Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 30
UMRÆÐAN
30 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Beyging sagnorða er ístórum dráttum í föstumskorðum í íslensku en þóber við að rangar mynd-
ir sjáist á prenti. Ekki er svigrúm
til að fjalla hér um slík atriði eins
og vert væri en nokkur dæmi skulu
nefnd.
Flestir beygja sögnina nema
svo: nema, nam, námum, numið.
Sögnin beygist eftir sterkri beyg-
ingu og er þt.et. því einkvæð (nam).
Veika þátíðarmyndin ?numdi er að
vísu allgömul en hún er ekki talin
rétt né heldur sterka myndin
?numum: Af því leiðir að eftirfar-
andi dæmi getur hvorki talist gott
né gilt: ?Við, gamli flokkurinn
minn, afnumum aðskilnaðarstefn-
una (11.2.2004).
Sögnin blóta (blótaði, blótað)
getur ýmist stýrt þágufalli (blóta
e-m) eða þolfalli (blóta e-n/Bakk-
us). Í fornu máli merkti orða-
sambandið blóta goðum ‘færa goð-
um fórn’ [reyndar einnig til með
þf., t.d.: blóta djöfla] en í síðari alda
máli kemur upp merkingin ‘bölva,
ragna’. Ætla má að þá merking-
arbreytingu megi rekja til þess að
kristnum mönnum hafi þótt það at-
hæfi heiðingja að blóta goð ófagurt
(kannski hábölvað). Með þolfalli
merkir sögnin blóta ‘dýrka’, t.d.:
blóta Bakkus, blóta þorra. Ef þol-
mynd er mynduð af þf.-sögnum
breytist þolfallið ávallt í nefnifall
(og samræmis er gætt í kyni og
tölu), t.d.: Hundurinn beit köttinn
> kötturinn var bitinn. Af þessu
leiðir að rétt er að segja: Þau blót-
uðu þorra/þorrann og Þorri/
þorrinn var blótaður en alls ekki
?... þar sem þorri var blótað (7.2.04)
eða ?... þar sem þorra var blótað
(nema ætlunin sé að bölva honum
og ranga).
Sögnin draga (dró, drógum,
dregið) og samsvarandi miðmynd-
arsögn dragast hafa löngum þótt
erfiðar í rithætti, einkum þt.et. dró
og þt.flt. drógu en einnig viðteng-
ingarháttur nútíðar (dragi) og þá-
tíðar (drægi). Hitt er sjaldgæfara
að sögnin sé beygð veikt og und-
irritaður hélt reyndar að slík beyg-
ing væri ekki til (nema í barnamáli).
En viti menn. Í Fréttablaðinu 9.
janúar gat að líta eftirfarandi:
?Garðar sagði það ljóst að ef þessi
deila sem slík dregðist [þ.e. dræg-
ist] á langinn, væri alls óvíst ... – Í
Snorra-Eddu (Gylfaginning, 33. k.)
segir frá dauða Baldurs en er Bald-
ur var fallinn, þá féllust öllum ásum
orðtök og svo hendur að taka til
hans [þ.e. Loka]. Eins fer fyrir um-
sjónarmanni frammi fyrir orð-
myndinni ?dregðist, honum fallast
orðtök.
Stundum
ber við að
rangt sé farið
með sögnina
ala (ól, ólum,
alið), einkum
þó samsvar-
andi miðmyndarsögn alast. Það er
einkum viðtengingarháttur þátíðar
(æli, ælist) sem virðist eiga erfitt
uppdráttar því að alloft skýtur
myndin ?eldist upp kollinum, t.d.:
?Hann vildi ekki að sonur sinn eld-
ist upp til að verða landeyða. – Þessi
hugsun er reyndar ekki ný því að
Jón þumlungur Magnússon segir í
Píslarsögu sinni: sá sem elst upp
hjá frómum er ólíklegt ófrómur
skálkur vera muni.
Alloft er sögnunum kveða (kvað,
kváðum, kveðið) og kveðja (kvaddi,
kvatt) ruglað saman í orða-
sambandinu kveðja sér hljóðs
(‘biðja um þögn’). Í Brennu-Njáls
sögu (97. kafla) segir: Þá kvaddi
Njáll sér hljóðs og í Rómverja sög-
um stendur: hljóðs var kvatt. Hér
þarf ekki frekar vitnanna við en
fjölmörg önnur dæmi sýna reyndar
svo að ekki verður um villst að rétt
notkun er: Hana langar til að
kveðja sér hljóðs og hann/hún
kvaddi/hefur kvatt sér hljóðs.
