Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 28

Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Spirulina Töflur og duft lífrænt ræktað FRÁ Nr. 1 í Ameríku A ll ta f ó d ýr ir SUMARSKEMMTUN Hamrahlíð- arkóranna verður haldin í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð á morgun, sunnudag, undir yfirskrift- inni Vorvítamín. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkór- inn, samtals um 120 söngvarar, koma fram undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur á tvennum tónleikum. Húsið verður opnað kl. 13.30 og hefjast fyrri tónleikarnir kl. 14 og þeir seinni kl. 16, en um er að ræða ólíkar efnis- skrár á tónleikunum. „Við stöndum fyrir fögnuði yfir sumarkomunni sem við köllum Vorvítamín þar sem við tökum von- björt á móti vorinu, en þetta hefur verið árlegur viðburður hjá okkur undanfarin ár. Með þessum fögnuði erum við að hvetja okkur til góðra verka í upphafi sumars, en fram- undan er mikill annatími hjá kór- félögum þar sem prófatíminn gengur senn í garð. Í ár ætlum við að bjóða vorið og sumarið inn á rauða dreg- ilinn því við munum renna rauðum dregli frá aðaldyrunum í Hamrahlíð út á bílastæði og flagga til að bjóða gesti velkomna.“ Um efnisskrá tónleikanna tvennra segir Þorgerður kórana munu flytja ýmislegt sem æft hafi verið á síðustu vikum. „Kórarnir tveir, Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð og Hamra- hlíðarkórinn, munu bæði syngja sam- an og hvor í sínu lagi á tónleikunum. Við flytjum tónlist frá ýmsum tímum, þjóðlög frá mörgum löndum og tón- list eftir ýmis tónskáld, m.a. Bach og Bartók. Flutt verða íslensk kórverk, m.a. tvö ný verk. Annað flytja allir kórfélagar saman og það er verk sem var samið fyrir kóramót framhalds- skólanna og frumflutt um miðjan marsmánuð á Selfossi. Það verk er eftir fyrrverandi kórfélaga okkar, Örlyg Benediktsson, ungt tónskáld sem er nýkominn heim úr námi frá Pétursborg þar sem hann hefur lagt stund á tónsmíðar. Kórverkið samdi Örlygur við ljóð Hannesar Péturs- sonar, Ísland. Sömuleiðis flytjum við nýtt verk eftir Snorra Sigfús Birg- isson sem hann gaf kórnum í vetur og frumflutt var á tónleikum okkar í Listasafni Íslands núna í byrjun apr- íl. Hann semur verkið við ljóðið Bak við auga eftir móður sína, Önnu S. Snorradóttur, en í ljóðinu er fjallað um góðu gildin í lífinu, vináttuna, góðvildina og ástina,“ segir Þorgerð- ur og bætir við að tónleikagestum verði auðvitað boðið að taka undir í sumar- og ættjarðarlögum. Á milli tónleikanna tvennra verður að sögn Þorgerðar brugðið á leik með ýmsum skemmtilegum uppá- komum auk þess sem seldar verða veitingar. „Boðið verður upp á leiki fyrir börnin og búast má við spákonu úr hópi kórfélaga. Auk þess sem fram kemur Hljómsveitin leikur fyrir dansi, sem skipuð er kórfélögum beggja kóra, og von er á leynigest- um.“ Að sögn Þorgerðar má einnig búast við því að félagar í Vinafélagi kóranna, sem stofnað var fyrir ári og skipað er fyrrum kórfélögum, troði upp. Af kórunum er það annars að frétta að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð er nýkominn heim úr vel- heppnaðri þriggja daga tónleikaferð á Austurlandi. „Við vorum gestir Menntaskólans á Egilsstöðum og sungum fimm tónleika bæði á Egils- stöðum og Eskifirði, auk þess sem við sungum messu á Valþjófsstað, þeim sögufræga stað.