Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ LJÓSMYNDIR af kistum með líkum banda- rískra hermanna, sem fallið hafa í Írak, voru birtar í blaðinu Seattle Times um síðustu helgi og hefur varnarmálaráðuneytið í Wash- ington mótmælt því harðlega. Ráðuneytið af- henti einnig einstaklingi slíkar myndir eftir að hann hafði fengið til þess dómsúrskurð. Hann setti nær 360 myndir á heimasíðu sína, memoryhole.org. Opinber birting mynda af þessu tagi er í andstöðu við stefnu ráðuneytisins sem hefur frá 1991 ekki látið fjölmiðla hafa fregnir af líkflutningum af orrustuvelli. „Meginmarkmið þessarar stefnu er að verða þannig við óskum aðstandenda og vernda einkalíf þeirra þegar þeir takast á við mesta missi og sorg sem þeir verða fyrir í lífinu,“ sagði talsmaður ráðuneytisins. John Molina, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði að reynt væri að koma í veg fyrir að aðstandendur yrðu þvingaðir til að sæta athygli sem þeir bæðu ekki um og gæti verið óvirðing við þá. „Þurfum að hætta að fela dauða unga fólksins okkar“ Andstæðingar Íraksstríðsins og sumir af að- standendum fallinna hermanna hafa á hinn bóginn andmælt þessari stefnu. Segja þeir að með leyndinni sé verið að reyna að draga at- hygli almennings í landinu frá mannfallinu. „Við þurfum að hætta að fela dauða unga fólksins okkar,“ sagði Jane Bright frá Kali- forníu en hún missti son sinn í bardaga í fyrra. Tami Silicio, starfsmaður einkarekins fyr- irtækis sem er undirverktaki hjá bandaríska hernum, tók að sögn Seattle Times mynd- irnar. Þær sýna kistur, sveipaðar bandaríska fánanum, þegar verið er að flytja þær um borð í flutningaþotu í Kúveit. Silicio var rekin þegar upp komst að hún hafði látið blaðið hafa myndirnar. Að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC, fékk stríðsandstæðingurinn Russ Kick dómsúrskurð til að þvinga varnarmálaráðu- neytið til að afhenda sér nokkur hundruð myndir af kistum sem fluttar höfðu verið til Dover-herbækistöðvarinnar í Delaware en þar er stærsta líkhús hersins. Úrskurðurinn byggðist á lögum um upplýsingaskyldu stjórn- valda en mikil reiði er sögð ríkja í ráðuneyt- inu í garð Kicks fyrir að birta myndirnar á Netinu. Hefur verið ákveðið að afhenda ekki fleiri myndir. Reuters Kistur með líkamsleifum bandarískra hermanna, sem féllu í Írak, í bækistöð Bandaríkjahers í Delaware. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin. Mótmæla myndum af líkkistum Bandaríska varnarmálaráðuneytið reiðist manni sem setti myndir á Netið af kistum hermanna sem fallið hafa í Írak á undanförnum mánuðum Washington. AFP. BANDARÍKJAMENN hyggjast hverfa frá þeirri stefnu sem þeir mótuðu á síðasta ári að engir fyrr- verandi liðsmenn Baath-flokksins í Írak, stjórnar- flokks landsins í forsetatíð Sadd- ams Husseins, skuli gjaldgengir í embætti emb- ættismanna í hinu nýja Írak. Flestir sem störfuðu hjá hinu opinbera í tíð Saddams neyddust til að skrá sig í Baath-flokkinn. Þegar Bandaríkjamenn tóku völdin í Írak fyrir ári var þessu fólki í flestum til- fellum vikið frá störfum. Þetta olli mikilli óánægju meðal þeirra, sem misstu vinnuna, og hefur þar að auki síðan valdið því að sárlega hefur skort hæfa millistjórnendur til að manna embættismannakerfið í Írak, skóla og sjúkrahús. Þá olli ákvörðunin því að súnní- múslímar lentu mjög upp á kant við bandarísku landstjórnina, en flestir embættismannanna í tíð Saddams voru súnnítar, jafnvel þó að þeir séu færri en sjía-múslímirnir í Írak. Með því að gera breytingar nú eru Bandaríkjamenn því að vona, að súnnítar í Írak taki landstjórnina í sátt. Þeir viðurkenna raunar, að ekki sé víst að ákvörðunin nú verði til að andspyrna gegn hernámsliðinu bandaríska gufi upp en telja þó að þetta geti orðið til að draga úr stuðn- ingi við íraska andspyrnumenn. Sex hershöfðingjar ráðnir „Í hinu nýja Írak er ekkert pláss fyrir hugmyndafræði Baath-flokks- ins eða fyrir flesta þá sem fylltu æðstu stöður ríkisins og tengdust beint glæpum og grimmdarverkum Baath-stjórnarinnar,“ sagði Dan Senor, talsmaður bandarísku land- stjórnarinnar í Bagdad á fimmtudag. Senor viðurkenndi hins vegar einnig að þó að rétt væri að eyða áhrifum Baath-flokksins með öllu þá þyrfti að endurskoða framkvæmd þess verkefnis. „Stefnan hefur stundum útilokað saklausa, hæfa einstaklinga, sem aðeins voru Baath- istar að nafninu til, frá því að leika uppbyggilegt hlutverk í uppbygg- ingu Íraks,“ sagði Senor. Paul Bremer, landstjórinn í Írak, kynnti tillögur sínar í ávarpi á ír- askri sjónvarpsstöð í gær. Fram kom m.a. hjá honum að þegar væri búið að ráða sex hershöfðingja úr forsetatíð Saddams til starfa en sár- lega hefur vantað hæfa stjórnendur til