Sögnin ákveða (sig, einhvern
hlut) beygist alveg eins og sögnin
kveða (ákveða, ákvað, ákváðum,
ákveðið) og viðtengingarháttur þá-
tíðar er ákvæði en ekki ?ákveddi
eins og stundum heyrist og sést
jafnvel á prenti. Dæmi: ?Ljóst var
að hann hugðist þiggja starfið þótt
hann ákveddi [þ.e. ákvæði] sig ekki
strax. Hér er það vitaskuld veika
sögnin kveðja, kvaddi, kvatt (vh.þt.
kveddi) sem hefur áhrif.
Úr handraðanum
Beyging sagnarinnar brydda er
nokkuð flókin en algengast mun að
beygja hana svo (innan sviga eru til-
greindar sjaldgæfar myndir):
brydda, bryddi/(bryddaði), brydd-
að/(brytt), áhrl. Nútíðin er bryddi
(ég bryddi, hann bryddir, það
bryddir á e-u). Í nútímamáli mun
sögnin einkum notuð í tvenns konar
merkingu:
(1) brydda (upp) á e-u ‘hefja e-ð,
fitja upp á e-u’: gat haldið léns-
drottnum og öðru stórmenni í ríki
sínu í skefjum, og bælt þá niður ef
þeir bryddu á óeirðum; NN reyndi
að brydda upp á samræðum við
sessunaut sinn. – Eldri mynd orða-
sambandsins er brydda á e-u en í
nútímamáli er myndin brydda upp
á e-u algengust; þessi mynd er orð-
in til með hliðsjón af orðasamband-
inu fitja upp á e-u, sem er svipaðrar
merkingar.
(2) það bryddir á e-u ‘e-s gætir,
verður vart’: það bryddir/bryddi
nokkuð á óánægju ‘óánægju gætir/
gætti’; láta ekki brydda á áformi
sínu ‘láta ekki uppi/sjást’; ... bryddi
strax á ósiðunum; Frá því árið áður
... hafði víða brytt á óeirðum; þá fer
nú strax að versna sagan og brydda
á töluverðum kostnaði. — Elstu
dæmi um orðasambandið er frá 18.
öld: vilja brydda á sínum háa lær-
dómi ‘láta bera á, láta sjást’; hann
bryddi snemma á sér [í latínukunn-
áttu] og þá heimurinn er farinn í
mótlætinu að brydda á sér fyrir alla
alvöru ‘láta á sér kræla, sýna sig’.
Líkingin vísar trúlega til þess er e-ð
kemur upp á yfirborðið, sbr. það
bólar ekki á e-u, broddur (>
brydda) e-s kemur (fyrst) upp/fram.
Beyging sagn-
orða er í stór-
um dráttum í
föstum skorð-
um í íslensku
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson
26. þáttur
ÚTGJÖLD Íslendinga til heil-
brigðisþjónustu eru flokkuð eftir
vissum kerfum OECD. Hvort Ís-
land eða aðrar þjóðir
fylgja slíkum flokk-
unarkerfum nákvæm-
lega skiptir ekki meg-
inmáli ef ekki er farið
eftir grundvalla-
reglum OECD um ná-
kvæma flokkun.
Mörgum þjóðum
hefur ekki tekist vel
til varðandi þann
þátt.
Á Íslandi hafa stór-
ar öldrunarstofnanir
þar sem kostnaður við
lækningar og hjúkrun
nemur ekki helmingi
rekstrarkostnaðar,
verið flokkaðar undir
heilbrigðisþjónustu
að minnsta kosti að
hluta en ekki fé-
lagsþjónustu eins og
grundvallarreglur
OECD hermi. Sam-
kvæmt niðurstöðu
rannsóknar starfs-
manna OECD sem
dvöldust hér meira og
minna í tvo mánuði fyrir nokkrum
árum var þetta niðurstaðan.
Niðurstaða þeirra var að lækka
mætti kostnað við heilbrigðisþjón-
ustu sem hlutfall af vergri þjóð-
arframleiðslu um allt að 0,9%.
