Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 25
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 25
Ný bandarísk rannsókn sýn-ir að aðeins lítið magnáfengis sem barnshafandi
konur láta ofan í sig á
fyrstu þremur mán-
uðum meðgöngu, geti
haft skaðleg áhrif á
hið ófædda barn til
framtíðar. Frá þessu
var greint nýlega í
Berlingske tidende og
að verðandi mæðrum,
sem aðeins fá sér eitt
glas öðru hverju á
þessu byrjunartímabili
meðgöngunnar, hættir
frekar til að eignast
börn með námsörð-
ugleika og vandamál
tengd minni, heldur en
þær sem ekki snerta
áfengi.
Jennifer Willford sem fór fyrir
rannsókn þessari segir að konur
eigi að hugsa sig alvarlega um áð-
ur en þær drekki áfenga drykki,
hafi þær minnsta grun um að þær
séu barnshafandi, því það geti
haft alvarleg áhrif á þroska barns-
ins seinna á ævinni. Í rannsókn-
inni bar hún saman 14 ára börn
mæðra með ólíkar drykkjuvenjur.
Niðurstaðan var sú að börn þeirra
kvenna sem höfðu drukkið sex eða
færri glös á viku, á fyrstu þremur
mánuðum meðgöngunnar, voru
léttari og áttu í
meiri erfiðleikum
bæði með nám og
skammtímaminni,
heldur en börn
kvenna sem létu
áfengi alveg eiga sig
á meðgöngu. Jenni-
fer segir því ekkert
vit í því að læknar
segi barnshafandi
konum að það sé í
lagi að drekka upp
að vissu marki, eins
og gert er í mörgum
löndum, m.a Dan-
mörku.
Ulrik Kesmodel,
lektor við Háskólann í Árósum,
segir þessa bandarísku rannsókn
vissulega áhugaverða en hann sjá
fleiri rannsóknir sem komist að
sömu niðurstöðum, áður en farið
verði að breyta þeim viðmiðunum
sem gefnar hafa verið hingað til í
Danmörku.
HEILSA
Áfengisdrykkja
varasöm á meðgöngu
khk@mbl.is
Íeldhúsinu á veitingastaðnumTGI Friday’s í Smáralind ræðurríkjum Róbert Ólafsson mat-
reiðslumeistari. Veitingastaðurinn er
hluti af stórri veitingahúsakeðju um
allan heim sem rekin er undir þessu
heiti. Alls eru staðirnir nú orðnir 680
talsins, en sá fyrsti var opnaður í
New York árið 1968.
TGI Friday’s á Íslandi er jafngam-
all verslunarmiðstöðinni Smáralind,
sem opnuð var þann 10. október árið
2001, og tekur staðurinn um 240
manns í sæti auk þess sem boðið er
upp á „take-away“. „Það má í raun og
veru segja að við bjóðum upp á allt
nema pitsur,“ segir Róbert spurður
út í matseðilinn. „Við erum með úrval
af salötum, pastaréttum, steikum,
hamborgurum, samlokum, mexíkósk-
um réttum og eftirréttum.“
Daglegt líf falaðist eftir uppskrift
að réttinum Margarita Beef Fajita
sem ábending hafði borist blaðinu um
að væri mjög góður. „Réttur þessi er
borinn fram á sjóðandi heitri pönnu
og föndra gestirnir síðan sjálfir við að
raða hráefninu saman þegar mat-
urinn er kominn á borðið. Þeir fá
grillað nautakjöt, grillað grænmeti
og hrísgrjón á pönnu auk salats,
guacamole, sýrðs rjóma, sósa og
hveitibaka, sem allt gúmmelaðið er
sett inn í. Það er heilmikil stemning í
þessu.“
Að sögn Róberts getur fólk hæg-
lega prófað sig áfram heima við þenn-
an rétt, hvort sem er með því að elda
á pönnu í eldhúsinu eða á útigrilli á
góðviðrisdegi.
Margarita Beef Fajita
(fyrir fjóra)
Marinerað nautakjöt
4 x 170 g sneiðar af góðu nautakjöti
Sneiðarnar eru marineraðar í teq-
uila og limesafa í 2 klukkustundir.
Létt grillaðar og kryddaðar með salti,
pipar, hvítlauk, cayenne- og chillipip-
ar.
Skornar í þunna strimla.
Steikt grænmeti
1 laukur
1 rauð paprika
1 græn paprika
Skorið í sneiðar og steikt í potti
með smjörklípu, salti, pipar og soja-
sósu.
Spænsk hrísgrjón
100 g fínt saxaður laukur
100 g fínt skorin paprika
4 söxuð hvítlauksrif
100 g smjör
100 g tómatar í dós
2 bollar Tilda hrísgrjón
3 bollar vatn
1 msk. kjúklingakraftur
1 tsk. cumin
Laukurinn, paprikan og hvítlauk-
urinn léttsteikt í smjörinu. Tómötum
bætt saman við ásamt kryddinu og
soðið saman í 5 mín. Vatninu og hrís-
grjónunum bætt saman við og soðið
við vægan hita í 15 mín.
Tex Mex salat
½ haus fínt saxað jöklasalat
1 dós sýrður rjómi (18%)
1 bolli rifinn maribo ostur
1 bolli Pico de gallo
1 bolli guacamole
Pico de gallo
1 tómatur
½ rauðlaukur
1 jalepeno pipar
salt
sítrónusafi
ferskt coriander
Allt skorið í smáa teninga og bland-
að saman.