að fara fyrir nýjum hersveitum, sem Bandaríkjamenn eru að þjálfa. Lögð er hins vegar áhersla á að engir fái að snúa aftur sem gerst hafi sekir um glæpsamlegt athæfi. Bremer hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa leyst upp íraska herinn í heild sinni síðasta vor og því vekur ákvörðun hans nú athygli. „Sú ákvörðun að hreinsa kerfið af Baath- istum var réttmæt,“ sagði hann í gær en viðurkenndi að kvartanir um að stefnunni hefði oft og tíðum verið framfylgt á „ójafnan og ósanngjarn- an“ hátt ættu við rök að styðjast. Það var eitt fyrsta verk Bremer, þegar hann kom til starfa sem land- stjóri yfir Írak í maí á síðasta ári, að fyrirskipa hreinsanir hjá hinu opin- bera, þ.e. að allir liðsmenn Baath- flokksins skyldu reknir. Þetta gerði hann að undirlagi Ahmeds Chalabi, leiðtoga Íraska þjóðarráðsins, áhrifamestu samtaka útlægra Íraka. Með tilskipun Bremers var Baath- flokkurinn formlega leystur upp og liðsmenn hans útilokaðir frá störfum á vegum hins opinbera. Um þrjátíu þúsund embættismenn voru því reknir og gert er ráð fyrir því að sú tala tvöfaldist. Brahimi gagnrýndi stefnuna Lakhdar Brahimi, sérlegur sendi- maður framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, gagnrýndi þetta ferli nýverið, þegar hann heimsótti Írak. Hægt gengi að taka fyrir beiðnir þeirra sem misstu vinnuna og vilja að sín mál verði endurskoðuð. Auk þess sem erfitt væri að skilja hvers vegna kennarar, háskólaprófessor- ar, verkfræðingar, læknar og annað starfsfólk sjúkrahúsa hefðu þurft að víkja; einkum og sér í lagi þar sem þessa fólks væri sárt saknað. Víst mætti telja að það gæti spilað stóra rullu í því að koma Írak á réttan kjöl. Horfið frá stefnu um allsherjarhreinsanir Sumir fyrrverandi Baath-liðar fá að gegna störfum hjá hinu opinbera Paul Bremer Bagdad, Washington. AFP. ÍRASKI sjíta-klerkurinn Moqtada al- Sadr, sem hefur að undanförnu leitt andspyrnu sjíta gegn hernámsliðinu í Írak, hótaði í gær að grípa til sjálfs- morðsárása ef bandarískir her- menn réðust inn í helgar borgir sjíta í landinu. Al-Sadr hefur sjálfur búið um sig í Najaf, einni þessara helgu borga, og hefur Bandaríkja- her setið um borgina undanfarnar vikur. „Ef við neyðumst til að verja borgir okkar munum við grípa til sjálfs- morðsaðgerða og við verðum mennskar tímasprengjur sem springa framan í andlit þeirra,“ sagði al-Sadr í vikulegri prédikun sinni í Kufa, skammt frá Najaf. „Við eigum næg vopn og mikinn fjölda fylgis- manna og margir trúaðir menn eru reiðubúnir til að fremja sjálfsmorðs- árásir,“ sagði al-Sadr. „Fram til þessa höfum við hafnað þessum kosti,“ bætti hann við. „En ef við erum neyddir til þess þá munum við gera það.“ Varað við uppreisn í Fallujah Á sama tíma og al-Sadr lét þessi orð falla kom til átaka í Karbala, ann- arri helgri borg sjía-múslíma, milli fylgismanna hans og hersveita sem skipaðar eru pólskum, búlgörskum, litháenskum og lettneskum hermönn- um. Að minnsta kosti tíu særðust í átökunum, sem stóðu í um þrjátíu mínútur; einn íranskur pílagrímur, fjórir óbreyttir borgarar og fimm liðsmenn sveita al-Sadrs. Þá varaði einn leiðtoga súnní-músl- íma, Sheikh Ahmad Abdel Ghafur Samarrai, við því að ef hernámsliðið í Írak réðist á nýjan leik til atlögu í borginni Fallujah mætti búast við allsherjar uppreisn. Forystumenn hernámsliðsins hafa sagt að and- spyrnumenn í Fallujah yrðu undir- eins að byrja að afhenda þungavopn sín, í samræmi við vopnahléssáttmála sem var gerður í síðustu viku. Hótar sjálfs- morðs- árásum Karbala. AFP. Moqtada al-Sadr SVEND Aage Jensby, varnarmála- ráðherra Danmerkur, hefur sagt af sér embætti. Eru viðbrögð danskra stjórnmálamanna almennt þau, að hann hafi ekki átt um annað velja eftir ákaflega misvísandi yfirlýsing- ar og jafnvel trúnaðarbrot. Jensby tilkynnti þetta eftir að hafa átt fund með Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra en að sögn Jyllands-Posten mun Søren Gade taka við af honum. Jan Trøjborg, fyrrverandi varnar- málaráðherra í stjórn jafnaðar- manna, sagði, að Jensby hefði ekki átt annars úrkosti og myndi afsögn hans vafalaust greiða fyrir samstöðu á þingi um varnarmálin. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðar- flokksins, tók undir það og Villy Søvndal, talsmaður Sósíalíska þjóð- arflokksins, kvaðst vera mjög ánægður með ákvörðun Jensbys. „Eins og komið var, gat hann ekki annað gert. Hann hefur logið til um Íraksmál og leyniskýrslur og átt í erfiðleikum bæði gagnvart lögum um ráðherraábyrgð og um trúnaðar- skyldu,“ sagði Søvndal, sem telur þó ekki, að afsögnin sé mikið áfall fyrir ríkisstjórnina. Danmörk Ráðherra segir af sér ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.