Morgunblaðið - 24.04.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 24.04.2004, Qupperneq 46
FRÉTTIR 46 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Franskir dagar í Kringlunni Franskir dagar standa yfir í Kringl- unni þar sem fjöldi fyrirtækja kynn- ir starfsemi sína. Viðskiptavinir Kringlunnar geta kynnt sér fransk- ar snyrtivörur, franska bíla, fransk- an mat og matargerð o.fl. Tvær listakonur sýna verk sín, franska listakonan Dominique Ambroise sýnir í Gallerý Fold og íslenska lista- konan Mireya Samper sýnir verk sín á 2. hæð í norðurenda Kringlunnar. Reynir Jónasson harmonikkuleikari leikur franska tónlist í göngugötu og í dag, laugardag, munu leikarar úr kabarettverkinu Paris at night sem sýnt er í Borgarleikhúsinu taka nokkur lög á Kringlutorgi, 1. hæð. Frönskum dögum í Kringlunni lýkur á morgun, sunnudaginn 25. sept- ember. ÖBÍ efnir til málþings um verð- breytingar á lyfjum í dag, laugar- dag kl. 10–12 í í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu. Á málþinginu verð- ur leitast við að skýra stöðu sjúk- linga í samskiptum við heilbrigðisyf- irvöld og reyna að varpa ljósi á áhrif verðbreytinganna. Málshefjendur á þinginu verða: Emil Thoroddsen framkvæmda- stjóri Gigtarfélags Íslands, Eggert Skúlason frá Landssamtökum hjartasjúklinga, Ingunn Björns- dóttir framkvæmdastjóri Lyfjafræð- ingafélagsins, Kári Stefánsson for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Pétur Hauksson geðlæknir, Einar Magnússon yfirlyfjafræðingur heilbigðisráðuneytisins og Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Fundarstjóri á málþinginu verður Hulda Gunnarsdóttir fréttamaður. Í DAG Fræðslufundur Unglaufs Opið hús verður fimmtudaginn 29. apríl kl. 20, í Hátúni 10b fyrstu hæð (kaffistofa starfsfólks). Kynnt verður ný hreyf- ing innan Laufs sem heitir Unglauf. Samtökin eru fyrir krakka á öllum aldri og verður dagskrá Unglaufs sem framundan er kynnt. Sagt verð- ur frá Möltuferð sem farin var 18.– 20. mars sl. Einnig verður opnuð ný heimasíða. Þeir sem vilja hafa sam- band við Unglauf geta hringt í síma 869–3401. Fræðsluerindi HÍN verður haldið mánudaginn 26. apríl kl. 17, í stofu 132, Öskju, Háskóla Íslands. Þor- bergur Hjalti Jónsson skógfræð- ingur flytur erindi sem hann nefnir: Af vistfræði birkis á Íslandi. Í erind- inu verður fjallað um vaxtarvist- fræði og endurnýjun birkiskóg- lendna á Íslandi o.fl. ÓB Ráðgjöf stendur fyrir nám- skeiði frá Bro Konsulter Svíþjóð með yfirskriftinni: Frá andstöðu til innri áhuga – Að hjálpa skjólstæð- ingi til að láta andstöðu hans og varnir vinna fyrir hann en ekki gegn honum. Námskeið verður haldið föstudaginn 14. maí kl. 9–12, í Höfðaborg Borgartúni 21, 3. hæð, 105 Reykjavík (Fundarsal Barna- verndarstofu). Námskeiðið skýrir hvernig breyt- ingarferli vekja andstöðu og varnir hjá fólki og hvernig hægt er að mæta andstöðu og vörnum á hátt sem virkjar þessi fyrirbæri í þágu eigin innri áhuga skjólstæðingsins. Námskeiðið er fyrir fólk sem vinnur við breytingarferli. Þátttökugjald er kr. 8.000 en ef bókað er fyrir 25. apr- íl er þátttökugjaldið kr. 6.000. Inni- falið í verðinu eru námsgögn og kaffiveitingar. Hámarksfjöldi er 24 þátttakendur. Leiðbeinandinn á námskeiðinu er Daníel Á. Daníelsson sem er gestalt- þerapisti hjá Bro Konsulter með 20 ára reynslu af að vinna með breyt- ingarferli: sem ráðgjafi og dagskrár- stjóri í meðferð fyrir fíkla og fjöl- skyldur þeirra; sem ráðgjafi í breyt- ingarferli í fyrirtækjum og stofnun- um; og sem námsstjóri við náms- braut fyrir meðferðarfulltrúa í menntaskóla. Nánari upplýsingar á www.gestalt.is Skráning og nánari upplýsingar veita Ólafur Grétar Gunnarsson og Bjarni Þórarinsson hjá ÓB Ráðgjöf, netfang: obradgjof@obradgjof.is. Á NÆSTUNNI HÆSTIRÉTTUR hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Í DV miðvikudaginn [21. apríl] sl., er frásögn af málflutningi fyrir Hæstarétti í máli ákæruvaldsins gegn Pétri Þór Gunnarssyni og Jónasi Freydal Þorsteinssyni. Á bls. 8 er mynd af Jónasi Freydal og inn í hana felldur eftirfarandi texti: „Jónas Freydal sat brúnaþungur undir lestri Boga Nilsson (sic) sak- sóknara en heldur léttist á honum brúnin þegar Ragnar Aðalsteinsson réðst harkalega að allri málsmeðferð- inni. Hann heldur því fram að einn dómenda, Garðar Gíslason, hafi verið í stjórn Listasafns Íslands þegar þrjú af verkunum sem í málinu eru voru keypt.