Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 43

Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 43 Bjarna og Ragnheiði, sem nú eru 20 og 18 ára, mannvænleg í besta lagi, en eldri börnin þrjú eru öll nýlega búin að stofna heimili og öll með eitt til tvö börn og enn oft á heimaslóðum, þegar þau geta hjálpað til við bústörfin, eða á hátíðum og tyllidögum. Þá hefur oft verið mannmargt þar og glatt á hjalla, þegar þessi stóra fjölskylda hefur safnast saman í Háholti og notið sam- vista á hinu góða og glaða heimili Möggu og Más. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hve mikilvægt það er fyrir hvert sveitarfélag að vel menntað hæfi- leikafólk sitji bújarðirnar og fái ráð- rúm til að undirbúa næstu kynslóð til að taka við og hvílast í skjóli næstu kynslóðar á heimaslóðum. En svo mildum tökum veitti for- sjónin ekki hinum góðu hjónum að ljúka sínum starfsdegi, því að Már fékk óviðráðanlegan sjúkdóm að berjast við síðastliðið sumar og þar fengu heitar bænir eiginkonu, barna og fjölmenns vinahóps litlu um þokað. Már mætti dauða sínum með sama æðruleysi og öðru mótlæti sem á hann hafði verið lagt í lífinu. Fyrir fáum dögum þegar ég kom að Háholti, skein mild vorsólin á bæj- arþilin. Enginn var þar úti við en fág- uð umgengni og hreinleiki blasti við og minnti á að hér hafði góður verk- maður lokið störfum og tekið sér hvíld. Ég vissi að þó að Más nyti hér ekki lengur við, þá myndi hinn stóri hópur barnanna í Háholti lengi hér eftir njóta leiðsagnar þessa óeigingjarna föður, sem aldrei hafði mælt styggð- aryrði til nokkurs manns en studdi alla sína nánustu til meiri þroska og getu. Ég fann þó að hér hlaut að ríkja djúp sorg og söknuður hjá öllum börnunum og þó mestur hjá ekkjunni hans, sem hefur nú misst svo mikið. En henni hafa nú verið gefnir miklir sálarkraftar og æðruleysi, og ég veit að minningin um hennar góða mann, mun gefa henni aukna krafta til að hjálpa hinum góða efnivið sem býr í barnahópnum til áframhaldandi þroska og góðra verka. Þá vil ég votta foreldrum Más inni- lega samúð við fráfall mikilhæfs son- ar, og sömuleiðis systkinum hans og frændliði öllu. Blessuð veri minning hans Más. Hjalti Gestsson. Í dag kveðjum við vænan mann, góðan vin, mág og svila, Má Haralds- son í Háholti. Már er fallinn frá eftir erfið veikindi, langt um aldur fram. Lífshlaupi hans og mætum störfum í þágu landsmanna og landverndar verður ekki lýst hér, til þess munu aðrir verða, en víst er að við og margir aðrir harma það að honum skuli ekki hafa enst líf og heilsa til þess að sinna áfram þeim mikilvægu störfum sem hann hefur lagt sig fram um á liðnum árum. Már hafði þá eiginleika til að bera að vera fullkomlega heiðarlegur og hreinskiptinn í samskiptum við sam- ferðamenn sína, eiginleikar sem virð- ast ekki hafðir í heiðri af mönnum nú til dags í sama mæli og áður var. Þeg- ar við minnumst hans kemur í hugann hve orðvar hann var alla tíð, aldrei heyrðum við hann hallmæla nokkrum manni og aldrei leggja annað en gott til nokkurs manns, þótt hann stæði í stórræðum. Þegar rætt var um mál sem stóðu hjarta hans nær var augna- tillit hans hlýtt og lýsti af góðlátlegri kímni. Skólameistari okkar og vinur í Menntaskólanum á Laugarvatni, Jó- hann Hannesson, orti á sínum tíma erfiljóð eftir ungan og efnilegan mann, sem hljóðar svo: Við spyrjum drottin særð, hvers vegna hann hafi það dularfulla verkalag að kalla svona vænan vinnumann af velli heim á bæ um miðjan dag. Þetta ljóð, þótt samið hafi verið um mun yngri mann, finnst okkur eiga vel við þegar Más Haraldssonar er minnst. Margt var óunnið, en framlag hans verður sporgöngumönnunum hvatning til að halda áfram þeim verkum, sem hann lagði lið. Að lokum sendum við innilegar samúðarkveðjur til Möggu og ann- arra ástvina Más. Gestur og Drífa. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera sem strákur í sveit í Háholti fyrstu sumrin eftir að Már flutti þangað. Þá kom í ljós að þar sem Már fór var enginn meðalmaður, heldur svo miklu meira en það. Sumrin í Há- holti hjá Má, Möggu föðursystur minni og krökkunum voru frábær tími og fæ ég aldrei fullþakkað þá góðu lífsreynslu sem þar varð til. Ég þakka fyrir þær stundir sem mér auðnaðist að eiga í návist Más, en þær voru allt of fáar. Innilegar samúðar- kveðjur sendi ég Möggu, krökkunum þeirra, systkinum hans, foreldrum og öllum öðrum vinum. Páll Gestsson. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund að næst þegar við rennum í hlað í Háholti verði þar enginn Már að taka á móti okkur. Enginn Már með kank- víst bros og hlýju, ávallt reiðubúinn að gera hvaðeina sem greitt gæti götu manns, hvort heldur að lána töng, traktor eða hest, eða bara spjalla meðan pípan var hreinsuð. Með þér er horfin ein af akkerisfestum tilver- unnar, fastur punktur sem færði manni heim sanninn um hve mikil- vægt það er að eiga góða að; hversu miklu máli það skiptir að finnast mað- ur alltaf velkomin. Elsku Magga, það hefur ekki liðið sá dagur undanfarna mánuði að við höfum ekki hugsað til ykkar, og í dag sendum við ykkur öllum okkar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur. Steinþór, Ásta, Þórhildur og Katla. Þú, Árnesþing, ég elska nafnið þitt, þar upp til fjalla er helgisetrið mitt, er morgungeislans mildi fyrst ég naut við móðurskaut. (Eiríkur Einarsson.) Það hefur fallið vorhret á glugga. Mikill harmur er kveðinn að ástvinum Más Haraldssonar, eiginkonu og börnum þeirra og ástvinum öllum. Góður drengur var fjötraður helj- arböndum þess válega sjúkdóms sem svo marga leggur að velli í blóma lífs- ins. Sveitin hans og héraðið allt drúpir höfði í sorg, þegar maður á besta aldri er kvaddur hinstu kveðju á miðjum starfsdegi. Már í Háholti átti sér hugsjónir og sterkan vilja til að leiða fram og verða að liði í málefnum sveitar sinnar og héraðs. Hann var öflugur bóndi með sterka sýn á þróun landbúnaðarins. Sauð- fjárræktin var honum mikið áhuga- mál, þar var hann með fremstu rækt- unarmönnum. Einnig hafði Már mikla unun og áhuga á ræktun ís- lenska hestsins. Hann hafði næmt auga og átti gott með að velja sér hestsefni og sjá út gott gæðingsefni. Þar eins og í sauðfjárræktinni var það ræktunarmaður sem réð ferðinni. Hann var ágætur reiðmaður og naut sín vel í smalamennsku og fjallferð- um. Fjallkóngur Gnúpverja árum saman í eftirsafni og einnig síðustu árin í fyrstu göngum. Orðlagður vinur og leiðbeinandi við þá sem yngri voru, þekkti öll kennileiti á afréttinum og miðlaði af þekkingu sinni. Þegar fjallsafnið rann fram var „Knapinn á hestbaki kóngur um stund“, og gleði hans var í hámarki í góðra vina fundi í Skaftholtsréttum á hverju hausti. Már var hógvær og prúður maður að allri gerð. Hann sóttist ekki eftir athygli eða leiðandi störfum en það kom eins og af sjálfu sér að sveitung- ar hans og samtíð fann að þeim