Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 17

Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 17 edda.is Kristín Marja Baldursdóttir Tilbo› í Viku bókarinnar Tólf áhrifamiklar og listfengar smásögur eftir höfund Mávahláturs Aðeins 1.990 kr. næ st / G ís li B . Salute! Ítalía Kynning og tilbo› á ítölskum vínum Á næstu vikum ver›ur kynning á ítölskum vínum í vínbú›unum. Tilbo› ver›a á völdum tegundum. UMRÆÐUR um hlutleysi í utan- ríkis- og varnarmálum hafa sett svip sinn á kosningabaráttu í Aust- urríki vegna forsetakosninga sem fara fram í landinu á morgun, sunnudag. Hefur Benita Ferrero- Waldner, núverandi utanrík- isráðherra og forsetaframbjóðandi Þjóðarflokks Wolfgangs Schussels forsætisráðherra, lagt á það áherslu í sínum málflutningi að tími sé kominn til að gaumgæfa, hvort ekki sé rétt að afleggja hlutleysið. Keppinautur hennar um embættið, Heinz Fischer, núverandi varafor- seti austurríska þingsins og fram- bjóðandi jafnaðarmanna, telur hins vegar ekki að hlutleysið komi í veg fyrir að Austurríkismenn geti sýnt samstöðu með hinum Evrópuþjóð- unum þegar mest á ríður, s.s. þegar átök geisa. Á myndinni sést einn stuðnings- manna Ferrero-Waldner ganga framhjá veggspjöldum með mynd- um af henni og Fischer í Vínarborg. Forsetaembættið í Austurríki er valdalítið. Núverandi forseti, Thomas Klestil, er að ljúka öðru sex ára kjörtímabili sínu sem for- seti og verður því kosið nú um nýj- an forseta, enda má Klestil ekki sitja lengur. Skoðanakönnun frá því á fimmtudag sýndi að Fischer hefur sex prósentustiga forskot á Ferrero-Waldner. Reuters Kosið um forseta í Austurríki GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti aflétti í gær átján ára gömlum viðskiptaþvingunum á Líbýu en nýverið lýsti Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi því yfir að þarlend stjórnvöld hefðu fallið frá stefnu sinni um að komast yfir gereyðingarvopn. Þessi ákvörðun mun verða til þess að unnt verður að hefja olíuútflutn- ing frá Líbýu til Bandaríkjanna. Þá mun bandarískum olíufé- lögum einnig verða kleift að hefja á ný viðskipti í Líbýu. Nokkur bandarísk fyrirtæki eiga eignir í Líbýu sem þau hafa ekki getað snert frá því viðskipta- bannið var sett á árið 1986. Líbýskir fjármunir í Banda- ríkjunum verða þó áfram frystir. Þá verður Líbýu ekki heimilt að flytja út tæki og tól sem tengjast hernaði en Bandaríkjastjórn lítur áfram svo á að Líbýustjórn sé í hópi stuðningsmanna hryðju- verkahópa. Fram kom hjá Scott McClell- an, talsmanni Hvíta hússins, að senn yrði opnuð sendiskrifstofa á vegum bandaríska utanríkisráðu- neytisins í Trípólí, sem markar fyrsta skrefið að því að löndin taki aftur upp stjórnmálasam- band. Bandaríkjamenn rufu stjórnmálatengsl við Líbýu árið 1981. Bush afléttir viðskiptaþving- unum á Líbýu Washington. AFP. Úrslitin í enska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.