Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 27
ÞRJÁR einkasýningar verða opnaðar í Listasafni
Kópavogs, Gerðarsafni, kl. 15 í dag.
Í austursal sýnir Rebekka Rán Samper tví- og þrívíð
verk ásamt myndbandsgjörningi á sýningu sem hún
nefnir Introsum. Í vestursal er Ragna Fróðadóttir með
innsetningu og á neðri hæð gefur að líta málverk
Bjarna Sigurbjörnssonar
Á sýningu sinni veltir Rebekka fyrir sér væntingum,
þrám og klisjum sem tengjast samskiptum kynjanna.
Þau eru unnin í mismunandi efni og eru eins konar
holdgerð hugarfóstur, sprottin af þessum samskiptum.
Annar staður – annar tími er yfirskrift sýningar
Rögnu Fróðadóttur og er þar um að ræða innsetningu
með fata- og textílhönnun sem samanstendur af ljós-
myndum, flíkum og vinnustofu Rögnu sem flutt verður
í Gerðarsafn. Ragna er þekkt fyrir flíkur úr sérgerðum
efnum sem hún endurvinnur og framleiðir á vinnustofu
sinni. Við opnun sýningarinnar munu Auður Bjarna og
Anna Richards flytja dansgjörning.
Sýning Bjarna nefnist Opus. Í augum Bjarna er mál-
verk ekki endanlegur hlutur, heldur vitnisburður um
athöfn og ferli. Að þessu leyti finnur hann til ákveð-
innar samkenndar með hinu vonlausa verki alkemista
fyrri alda sem sökktu sér niður í leyndardóma efn-
isheimsins, þröngvuðu andstæðum öflum til að stríða
hvort gegn öðru, splundruðu þeim, í von um að finna
yfirnáttúrlegan samhljóm. Innan alkemíunnar er vinn-
an hinn guðdómlegi „ópus“.
Safnið er opið alla daga nema mánudaga, kl. 11–17.
Sýningarnar standa til 16. maí.
Þrjár ólíkar
sýningar í
Gerðarsafni
Ragna Fróðadóttir: Annar staður – annar tími.
Málverk eftir Bjarna Sigurbjörnsson.
„ÞAÐ er óskaplega gaman að koma
með þetta verk norður,“ sagði Arnar
Jónsson leikari sem nú um helgina
sýnir einleikinn Sveinsstykki eftir
Þorvald Þorsteinsson í Samkomu-
húsinu. Tvær sýningar verða á verk-
inu, í dag og
morgun. Þorvald-
ur skrifaði ein-
leikinn sérstak-
lega fyrir Arnar í
tilefni af 40 ára
leikamæli hans.
Arnar er ekki
ókunnur fjölum
Samkomuhúss-
ins, en hann var í
hópi fyrstu fast-
ráðnu leikara Leikfélags Akureyrar
fyrir um 30 árum. „Það var geysi-
mikil gróska hjá félaginu um og upp
úr 1970, fjölmargar sýningar á
hverju ári og starfsemin mikil og
fjölbreytt,“ sagði Arnar, en í kjölfar
þess hafi menn farið að velta fyrir sé
möguleikanum á stofnun atvinnu-
leikhúss. „Það fór að verða æ erf-
iðara að manna sýningarnar á
áhugamannagrundvelli, en krafan
orðin sú að fólk vildi hafa öflugt og
gott leikhús í bænum,“ sagði Arnar.
Sú varð svo raunin og auk Arnars
var eiginkona hans, Þórhildur Þor-
leifsdóttir, í hópi fyrstu fastráðnu
leikaranna. Faðir hans, Jón Kristins-
son, var formaður LA.
Arnar sagði gaman að geta sýnt á
sínum gömlu slóðum og vonaði hann
að bæjarbúar og nærsveitarmenn
hefðu gaman af einnig og gæfu sér
tíma, þrátt fyrir gott veður, að mæta
í Samkomuhúsið. „Þetta er virkilega
fínt verk hjá Þorvaldi og ég reyni
auðvitað að skemma sem minnst fyr-
ir. Þetta er óvenjulegt leikrit, mjög
athyglisvert.“
Gaman
að sýna
nyrðra
Arnar Jónsson
RITIÐ – Tímarit Hugvísinda-
stofnunar gengst fyrir málþingi
um fornleifafræði í dag kl. 13.30
í Öskju, náttúru-
fræðahúsi Háskóla
Íslands. Þingstjórar
verða ritstjórar rits-
ins, Jón Ólafsson og
Svanhildur Óskars-
dóttir.
Meginspurningin
sem velt verður upp
á málþinginu varðar
hvert íslensk forn-
leifafræði stefni og
er það hugsað sem
undirbúningur fyrir
annað hefti Ritsins,
sem að þessu sinni
verður helgað forn-
leifafræði. Megin-
áhersla verður lögð
á erindi um fræðilegar forsend-
ur greinarinnar og stöðu hennar
í íslensku fræðasamfélagi. Eft-
irfarandi fræðimenn flytja er-
indi: Adolf Friðriksson: Fortíðin
framundan. Íslensk fornleifa-
fræði í 100 ár, Kristján Mím-
isson: Fornleifafræðin – fagvæð-
ing, þverfagleiki eða fagleysa!,
Gavin Lucas: Archaeologia Is-
landica, Steinunn Kristjánsdótt-
ir: Sameiginlegt minni í fortíð
og nútíð, Orri Vésteinsson:
Staða íslenskrar fornleifafræði.