“ Af þessu tilefni vill Hæstiréttur taka fram að af hálfu ákærða var hvorki í munnlegum málflutningi né á annan hátt haldið fram að umræddur dómari væri vanhæfur til meðferðar málsins. Það skal sérstaklega tekið fram að Hæstiréttur telur að dómar- inn hafi ekki haft þau tengsl við atvik málsins að til vanhæfis geti leitt.“ Bað DV um leiðréttingu Vegna umræddrar frásagnar DV vill Jónas Freydal Þorsteinsson koma því á framfæri að frásögn DV hvað snertir einn dómara Hæstaréttar hafi verið byggð á hreinum og klárum misskilningi og hafi hann beðið blaðið um leiðréttingu. Yfirlýsing frá Hæstarétti Aðalfundur Aðalfundur Félags rafeindavirkja verður haldinn þriðjudaginn 27. apríl 2004 kl. 17.30 á Stórhöfða 31, 1. hæð, gengið inn að norðan- verðu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórn Félags rafeindavirkja. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Skógar- hlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Austurberg 34, 040104, Reykjavík, þingl. eig. Eva Björk Atladóttir og Sigurfinnur Líndal Stefánsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Austurströnd 12, 0704, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Paula Andrea Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, B-deild, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú og Sparisjóður vélstjóra, miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Baldursgata 32, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Erla Dagmar Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Kaupþing Búnað- arbanki hf. og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Blíðubakki 3, 0102, Mosfellsbæ, þingl. eig. Elías Þórhallsson, gerðar- beiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Breiðavík 21, 0202, Reykjavík, þingl. eig. Steinþóra Hildur Clausen og Guðjón Ásmundsson, gerðarbeiðendur Breiðavík 21, húsfélag, Húsasmiðjan hf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Dalsbú, Helgadal, Mosfellsbæ, þingl. eig. Dalsbú ehf., gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Dísaborgir 9, 0102, 50% ehl. Reykjavík, þingl. eig. Jóhann Bjarki Ólason, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, miðvikudag- inn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Einarsnes 30, 16,67% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Ásgeir Guðmunds- son, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Esjugrund 5, 0101, 50% ehl., Kjalarnesi, þingl. eig. Þorsteinn Einars- son, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Esjugrund 10, Kjalarnesi, Reykjavík, þingl. eig. Ingimar Kristinn Cizzowitz og Jóhanna Guðbjörg Árnadóttir, gerðarbeiðandi Lands- banki Íslands hf., aðalstöðvar, miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Esjumelur 3, 010103, Kjalarneshreppi, þingl. eig. Björn Jónsson, gerðarbeiðandi Kaupþing Búnaðarbanki hf., miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Garðsstaðir 39, 0101, 49% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Guðlaugur R. Magnússon, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Grundarhús 5, 0202, Reykjavík, þingl. eig. Sigríður Rut Dubert, gerð- arbeiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar, miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Grýtubakki 26, 0102, Reykjavík, þingl. eig. Linda Dís Rósinkransdóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Gylfaflöt 18, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Ásmundur Þór Kristinsson, gerðarbeiðendur Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, T.M. Mosfell ehf. og Útihurðir og gluggar ehf., miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Háagerði 20, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Rúnar G. Sigurðsson, gerð- arbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Hraunbær 74, 070101, Reykjavík, þingl. eig. Ólafur K. Óskarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Logafold 68, 0201, Reykjavík, þingl. eig. Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir og þb.Sigurðar Kr. Erlingss. c/o Oddný M. Arnard. hdl., gerðarbeið- endur Húsasmiðjan hf., Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., Lands- banki Íslands hf., aðalstöðvar, Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar, Landssími Íslands hf., innheimta, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Sparisjóður Reykjavíkur og nágrenn- is, útibú, Sparisjóður vélstjóra, útibú og Söfnunarsjóður lífeyrisrétt- inda, miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Möðrufell 7, 0202, 50% ehl., Reykjavík , þingl. eig. Jón Viðar Þór- marsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Síðumúli 28, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Eignarhaldsfélag Síðumúla 28 hf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Skipasund 81, 0101, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Harpa Þorbjörns- dóttir, gerðarbeiðandi Hundaræktun Dalsmynni ehf., miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Spilda úr Hvammi, Kjósarhreppur nr. 3—4, þingl. eig. db. Hlyns Júlíussonar, gerðarbeiðandi Rafás, rafverktaki, miðvikudaginn 28. apríl 2004 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 23. apríl 2004. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Samkoma með Kevin White í kvöld kl. 20.30. Ath. Ódýri fatamarkaðurinn stendur enn. www.krossinn.is I.O.O.F.  185042451/2  Á.h.* 25. apríl Ingólfsfjall Brottför frá BSÍ kl. 10:30. V. 2000/2400 kr. 28. apríl Fjallið eina – Búða- vatnsstæði. Útivistarræktin. Brottför frá Toppstöðinni í Ell- iðaárdalnum kl. 18:30. 30. apríl-2. maí Vatnajökull - jeppaferð. Fararstjóri Jón Viðar Guðmundsson. Sjá www.utivist.is Frönsk messa í Landakoti On nous prie d'annoncer, l'occasion de l'escale à Reykjavik du portehélicoptes "Jeanne d'Arc" ainsi que des frégates "Georges Leygues" et "Primaauguet", qu'en office catholique en français, animé par le chæur des officiers- élèves, sera célébré à la cahédrale de Landakot le samedi 24 avril à 18 heures. Cette célébratio- in sera suivie d'une rencontre amicale autour d'un café à la salle paroissiale. We are requested to communicate that on the occasion of the port of call to Reykjavik of three French Navy ships, "Jeanne d'Arc", "Georges Leygues" and "Primaauguet" a catholic service will be celebrated in French at Landakot Cat- hedral Saturday, April 24. at 6 p.m. The cadet's choir will sing and church guests invited for coffee after the celebration in the parish hall. Frönsk messa verður sungin í Kristskirkju laug- ardaginn 24. apríl kl. 18.00 í tilefni af komu þriggja franskra herskipa, „Jeanne d'Arc“, „Georges Leygues“ og „Primaauguet“. Kór skipverja syngur og eftir messu er öllum boðið í kaffi í safnaðarheimilinu. R A Ð A U G L Ý S I N G A R mbl.is ATVINNA Dagsferð sunnudaginn 25. apríl Ekið í Fljótshlíð, Drumbabót skoðuð og Landgræðslan Gunnarsholti heimsótt. Fararstjóri: Haukur Jóhannesson Brottför frá Mörkinni 6, 108 Rvík kl. 8 f.h. Verð 3.500/4.000. LEIKSKÓLINN Grandaborg, Boðagranda 9 Reykjavík, verð- ur með opið hús til 7. maí kl. 10– 11 og 13.30–14.30. Fyrsti dagur opins húss í leikskólanum var í gær föstudaginn 23. apríl. Allir eru velkomnir í heimsókn að kynna sér starf leikskólas. Opið hús í Grandaborg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.