Samsung, Motorola og nú Ericsson, hvert á eftir öðru greint frá batnandi afkomu. Segir í frétt Børsen að sölutekjur Ericsson hafi numið um 28 millj- örðum sænskra króna á fyrsta fjórð- ungi þessa árs, sem er um 9% aukn- ing milli ára. Afkoma Ericsson batnar mikið HAGNAÐUR Straums Fjárfest- ingarbanka eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2004 nam 2.014 millj- ónum króna samanborið við 408 milljónir króna á fyrsta ársfjórð- ungi árið 2003. Afkoman er nokk- uð undir spá greiningardeildar KB banka en í Þróun og horfum, ný- legu sérriti bankans, var bankan- um spáð 2,5 til 3 milljarða króna hagnaði. Greiningardeild Landsbankans spáði bankanum aftur á móti 1.860 milljóna króna hagnaði á tíma- bilinu að því er segir í Vegvísi bankans, og er afkoman því í takt við væntingar greiningardeildar Landsbankans. Þar segir einnig að uppgjörið breyti ekki væntingum deildarinnar til Straums og ný- útgefið verðmat, 5,5 krónur á hvern hlut, standi óbreytt. Lokagengi bréfa í Straumi var í gær 6,55. Hreinar vaxta- tekjur Straums voru jákvæðar upp á 26 millj- ónir króna á tímabilinu en vaxtatekjur af útlánum námu tæp- lega 47% af vaxtatekjum félagsins. Í tilkynningu frá bankanum segir að hreinar rekstrartekjur hafi ver- ið samtals 2.540 milljónum króna en rekstrargjöld samanlagt 95 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár bankans nam 12,4% á tímabilinu sem samsvarar 59,7% arðsemi eigin fjár á árs- grundvelli. Heildareignir bankans námu 23.393 milljónum króna í lok tímabilsins en voru 22.529 millj- ónir króna í árslok 2003. Eiginfjár- hlutfall bankans á CAD grunni var 61,6% í lok fyrsta ársfjórðungs. Vaxandi vaxtatekjur Þórður Már Jóhannesson, for- stjóri Straums segir í fréttatil- kynningu frá bankanum að afkom- an hafi verið góð og einkennst af hagfelldum skilyrðum á fjármála- markaði. „Eftir fyrsta ársfjórðung í rekstri bankans er ánægjulegt að sjá að hreinar vaxtatekjur eru já- kvæðar og vaxandi,“ segir Þórður. Eignir Straums Fjárfestingar- banka eru að meginhluta í skráð- um innlendum hlutabréfum og hafði þróun íslenska hlutabréfa- markaðarins því jákvæð áhrif á af- komu bankans. Í byrjun þessa árs var Straumi Fjárfestingarbanka veitt starfs- leyfi sem lánafyrirtæki. Í tilkynn- ingunni segir að verkefnastaða á lánasviði sé góð og að stefnt sé að því að stækka útlánasafn bankans umtalsvert á árinu. Í dag eru heildarútlán bankans um fimm milljarðar króna. Straumur hagnast um tvo milljarða Vöxtur Þórður Már Jóhannesson er ánægður með gang félagsins. ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● MIKIÐ hefur verið um að íbúða- eigendur í Bretlandi hafi endur- fjármagnað íbúðakaup sín undanfarin þrjú ár. Í frétt á vefsíðu Sky-fréttastofunnar segir að nýleg könnun sýni að á seinni hluta síðasta árs hafi fjögur af hverj- um tíu nýjum lánum, sem veitt hafi verið gegn veði í íbúðarhúsnæði, ver- ið lán sem íbúðaeigendur hafi tekið til að greiða upp eldri og óhagstæðari lán. Þá komi fram í könnuninni að um 28% þeirra íbúðaeigenda sem endur- fjármögnuðu kaup sín höfðu gert það áður á undanförnum fimm árum. Segir í frétt Sky að ástæðan fyrir mikilli aukningu í endurfjármögnun íbúðakaupa sé lægri vextir og mikil samkeppni á milli þeirra sem bjóða lán sem tryggð eru með veði í hús- næði. Mikill vöxtur í endurfjármögnun íbúðakaupa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.