“ Aðspurð hvað framundan sé hjá kórnum segir Þorgerður kórinn vera að undirbúa söngferð til Eistlands, en kórnum hefur verið boðið að taka þátt í kórahátíð þar nú í sumar. „Á kórahátíðinni gefst okkur tækifæri til að vinna aftur með hinum fræga stjórnanda Tönu Kaljuste, en hann kom hingað til lands og stjórnaði Hamrahlíðarkórunum á Sinfóníutón- leikum fyrir rúmu ári þar sem m.a. var flutt nýtt verk eftir Arvo Pärt til- einkað heilagri Sesselju, vernd- ardýrlingi tónlistarinnar,“ segir Þor- gerður og bendir á að kórnum hafi auk þess verið boðið að opna tónlist- arhátíð í Tartu í Eistlandi. Þess má geta aðsíðasta utanlandsferð kórsins var hin mikla tónleikaferð til Filipps- eyja í september sl., sem farin var í boði menntamálaráðuneytis eyjanna, og var sú ferð mikil sigurför að sögn aðstandenda. Hamrahlíðarkórarnir fagna sumri Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hamrahlíðarkórarnir taka vonbjartir á móti vorinu á Vorvítamíni í Menntaskólanum við Hamrahlíð á morgun. Gallerí Kling og Bang Sýningu Jóns Óskars lýkur á sunnudag. Listasafn Rvk. – Hafnarhús Sýningu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, lýkur á sunnudag. Hafnar- húsið verður lokað til 15. maí en þá verður opnuð Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2004. Sýning framlengd – Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg Sýningu Sigurðar Örlygssonar er framlengt til 30. apríl. Sýningum lýkur 40. SÝNING á Græna landinu, eftir Ólaf Hauk Símonarson, verður í kvöld. Leikritið er sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins. Leikstjóri er Þór- hallur Sigurðsson. Leikritið er samið fyrir þau Gunnar Eyjólfsson og Krist- björgu Kjeld en auk þeirra skipta þeir Björn Thors og Rúnar Freyr Gísla- son með sér hlutverki í sýningunni. Leikritið var fyrst sýnt í Frumleik- húsinu í Keflavík. Græna landið 40 sinnum Í SÚLNASAL Hótels Sögu verður listmunauppboð á sunnudag kl. 19. Boðin verða upp 150 málverk, þar á meðal mörg verk eftir gömlu meist- arana. Þá verða einnig boðin upp verk eftir Ólaf Elíasson, Georg Guðna, Helga Þorgils, Pétur Gaut, Braga Ás- geirsson og Kristján Davíðsson. Uppboðsverkin verða sýnd í Gall- eríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. Sjá má uppboðsskrána á Vefsvæði Foldar: www.myndlist.is. Listmuna- uppboð Foldar ÁRLEGIR vortónleikar Karlakórs- ins Þrasta í Hafnarfirði verða fernir að þessu sinni. Í Víðistaðakirkju kl. 16 í dag og kl. 20 á miðvikudag. Þriðju tónleikarnir verða í Hafnarborg kl. 20 á fimmtudag og þeir fjórðu í Grafar- vogskirkju kl. 16 laugardaginn 1. maí. Stjórnandi er Jón Kristinn Cortez og undirleikari Jónas Þórir. Einsöngvari er Jóhann Sigurðarson. Þetta ár er mjög annasamt hjá Þröstum. Í byrjun júlímánaðar held- ur kórinn til Wales til þátttöku í al- þjóðlegu kóramóti sem heitir Llagoll- en International Musical Eisteddfod. Kórinn tekur þar þátt í Folk songs choirs sem er keppni kóra með há- marksfjölda 25 manns og Male choirs sem allur kórinn tekur þátt í. Í byrjun nóvember heldur kórinn til New York og tekur þátt í upp- færslu á óratoríunni Elijah eftir Mendelssohn í Carnegie Hall undir stjórn Garðars Cortes. Elijah er flutt af 300 manna kór, fjórum einsöngv- urum og sinfóníuhljómsveit. Vortónleikar Þrastanna NEMENDUR Tónlistarskóla Ísa- fjarðar, sem jafnframt eru mennta- skólanemar, halda tónleika í Hömr- um kl. 20 annað kvöld. Nemend- urnir, sem eru á mið- eða fram- haldsstigi leika m.a. á píanó, gítar, fiðlu, þverflautu, blokkflautur, harmónikkur og fleira. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Chopin, Schu- mann, Schubert, Rachmaninoff, Wieniawski, Bartók, Kadósa og Atla H. Sveinsson, en einnig verður tón- list af léttara taginu á dagskránni. Um 36 nemendur MÍ hafa stundað nám við tónlistarskólann í vetur eða um 10 % dagnema í skólanum. Nem- endurnir fá tónlistarnámið metið til valeininga, en einnig hafa nokkrir nemendur verið á tónlistarbraut, nú listnámsbraut á tónlistarkjörsviði. Nemendatón- leikar í Hömrum GUÐMUNDUR Sigurðsson organ- isti Bústaðakirkju er næsti gestur í Hádegistónleika- röð Listvina- félags Hall- grímskirkju á þessu ári undir yfirskriftinni