Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 13
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 13
Málshefjendur á þinginu verða:
Emil Thoroddsen, framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands, Eggert Skúlason frá Landssamtökum
hjartasjúklinga, Ingunn Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfjafræ›ingafélagsins,
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erf›agreiningar, Pétur Hauksson ge›læknir, Einar Magnússon
yfirlyfjafræ›ingur Heilbig›isrá›uneytisins og Matthías Halldórsson a›sto›arlandlæknir.
Fundarmönnum gefst kostur á a› koma fyrirspurnum til frummælenda.
Fundarstjóri: Hulda Gunnarsdóttir fréttama›ur.
Öryrkjabandalag Íslands boðar til málþings á Hótel Sögu, Súlnasal,
laugardaginn 24. apríl kl. 10 - 12.
Umræ›uefni er sta›a sjúklinga á Íslandi í samskiptum vi› heilbrig›isyfirvöld
vegna rá›ger›ra ver›hækkana á lyfjum til notenda 1. maí.
Verður tvöfalt heilbrigðiskerfi
að veruleika á Íslandi
á baráttudegi verkalýðsins 1. maí?
Öryrkjabandalag Íslands samanstendur af eftirtöldum félögum: ADHD samtökin; Alnæmissamtökin á Íslandi; Blindrafélagið; Blindravinafélag Íslands; Daufblindrafélag
Íslands; FAAS - Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga; Félag heyrnarlausra; Félag lesblindra; Félag nýrnasjúkra; Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra; Geðhjálp;
Geðverndarfélag Íslands; Gigtarfélag Íslands; Heyrnahjálp; LAUF-Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; Málbjörg; MG-félag Íslands; MND-félag Íslands; MS-félag Íslands;
Parkinsonsamtökin á Íslandi; Samtök psoriasis og exemsjúklinga; Samtök sykursjúkra; SEM - Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra; SÍBS -Astma- og ofnæmisfélagið, -
Samtök lungnasjúklinga, -Landsamtök hjartasjúklinga; Sjálfsbjörg; Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra; Styrktarfélag vangefinna; Tourette samtökin; Umsjónarfélag einhverfra.
Á SÍÐASTA ári var settur upp við
bræðslu Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum rafskautaketill sem
gerir þeim kleift að kaupa afgangs-
orku og lækka þar með orkukostnað
sinn. Um leið fá þeir meiri orku frá
Hitaveitu Suðurnesja sem þeir skila
að nokkru leyti til baka inn á hita-
veitukerfi bæjarins.
Loðnuvertíðin sem nú er nýlokið
er önnur í röðinni þar sem þessari
tækni er beitt og segir Jónas Berg-
steinsson rafvirki að þetta komi vel
út. „Þetta virkar þannig að raf-
skautaketillinn er kyntur upp með
rafmagni, afgangsorku sem er keypt
af Hitaveitu Suðurnesja. Hann getur
framleitt um 12 megavött en vanaleg
keyrsla er sex til átta megavött.
Hann framleiðir gufu sem er notuð í
verksmiðjunni hjá okkur, meðal ann-
ars til að þurrka mjöl. Uppgufunin
þaðan og afgangsorkan fer inn í soð-
kjarnatæki og afgangsorkan úr þeim
er notuð til að hita upp vatnið frá
bænum. Við fáum það inn þrjátíu og
fimm gráða heitt en skilum því aftur
út í kerfið í bænum um sjötíu og
fimm gráða heitu. Við höfum skilað
til baka þremur til fjórum megavött-
um en gætum líklega skilað meiru en
Hitaveita Suðurnesja hefur ekki get-
að tekið við því.
