Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ HIÐ árlega dansmót barna og unglinga sem haldið er í Blackpool á Englandi fór fram á dögunum. Mót- ið stóð yfir í fimm daga og var keppni fyrir dansarana á hverjum degi. Stærstu keppnirnar eru meistarakeppnirnar og eru þær tvær í hvorum aldursflokknum, það er í standarddönsum annars vegar og hins vegar í s.-amerískum döns- um. Íslendingar hafa tekið þátt í þessu móti í u.þ.b. 15 ár og voru það þessu sinni sex pör sem lögðu land undir fót og tóku þátt í keppnunum sem þar voru í boði. Í flokki barna (11 ára og yngri) kepptu tvö pör. Það voru þau Sigtryggur Hauksson og Eyrún Stefánsdóttir frá Dans- íþróttafélaginu Gulltoppi og Sigurð- ur Már Atlason og Sara Jakobsdótt- ir frá Dansíþróttafélagi Hafnar- fjarðar. Í flokki unglinga (12–15 ára) kepptu þau Adam Erik Bauer og Þóra Björg Sigurðardóttir frá Dansíþróttafélaganu Gulltoppi, Gísli Bergur Sigurðsson og Elísa Rut Hallgrímsdóttir einnig frá Gull- toppi, Eyþór Þorbjörnsson og Hanna Rún Óladóttir frá Dans- íþróttafélaginu Hvönn og Haukur Freyr Hafsteinsson og Denise Yaghi einnig frá Hvönn. Í flokki barna voru 67 pör skráð til keppni í „British Juvenile Ball- room Championship“. Þá er keppt í standarddönsum. Í þeirri keppni komust Sigtryggur og Eyrún í 2. umferð (40 para) og Sigurður og Sara í 3. umferð (28 para). Sigur- vegarar í standarddönsum voru Andreas Roosson og Helina Oun frá Eistlandi. Það voru síðan 73 pör skráð til leiks í „British Juvenile Latin Championship“ þar sem keppt er í s.-amerískum dönsum. Þar komust Sigtryggur og Eyrún í 2. umferð (50 para) og Sigurður og Sara í 3. umferð (24 para). Sigur- vegarar voru Kirill Kolpashchikov og Sofya Shutkina frá Rússlandi. Mjög sterk keppni Í flokki unglinga voru 214 pör skráð til keppni í „British Junior Ballroom Championship“. Þetta var mjög sterk keppni og komust ís- lensku pörin því miður ekki upp úr fyrstu umferð. Sigurvegarar voru þau Nikita Brovko og Natalia Kal- ashnik frá Rússlandi. Í s.-amerísku dönsunum var slegið met í skrán- ingu keppenda. Til keppni í „British Junior Latin Championship“ voru skráð 249 pör. Þar komust tvö ís- lensku paranna, þau Eyþór og Hanna Rún og Haukur og Denise, í 2. umferð (127 pör). Sigurvegarar voru þau sömu og í s.-amerísku dönsunum og voru því tvöfaldir meistarar þetta árið. Þau eru að mínu mati hreint frábærir dansarar og vel að sigrinum komin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau sigra í Blackpool því þau voru einnig tvö- faldir meistarar þegar þau kepptu í flokki barna fyrir þremur árum. Samhliða meistaramótunum fóru einnig fram minni keppnir þar sem keppt var í einum til tveimur döns- um. Þar tókst sumum íslensku par- anna að komast lengra en í stóru keppnunum. Árlega er nokkrum þjóðum boðið til þátttöku í liðakeppni og eru tvær slíkar keppnir, ein í hvorum aldurs- flokki. Þar mynda fjögur pör lið og dansa tvö þeirra standarddansa og tvö pör s.