Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 32
32 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. F
orsætisráðherra, Dav-
íð Oddsson, var fyrir
skemmstu staddur
vestanhafs og fékk að
eigin sögn óvænt
símtal árla dags fimmtudaginn 15.
apríl sl. Á hinum enda línunnar
var sjálfur Bandaríkjaforseti og
vildi endilega að íslensku þjóðinni
yrðu flutt jákvæð skilaboð, efn-
islega á þá leið að hann sjálfur og
Bandaríkin væru ákaflega þakk-
lát fyrir stuðning Íslendinga við
Íraksstríðið. Hvað varðaði sam-
skipti Íslands og Bandaríkjanna á
sviði varnarmála segir Davíð að
forsetinn, án þess að fara út í þá
hluti í einstökum atriðum, hafi
endilega viljað að það misskildist
ekki að Bandaríkjamenn mætu
samstarf við Ísland á því sviði
mikils.
Langt er síðan eitt stutt símtal
hefur notið viðlíka athygli og
þetta sem fram fór nefndan dag
árla morguns, að loknum bænum
þó. Væntanlega var þó fyrst og
fremst um kurteisishjal að ræða
og allt samkvæmt diplómatískum
venjum.
Það eru að sjálfsögðu engin tíð-
indi að Bandaríkjaforseti sé
ánægður með stuðning Davíðs og
Halldórs við Íraksstríðið. Ekki er
„staðfestan“ síður mikils metin nú
af hálfu þeirra í Washington, þeg-
ar ört fækkar í vinahópnum. Öllu
dapurlegra er að formenn stjórn-
arflokkanna skuli enn vera jafn
galvaskir í stuðningnum og raun
ber vitni. Engin hafa gereyðing-
arvopnin fundist, almennt er við-
urkennt að um ólögmætt árás-
arstríð var að ræða, og enginn
endir er á hörmungunum í Írak
undir hinni ólögmætu hersetu.
Samt eru þeir Halldór og Davíð
ekki menn til að viðurkenna nein
mistök í þessu sambandi. Nú er
látið eins og tilgangur stríðsins
hafi allan tímann verið að koma
Saddam Hússein frá völdum og
engu skipti þó hin eiginlega rétt-
læting innrásarinnar, þ.e. tilvist
gereyðingarvopna og sú ógn sem
heimsbyggðinni þar með stafaði
af Írak hafi gufað upp. Sem sagt,
ein lygi tekur við af annarri.
Engum sögum fór heldur af því
að forsætisráðherra vor hafi í
margnefndu símtali notað tæki-
færið og mótmælt stefnubreyt-
ingu Bandaríkjastjórnar í
efnum Palestínu. Það sem
Morgunblaðið kallar svo r
„hið ógeðfellda bandalag“
nú í því að Bush Bandarík
forseti, háður stuðningi rí
Gyðinga vestanhafs, hefu
og minna skrifað upp á ei
tillögur Sharons um að in
hluta þess lands í Ísraelsr
hertekið hefur verið og ha
með ólögmætum hætti. M
þessu sýnir ekki aðeins S
Símtali fylgt eftir me
Eftir Steingrím J.
Sigfússon
Greinarhöfundur segir hrakspár herstöðvarandstæðinga nú ver
S
íðastliðin fimm ár eða
svo hafa borg-
arfulltrúar R-listans
kosið að draga athygl-
ina frá slælegri
frammistöðu í málefnum almenn-
ingssamgangna með því að láta í
veðri vaka að fram undan sé stór-
kostlegt átak í þeim málaflokki
með uppsetningu sporbundinna
samgangna á höfuðborgarsvæð-
inu. En í þessu máli sem öðrum
virðist þó hver flokkur innan
R-listans hafa sínar áherslur og
berjast um athygli fjölmiðla með
sjálfstæðum útspilum.