Klais orgelið hljómar í Hall- grímskirkju. Í hádeginu í dag, kl. 12, leikur og kynnir Guð- mundur verk frá Ameríku, m.a. nokkra kunna negrasálma í djassútsetningum. Auk þess flytur hann nýjan sálma- forleik eftir Smára Ólason um ís- lenskt passíusálmalag. Guðmundur lauk einleikaraprófi við Tónskóla Þjóðkirkjunnar, m.a. undir handleiðslu Harðar Áskels- sonar, árið 2000. Hann tók við org- anistastarfi Bústaðakirkju sama ár. Amerísk lög leikin á orgel Hallgrímskirkju Guðmundur Sigurðsson BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur heldur tónleika í tónlistarhúsinu Ými á sunnudag kl. 16. Yfirskrift tón- leikanna er „Vorvindar glaðir og Vovka“ en gestur kvintettsins er píanóleikarinn Vovka Ashkenazy. Leiknir verða sextettar fyrir píanó og blásara eftir Jean Francaix og Ludwig Thuille, blásarakvintett eft- ir Frans Danzi og sónata fyrir klarínett og píanó eftir Johannes Brahms. Upphafsverk tónleikanna, Kvintett í g-moll eftir Frans Danzi, er saminn um aldamótin 1800 og ber með sér heiðríkju klassíska tímabilsins en jafnframt fyrstu frjóanga rómantísku stefnunnar. „Danzi starfaði í hinni miklu tónlistarborg þess tíma, Mannheim, sem státaði af mikilli fágun jafnt í tónsköpun og flutningi og Mozart hafði seint þreyst á að dásama,“ segir Einar Jóhannesson klarínettleikari. „Sextett fyrir blásara og píanó eftir Ludwig Thuille einkennist hins vegar af ósviknu rómantísku flæði enda samið af 25 ára franskættuðu tónskáldi starfandi í Munchen á hápunkti draumastefnunnar. Nokkru síð- ar, eða árið 1894, lýkur Brahms sínu stórkostlega ævistarfi með fjórum meistaraverkum fyrir klarínett, þ.á m. sónötunni í Es-dúr opus 120, sem flutt er á tón- leikunum.“ „Rómantíska tímabilið var að renna sitt skeið á enda og Brahms átti aðeins þrjú ár eftir ólifuð. En það er ekki lúinn andi gamals manns sem skynja má í verkinu heldur heitar tilfinningar, amabile og appass- ionato, ástúðlega og ástríðufullt!“ „Tónleikunum lýkur á kostulegum sextett eftir grallarann franska Jean Francaix. Hann lifði allar helstu tónlistarstefnur síðustu aldar en hélt ætíð sín- um sérkennum, sem var franskur léttleiki og húmor. Sextettinn L’heure Du Berger, eða Stund smalans, er dæmigerður fyrir stíl tónskáldsins; titillinn er orða- leikur um kvennafar karla á ýmsum aldri, sem ýmist eru of ungir eða of gamlir, eða tilburði og drauma í þá veru. Og allt sagt af ástúð og kímni,“ segir Einar. Vovka og vorvindarnir Morgunblaðið/Sverrir Hafsteinn Guðmundsson, Bernharður Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Vovka Ashkenazy, Joseph Ognibene og Einar Jóhannesson í blíðunni á sumardaginn fyrsta. ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ÆFINGAR eru hafnar í Þjóðleikhús- inu á nýju leikriti Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, Böndin á milli okkar. Fjallað er um unga kvikmynda- gerðarkonu með stóra drauma sem er tilbúin að leggja allt undir. Ungur leikari, sem á bak við ímynd vinsælda og velgengni á í miskunnarlausri bar- áttu við eigin hugsanir og tilfinningar. Fólkið í kringum þau sem veit og veit ekki. Hve langt er hægt að ganga til að láta að vilja annarrar manneskju? Hvað er að gefa af sjálfum sér? Hvað er að hafa stjórn á eigin lífi? Tilfinn- ingaþrungið leikrit um vald og vald- leysi í mannlegum samskiptum, segir í kynningu. Leikstjóri er Hilmir Snær Guðna- son. Leikendur eru Sólveig Arnars- dóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Friðrik Friðriksson. Lýsing er í höndum Ás- mundar Karlssonar, um búninga sér Margrét Sigurðardóttir, höfundur leikmyndar er Jón Axel Björnsson. Morgunblaðið/Sverrir Kristján Þórður ásamt leikurum og listrænum stjórnendum. Böndin á milli okkar æfð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.