Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 41 enda varstu friðsæll og fallegur að vanda. Þegar ég kom heim eftir að hafa verið hjá þér ilmuðu hendur mín- ar af raksápu og rakspíra, það var svo notalegt. Margs er að minnast, elsku afi minn, skemmtilegar voru allar ferð- irnar okkar út á mýri með allt nestið í grænum netpoka. Yfirleitt var sest á Vöðlahólinn til að borða nestið okkar og þú sagðir mér að gefa álfunum sem búa í vörðunni með mér af nestinu, þú sagðir að þeir myndu launa mér það seinna. Allir reiðtúrarnir okkar sem við fórum í um sveitina, og ég á Þyt gamla. Skemmtilegast fannst mér að fara með þér í reiðtúr að Kaldaðar- nesi, það var svo langt að fara og þá var tekið með nesti. Eftirsóknarvert var að fara í reiðtúr að Ljónsstöðum, þar var alltaf fullt borð af kökum og við vorum bara tvö, alveg stórkost- legt. Oft æfði ég mig í að syngja fyrir þig texta sem ég var að semja og breyta. Þú hrósaðir mér mikið fyrir þessar textasmíðar. Þakka ég þér innilega fyrir þolinmæðina og áhug- ann sem þú sýndir lítilli dömu. Eitt lag er það sem stendur upp úr þegar ég hugsa um þig, afi minn, það er lag- ið „lambið mitt með blómann bjarta“. Það var nú oft sungið fyrir okkur barnabörnin og nú seinna langafa- börnin og svo var hossað hressilega í takt. Alltaf fannst mér vænt um þegar þú kallaðir mig „stelpuna þína“ og enn meira nú í seinni tíð þegar Andr- ea Björk dóttir mín var líka orðin „stelpan þín“. Við viljum þakka þér, elsku afi, fyrir það hversu góður þú varst börnunum okkar. Þér var mikið annt um allan barnahópinn þinn. Langafabörnunum fjölgaði ört. Þú óskaðir þess að ná þrjátíu langafa- börnum áður en þú færir til ömmu. Þér varð því miður ekki að ósk þinni. Vegleg sængurgjöf var í boði, sem var bara snilld. En besta og veglegasta gjöfin er að hafa kynnst þér. Við Ol- geir kveðjum þig, elsku afi minn, og þökkum þér fyrir allt. Bára. Það verður tómlegt að koma heim til Íslands framvegis, nú þegar afi er farinn. Það var alltaf gott að heim- sækja hann. Hlátur og gleði er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til hans. Ég var svo heppinn að fá að vera mikið með honum sem barn. Það eru margir reiðtúrarnir á mýrinni í Byggðarhorni sem við höfum farið saman. Tíu ára gamall var ég ráðinn sem sumarvinnumaður hjá honum, og er mér sauðburðurinn afar minnis- stæður, þar sem við riðum um mýrina frá morgni til kvölds til að líta eftir fénu. Það var ekki amalegt fyrir lítinn strák úr Mosfellssveitinni að fá að vera svona mikið með afa sínum. Ég minnist þess sem barn að ég gat alltaf talað við afa. Hann hefur alltaf átt ein- staklega auðvelt með að tala við fólk og ég fylltist alltaf öryggistilfinningu í návist hans. Hann átti sérstaklega gott með að ná sambandi við börn og var stoltur af öllum afa– og langafa- börnunum sínum. Þegar að við vorum á Íslandi fyrir tveimur árum í nokkra mánuði vorum við mikið hjá honum, og hann naut þess að fá heimsókn og upplifa lang- afabörnin sín. Fyrir fjórum árum kom hann hingað til Danmerkur að heim- sækja okkur. Það var í maímánuði þegar gróðurinn er allur sprunginn út og raps-akrarnir enn þá gulir. Hann átti ekki til eitt einasta orð yfir öllum gróðrinum og skildi vel að við vildum búa hér. Afi var yfirleitt mjög jákvæður maður, en gat þó fundið einn nei- kvæðan punkt við Danmörku. Hann taldi það nær vonlaust að smala hér. Maður þyrfti allavegana að vera með góðan hund. Að lokum vil ég þakka þér, afi minn, þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér. Þú kenndir mér að hrósa og skamma á sangjarnan hátt, nægjusemi, vera kurteis en samt ákveðinn, vera hreinskilinn, þakklát- ur og mannlegur. Þú kenndir mér fað- irvorið. Takk fyrir það. Megir þú hvíla í friði. Haraldur Sigvaldason.  