Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 31
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 31 Í 50 ÁR hefur sjómannaafslátt- urinn þróast í það að vera lög- bundinn skattaafsláttur á tekjur sjómanna þótt upphafið hafi verið með öðrum hætti. Í 50 ár hafa sjó- menn þessa lands stigið ölduna fjarri daglegum til- boðum velferðarsam- félagsins, fjarri þjón- ustu og dægra- styttingu sem þykir sjálfsögð hjá land- kröbbunum í nútíma samfélagi og í mörgu tilviki er sjómaðurinn með tvöfaldan kostn- að sem fylgir því að gera út frá tveimur stöðum, heima og heiman. Í 50 ár hafa sjómenn sem betur fer fengið nokkra uppbót skattalega vegna þeirra aðstæðna sem sjó- mennskan býður upp á, nokkur hundruð krónur á dag í skatta- hlunnindum. Kann ekki góðri lukku að stýra að vega tvívegis í sama knérunn Sjómannaafslátturinn er orðinn helgur réttur sjómanna vegna þess að fyrir mörgum áratugum samþykkti Alþingi kjara- og skattarétt sjómanna og meðan ekki er búið að leysa með fullu ör- yggi hvað kæmi í staðinn fyrir sjó- mannaafsláttinn sem kerfi til að tryggja laun sjómanna þá er fá- ránlegt að reyna að hrófla við honum. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi í þessum efn- um verður að daga uppi af því að það er bæði óbrúklegt og óboðlegt og þótt fjármálaspekúlantar í embættiskerfinu kunni að leggja nótt við dag á fullri yfirvinnu að reikna sjómannaafsláttinn út af borðinu, þá eru forsendurnar vit- lausar kannski helst vegna þess að þær eru hagfræðilegar patent- lausnir sem eru fjarri öllum raun- veruleika. Það vantar í þær allt kryddið, lífsreynsluna sjálfa og þess vegna eru þær ekki mark- tækar. Það er gott sjónarmið út af fyrir sig að einfalda allt kerfi, ekki síst skatta og það hefur núverandi fjármálaráðherra tekist jafnt og þétt að góðu einu. En fiktið við sjómannaafsláttinn er mistök, jafnvel þótt það sé bara til að vekja athygli á að kerfislega væri betra að hafa hann ekki. Eitt af því sem við státum af úr fornbók- menntum okkar er að það kunni ekki góðri lukku að stýra að vega tvívegis í sama knérunn. 1991 og 1992 stóð mikill styrr um sjó- mannaafsláttinn. Þá var tekist hart á og hreinsað til í kerfinu til þess að fyrirbyggja að þeir sem spiluðu á kerfið gætu gert það. Undirritaður tók fullan þátt í þessari dekkvinnu til þess að verja sjómannaafsláttinn. Þá var sjó- mannaafslátturinn bundinn við lögskráningu og þurftu sjómenn að vera skráðir 245 daga til að njóta afsláttar allt árið og aðrir sjómenn hlutfallslega miðað við það. Þetta hefur þótt sanngjarnt. Það er ekki viturlegt að vega aftur í sama knérunn. Það verður þó að viðurkennast að þegar spúllinn var notaður síðast á kerf- ið urðu nokkrir tugir manna eftir á gráu svæði, áhafnir hafn- sögubáta og beitn- ingamenn í landi, þ.e. þeir sem aldrei fara á sjó. Varðandi þá fyrri ætti að vera auðvelt að færa það sem nemur sjó- mannaafslætti til kauphækkunar á hafnsögubátum og lítil rök liggja fyrir því að landmenn í beitningu séu með sjómannaafslátt. Að öðru leyti er sátt um kerfið. Nágrannaþjóðir veita sjómannaafslátt Íslendingar, sem þó eiga meira undir sjósókn komið en flestar aðrar þjóðir, eru ekki einir um að veita sjómannaafslátt. Það gera til að mynda Normenn, Færeyingar og Danir svo einhverjir séu nefnd- ir. Í Færeyjum fá sjómenn 15% afslátt af skattgreiðslum upp að 500 þús. kr. dönskum, í Danmörku fá sjómenn 190 kr. danskar á dag í skattaafslátt ef þeir eru meira en 12 klst. á sjó á dag. Þessi greiðsla er að hámarki um 50 þúsund kr. danskar á ári. Sjómannaafslátt- urinn í Noregi er 80 þús. kr. norskar á ári, en getur hækkað