Hraðlest Framsóknar
Fyrst lét Alfreð Þorsteinsson
borgarfulltrúi Orkuveituna borga
um 15 milljónir króna fyrir
skýrslu um hugsanlega lagningu
lestarteina til Keflavíkurflug-
vallar og rekstur hraðlestar þar á
milli. Sigri hrósandi sagði Alfreð
niðurstöðu skýrslunnar vera þá
að rekstur hraðlestarinnar yrði
arðbær, þ.e.a.s. ef ekki yrði gert
ráð fyrir kostnaði við að koma
henni á fót. Sagði Alfreð að eðli-
legt væri að ríkið borgaði fjárfest-
ingarkostnaðinn, 25-30 milljarða
króna, samkvæmt lauslegum
áætlunum.
Neðanjarðarlest
Samfylkingar
Samfylkingin undi því ekki að
borgarfulltrúi Framsóknarflokks-
ins hrifsaði af henni frumkvæðið í
málefnum almenningssamgangna
og skömmu síðar birtust í blöðum
viðtöl við borgarfulltrúa hennar
um að nauðsynlegt væri að huga
sem fyrst að koma á fót neð-
anjarðarlestarkerfi í Reykjavík.
Þegar áhugasamir blaðamenn
spurðu um kostnað var því svarað
að hann yrði vafalaust einhver
(sennilega nokkrir tugir millj-
arða) en eðlilegt væri að h
yrði greiddur af ríkinu.
Sporvagnar
vinstri grænna
Borgarfulltrúar vinstri
mega vart til þess hugsa a
ast sjálfir undir stýri og g
Vill R-listinn hraðles
eða sporvagnakerfi í
Eftir Kjartan Magnússon
Sporvagnar í Prag, höfuðborg Tékklands. Greinarhöfundur telu
SHARON OG ARAFAT
Ariel Sharon, forsætisráðherraÍsraels, virðist vera að missastjórn á sjálfum sér. Alla
vega benda yfirlýsingar hans í gær
þess efnis, að hann sé ekki lengur
bundinn af loforðum við Banda-
ríkjamenn um að hlífa Arafat, leið-
toga Palestínu, við árás til þess. Yf-
irlýsing Sharons er túlkuð á þann
veg, að hann ætli sér að láta drepa
Arafat.
Yasser Arafat hefur verið leiðtogi
Palestínumanna um áratugaskeið.
Hann hefur ekki verið barnanna
beztur í þeim hópi en hann er lög-
lega kjörinn forseti Palestínu. Geri
Sharon alvöru úr hótun sinni og
geri út menn til þess að drepa Ara-
fat verður Sharon sjálfur kominn í
þá stöðu, sem hann hefur viljað
koma Arafat í. Hann hefur mark-
visst unnið að því að einangra Ara-
fat og unnið að því að fá aðrar þjóð-
ir til þess að hundsa hann.
Niðurstaðan af drápi Arafats yrði
ofsabræði meðal Araba út um öll
Miðausturlönd og gæti leitt til þess
að allar Arabaþjóðir sameinuðust á
ný gegn Ísraelsmönnum. Afleiðing-
in yrði líka sú, að Evrópuþjóðir
mundu snúa baki við Ísraelsmönn-
um og vildu ekki við þá tala. Innan
Bandaríkjanna myndi krafan um að
Bandaríkjamenn setji Ísraelsmönn-
um stólinn fyrir dyrnar, sem þeir
geta ef þeir vilja, margfaldast.
Sharon og hans lið yrði fyrirlitið
um allan heim. Einræðisherrar og
harðstjórar láta drepa fólk, ekki
kjörnir forystumenn lýðræðisríkja.
Sharon kveðst hafa skýrt Bush,
Bandaríkjaforseta frá því í Hvíta
húsinu fyrir skömmu, að hann liti
svo á, að hann væri ekki lengur
bundinn af þessu loforði. Talsmaður
Hvíta hússins segir, að Bush hafi
áréttað á fundinum, að stjórn hans
væri andvíg slíku framferði af hálfu
Ísraelsmanna.