-ameríska dansa. Íslend- ingar hafa um árabil verið þátttak- endur í þessum keppnum en því miður tókst ekki að vera með í yngri flokknum þar sem einungis tvö pör fóru héðan til þátttöku í Blackpool- dansmótinu. Sigurvegarar í báðum aldursflokkum í liðakeppninni voru frá Rússlandi. Þaðan kom mesti fjöldi keppenda á mótið og eru þeir í heildina mjög sterkir dansarar. Mér fannst íslensku pörin dansa ljómandi vel í þessari ferð og fóru þau vaxandi þegar leið á keppnina. Þetta er mikill skóli og gaman fyrir þau að sjá dansara víðs vegar úr heiminum koma saman og dansa á einum stað. Keppnin er haldin í „The Tower Ballroom“ sem er glæsilegur salur í Blackpool. Þar er hátt til lofts og eru tvær hæðir af svölum fyrir áhorfendur. Gylltar skreytingar eru upp um alla veggi og handmáluð listaverk í loftinu. Þarna er park- etgólf sem lagt er í skrautlegt mynstur. Dansararnir fá að njóta þess að dansa undir lifandi tónlist, fluttri af níu manna hljómsveit, sem er einstök upplifun og skapar frá- bæra stemningu. Níu dómarar dæmdu í keppninni og voru allir frá Bretlandi. Skipuleggjandi keppninnar til fjölda ára er Gillian MacKenzie. Þetta var í síðasta sinn sem hún skipulagði þessa keppni. Í lok keppninnar er ávallt haldin sam- koma þar sem fram koma sigurveg- arar vikunnar og fulltrúar úr lið- unum sem taka þátt í liðakeppninni. Þar var henni þakkað áralangt starf við það að skipuleggja, að margra sögn, „bestu danskeppni heims“ í flokki barna og unglinga. Íslenska liðið stillir sér upp fyrir ljósmyndara fyrir liðakeppnina í Blackpool. Sex íslensk pör dönsuðu í Blackpool DANS Blackpool á Englandi Íslensku pörin sem tóku þátt í Blackpoolkeppninni. Kara Arngrímsdóttir. FRÉTTIR Í TENGSLUM við umræðuna um fjöldatakmarkanir í ríkisháskóla vill Kennaraháskóli Íslands benda á að mörg undanfarin ár hefur skólinn bú- ið við það að þurfa að takmarka fjölda nýnema. Þrátt fyrir mikla fjölgun nemenda í skólanum undanfarin fjög- ur ár hefur fjárhagsrammi skólans ekki gert honum kleift að taka inn nema brot af þeim fjölda sem sækir um skólavist ár hvert. Síðastliðið vor var metaðsókn að skólanum en þá var aðeins hægt að bjóða þriðjungi um- sækjenda skólavist. Allt útlit er fyrir að nú í vor verði umsóknir einnig miklu fleiri en hægt verður að koma til móts við. Kennaraháskóli Íslands hefur lagt áherslu á að fjölgun nemenda við skólann komi ekki niður á gæðum kennslunnar meðal annars með því að halda í þá hefð að verulegur hluti kennslu í staðnámi fari fram í fá- mennum hópum. Í fjarnámi er lögð mikil áhersla á persónuleg samskipti stúdenta og kennara með aðstoð kennsluumhverfis á vef og kennslu í staðlotum. Haustið 2001 var tekið í notkun nýtt kennsluhúsnæði með góðum fyrirlestrarsölum og kennslu- stofum. Aðstaða til náms við Kenn- araháskólann er því mjög góð. Kennaraháskóli Íslands er miðstöð kennara- og uppeldismenntunar á Ís- landi. Skólinn menntar starfsstéttir sem skortur er á í samfélaginu og tel- ur mikilvægt að uppfylla þarfir sam- félagsins í þeim efnum og koma til móts við þá einstaklinga sem vilja leggja stund á nám á sviði kennslu, uppeldis, ráðgjafar og þjálfunar. Í umræðu um fjöldatakmarkanir í háskóla er mikilvægt að horft sé til alls háskólastigsins. Ljóst er að ef Kennaraháskólinn þarf að hafna um 1000 umsækjendum – eins og allt útlit er fyrir – má ætla að stór hluti þeirra sem ekki fá skólavist leiti eftir námi í öðrum háskólum, ekki síst Háskóla Íslands þar sem ekki hafa verið fjöldatakmarkanir t.d. í hug- og fé- lagsvísindum. Fjöldatakmark- anir árum saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.