í 115 þúsund kr. norskar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins varði sjómannaafsláttinn Kerfislega freista menn þess oft að einfalda og samræma út frá mismunandi forsendum, en stefna Sjálfstæðisflokksins varðandi sjó- mannaafslátt er alveg skýr og klár. Síðasti landsfundur Sjálf- stæðisflokksins hafnaði því að af- nema sjómannaafsláttinn og þá um leið að hrófla eitthvað við hon- um sem skipti sköpum varðandi rétt sjómanna. Við lestur frumvarpsins sem liggur fyrir Alþingi varðandi sjó- mannaafsláttinn kemur berlega í ljós að aðstandendur frumvarpsins vaða í villu og svíma, því þeir gefa sér forsendur sem standast ekki. Látið er að því liggja að um eitthvert samkomulag tengt kjarasamningum sé að ræða varðandi gildandi sjómannaafslátt. Svo er ekki og ekkert til sem styður það sjónarmið flutnings- manna. Sjómenn njóta ekki hlunninda daglegs lífs á Íslandi Í fjármálakerfi landsins, sköttum sem öðru er lýtur að daglegri stjórnun er mikið um margs konar tilfærslur, hlunnindi, kaupmat í öðru en beinu kaupi og svo fram- vegis, ýmsir þættir sem ríkisvaldið eyðir beint í, gula áskriftin hjá sinfóníunni, niðurgreiðsla á leik- húsmiðum, staðaruppbótt í ýmsum greinum, sporslur, tilfærsla í heil- brigðiskerfinu og fleira og fleira. Kannski eru raunverulegri rök að skoða sjómannaafsláttinn sem nið- urgreiðslu á útgerðarkostnaði, en það er líka jafn ljóst að það er fá- ránlegt að láta sér detta í hug, miðað við þær staðreyndir sam blasa við, að færa sjómanna- afsláttinn yfir á útgerðina sem borgar nú þegar um 40 % í laun og launatengd gjöld. Það hlýtur að vera grundvallarskylda okkar Ís- lendinga að hafa metnað fyrir hönd sjávarútvegsins því þar standa raunveruleg verðmæti á bak við. Það eru ekki útvegsmenn eða sjómenn sem eru að véla með stóru fúlgurnar í verðbréfum gler- veggjanna í kauphöllunum eða verslunarhöllunum. Sjávarútveg- urinn hefur í raun lengi verið þjóðnýttur á Íslandi þegar aðrir leika lausum hala. Sjómenn stíga ölduna fyrir íslenska þjóð Þess er óskandi að þær aðstæður skapist að unnt verði að jafna sjó- mannaafsláttinn út án þess að skerða laun sjómanna og tekjur útgerðar, en þær aðstæður eru ekki fyrir hendi í dag. Það ætti öllum landsmönnum að vera kært að standa á bak við það að íslenskir sjómenn fái sjó- mannaafslátt fyrir það að stíga ölduna, sinna burðarverkum sam- félagsins við erfiðar aðstæður fjarri félagslífi, öryggi og þjónustu hins daglega lífs í landinu. Í launum og aðstöðu fólks á landsbyggðinni annars vegar og höfuðborgarsvæðinu hins vegar er stórt skarð þar sem hallar á landsbyggðina. Afnám sjó- mannaafsláttar myndi stækka það skarð til mikilla muna. Við verjum sjómannaafsláttinn að hætti Haukdæla, því sjó- mannaafslátturinn er hluti af þeirri bláköldu staðreynd og skyldu að horfast í augu við ís- lenskan raunveruleika og bera virðingu fyrir honum. Sjómannaafslátturinn er helgur réttur Eftir Árna Johnsen ’…sjómannaafslátt-urinn er hluti af þeirri bláköldu staðreynd og skyldu að horfast í augu við íslenskan raunveru- leika og bera virðingu fyrir honum.‘ Árni Johnsen Höfundur er stjórnmálamaður, blaða- maður og tónlistarmaður. Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Silkitré og silkiblóm Silkiblóm og gjafavara Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna - opi› frá 10-18 561 7757 N‡tt happdrættisár byrjar í maí Engin vika án milljóna Chevrolet B el Air 1954 afmælisvin ningur árs ins - til s‡nis í Smáralind inni í dag ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 24 43 6 0 4/ 20 04
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.