mál- efnum sem hann sinnti var vel borgið undir hans leiðsögn. Þeim er þessi fátæklegu orð ritar kom hann fyrir sjónir sem góður hlustandi og athugull maður sem kynnti sér vel staðreyndir hvers máls og fylgdi svo eftir lífsskoðun sinni og sannfæringu. Þegar hann hafði tekið afstöðu fylgdi þeirri niðurstöðu kraft- ur og eldmóður hins sannfærða manns sem þá var fastur fyrir og lét ekki haggast. Már var kjörinn oddviti hins sam- einaða sveitarfélags Skeiða- og Gnúp- verjahrepps við síðustu sveitarstjórn- arkosningar. Þar átti hann sér drauma um gott mannlíf og lagði sig fram um að marka sveitarfélaginu sem skýrasta umgjörð. Þekktastur verður hann þó fyrir baráttu sína fyrir verndun Þjórsár- veranna. Þar átti náttúrubarnið og smalinn sér draum um að ekkert það yrði aðhafst sem raskaði eða skemmdi einstaka perlu öræfanna, Þjórsárverin sjálf. Um Norðlingaölduveitu urðu mikil átök og á margan hátt óbilgjörn, þar sem ásakanir flugu á báða bóga. Ég átti mörg samtöl og sat marga fundi með Má vegna þessa máls, aldrei man ég eftir að hann segði æðruorð eða félli stóryrði af vörum þótt hann og baráttumenn Þjórsárveranna væru ásakaðir um að standa í vegi fyrir stækkun Norðuráls. Ég fann að hann fagnaði úrskurði og sáttagjörð setts umhverfisráð- herra og vildi vinna það mál áfram. Hins vegar sárnaði honum frjálslegar túlkanir virkjunarsinna á úrskurðin- um og hélt fast á sinni sannfæringu. Nú gefst stund milli stríða. Norður- ál hefur eftir öðrum leiðum fullnægt sinni raforkuþörf sem áður var talið vonlaust. Því gefst bæði tími og staða til að kasta mæðinni og ná sátt um Þjórs- árverin að þeim verði ekki fórnað eða sett í neina þá óvissu sem valdi vafa í framtíðinni. Már Haraldsson var ljúfur og þægilegur maður á góðri stund sem lagði gott til málanna. Hann er kvadd- ur hinstu kveðju með virðingu og þökk samferðamannanna. Ég legg af stað án leiðsagnar og mals, mér lokast hvergi vegur austanfjalls. Ég sigli hraðbyr sumarloftið blátt í sólarátt (Eiríkur Einarsson.) Já, Már Haraldsson heldur í sól- arátt, við eigum minningu um góðan dreng sem gat sér gott orð og er sárt saknað. Minningin lifir þótt maðurinn deyi. Ég votta Margréti eiginkonu hans og börnum þeirra, foreldrum og systkinum djúpa samúð. Guðni Ágústsson. Við viljum þakka Má fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur. Okkur þótti afskaplega vænt um hann. Sem börn og unglingar fengum við að dvelja á sumrin á heimili hans í Háholti. Það var eins og okkar annað heimili og þar leið okkur alltaf vel. Fyrir þann tíma erum við eilíflega þakklátar. Við litum upp til hans og hann reyndist okkur ákaflega vel með góð- mennsku sinni, hjálpsemi og einstak- lega þægilegri nærveru. Við gleym- um aldrei sumrunum sem við vorum í Háholti. Már mun alltaf skipa sér- stakan sess í huga okkar. Að hafa kynnst manneskju eins og honum er ómetanlegt. Við söknum hans sárt. Elsku Magga, Bjarni, Ragnheiður, Steinþór Kári, Siggi, Birna, Viðar og aðrir aðstandendur, við samhryggj- umst ykkur innilega. Steinunn Björg og Freyja Birgisdætur.  