Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 23

Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 23 Kynning í kringlunni um helgina Nýr lífsstíll í miðborginni Komdu og kynntu þér málið www.101skuggi.is Fyrsti áfangi í 101 Skuggahverfi kominn undir þak Kostir íbúða í 101 Skuggahverfi eru m.a.: • Alþjóðleg hönnun • Stórbrotið útsýni • Tólf mismunandi íbúðagerðir • Fjölbreytileiki í útfærslu íbúða • Lofthæð 2,70 m • Stærð íbúða frá 69 - 280 m2 • Bílastæði í lokuðum bílageymslum • Óvenjumikil hljóðeinangrun • Útsýni úr öllum lyftum • Háþróað öryggis- og samskiptakerfi Kynning í Kringlunni 16. - 25. apríl á glæsilegum gæðaíbúðum á besta stað í miðborg Reykjavíkur. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S KU 2 43 43 04 /2 00 4 Sími 588-9090Sími 530-1500 Djúpivogur | Það var líf og fjör í íþróttahúsinu á Djúpavogi um síð- ustu helgi þegar unglingarnir á staðnum tóku sig til og stunduðu íþróttir í sólarhring. Áður höfðu þeir safnað áheitum hjá einstak- lingum og fyrirtækjum og verða peningarnir notaðir til að kaupa ýmislegt sem vantar í félagsmið- stöðina Zion. Þegar fréttaritari Morgunblaðs- ins kom við í íþróttahúsinu höfðu unglingarnir verið að í nær sólar- hring og voru orðnir dálítið þreytt- ir, enda hörkupúl að vaka í sólar- hring og hlaupa, synda og sparka til skiptis. Foreldrar tóku þátt í íþróttamaraþoninu og voru þeir sammála um að unglingarnir hefðu staðið sig frábærlega. Alls söfnuðust rúmar hundrað þúsund krónur sem vonandi eiga eftir að nýtast félagsmiðstöðinni vel. Íþróttamaraþon Púlað fyrir peninga Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Stund milli stríða í íþróttamaraþoni: Djúpavogsstúlkurnar Ólöf, Ellen, Guðmunda, Karen og Ásdís kasta mæðinni, en þær sýndu mikinn dugnað. Hrunamannahreppur | Sumardag- urinn fyrsti var sannarlegur hátíðis- dagur í Villingaholtshreppi en þá var sett sýningin Hugvit og hagleikur í félagsheimilinu Þjórsárveri en hún stendur til sunnudagskvölds 25. apríl. Um er að ræða sérstæða sýningu á sviði tækniþróunar og menningar. Kynnt eru verk meira en 20 hugvits- manna og hagleiksfólks. Það eru fé- lagsheimilið Þjórsárver, Kvenfélag Villingaholtshrepps og Ungmenna- félagð Vaka sem standa að sýning- unni. Eftir setningarræðu Valdimars Össurarsonar, húsvarðar í Þjórsár- veri, eins nefndarmanna og eldhuga við að koma sýningunni á laggirnar, fór fram verðlaunaafhending fyrir víðavangshlaup, en venja er að efna til víðavangshlaups í sveitinni á sum- ardaginn fyrsta. Að þessu sinni voru þátttakendur 58, yngri sem eldri. Ávarp flutti Elinora Inga Sigurð- ardóttir, formaður Landssambands hugvitsmanna, og veitti Valdimar Össurarson viðtöku viðurkenning- arskjali fyrir á koma á fót fyrsta vísi að tæknisafni Íslands. Berglind Hall- grímsdóttir, framkvæmdastjóri Imbru við Iðtæknistofnun, flutti einnig ávarp og skýrði frá starfsemi Iðntæknistofnunar í máli og mynd- um. Mekka hugvitsmanna Heiðursgestir við setninguna voru forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans Dorrit Moussaieff ásamtGuðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra. Ólafur Ragn- ar sagði meðal annars í ræðu sem hann flutti af tilefni af opnun sýning- arinnar „Það er sannarlega vel til fundið að fagna sumri í svona fögru veðri hér á Suðurlandi af þessu skemmtilega tilefni hér í Þjórsárveri og helga þessa sýningu hugvitsfólki sem ættað er og upprunnið er héðan úr héraðinu – frumkvöðlum og hönn- uðum, listasmiðum og hagleiksfólki sem skópu vélar og tæki. Það er reyndar á margan hátt undravert hve margir hér hafa látið að sér kveða á þennan hátt og Villinga- holtshreppurinn orðið eins konar kjörsveit á þessu sviði. Við getum jafnvel sagt Mekka hugvitsmanna hjá okkur Íslendingum.“ Uppfinningar og listaverk Meðal margra merkra muna á sýningunni eru spunavél og vefstóll, einnig verkfæri til framleiðslu spunavéla. Listakonan Sigga á Grund er með nokkur af sínum frá- bæru listaverkum sem hún hefur skorið í tré. Þá er einn merkilegasti smíðisgripurinn og athyglisverðasti fjölblendir Kristjáns B. sem er sonur hjónanna Sigríðar Kristjánsdóttur (Siggu á Grund) og eiginmanns hennar Ómars Breiðfjörðs. Áður hef- ur verið sagt frá þessum sérstaka blöndungi sem notaður er á smávélar og sparar bensín um 50% frá fyrri vélum og dregur úr mengun. Krist- ján og aðstoðarmenn hans eru nú komnir í samband við ýmis fyrirtæki í Japan svo sem Honda og Suzuki. Þá má einnig sjá meðal margra hluta og verkfæra heimasmíðaða flugvél, flugvél í smíðum og vind- mylluspaða eftir þá bræður Ólaf og Albert Sigurjónssyni í Forsæti. Fjöl- mörg listaverk eru einnig til sýnis og svo mætti áfram telja, allt gert af heimafólki í þessari sveit. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Kristján Björn Ómarsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff og Aðalsteinn Sveinsson skoða fjölblöndung sem verið er að setja á markað víðs vegar um heiminn. Sýningunni í Þjórsárveri lýkur á sunnudag. Sérstæð sýning um hugvit í Þjórsárveri Sigga á Grund með eitt af sínum kunnu listaverkum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.