Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 39

Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 39 ✝ Guðbjörg Eiríks-dóttir fæddist á Eyrarbakka 1. nóv- ember 1922. Hún lést á sjúkrahúsi Selfoss 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eiríkur Gíslason, f. á Bitru í Hraun- gerðishreppi 19. nóv- ember 1869, d. á Eyr- arbakka 24. júlí 1942, og Guðrún Ásmunds- dóttir, f. í Skógarkoti Þingvallasókn 11. ágúst 1883, d. í Reykjavík 10. júní 1958. Systkini Guðbjargar eru: El- ín, f. 1905, d. 1945; Gísli, f. 1906, d. 1982; Ingunn, f. 1908, d. 1995; Ingi- gerður, f. 1910, d. 1991; Ásdís Guð- munda, f. 1914, d. 1999; Guðrún Ása, f. 1916, d. 1986; og Vigdís Val- gerður, f. 1926. Hinn 24. maí 1942 giftist Guð- björg Sigurjóni Bjarnasyni, f. 20. maí 1922, d. 28. febr- úar 1995. Börn þeirra eru: Eiríkur, f. 1942; Sólveig Sigrún, f. 1944; Bjarni, f. 1945; Elín Margrét, f. 1947; Erla Sigríður, f. 1949. Barnabörnin eru tutt- ugu og barnabarna- börnin 38. Guðbjörg og Sigur- jón hófu búskap í Reykjavík og bjuggu þar til ársins 1970 er þau fluttu til Eyrar- bakka þar sem Sigur- jón starfaði við fangavörslu til dauðadags. Hús- móðurstarfið varð vettvangur Guð- bjargar. Auk þess að koma fimm börnum sínum upp ólu þau upp son- ardóttur sína, Guðbjörgu Eiríks- dóttur, en hún fæddist árið 1962. Útför Guðbjargar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn Glöggt hefir unnið verkin sín. Lífið er oss löngum gáta, létt er huga vorn að máta, fæðast, berjast, gleðjast, gráta gerist jafnan saga vor. Reynslan vekur þrek og þor. Þér var jafnan létt að láta ljós í sérhvert ævispor. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þini, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Árni Helgason.) Elsku mamma. Hjartans þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Erla. Ég hitti hana fyrst fyrir 45 árum þegar hún kom heim til mín þar sem ég bjó í foreldrahúsum og tilefnið var að gá að henni Sólveigu. Hvort ég vissi eitthvað um það hvar hún væri niðurkominn. Auðvitað vissi ég allt um hvar hún var, hún var á leið- inni heim til sín. Mér fannst eins og andaði heldur köldu frá henni við þessi fyrstu kynni en þarna var greinilega kona sem gat verið ákveð- in og ég var hálfskömmustulegur því dóttirin hafði ekki látið vita af sér og foreldrarnir orðið óttaslegin um að eitthvað hefði komið fyrir. Að skiln- aði sagði hún svo við mig að þetta mætti ekki koma fyrir aftur og við það stóðum við hjónaleysin framveg- is. Tveimur árum seinna vorum við gift og ég hafði eignast þau Guð- björgu og Sigurjón fyrir tengdafor- eldra ásamt heilli fjölskyldu sem ætíð síðan hefur verið mín fjöl- skylda. Tengdamóðir mín sem ég nú kveð eftir öll þessi ár var mér ætíð sem fastur punktur í tilverunni, traust og örugg, hún var ákaflega heilsteypt kona sem ég bar ávallt virðingu fyrir og tók mark á. Þó eitthvað færi úr- skeiðis, eins og gengur og gerist í stórri fjölskyldu, gerði hún ekki mikið úr því heldur talaði fólk til og þá ekki með látum heldur rökum. Aldrei heyrði ég hana hækka rödd- ina þar sem hún hélt ávallt ró sinni þannig að eftir var tekið. Ein minning um tengdamóður mína er mér ákaflega kær en það var þegar fyrsta barnið okkar var að koma í heiminn sem gerðist síðla nætur á yndislegri