Skýrslu þeirra, Economic
survey OECD, hefur aldrei verið
mótmælt. Benda má á að Danir
gengu of langt í hina áttina og
flokkuðu of margar heilbrigð-
isstofnanir undir félagsmál. Nú
hafa þeir ákveðið að fylgja grund-
vallarreglum OECD og hlutfall
útgjalda til heilbrigðismála þeirra
af vergri þjóðarframleiðslu hækk-
aði úr 6,6% í 8,5% á þessum tíma.
Svíar hafa flokkað líkt og Ís-
lendingar og hafa því útgjöld
þeirra lækkað (Tölfræðibók Norð-
urlanda).
Hagstofan hefur ekki gætt þess
að gefa út útgjaldatöflu með fyr-
irvara. Þetta er alvarlegt mál því
að eins og kom fram í viðtali við
aðstoðarframkvæmdarstjóra
OECD í Kastljósi 18/4 birtir
OECD ómeltar hag-
tölur hinna ýmsu
landa og þess vegna
er varasamt að
álykta eftir þeim
eins og komið hefur
á daginn. Þess vegna
verður upphlaup á
Alþingi og einstakir
þingmenn, jafnvel
fjárveitingarmenn
Alþingis, fara með
himinskautum um
óráðsíu og lélegan
rekstur heilbrigð-
isþjónustu.
Slíkt tal getur
valdið niðurskurði og
versnandi þjónustu.
Ég er sammála
niðurstöðum for-
sætisráðherra í fjöl-
miðlum að Hagstofan
hafi ekki nægilegar
upplýsingar til þess
að geta svarað með
vissu hvaða lönd eru
sambærileg við Ís-
land og hver ekki.
Einnig má benda á niðurstöðu
hagfræðideildar Háskóla Íslands
fellur að þeim skoðunum sem hér
hafa verið settar fram.
Niðurstaða starfsmanna OECD
fyrir nokkrum árum eru einu
óháðu upplýsingarnar er birtar
hafa verið, þær standast þar til
þeim hefur verið hnekkt.
En gott er að vita að Hag-
stofan lofar betri tíð í þessu máli.
Áður en farið er út í eina stofn-
anamyndunina enn um þessi mál
sýnist mér einsýnt að ráðuneyti,
Hagstofa, T.R. og landlæknir,
myndi starfshóp er heldur utan
um útgjöld til heilbrigðisþjón-
ustu.
Talnaleikur
opinberra aðila
Ólafur Ólafsson skrifar um
útgjöld til heilbrigðisþjónustu
Ólafur
Ólafsson
’Hagstofan hefur ekki gætt
þess að gefa
út útgjaldatöflu
með fyrirvara.
Þetta er alvar-
legt mál…‘
Höfundur er fv. landlæknir.
HVAÐ ætlar sjónvarpið að gera
fyrir vísindin í stað
þáttanna Nýjasta
tækni og vísindi, sem
nú eru að renna sitt
síðasta skeið?
Sjónvarpið er sér-
lega hentugur miðill
til að koma á framfæri
upplýsingum um ýmsa
tækni og nýjungar í
vísindum.
Stundum er rætt
um, að íslensk ung-
menni séu eftirbátar
erlendra jafningja
sinna í stærðfræði og
verklegri kunnáttu.
Þess vegna er þýð-
ingamikið, að nota alla
þá bestu tækni sem
völ er á til að upp-
fræða unga sem
gamla um það sem
efst er á baugi á sviði
erlendra vísinda. Von-
andi verður því tekinn
upp hliðstæður þáttur, sem fræðir
landsmenn um framfarir á þessu
sviði.
Hitt er enn verra, að spurst hef-
ur, að sjónvarpið ætli einnig að
hætta við þætti Ara Trausta Guð-
mundssonar um kynningu ís-
lenskra rannsókna. Íslenskir vís-
indamenn og
fræðimenn eru oft
fremur hlédrægir og
eru ekki endilega að
flíka því, sem þeir
eru að fást við þá
stundina. Góður sjón-
varpsfréttamaður
getur komið á fram-
færi merkum rann-
sóknum, sem fáum er
áður kunnugt um.
Þættir Ara Trausta
hafa verið sérlega vel
gerðir og fræðandi.
Mörg ungmenni, sem
ég kannast við, mega
ekki hugsa til þess að
missa af þessum
þáttum. Hafi sjón-
varpið það á stefnu-
skrá sinni að vera
menningarmiðill, má
það ekki láta niður
falla að halda uppi
fræðslu um erlend og
innlend rannsóknarverkefni.