Fleiri minningargreinar um Geir Gissurarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs stjúpföður míns og bróður, PÉTURS PÁLSSONAR, Skálahlíð, áður Túngötu 39, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu Sjúkrahúss Akureyrar og Sjúkrahúss Siglu- fjarðar fyrir góða umönnun. Birgir Steingrímsson, Gunnar Pálsson, Páll Pálsson, Gísli Pálsson, Jóhannes Pálsson, Sigrún Hansdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum, er sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA PÁLMARSSONAR, Nóatúni 28, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Ágústa Björnsdóttir. Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR Dúa, Sörlaskjóli 60, sem lést á Landspítalanum Fossvogi laugar- daginn 17. apríl, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 26. apríl kl. 15.00. Guðbjörn Guðjónsson, Margrét Valdimarsdóttir, Sigurjón Yngvason, Steinunn Valdimarsdóttir, Steingrímur Dagbjartsson, Þorbjörg Valdimarsdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson, Unnur Valdimarsdóttir, Eyþór Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttuhug við andlát og út- för ástkærs bróður okkar, mágs og frænda, EINARS BJÖRNSSONAR frá Ingunnarstöðum, Kjós. Guðný Guðrún Björnsdóttir, Birgir Hannesson, Kristín Björnsdóttir, Guðmundur K. Stefánsson, Lárus Björnsson, Eva Erlingsdóttir, Finnbogi Björnsson, Ásrún Atladóttir, Arndís Björk Brynjólfsdóttir, Elín Anna Lárusdóttir, Björn Finnbogason, Brynjar Þór Birgisson, María Björk Lárusdóttir. Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, dóttur, systur, mág- konu og tengdadóttur, STEINUNNAR HELGADÓTTUR félagsráðgjafa, Grenimel 28, Reykjavík. Ykkar stuðningur hefur verið okkur ómetanlegur á þessum erfiða tíma. Guð blessi ykkur öll. Þórður Óskarsson, Eygló Ósk Þórðardóttir, Þorvarður R. Hálfdanarson, Sara Elísa Þórðardóttir, Sigurður E. Guðmundsson, Þórður Harry Kerr, Helgi Kr. Halldórsson, Elísabet Gunnlaugsdóttir, Lára V. Helgadóttir, Eric Jonson, Margrét H. Helgadóttir, Siegfried Hügemann, Gunnlaugur Helgason, Kristín Ágústa Valsdóttir, Þuríður Eygló Þórðardóttir. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ÞYRI NIKULÁSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 26. apríl kl. 13.30. Ragna Þyri Magnúsdóttir, Guðný Edda Magnúsdóttir, Sigurður R. Pétursson, Nikulás Friðrik Magnússon, Svandís Hauksdóttir, Anna Stefanía Magnúsdóttir, Björn Heimir Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, dóttir, systir, mágkona og frænka, SNJÓLAUG G. STEFÁNSDÓTTIR verkefnisstjóri, Fagrahvammi 2B, Hafnarfirði, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi miðvikudaginn 21. apríl, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag kvenna af erlendum upp- runa á Íslandi. Styrktarsími 821 2523. Brynja Dan Gunnarsdóttir, Líney Dan Gunnarsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Gunnlaugur Stefánsson, Sjöfn Jóhannesdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jóna Dóra Karlsdóttir, Ásgeir Gunnar Stefánsson, Sigrún Björg Ingvadóttir, Finnur Torfi Stefánsson, Steinunn Jóhannesdóttir og bræðrabörn. Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SKARPHÉÐINS NJÁLSSONAR, Sólvallagötu 9, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við Lögreglunni í Reykjavík, Lögreglukór Reykjavíkur, Karlakór Keflavíkur og Ester Ólafsdóttur organista. Guð geymi ykkur. Anna Margrét Jónsdóttir, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Eyþór Jónsson, Njáll Skarphéðinsson, Jón Valgeir Skarphéðinsson, Anna Andrésdóttir, Sigurður Skarphéðinsson, Linda H. Birgisdóttir, Eysteinn Skarphéðinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, fósturmóður og tengdamóður, SIGRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Lindargötu 18, Siglufirði. Sólrún Magnúsdóttir, Erling Jónsson, Guðjón B. Magnússon, Jóhanna Stefánsdóttir, Sigurlaug Magnúsdóttir, Guðmundur J. Guðmundsson, Emil H. Pétursson, Ragna Ragnarsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.