Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 22
SUÐURNES
22 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Grindavík | Það er alltaf mikil þátttaka
hjá krökkunum í víðavangshlaupinu á
sumardaginn fyrsta. Eins og áður eru
það yngstu krakkarnir sem eru dug-
legust að mæta enda mætingabikar í
boði í skólanum. Allir þátttakendur
fengu verðlaunapening auk þess að
þrír efstu í hverjum aldursflokki fá
sérstaka viðurkenningu. Veðrið lék við
heimamenn og margir hlauparar voru
á stuttbuxum í blíðunni. „Já ég held að
þetta sé met hjá okkur enda veðrið frá-
bært. Sigurvegarar í bekkjarkeppninni
þ.e. sá bekkur sem mætti best er 4-L en
þau unnu einnig í fyrra“, sagði Erna
Lind Rögnvaldsdóttir, íþróttakennari. Morgunblaðið/Garðar
Víðavangs-
hlaup í
blíðunni
Reykjanesbær | Á morgun, laug-
ardag, og á sunnudag efnir Knatt-
spyrnudeild Keflavíkur til bíla- og
þjónustusýningar í Reykjaneshöll-
inni þar sem allt að 25 aðilar munu
sýna vörur sínar og þjónustu. Meðal
annars verða á staðnum öll stærstu
bílaumboð landsins og þjónustuað-
ilar fyrir bílaeigendur. Allt að 80 ný-
ir bílar verða til sýnis og koma sumir
þeirra fyrir augu almennings á Ís-
landi í fyrsta sinn. Þá verða nokkrar
gerðir af fágætum bílum til sýnis.
Sýningin er opin báða daga milli
kl. 10 og 18 en sérstök skemmti-
dagskrá verður milli 14 og 16 þar
sem fjölmargir tónlistarmenn koma
fram. Aðgangur er ókeypis.
Reykjanesbær | Átak verður gert í
hreinsun á Fitjum, framtíðarútivist-
arsvæði íbúa í Reykjanesbæ, sunnu-
daginn 25. apríl nk. í tilefni af degi
umhverfisins.
Eru íbúar hvattir til að mæta við
Steypustöð Suðurnesja en hreinsun
hefst kl. 13 og stendur til 16. Mun
starfsfólk Þjónustumiðstöðvar
Reykjanesbæjar leggja til áhöld til
verksins og er fólk hvatt til að klæða
sig vel og hafa með sér stígvél.
Miðnesheiði | Utanríkisráðuneytið
hefur farið þess á leit við Varnarliðið
á Keflavíkurflugvelli að mannvirki
gömlu ratsjárstöðvarinnar Rockville
á Miðnesheiði sem hafi að geyma
hættuleg spilliefni eða þar sem fólki
er að öðru leyti hætta búin verði lok-
uð þar til þau hafi verið rifin. Brögð
eru að því að börn og ungmenni hafi
gert sér að leik að fara inn á svæðið
og hefur bæjarstjóri Sandgerðisbæj-
ar sagt að svæðið sé stórhættulegt
og aðeins tímaspursmál hvenær slys
verði á fólki. Meðal annars sé þar að
finna sýrugeyma og olíutanka og
greið leið sé fyrir fólk inn í mann-
virkin.
Utanríkisráðuneytið hefur ítrekað
óskað eftir því við Varnarliðið að
húsin verði fjarlægð en Varnarliðið
segir að ekki séu til fjármunir til
verksins.
Svæðið aftur í hendur Íslend-
inga að lokinni hreinsun
Að sögn Matthíasar Pálssonar,
fulltrúa á varnarmálaskrifstofu ut-
anríkisráðuneytisins, ræddi skrif-
stofustjóri varnarmálaskrifstofu við
fulltrúa Varnarliðsins síðast í þessari
viku þar sem lagt er til að húsunum
verði lokað og hefur Varnarliðið
sagst munu verða við því. Þá hefur
lögregla skerpt eftirlit með svæðinu
auk þess sem Varnarliðið sinnir eft-
irliti á þessum slóðum. Að sögn
Matthíasar er þó enn óráðið hvenær
mannvirkin verða rifin eins og gerð
sé krafa um af hálfu íslenskra stjórn-
valda. Svæðið sé nú aftur í umsjá
Varnarliðsins eftir að heimili Byrg-
isins var lokað og gert sé ráð fyrir að
svæðið verði aftur afhent íslenskum
stjórnvöldum þegar hreinsun sé lok-
ið. Að sögn Matthíasar liggur fyrir
að kannað verði hvort jarðvegs-
mengun sé á svæðinu og hvort asb-
estmengun sé í húsunum.