Sú árétting er ekki nóg. Banda-
ríkjamenn hafa bolmagn og úrræði
til að koma vitinu fyrir Sharon og
stjórn hans í Ísrael. Þeir eiga að
beita þeim úrræðum. Þeir geta ekki
verið þekktir fyrir annað. Geri þeir
það ekki munu þeir missa stuðning
margra, sem hafa fylgt þeim í gegn-
um þykkt og þunnt um langan tíma.
HINIR HEIMILISLAUSU
Ummæli Árna Magnússonar, fé-lagsmálaráðherra, og Jóns
Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra,
í Morgunblaðinu í fyrradag benda
eindregið til þess, að ráðherrarnir
vilji leggja sitt af mörkum til þess að
þurrka út það hneyksli, að um 100
einstaklingar séu heimilislausir á
höfuðborgarsvæðinu. Þannig segir
Jón Kristjánsson í samtali við Morg-
unblaðið: „Auðvitað er það ekki við-
unandi að menn eigi hvergi höfði sínu
að halla.“
Þetta mál er tvíþætt. Annars vegar
þarf strax að finna húsaskjól fyrir
þetta fólk. Það á ekki að þurfa að taka
marga daga. Það er nóg til af tómu
húsnæði. Hins vegar þarf að finna
lausn til lengri tíma. Það er áreiðan-
lega erfiðara úrlausnar en þann
vanda er hægt að leysa þótt það taki
einhvern tíma.
Ráðherrarnir og borgarstjórinn í
Reykjavík þurfa hins vegar að taka
höndum saman um að knýja fram
þegar í stað lausn á þeim bráðavanda,
sem við blasir. Þeir þurfa að tryggja
húsnæði fyrir heimilislaust fólk. Þeir
hafa vald til þess að leysa þá hnúta,
sem upp kunna að koma í kerfinu.
Vonandi tekur það ekki marga daga í
viðbót að finna þetta húsnæði.
VIÐSKIPTALÍFIÐ KVARTAR
Það er einhver kvörtunartónn íviðskiptalífinu um þessar
mundir. Á aðalfundi Samtaka banka
og verðbréfafyrirtækja sl. föstudag
sagði Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbankans og for-
maður samtakanna, að viðhorf
stjórnvalda til fjármálageirans mót-
aðist um of af því að setja fjármála-
lífinu skorður og amast við vexti
þess. Sagði Halldór, að þessum við-
horfum stjórnvalda og í opinberri
umræðu þyrfti að breyta.
Á morgunverðarfundi Verzlunar-
ráðs Íslands sl. miðvikudag sagði
Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri
ráðsins m.a.: „Nú er í algleymingi
að setja þurfi lög á viðskiptalífið en
ekki létta því lífið enn frekar.“
Ummæli þessara tvegga forystu-
manna í viðskiptalífinu benda til
þess, að þeir átti sig ekki á því, að
vissir þættir viðskiptalífsins á Ís-
landi eru komnir úr böndum. Á ein-
um og hálfum áratug hefur sú bylt-
ing orðið í íslenzku atvinnulífi, að
það býr við nánast algert frelsi á
öllum sviðum. Þær umræður, sem
fram hafa farið undanfarna mánuði
um viðskiptalífið snúast um það, að
sumir aðilar þess hafi ekki kunnað
til fulls að fóta sig í þessu frjáls-
ræði. Halldór J. Kristjánsson og
Þór Sigfússon hljóta að gera sér
grein fyrir þessum veruleika.
Þá kröfu er hægt að gera til
þeirra tveggja, að þeir, sem trún-
aðarmenn viðskiptalífsins í mikil-
vægum samtökum, hafi forystu um
að beina viðskiptalífinu inn á réttar
brautir. Að þeir styðji þá viðleitni
og löggjöf, sem hugsanlega þarf til
þess. Raunar er ekki bara hægt að
gera þá kröfu til þeirra tveggja
heldur til allra félagasamtaka í at-
vinnulífinu.
Þegar búið er að tryggja íslenzku
atvinnu- og viðskiptalífi nánast allt
það frelsi, sem hægt er að veita því
er ekki við hæfi að sá kvörtunar-
tónn heyrist úr þessari átt, sem
vitnað var til hér að framan.