Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 37
MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 37 Vox feminae í Dómkirkjunni Á SUNNUDAGINN fyrstan í sumri syngur kvennakórinn Vox feminae undir stjórn Margrétar Pálmadótt- ur við messuna kl. 11. Á orgel og pí- anó leikur Ástríður Haraldsdóttir. Það verður mikil gleði og friður í söngnum svo sem við á á gleðidög- um. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Barnasamkoma verður á kirkju- loftinu á sama tíma í umsjá Hans G. Alfreðssonar. Fulltrúaráðsfundur Hjálparstarfs kirkj- unnar í Kirkjulundi LAUGARDAGUR 24. apríl: Full- trúaráðsfundur Hjálparstarfs kirkjunnar verður haldinn í Kirkju- lundi kl. 10.30–16.00. Fundurinn hefst með helgistund í Kirkjulundi kl. 10.30. Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur Ég veit að lausnari minn lifir (I know that my redeemer liveth) úr Messíasi eftir Händel. Ólafur Oddur Jónsson flyt- ur hugvekju: Hjálparstarf, einkenni lifandi kirkju og samfélags. Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur Þakkir færum vér þér (Gratias agimus tibi) eftir Sigurð Þórðarson. Á fundinum verður gerð grein fyir helstu þáttum starfsins og þeim breytingum sem fylgja nýrri skipu- lagsskrá (og stöðu tengla) en beðið er eftir samþykki stjórnvalda. Fundarmenn fengu á aðalfundi í hendur verkáætlun fyrir árið. Á fundinum nú gefst fólki tæki- færi til að fylgjast með framgangi samkvæmt henni og koma með at- hugasemdir. Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur eflir fólk til verka í þágu Hjálp- arstarfsins. Verður því velt upp hvaða verkfæri við þurfum til að geta orðið betri talsmenn. Fundurinn er haldinn í boði sókn- arnefndar Keflavíkurkirkju. Leiksýning í Breiðholtskirkju: Hans klaufi STOPPLEIKHÓPURINN sýnir barnaleikritið „Hans klaufi“ í fjöl- skylduguðsþjónustu í Breiðholts- kirkju í Mjódd á morgun, sunnudag kl. 11. Leikritið byggir á hinu þekkta ævintýri H.C. Andersen. Þetta upp- byggjandi ævintýri fjallar um Hans klaufa og bræður hans, en þeir eru á leið að biðla til kóngsdótturinnar. Ævintýri H.C. Andersen eru um margt einstök. Bjartsýni er rauði þráðurinn í þeim flestum og hafa verk hans glætt vonir fólks um víð- an heim. Í sögum hans er að finna fjöldann allan af kristilegum táknmyndum og eru sum ævintýrin jafnvel beinar útlistanir á sögum Biblíunnar. Þessi dæmisaga sýnir okkur t.d. hve heimskulegt það er að taka sjálfan sig of alvarlega. Það er ekki allt fengið með menntun og góðum gáf- um. Ef hugarfarið er ekki rétt get- ur stórlæti og hroki hæglega leitt okkur á villigötur. Leikritið er ætl- að 2–8 ára börnum og tekur um 20– 25 mínútur í sýningu. Vonandi sjáumst við sem flest á sunnudag, bæði foreldrar og börn. Allir eru velkomnir að njóta sýn- ingarinnar og þess lærdóms, sem við getum af henni dregið. Ferðalag barnastarfs- ins í Hjallakirkju NÚ fer senn að líða að lokum barna- og æskulýðsstarfsins í Hjallakirkju. Næsta sunnudag, 25. apríl, munum við fara í ferð með sunnudagaskólanum, kirkju- prökkurum og tíu til tólf ára krökk- um eitthvað út í Guðs græna nátt- úruna. Lagt er af stað frá Hjallakirkju kl. 13 og komið heim aftur kl. 16. Ætlunin er að staldra við á fal- legum stað, grilla pylsur og fara í skemmtilega leiki. Ferðin er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Íslensk tónlist í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 25. apríl verður tónlistarguðsþjónusta í Hjalla- kirkju, Kópavogi, kl. 11. Sálmar og önnur tónlist í guðsþjónustunni eru eingöngu eftir íslenska höfunda, s.s. Árna Björnsson, Jóhann Ó. Har- aldsson, Jón Ásgeirsson, Sigurð Bragason, Þorkel Sigurbjörnsson og Pálmar Þ. Eyjólfsson. Þá verður flutt messutón eftir Jón Þórarinsson. Félagar úr kór kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn organistans, Jóns Ólafs Sig- urðssonar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Morgunblaðið/Ómar ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14:00. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. BÚSTÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Fjölbreytt tónlist. Skemmtileg samvera fyr- ir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14:00. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar að lokinni messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Vox feminae syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna o.fl. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Tekin samskot til kirkjustarfsins. Ólafur Jóhannsson GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11:00. Hópur úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngur. Organisti Hörður Ás- kelsson. Barnastarfið í umsjá Magneu Sverrisdóttur. Sr. Sigurður Pálsson. Enska messa kl. 14. Bjarni Þór Bjarnason prédik- ar og þjónar fyrir altari. HÁTEIGSKIRKJA: Fermingarmessa kl. 11:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Barnaguðs- þjónusta kl. 13:00. Umsjón Ólafur Jóhann Borgþórsson. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Hringbraut: Helgistund kl. 10:30. Rósa Kristjánsdóttir, djákni. Fossvogur: Guðs- þjónusta kl. 10:30. Sr. Sigfinnur Þorleifs- son. Landakot: Guðsþjónusta kl. 11:30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnastarfinu lýkur og verður efni guðs- þjónustunnar því að töluverðu leyti miðað við það en þó ætlað einnig hinum eldri. Séra Jón Helgi Þórarinsson, Jón Stef- ánsson og Guðbjörg Þóra annast stundina og félagar úr Kór Langholtskirkju syngja. Eftir guðsþjónustuna verða pylsur grillaðar og farið í leiki. Allir velkomnir. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur þjónar. Kór Laugarnes- kirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar. Meðhjálpari er Aðalbjörg Helga- dóttir. Sunnudagaskólinn er í höndum Hildar Eirar Bolladóttur, Heimis Haralds- sonar og Þorvalds Þorvaldssonar og messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra að messu lokinni. Kl. 13:00 Guðs- þjónusta í Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargar að Hátúni 12. sr. María Ágústsdóttir þjón- ar ásamt Guðrúnu K. Þórsdóttur djákna, Gunnari Gunnarssyni organista og hópi sjálfboðaliða. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Kveðju- messa sr. Helga Hróbjartssonar. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Barnastarf á sama tíma. Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá kirkjubókina og límmiða. Kaffi, djús og spjall í safn- aðarheimilinu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Félagsmenn Gídeonfélagsins kynna starfsemi þess. Kristján Einarsson les ritningartexta. Organisti Pavel Manas- ek. Prestur Sigurður Grétar Helgason. Sunnudagaskólinn á sama tíma, við hvetj- um börnin til að mæta til skemmtilegrar samveru. Æskulýðsfélagið kl. 20:00. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Messa kl. 14. Borgarkórinn syngur. Áður auglýstur aðal- fundur safnaðarins frestast til 9. maí. ÍSLENSKA KIRKJAN Í SVÍÞJÓÐ: Gauta- borg. Guðsþjónusta sunnudaginn 25. apr- íl kl. 14.00 í Skårskirkju í Örgryte. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kór- stjórn Tuula og Kristinn Jóhannesson. Barnastund í messunni. Kirkjukaffi. Prest- ur sr. Ágúst Einarsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Kvöldstund í sumarbyrjun. Kvöldstund verður í Fríkirkj- unni í Reykjavík klukkan 20:30. Fagnað verður sumarkomunni með söng og tón- list. Lesnir verða ritningartextar ásamt stuttum hugleiðingum um góða hirðinn og hvert við stefnum. Lesarar: Ingi Þór Emils- sonog Þórunn Sigurðardóttir. Við viljum hvetja alla til þátttöku í þessari hugljúfu og fallegu stund í sumarbyrjun. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11.00. Organisti Kristina Kalló Szklen- ár. Kór Árbæjarkirkju syngur. Sunnudaga- skóli á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Aðalsafnaðarfundur eftir guðsþjónustuna. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Stoppleikhúsið kemur í heim- sókn. Tómasarmessa kl. 20 í samvinnu við félag guðfræðinema og Kristilegu skólahreyfinguna. Fyrirbænir, máltíð Drott- ins og fjölbreytt tónlist. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Kirkjan er lokuð vegna viðgerða 14.–30. apríl. Messað verður kl. 11.00 sunnudaginn 2. maí. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur: Sr. Svavar Steánsson. Organisti: Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn organista. Sunnudaga- skóli í safnaðarheimilinu á sama tíma undir stjórn Elfu Sifjar Jónsdóttur. Með- hjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Eftir guðs- þjónustuna verður boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu. Sjá nánar á www.kirkjan.is/fella-holakirkja GRAFARVOGSKIRKJA: Ferming kl. 10:30. Ferming kl. 13:30. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Séra Lena Rós Matthíasdóttir. Umsjón Siffi og Sigga. Undirleikari Sigrún M. Þórsteinsdóttir. HJALLAKIRKJA: Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng. Flutt verður íslensk tónlist ein- göngu og messutón eftir Jón Þórarinsson. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Ferðalag barnastarfsins kl. 13. Ferð út í náttúruna, grillaðar pylsur, leikir og gaman. Við minn- um á bæna- og kyrrðarstund kl. 18 og Op- ið hús á fimmtudaginn kl. 12 (sjá einnig í www.hjallakirkja.is)Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf kl. 11.00 í safnaðarheimilinu Borgum í umsjón Dóru Guðrúnar, Bóasar og Önnu Kristínar. Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Ingþór Indr- iðason Ísfeld prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safn- aðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Boðið verður upp á samveru og kaffi í Borgum að guðsþjónustu lokinni. Sr. Ægir. Fr. Sig- urgeirsson. LINDASÓKN Í KÓPAVOGI: Messa í Linda- skóla kl. 11. Sunnudagaskóli fer fram í kennslustofum meðan á messu stendur. Aðalsafnaðarfundur fer fram að messu lokinni. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir vel- komnir. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, lifandi samfélag! Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. Altarisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN, Fossaleyni 14, Grafarvogi. Morgunguðsþjónusta kl.11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Unnar Erlingsson kennir. Samkoma kl. 20.00. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Ingunn Björnsdóttir predikar. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ er sýndur á Ómega kl.13.30. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Heim- sókn frá Færeyjum. Kvöldvaka í kvöld, laugardag, kl 20.30. Guðsþjónusta sunnudag kl 20.30. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræð- issamkoma. Umsjón Elsabet Daníels- dóttir. Mánudagur: Kl. 15 heim- ilasamband. Elsabet Daníelsdóttir talar. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir talar. Lofgjörð og fyr- irbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–6 ára og 7–12 ára á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Nánari upplýsingar á www.kefas.is KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl.17:00, Tónlistarsamkoma í umsjá hjónanna og tónlistafólksins Keith Reed og Ástu Schram. Undraland fyrir börnin, grillað verður eftir samkomuna, verð að venju fjölskylduvænt. Verið öll hjartanlega velkomin. Konur í KFUK eru minntar á Af- mælis- og inntökufundinn nk. þriðjudag 27.apríl. Nauðsynlegt er að skrá sig í mat- inn fyrir kl. 12 á mánudaginn í síma 588 8899. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Gospelkór Fíladelfíu leiðir í söng. Fyrirbæn í lok samkomu. Barnakirkja á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Miðvikudaginn 28. apríl kl. 18:00–20:00 er fjölskyldu- samvera með léttri máltið. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Þetta er síðasta fjöl- skyldusmaveran fyrir sumarið. Bænastundir alla virka morgna kl. 06:00. filadelfia@gospel.is www.gospel.is VEGURINN: Fjölskyldusamkoma kl. 11:00 kennsla fyrir alla aldurshópa, létt máltíð eftir samkomu á vægu verði. Bænastund kl. 19:30. Almenn samkoma kl. 20:00, Jón Gunnar Sigurjónsson talar, lofgjörð, vitnisburðir, fyrirbænir og samfélag á eftir samkomu í kaffisalnum. Bókabúð opin eftir samkomu. www.vegurinn.is KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Á laug- ardögum: Barnamessa kl. 14.00 að trú- fræðslu lokinni. Kirkjan er öllum opin á daginn frá kl. 8.00 til 18.30. Sunnudaginn 25. apríl: Biskupsmessa og ferming 12 ungmenna. Maímánuður er settur sér- staklega undir vernd heilagrar Maríu meyj- ar og tileinkaður henni. Haldin er bæna- stund á hverjum mánudegi og miðvikudegi kl.17.40. Fyrsta bænastund er laugardag- inn 1. maí kl. 17.40. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukapella, Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Alla fimmtudaga: Rósakransbæn kl. 20.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan, Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Laug- ardagur: Kl. 11:00 Fermingarmessa í Landakirkju. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Prestar sr. Fjölnir Ásbjörnsson og sr. Þor- valdur Víðisson. Kl. 20:30 Kvöldvaka í Landakirkju með æskulýðsfélaginu og Adrenalín hóp frá Reykjavík. Umsjón sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, Esther Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi og prestar kirkjunnar. Unglingar fjölmennum í Safnaðarheimilið og hittum skemmtilegan hóp unglinga og eigum eftirminnilega stund saman. Sunnudagur: Kl. 11:00 Sunnudagaskóli í Landakirkju. Mikill söngur, biblíusaga, biblíukerti og brúðuheimsókn. Fjölmenn- um í kirkju með börnin. Sr. Fjölnir Ás- björnsson og barnafræðararnir. Kl. 14:00 Fermingarmessa í Landakirkju. Kór Landa- kirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Prestar sr. Fjölnir Ásbjörns- son og sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20:30 Frí hjá Æskulýðsfélaginu vegna kvöldvöku í gærkvöldi. LÁGAFELLSKIRKJA: Vorhátíð barna- og æskulýðsstarfsins. Mæting við safn- aðarheimilið kl.11.00. Rútuferð að Mos- fellskirkju (ef verður leyfir) Leikur og söng- ur í sveitinni og grillið verður hitað. Kl. 12.10 Helgistund í Mosfellskirkju. Mæt- um öll hress og kát í sumarskapi . Sunnu- dagaskólinn, kirkjukrakkar, TTT- hópurinn og Æskulýðsfélagið SOUND. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Antonía Hevesí og prestur sr. Þórhallur Heimisson. Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu og Hvaleyrarskóla. Krakkar munið kirkjurút- una. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Prédiktun: Sr. Toshiki Toma prestur innflytjenda. Hafnfirðingum af erlendum uppruna er sérstaklega boðið til messu. Allir velkomnir. www.vidistadakirkja.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Tónlist- armennirnir Örn Arnarson og Skarphéðinn Hjartarson leiða stundina ásamt Eddu Möller. Að viku liðinni, sunnudaginn 2. maí, verður aðalfundur safnaðarins hald- inn að lokinni guðsþjónustu. ÁSTJARNARKIRKJA: Fermingarmessa í Hafnarfjarðarkirkju í dag, laugardag, kl. 11. GARÐASÓKN: Fermingarmessa í Vídal- ínskirkju sunnudaginn 25. apríl, kl. 10:30. Kór Vídalínskirkju leiðir almennan safn- aðarsöng. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Við athöfnina þjóna sr. Friðrik J. Hjartar og sr. Hans Markús Hafsteinsson. Prestarnir. BESSASTAÐASÓKN: Fermingarmessa í Bessastaðasókn, sunnudaginn 25. apríl, kl. 13:30. Kór kirkjunnar, Álftaneskórinn, leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Við athöfnina þjóna sr. Friðrik J. Hjartar og sr. Hans Markús Hafsteinsson. Prestarnir. HNÍFSDALSKAPELLA: Kvöldmessa kl. 20.30. Gospelkórinn syngur undir stjórn Pálínu Vagnsdóttur. Altarisganga. Sókn- arprestur. HRÍSEYJARKIRKJA: Messa og ferming sunnudag kl. 10.30. AKUREYRARKIRKJA: Laugardagur: Ferm- ingarmessa kl. 10.30. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir og sr. Svavar A. Jónsson. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Sunnudagur: ÆFAK kl. 20. Æðruleys- ismessa kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir og sr. Gylfi Jónsson. Um tón- listina sjá Arna Valsdóttir, Eiríkur Bóasson og Stefán Ingólfsson. Kaffi í safn- aðarheimili að lokinni messu. GLERÁRKIRKJA: Laugardagur: Starf fyrir grunnskólabörn 1.–4 bekk kl. 11. Söngur, leikir og fræðsla. Fermingarmessa kl. 13.30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arnaldur Bárðarson þjóna. Félagar úr Kór Glerárkirkju, organisti Hjörtur Steinbergs- son. Sunnudagur: Barnasamvera kl. 11 í safnaðarsal. Söngur, leikir, lofgjörð og fræðsla. Fermingarmessa kl. 13.30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Félagar úr Kór Gler- árkirkju, organisti Hjörtur Steinbergsson. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenivíkurkirkja. Fermingarguðsþjónusta sunnudag kl. 11. Kyrrðarstund sunnudagskvöld kl. 20. ÞINGEYJARPRÓFASTSDÆMI: Héraðs- fundur prófastsdæmisins verður haldinn í Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatn laugardaginn 24. apríl og hefst þar stund- víslega kl. 11. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Að- alsafnaðarfundur að messu lokinni. Mánudagur 26. apríl: Kyrrðarstund kl. 18. Opinn 12 spora fundur, andlegt ferðalag, 4. spor kl. 20. Sóknarprestur og sókn- arnefnd. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Ferming- arguðsþjónusta sunnudag kl. 13.30. Org- anisti Nína Morávek, kór Odda- og Þykkva- bæjarsókna syngur. Altarisganga. Sr. Skírnir Garðarsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag kl. 11.00. Í messunni munu fé- lagar úr Kammerkór Mosfellsbæjar flytja trúarleg verk. Símon Ívarsson leikur á gítar við upphaf og lok messunnar. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Súpa og brauð eftir messu. Ferming- armessa kl. 14. Morguntíð sungin þriðju- dag til föstudags kl. 10, kaffisopi á eftir. Foreldramorgnar mið. 28. apríl kl. 11. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Sóknarprestur. Guðspjall dagsins: Ég er góði hirðirinn. ( Jóh. 10.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.