Þáttur sjónvarps-
ins í eflingu
vísindaþekkingar
Sturla Friðriksson skrifar
um sjónvarpið og vísindin
Sturla
Friðriksson
’Þættir AraTrausta hafa
verið sérlega vel
gerðir og fræð-
andi.‘
Höfundur er doktor og
erfðafræðingur.
NÚ GET ég ekki setið lengur á
mér. Mér virtari og þekktari ein-
staklingar keppast við að láta í
flestum tilvikum hlutdræga eða
ómálefnalega gremju
sína rýra stöðu
Hæstaréttar og nýj-
asta hæstaréttardóm-
arans í hugum Íslend-
inga.
Sitt sýnist hverjum
um hæfni þeirra 8
sem sóttu um stöðu
dómara við Hæstarétt
síðasta haust. Það er
sjálfsagt og eðlilegt.
Sjálfum þótti mér,
strax þegar ég heyrði
hverjir hefðu sótt um
embættið, að rétt
væri skipa Ólaf Börk
Þorvaldsson dómstjóra við Hér-
aðsdóm Suðurlands í það. Ekki af
því að aðrir umsækjendur væru
ekki hæfir. Heldur vegna þess að
Ólaf Börk þekki ég af verkum
sínum. Ég gat einfaldlega sagt
með góðri samvisku að slíkur
maður ætti meira en fullt erindi
inn í Hæstarétt. Reyndar vildi
svo til að þegar staðan var
auglýst, flaug mér í hug að Ólaf-
ur Börkur ætti að sækja um og
kom þeirri hugmynd á framfæri
við hann. Slíkt munu fleiri hafa
gert.
Það er rétt að upplýsa lesendur
um að ég starfaði sem dómara-
fulltrúi hjá Ólafi Berki við Hér-
aðsdóm Austurlands í tæpt ár,
áður en hann hvarf til starfa við
Héraðsdóm Suðurlands. Þar
kynntist ég honum faglega og
fannst mikið til koma. Ólafur
Börkur er afburða
lögfræðingur, sem
gleymir þó ekki því
grundvallaratriði að
vera opinn fyrir nýj-
um sjónarmiðum.
Þar er engum hroka
fyrir að fara. Er það
að mínu mati einn
besti kostur hvers
dómara – og þetta
segi ég sem lögmað-
ur.
Það má finna Ólafi
Berki það til foráttu,
jafnvel spyrða það
jafnrétti kynja, að
hafa ekki birt meira af fræði-
skrifum sínum, en að halda því
fram að fræðistörfum hafi ekki
verið til að dreifa er fjarstæða.
Ég starfa sem lögmaður og legg
á tíðum í mikla fræðivinnu í
tengslum við mín störf.
Þau fræðistörf kynni ég dóm-
ara sem leggst síðan í sína fræði-
vinnu. Þegar dómarinn hefur lok-
ið sínu starfi með dómi, fara
prófessorar í sína fræðivinnu. Sá
þáttur fræðivinnunnar er oft birt-
ur í greinarformi eða sem bók.
Ekki trúi ég því að menn leggi
ætíð meira upp úr slíkum skrifum
heldur en fræðistörfum dómara
með mótun réttarins í gegnum
dóma sína? Allt svona mat er af-
stætt. Því eigum við að láta við
það sitja að í þessum efnum voru
allir umsækjendur hæfir.
Þegar fólk hefur myndað sér
skoðun, hættir það oft að hlusta á
rök. Það fer í staðinn að finna
fleiri rök sem passa sinni skoðun.
Ég veit að þessi grein breytir
engu um skoðun þeirra sem hafa
látið málið til sín taka í fjöl-
miðlum.
Ég vona hins vegar að þeir
sem standa utan persónulegra
tengsla við aðra umsækjendur
eða hafa aðra hagsmuni af áfram-
haldandi deilum, átti sig á því, að
sú einhliða umræða sem verið
hefur í fjölmiðlum gefur ekki
rétta mynd af hug þeirra sem til
þekkja. Það eru margir menn,
karlar og konur, ánægðir með
skipun Ólafs Barkar Þorvalds-
sonar í embætti hæstaréttardóm-
ara og telja að þar hafi besti
kosturinn af mörgum góðum ver-
ið valinn.
Um skipan
hæstaréttardómara
Hilmar Gunnlaugsson skrifar
um skipan hæstaréttardómara ’Þegar fólk hefurmyndað sér
skoðun, hættir það
oft að hlusta á rök.‘
Hilmar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.