Einstaka sinnum höfum við farið
upp í rúm fimm megavött en ég gæti
trúað að hægt væri að framleiða sex
megavött.“
Ná meiri orku út úr kerfinu
Með því að endurvinna orkuna og
setja hana aftur út í kerfið gefst færi
á að ná meiri orku út úr kerfinu. „Við
lækkum aflið á rafskautakatlinum
hjá Hitaveitunni sem nemur því sem
við framleiðum hverju sinni. Þeir
geta flutt 22 megavött hingað og ef
við leggjum þrjú megavött til baka
náum við meiri orku út úr þeirra
kerfi.“
Mesti sparnaðurinn liggur þó lík-
lega í því að með þessari orku þurfa
Vinnslustöðvarmenn minna að nota
olíukyndingu. „Það sparast talsvert í
olíukostnaði, þetta er miklu ódýrara,
við fáum betri nýtingu úr þessu og
svo er þetta að sjálfsögðu mun um-
hverfisvænna en olíukynding. Auk
þess erum við að nýta orku sem ann-
ars yrði hent.“
Jónas sagði þetta hafa verið í þró-
un lengi og starfsmenn FES,
bræðslu Ísfélagsins hafa nýtt auka-
orku um nokkurt skeið þó það sé
ekki í eins miklum mæli og Vinnslu-
stöðvarmenn gera nú. Páll Sigurðs-
son verkfræðingur hannaði þetta,
bæði í Vinnslustöðinni og Ísfélaginu.
Kynda eigið húsnæði
„Þetta væri ekki hægt nema
vegna þess að það er svokallað
hringrásarkerfi hjá Hitaveitu Suður-
nesja sem gerir það að verkum að þú
ert alltaf að hita upp sama vatnið.“
Þó að þetta sé aðeins annar vet-
urinn sem þetta kerfi er notað eru
Vinnslustöðvarmenn ekki að stíga
sín fyrstu skref í að setja upp hita-
veitu. „Við höfum hitað upp hús
Vinnslustöðvarinnar síðustu sjö eða
átta ár þegar verksmiðjan er í gangi.
Þar erum við að nota þéttivatn sem
við myndum annars henda. Það þarf
talsvert mikið til að kynda stöðina
enda gríðarlega stór og öll meira og
minna óeinangruð.“
Létta
undir
með hita-
veitunni
Bræðsla Vinnslu-
stöðvarinnar skil-
ar allt að þremur
megavöttum til
baka inn í hita-
kerfi bæjarins
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
Aukin orka Jónas Bergsteinsson, rafvirki við fiskimjölsverksmiðju
Vinnslustöðvarinnar í Eyjum, segir nýja aðferð auka orku.
RÁÐSTEFNA á vegum sjávarút-
vegsráðuneytisins og Útflutnings-
ráðs Íslands verður haldin næstkom-
andi fimmtudag, 29. apríl í Salnum í
Kópavogi klukkan 13.30 til 17.00.
Yfirskrift ráðstefnunnar er Sótt á
ný mið, tækifæri sjávarútvegsins og
leitazt verður við að svara þeirri
spurningu hvort sjávarútvegurinn
geti nýtt sér þekkingu annarra at-
vinnugreina í þeim tilgangi að efla
útrásina enn frekar.
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, setur ráðstefnuna, en síð-
an koma framsöguerindi. Kristján Þ.
Davíðsson, forstjóri Granda, ræðir
um tækifæri á fjarlægum slóðum,
Jón Scheving Thorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri AREV og Sindri
Sindrason, viðskiptafræðingur meta
það hvaða lærdóm sjávarútvegurinn
geti dregið af útrás annarra atvinnu-
greina, Pétur Einarsson, forstöðu-
maður fjárfestinga- og alþjóðasviðs
Íslandsbanka, ræðir um arðsemi og
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á
Akureyri segir að margt beri að var-
ast í útrásargleðinni.
Að loknu kaffihléi verða pallborðs-
umræður með Sighvati Bjarnasyni
stjórnarformanni Jekafish, Arnari
Viðari Skúlasyni forstjóra SÍF o.fl.
Sótt á ný mið
Rætt um tækifæri sjávarútvegsins