Rætt við Varnarliðið
um Rockville
Húsun-
um lokað
og eftir-
lit hert
Reykjanesbær | Hermann Árnason
alþýðulistamaður opnar sína fimmtu
einkasýningu undir yfirskriftinni
„Óbeisluð útrás“ í tískuvöruversl-
uninni Persónu, Hafnargötu 29, kl.
16 í dag. Hermann sýnir 12 verk sem
öll eru unnin með blandaðri tækni.
Reykjanesbær | „Það er ekki nokkur spurning að verk-
efnið hefur skilað skipulagðari vinnubrögðum og breyttu
verklagi í leikskólum bæjarins og ég hef líka merkt það í
grunnskólunum þar sem ég hef náð að fylgjast með,“
sagði Guðríður Helgadóttir, leikskólafulltrúi Reykjanes-
bæjar um verkefnið „Lestrarmenning í Reykjanesbæ“.
Alla næstu viku gefst foreldrum og forráðamönnum
kostur á að koma með börn fædd 2002 á safnið til að fá
bók að gjöf.
Hófst fyrir ári
Verkefnið „Lestrarmenning í Reykjanesbæ“ hófst
fyrir ári á Degi bókarinnar 23. apríl 2003. Umsjón með
því hefur Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar en það nær
til heimila, leik- og grunnskóla, bókasafns, fjölskyldu- og
félagsþjónustu, heilsugæslu, menningar- og tómstunda-
starfs bæjarins, en einnig til fyrirtækja, stofnana og fé-
lagasamtaka í Reykjanesbæ. Hvað þáttöku almennings
áhærir hefur lestrarkeðja verið í gangi í allan vetur þar
sem fyrirtæki skora á hvert annað að lesa fyrir starfs-
menn í kaffitíma. Þá hefur Guðni Kolbeinsson, íslensku-
fræðingur og sérlegur sendiboði verkefnisins haldið er-
indi í klúbbum og félagasamtökum við góðan orðstír og
Stefán Jónsson frístundamálari hannað merki fyrir verk-
efnið sem sett verður á penna og barmmerki til gjafa.
Þá hefur verkefnið ekki síst verið umfangsmikið í leik-
og grunnskólum bæjarins. „Ég held að mér sé óhætt að
fullyrða að það hafi verið tekið upp annað verklag bæði í
leik- og grunnskólunum og hvað leikskólana varðar hef-
ur lestrarmenning verið tekin fastari tökum,“ sagði Guð-
ríður Helgadóttir, leikskólafulltrúi á Fræðsluskrifstof-
unni.
Mál- og lesþroski efldur
Nýja verklagið snýst að miklu leyti um að efla mál- og
lesþroska barna. Í leikskólunum er greiningartækið
„HLJÓM “ notað til að árangursmæla börn á þessu sviði
og síðan er athyglinni beint að þeim þáttum þar sem þau
eru veikust fyrir. Eftir að lestrarmenningarverkefnið
hófst hefur móðurmálskennsla í kjölfar greiningarinnar
verið tekin fastari tökum.
Leikskólabörn fá bók að gjöf á hverju vori á meðan
verkefnið stendur yfir. Í fyrra fengu öll börn á aldrinum
2ja til 6 ára bækur sem hæfði þeirra aldri en í ár fá öll
börn fædd 2002 bókina „Svona stór“ eftir Þóru Másdótt-
ur. Bókin er valin af leikskólakennurum í Reykjanesbæ.
Verkefnið „Lestrarmenning í Reykjanesbæ“ eins árs
Öll börn fædd
2002 fá bókina
„Svona stór“
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Kristbjörg Perla og Kári á leikskólanum Holti fengu
góðar gjafir frá Guðbjörgu Sveinsdóttur og Guðríði
Helgadóttur hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.