Guacamole
2 þroskaðir avocado, stappaðir í
mauk
1 tómatur í teningum
¼ laukur, smátt saxaður
ferskt kóríander
salt
pipar
sítrónusafi
Öllu blandað saman.
Tólf hveititortillur hitaðar í ör-
bylgjuofni í 20 sek.
Fyllið eina tortillu með sneiðum af
nautakjötinu, lauknum, paprikunum
og hrísgrjónunum og vefjið upp. Bor-
ið fram með salati og mælir Róbert
með ísköldum bjór með réttinum.
MATARKISTAN | Uppáhaldsrétturinn er Margarita Beef Fajita
Morgunblaðið/Sverrir
Matreiðslumeistarinn: Róbert Ólafsson.
Gestirnir
föndra
við hrá-
efnið
join@mbl.is
Spergilkál er óvenjuríkt af víta-mínum og steinefnum. Holl-usta þess er mikil og jafnvel
er það talið einkar vænlegt til for-
varnar gegn sjúkdómum eins og
krabbameini. Margar ávaxta- og
grænmetistegundir eru hlaðnar
andoxunarefnum og öðrum krabba-
meinshemjandi efnum en sperg-
ilkálið hefur vinninginn og býr yfir
hvorki meira né minna en 30 teg-
undum slíkra efna.
Björn S. Gunnarsson matvæla–
og næringarfræðingur segir á
Manneldi.is að frá örófi alda hafi
menn notað plöntur í lækningaskyni
en á síðustu árum og áratugum hafi
fjölmargar faraldsfræðilegar rann-
sóknir verið gerðar og niðurstöður
þeirra sýni fram á verndandi áhrif
mikillar neyslu grænmetis og ávaxta
gagnvart sjúkdómum. Virðast áhrif-
in vera sterkust á krabbamein í önd-
unar– og meltingarfærum. Og ekki
má gleyma jákvæðum áhrifum þess-
ara afurða gegn offitu og hjarta– og
æðasjúkdómum. Björn bendir einn-
ig á að rannsóknir hafi sýnt að áhrif
andoxunarefna í töfluformi eða
fæðubótarefnum, sé ekki þau sömu
og við neyslu grænmetis og ávaxta.
Kemur frá Toscana á Ítalíu
Spergilkálið hefur útlitið með sér,
þar sem það er fagurlega lagað og
minnir einna helst á lítil og þétt tré.
Í Washington Post var nýlega
fjallað um spergilkál eða broccoli.
Nafnið broccoli er dregið af ítölsku
orði sem merkir grein eða hand-
leggur. Þetta fagra og holla græn-
meti hefur verið á mannanna mat-
ardiskum í 2000 ár en mislangt er
síðan þjóðir fóru að leggja sér það
til munns.
Talið er að spergilkálið hafi upp-
haflega verið þróað úr hvítkáli af
bændum í Toscana á Ítalíu.
Sagt er frá því í heimildum að árið
1533 hafi hin ítalska Catherine de
Medici, gifst Henry II konungi
Frakklands og þá flutt til Parísar
frá heimaslóðum sínum Toscana.
Hún flutti með sér ítalska kokka og
mikið af grænmeti og þar á meðal
spergilkál. Tveimur öldum síðar,
eða um 1721 fór þetta holla græn-
meti að sjást á borðum í Englandi
og var þá gjarnan
kallað hinn ítalski spergill (asp-
aragus).
Best er að gufusjóða spergilkál,
skella því í örbylgjuofn eða snögg
steikja á pönnu. Forðast ber að
sjóða það í vatni því þá er hætta á að
mikið tapist af hinum fjölmörgu
vítamínum og steinefnum.
Mælt er með smáskvettu af bal-
samic-ediki yfir þessi litlu tré á mat-
ardiskum kjötrétta og sumir gefa
jafnvel hundinum sínum hvítlauks-
legið spergilkál.
MATUR
khk@mbl.is
Spergilkál
óvenju
hollt
Kringlunni, s. 588 1680
iðunn
tískuverslun
kvartbuxur
Eykur orku, flrek og vellí›an
Rannsóknir dr. Sigmundar Gu›bjarnasonar sta›festa a›
Angelica jurtaveig inniheldur mjög virk heilsubótarefni.
„Ég hef nota› Angelicu me› rá›lög›um hvíldum í eitt ár og finn mikinn
mun á flreki og úthaldi. Ég flarf á hvoru tveggja a› halda í áhugamáli
mínu, langhlaupum, og mæli ég hiklaust me› vörunni fyrir hlaupara
og a›ra sem hug hafa á a› auka kraft og flol.“
Bryndís Magnúsdóttir
www.sagamedica.com
Íslenskt náttúruafl
Ódýrari bílaleigubílar
fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku.
Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
(Afgr. gjöld á ugvöllum).
Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna
og minibus 9 manna og rútur með/án
bílstjóra.
Sendum sumarhúsaverðlista;
Dancenter sumarhús
Lalandia orlofshver ,
Danskfolkeferie orlofshver
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
Ferðaskipulagning.
Vegakort og dönsk GSM símakort.
Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu;
www.fylkir.is
www.fylkir.is sími 456-3745
Bílaleigubílar
Sumarhús
DANMÖRKU