Fleiri minningargreinar um Má Haraldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Í Menntaskólanum á Akureyri gætti stund- um nokkurrar tor- tryggni gagnvart nem- endum sem komu úr höfuðstaðnum. Það fannst jafnvel á að það fólk væri varla vandræðalaust sem hefði verið sent í annan landsfjórðung til að stunda nám. Við Halli sem vorum bæði Reykvíkingar fundum því til nokkurs skyldleika okkar í milli sem kom fram í því að þótt við deildum hressilega og værum sjaldnast sam- mála um nokkurn skapaðan hlut snerum við bökum saman þegar mikið lá við. Þórarinn Björnsson skólameistari sagði einhverju sinni að rætur vináttunnar væri gjarnan að finna í einstæðum augnablikum þar sem menn skynjuðu ákveðna samkennd sem ekki væri hægt að orða. Slíkar stundir voru ekki fátíðar í Menntaskólanum á Akureyri. Við bekkjarsystkinin vorum samrýnd og glaðvær og tókst ágætlega þegar á heildina er litið að blanda saman námi og félagslífi. Flest okkar dvöld- umst fjarri heimilum okkar og fjöl- skyldum og því urðum við að fylla skarð systkina og foreldra ef svo bar undir. Það urðu því mörg augnablik- HARALDUR BLÖNDAL ✝ Haraldur Blön-dal hæstaréttar- lögmaður var fædd- ur í Reykjavík 6. júlí 1946. Hann lést 14. apríl síðastliðinn og var honum sungin sálumessa í Krists- kirkju í Landakoti í gær. in á þessum mótunar- árum þar sem hugur- inn er hvað viðkvæm- astur og opinn þar sem við fundum fyrir lífs- undrum sem við deild- um hvert með öðru. Það gat verið svo margt sem vorum að uppgötva í fyrsta sinni og vorum að brjóta til mergjar hvert með öðru að við urðum eins slípaðar steinvölur sem höfðu velkst í öldu- rótinu þegar mennta- skólaárunum lauk – það var fátt sem kom okkur á óvart í fari hvers annars. Þórarinn skólameistari hafði það fyrir sið að kalla okkur á sal. Stund- um var það bara til að syngja og lyfta andanum en oft flutti hann okk- ur hugleiðingar einhvers hálærðs heimspekings, skálds eða tíðindi úr hinum stóra heimi. Halli hafði hæfni til að fanga þessi augnablik og geyma þau í hjarta sér. Hann gat farið orðrétt með ræður Meistara sem hann flutti af munni fram á mik- ilvægum augnablikum en voru hvergi skráðar. Þannig varðveitti hann með og fyrir okkur samkennd- ina sem við finnum fyrir þegar fund- um okkar bekkjarsystkinanna ber saman. Hann kunni alla söngtext- ana, mundi mikilvæg tilsvör og brá skoplegri sýn á ótrúlegustu atvik. Þegar við urðum 25 ára stúdentar gáfum við skólanum listaverk sem við helguðum kennurum okkar. Har- aldur sagði af því tilefni að undirrit- aðri hefði tekist að láta heilan ár- gang gefa Menntaskólanum á Akureyri minningargjöf um sjálfa sig. Þessi athugasemd lifir og kitlar hláturtaugarnar þótt listaverkið sjálft hafi því miður orðið forgengileikanum að bráð. Haraldur sagði þetta ekki til að meiða enda átti hann ekki til falskan streng í brjósti sér. Það var sólbjartur 17. júní þegar við söfnuðumst saman í síðasta skipti á sal. Skólameistari stóð í pontu, hrærður og votur um augu. Þegar við höfðum staðið þögul drjúga stund kvaddi hann okkur og bað okkur að ganga heil út í sól- skinið. Þau kveðjuorð flyt ég nú vini mínum Haraldi Blöndal. Hann var heill í lund, tryggur vinum sínum og auðgaði mannlífið með sínum sér- staka hætti. Við bekkjarsystkinin biðjum algóðan föður og vin alls sem er að annast vin okkar í nýjum heim- kynnum, græða sár hans og milda sorg ástvina hans. María Jóhanna Lárusdóttir. Lífsgöngu Haralds Blöndals er lokið. Henni lauk alltof snemma, en síð- asti spölurinn varð honum erfiður. Haraldi kynntist ég ekki fyrr en ég var kominn vel yfir miðjan aldur, þótt ég hefði haft spurnir af honum, enda kunnugur bræðrum hans Benedikt og Halldóri og ættingjum hans austan fjalls, sem ég þekkti af góðu einu. Haraldur var vel af guði