Gavin Lucas er verkefnis-
stjóri uppgraftar hjá Fornleifa-
stofnun Íslands.
„Í erindi mínu mun ég fjalla
um íslenska fornleifafræði í
samhengi við þróun í norður-
evrópskri fornleifa-
fræði, og skoða sér-
staklega hvað er
ólíkt. Mér sýnist ís-
lensk fornleifafræði
hafa fjarlægst meg-
inhugmyndir evr-
ópskrar fornleifa-
fræði á 7. ára-
tugnum og að það sé
einungis á síðasta
áratug sem hún fer
að nálgast þær aft-
ur. Ég mun skoða
nokkrar ástæður
þessa í erindinu, og
einnig koma með
hugmyndir að fram-
tíðarstefnumótun í
íslenskri fornleifafræði,“ segir
Gavin Lucas í samtali við Morg-
unblaðið.
Ritstýrir tímaritinu
Archaeologia Islandica
Auk þess að stjórna upp-
greftrinum í Skálholti ritstýrir
Lucas tímaritinu Archaeologia
Islandica og gegnir stöðu að-
júnkts við fornleifafræðideild
Háskóla Íslands. Hann hefur
verið búsettur hér á landi síðan
árið 2002, en starfaði áður við
háskólann í Cambridge, þar sem
hann lauk doktorsgráðu á sínum
tíma.
Ráðstefna um íslenskar
fornleifarannsóknir í Öskju
Hvert liggur
stefnan?
Gavin Lucas
Í tilefni Viku bókarinnar efna Morgunblaðið og Vaka-Helgafell
til getraunaleiks. Frá þriðjudeginum 20. apríl til og með
mánudeginum 26. apríl birtist ein tilvitnun á dag úr verkum
Halldórs Laxness og spurt er úr hvaða verki viðkomandi til-
vitnun er.
Þátttakendur senda inn svörin sín í lok getraunarinnar.
Frestur til að senda inn lausnir er til 30. apríl.
Dregið verður úr öllum innsendum lausnum og munu 10
þátttakendur, sem svara öllu rétt, hljóta í verðlaun bókina
Perlur í skáldskap Laxness.
Þú getur kynnt þér Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Lax-
ness og verk hans á mbl.is undir Fólkinu. Þar er að finna
umfjöllun um skáldið, verk hans, umsagnir og margt fleira.
Sendu svörin til okkar. Utanáskriftin er:
Morgunblaðið
Getraunaleikur
- Halldór Laxness -
Kringlan 1,
103 Reykjavík
„Er nokkrum of gott að vera fífl?“
GETRAUNALEIKUR
- Halldór Laxness
5. tilvitnun:
Spennandi og skemmtileg
Sigrún Eldjárn
Sýning á verkum
Sigrúnar Eldjárn
í Norræna húsinu
22. apríl - 9. maí. edda.is
Spennandi og
skemmtileg saga
sem tilnefnd er
til Norrænu barna-
bókaverðlaunanna.
5. sæti
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
14.–20. apríl
Barnabækur
Boðin verða upp um 160 verk,
þar á meðal fjöldi verka gömlu
meistaranna. Þá verða einnig boðin upp
verk eftir Ólaf Elíasson, Georg Guðna,
Helga Þorgils, Pétur Gaut, Braga
Ásgeirsson og Kristján Davíðsson.
LISTMUNAUPPBOÐ
verður haldið annað kvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal
Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14 – 16,
í dag kl. 10.00 – 17.00 og á morgun kl. 12.00 – 17.00.
Sími 551 0400
Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is
OPIÐ HÚS
HRINGBRAUT 11 - HAFNARFIRÐI
Sigurbjörn Skarphéðinsson,
lögg. fasteignasali
Borgartúni 20, 105 ReykjavíkSími 590 9500
OPIÐ HÚS
ASPARLUNDI 11 - GARÐABÆ
Gott 300 fm einbýlishús, ásamt 52 fm tvöföldum
bílskúr, á besta stað í Garðabæ. Húsið er á
tveimur hæðum. Á efri hæð eru tvískiptar flísa-
lagðar stofur með arni, þrjú svefnherb., eldhús
með góðri innréttingu, gas- og rafmagnselda-
vél. Stórar suður-svalir með miklu útsýni. Bað-
herbergi er með nýlegum innréttingum. Gesta-
salerni.Á neðri hæð eru þrjú svefnherbergi, stofa, stórt sjónvarpshol og gufubað. Möglegt er
að útbúa íbúð með sérinngang á neðri hæð. Mjög fallegur og skjólgóður garður sem er lokað-
ur af með háu grindverki. Tvöfaldur 52 fm bílskúr með stóru plani framan við. Húsið er í lokaðri
götu í rólegu hverfi. Verð 39 millj.
Páll tekur á móti áhugasömum milli kl. 14 og 16 í dag, laugardag.
Verið velkomin - Sjón er sögu ríkari!