sumarnótt. Væntanlegur faðir stóð einn á hlaði Fæðingarheimilisins við Eiríksgötu eftir að hafa kvatt sína elskuðu en þá var það ekki til siðs að feður fengju að vera viðstaddir svo stórkostlega stund sem fæðing barns er. Tengda- foreldrar mínir voru þá til heimilis skammt frá svo gangan til þeirra var ekki löng. Ég bankaði á herberg- isgluggann hjá þeim og eftir skamma stund var tengdamóðir mín komin til dyra og það fyrsta sem hún sagði við mig var: „Jæja, er nú kom- ið að því, ég fann þetta á mér, svaf eitthvað illa, þetta lá í loftinu.“ Það sem ég veitti strax athygli var hvað hún var róleg, síðan áttum við þarna tvö saman stund sem ég geymi í minninguni sem eina dýrmætustu minninguna um hana. Hún sagði að þetta gengi allt vel, engin hætta á öðru, þarna talaði kona sem hafði sjálf alið fimm börn og mér fór strax að líða betur í návist hennar og ótt- inn við að eitthvað færi úr skorðum hvarf. Eins og áður sagði sátum við þarna tvö, ég og hún, þar til síminn hringdi og rödd í símanum tilkynnir að lítil stúlka væri fædd. Þarna á þessu andartaki var mér öllum lokið, ég brast í grát og féll í faðm hennar og á þeirri stundu innsigluðum við vináttu okkar til síðasta dags. Á þá vináttu féll aldrei skuggi. Ég mun geyma í huga mér minningar um elskulega tengdamóður sem gott var að vera í návist við, hafði bætandi áhrif á alla sem hana umgengust. Hún var í eðli sínu alvörugefin og hugsandi kona en gat líka slegið á léttar nótur ef því var að skipta, hlegið og glaðst í góðum hópi. Þó sérstaklega í hópi barna sinna og þá var nú oftar en ekki líf í fólkinu og mamma tók þátt í því eins og aðrir og naut stundarinnar. Gott finnst mér að minnast sam- skipta tengdaforeldra minna sem voru samhent hjón sem höfðu á stundum gaman af smá stríðni við hvort annað en allt var það í gamni gert. Þau áttu fallegt heimili þar sem góðvildin var ráðandi og þau voru veitendur. Síðustu níu árin bjó hún ein og hélt uppi þeim anda sem þau hjónin höfðu skapað í samein- ingu. Heimilið bar þess vott að styrkar stoðir höfðu verið byggðar í fyrstu. Tengdamóðir mín hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum, sagði þá sína meiningu en aldrei var ég viss um hvar hún stóð í hinni svo- kölluðu pólítík enda ekki á vísan að róa í þeim málum. Hún hafði gaman af lestri bóka, var víðlesin og hélt áfram að njóta lesturs fram undir það síðasta. Hún var trúuð kona og mottóið hennar var að það sem við gerum í dag fáum við launað síðar. Ég er viss um að þar sem hún er núna er ljós og birta, hún vildi öllum vel og vildi að allir væru góðir hver við annan. Lífsstarf hennar hefur svo sannarlega skilað árangri sem okkur eftirlifandi er hollt að minn- ast. Tengdamóðir mín var fyrirmynd sem ætíð var tilbúin ef á þurfti að halda, algjör reglumanneskja sem hafði gildi trúmennsku og heiðar- leika í fyrirúmi. Ég var svo lánsamur að hafa kvatt hana örfáum klukkustundum fyrir andlátið en í veikindum sínum s.l. tvö til þrjú ár sýndi hún það æðru- leysi sem henni var svo eðlilegt. Allir afkomendur hennar hafa misst mik- ið þegar hennar nýtur nú ekki leng- ur við og hornsteinn fjölskyldunnar er farinn. Því vil ég vil minnast orða tengdaföður míns er hann talaði til afkomenda þeirra hjóna þá er þau héldu upp á gullbrúðkaup sitt fyrir