gerður, gáfaður og afar myndarlegur. Haraldur var lærður lögræðingur og hæstaréttarlögmaður að starfi, sem honum fórst einkar vel úr hendi. Snemma lét hann að sér kveða á op- inberum vettvangi, einkum í blaða- greinum, þar sem hann varaði við allri vinstri villu og ekki vanþörf á. Skrif hans vöktu þjóðarathygli, enda var hann vel ritfær og vel meinandi. Á fullorðins árum urðu straum- hvörf í lífi hans er hann gekk hinni katólsku kirkju á hönd. Var hann einlægur í trú sinni og rækti hana vel eins og allt sem hann að gekk. Til dæmis að taka dvaldi hann í klaustri í Evrópu um nokkra hríð. Hvar sem hann kom flykktist fólk að honum enda var hann vel máli farinn, bráðfyndinn og hafði næmt auga fyrir öllu skoplegu. Að leiðarlokum þakka ég honum fyrir samfylgdina, sem létti mér leið- ina á lífsgöngu minni. Ég votta börnum hans og systk- inum einlæga samúð mína og bið þeim Guðs blessunar. Þorvaldur Lúðvíksson. Ég var drenghnokki á Grettisgöt- unni þegar leiðir okkar Haraldar Blöndal lágu fyrst saman. Honum hafði sinnast við eldri systur sína og var að safna liði til þess að berjast gegn ofureflinu, en systirin var bæði stærri og sterkari en hann. Það var vaskur hópur með Halla í farar- broddi sem stormaði niður á Lauga- veg þar sem óvinurinn beið. Það varð þó lítið úr hetjunum þeg- ar systirin óð á móti her Halla og tvístraði honum í allar áttir. En þessi lífsreynsla varð til þess að við bundumst böndum sem aldrei slitn- uðu. Örlögin höguðu því svo að við fluttumst báðir úr miðbæ Reykja- víkur inn á Rauðalæk, sem þá var í útjarðri bæjarins. Þangað sem han- inn galaði á morgnana og strákar eins og við áttum ómælt athafna- svæði. Uppátæki okkar voru af ýms- um toga og yrði of langt mál að telja þau öll upp. Svo lá leiðin í Laug- arnesskóa, þar vorum við skóla- bræður. Við stofnuðum hin ýmsu fé- lög, bæði leynifélag og fótboltafélag. Prakkaraskapur var hluti af tilver- unni þá og alla tíð geymdi Halli strákinn í sér. Hann varð heimagangur hjá for- eldrum mínum og deildum við öllu sem strákar á þessum aldri deila. Við fórum saman í gegnum gelgju- skeiðið, sem þá var ekki búið að gefa það nafn, áttum okkar umræður um hitt kynið og leyndardóma lífsins. Við fórum saman í veiðiferðir, úti- legur, bíó og leikhús. Sem ungir menn unnum við sam- tíða í Hvalstöðinni uppi í Hvalfirði þar sem Haraldur var skurðarmað- ur en ég var í óæðri verkum. Tók hann þetta ábyrgðarstarf sitt alvar- lega og ég, undirmaður hans, sýndi honum tilhlýðilega virðingu. Halli var skemmtilegur, hafði gott skopskyn, var staðfastur og fylginn sér ef svo bar undir og tæki hann eitthvað í sig varð því ekki haggað. Og hann var vinur vina sinna. Eins og gengur á lífsbrautinni lágu leiðir okkar ekki alltaf saman. Við hittumst þó af og til, eða annar hringdi í hinn og þá var alltaf eins og við hefðum hist í gær, en ekki fyrir mánuðum eða jafnvel árum. Ég heimsótti Halla þegar hann var orðinn veikur og áttum við góðar stundir, þar sem rifjuðum upp bernsku okkar og æsku. Við töluðum um að fara að veiða saman í sumar, en báðir vissu að um það gat brugðið til beggja vona. Að leiðarlokum vil ég kveðja Halla vin minn og þakka honum fyrir að vera sá æskuvinur sem hann var. Við Margrét sendum börnum hans og öðrum aðstandendum inni- legustu samúðarkveðjur. Hákon J. Waage.  Fleiri minningargreinar um Har- ald Blöndal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.