tólf árum. Hann sagði: „Styrkur hverrar fjölskyldu felst í samheldni hennar“ og í anda þeirra beggja bið ég þess sama til okkar allra. Að endingu vil ég þakka fyrir að hafa átt slíka tengdamóður og vildi að fleiri ættu svo góðar minningar um tengdamóður sína því það er ómetanlegt og fyrir það þakka ég af einlægni. Þakkir til allra þeirra sem komu að sjúkrabeði hennar og á ég þá við bæði hjúkrunarfólk og ætt- ingja, þið hafið öll verið svo góð. Blessuð sé minning elsku tengda- móður minnar, guð geymi hana og hennar minningu. Steindór. Kæra Gugga amma. Nú hefur þú fengið þína endanlegu hvíld. Það var nú alltaf notalegt að koma til þín í Heiðdalshús og setjast í eld- húskrókinn hjá þér og gæða sér á kræsingunum sem þú settir á borð fyrir okkur. Og það var ósjaldan sem við börnin lékum okkur í gestaher- berginu að öllum fallegu leikföngun- um sem þú áttir og svo enduðu heim- sóknir ævinlega með því að þú gaukaðir að okkur brjóstsykursmola sem við mauluðum á leiðinni heim. Þessar stundir með þér er ég þakk- lát fyrir. Heimsóknirnar til þín síðustu tvö árin voru nú ekki margar, amma mín. Þú varst orðin svo veik að mér þótti einfaldlega erfitt að horfa upp á þig og geta ekkert gert, því þú hef- ur nú verið þekkt fyrir það hvað þú ert hörð af þér og þarna, amma mín, varstu því miður aðeins orðin skugg- inn af sjálfri þér. Ég hitti þig síðast í fermingar- veislunni hennar Guðnýjar. Þá varstu búin að vera veik en hafðir náð þér nokkuð vel á þeim tíma og varst sjálfri þér lík. Þá minningu geymi ég nú í hjarta mínu. Mér þykir leitt að þú skyldir ekki fá tækifæri til að hitta barnið mitt sem á að fæðast í sumar, það hefði verið gaman að eiga alla fimm ætt- liðina á mynd en það er nú bara eig- ingirni í mér. Ég veit að þú átt eftir að fylgjast stolt með langalang- ömmubarninu þínu vaxa úr grasi. Já, það eru orðnir ansi margir af- komendur þínir og eitt er víst að þeim á eftir að fjölga meira. Jæja, elsku Gugga amma, sofðu vel og skilaðu kveðju til allra hinna sem hafa kvatt okkur. Hvíl í friði. Þitt barnabarnabarn Margrét Birgitta Davíðsdóttir. Nú hefur þú kvatt þennan heim, elsku amma. Ég hefði svo gjarnan viljað hafa þig að ferðafélaga svo miklu, miklu lengur. En ég veit að nú líður þér vel. Mig langar að þakka þér, amma mín, fyrir ástina, kærleikann, öryggið, traustið og síð- ast en ekki síst vináttuna sem þú veittir mér alla tíð. Þú ert og verður okkur fyrirmynd í svo mörgu. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga von grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum (H. J. H.) Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Bára. GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR ✝ Aron Rafn Jó-hannesson fædd- ist á Selfossi 9. ágúst 1986. Hann lést á Barnaspítala Hrings- ins hinn 15. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans eru: Sigríður Garðarsdóttir, f. 14. ágúst 1962, og Jó- hannes G. Brynleifs- son, f. 22. júlí 1956. Bræður Arons Rafns eru: Pétur Freyr Jó- hannesson, f. 20. apríl 1990, og Númi Snær Jóhannesson, f. 16. júní 1995. Aron Rafn ólst upp hjá foreldrum sínum í Þorlákshöfn og enn- fremur var hann til heimilis á vistheimili fyrir börn í Álftarima 2 á Selfossi. Hann lauk sinni grunn- skólagöngu frá sér- deild Sólvallaskóla á Selfossi og var í sér- deild Fjölbrautaskóla Suðurlands er hann lést. Útför Arons Rafns fer fram frá Þorláks- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveðjum við Aron Rafn í hinsta sinn. Baráttu hans við veik- indi sín er lokið. Aron var hluti af samheldinni fjölskyldu og þegar einn hlekkur keðjunnar kveður, skapast visst tómarúm sem erfitt er að fylla. Hann Aron okkar var fjölfatlaður og oft á tíðum heilsuveill, en hann var seigur í baráttu sinni. Hann lék sér aldrei eins og börn sem fæðast heil- brigð. Aron var rólegur og fylgdist með, þó hann gæti ekki tjáð sig. Hon- um leið best innan um margmenni og að heyra óminn af háværum ættingj- um. Þá leið honum vel, gat fylgst með fólkinu og hlustað á skarkalann. Allt sem var á hreyfingu fangaði athygli hans. Ef mikil hreyfing var í kring- um hann, horfði hann oft hugfanginn á. Aron þekkti raddir og kættist þeg- ar hann heyrði málróm þeirra sem hann þekkti, þegar þeir kíktu í heim- sókn. Oft var margt um manninn því veislur fjölskyldunnar eru stórar og mikið talað, rökrætt og hlegið. Við systkinin vorum mikið í kringum Ar- on og við eigum góðar minningar um hann, eins og foreldrar okkar. Aron var fallegur yst sem innst og mun ávallt eiga sér stað í hjarta okkar. Að lokum viljum við votta Sirrý, Jóa, Pétri Frey og Núma Snæ samúð okkar. Blessuð sé minning þín, kæri frændi. Ásdís Garðarsdóttir, Einar Ármannsson, Una Björg Einarsdóttir, Ármann Einarsson, Emil Karel Einarsson. Í dag kveðjum við okkar kæra Ar- on Rafn. Á svona stundu hrannast minningarnar upp eftir tíu ára sam- veru í Álftarimanum. Aron Rafn var ljúfur drengur sem verður sárt sakn- að. Við þökkum Aroni Rafni fyrir samveruna og minnumst hans með virðingu og þakklæti. Elsku Sirrý, Jói, Pétur Freyr, Númi Snær og aðrir aðstandendur og vinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Þú varst okkur gleðigeisli, góða barn, um liðna tíð, eins og blóm á björtu vori, er brosti móti sólu hlið. En vetur kom og voðinn kaldi vafði um okkur heljar mund. Sorgin skar og sárin blæddu að sjá þig líða að hinstu stund. (Guðrún Jóhannsd.) Starfsfólk Álftarima 2. ARON RAFN JÓHANNESSON Móðir okkar, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Skúlagötu 72, Reykjavík, andaðist á Landspítala Landakoti að morgni föstudagsins 23. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Vignir Albertsson, Sesselja Margrét Albertsdóttir, Guðný Þóra Böðvarsdóttir, Alberta Guðrún Böðvarsdóttir, Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, AÐALHEIÐUR SIGRÍÐUR SKAPTADÓTTIR, lést á elliheimilinu Grund þriðjudaginn 13. apríl síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þorgrímur Einarsson, Skapti Þorgrímsson, Sigríður Anna Þorgrímsdóttir, Einar Þorgrímsson, Ragnar Lúðvíg Þorgrímsson og aðrir vandamenn. Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð, vináttu og hlý- hug við fráfall og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR JÓHÖNNU JÓHANNSDÓTTUR, Hraunbergi, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 3-B og 2-A á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og umhyggju. Sveinn Rúnar Björnsson, Dýrleif Pétursdóttir, Jóhann Reynir Björnsson, Ása Haraldsdóttir, Guðrún Erna Björnsdóttir, Björn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.