Morgunblaðið - 24.04.2004, Qupperneq 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 49
FÓTBOLTALEIKUR Pepsi er
hafinn og stendur til 4. júlí sem er
jafnframt síðasti leikdagur Evr-
ópukeppninnar í fótbolta. Til að
taka þátt í leiknum þarf að safna
20 gulum fótboltatöppum af Pepsi-,
Pepsi Max-, Diet Pepsi- eða
Mountain Dew-flöskum og fara
með þá í Útilíf ásamt 500 krónum.
Fæst þá afhentur fótboltapakki
sem inniheldur Pepsi-fótbolta sem
er áritaður af Beckham, Ronald-
ino, Carlosi o.fl., plakat með helstu
Pepsi-fótboltastjörnum og máltíð á
Kentucky Fried Chicken eða Pizza
Hut.
Þátttakendur geta tekið þátt í
Draumapotti Pepsi með því að
fylla út þátttökuseðla á afhending-
arstað. Tveir þátttakendur verða
dregnir úr Draumapottinum og fá
fótboltaferð fyrir tvo til Madríd,
gistingu og miða á leik með Real
Madrid. Dregið verður úr pottin-
um um verslunarmannahelgina. Ef
vinningshafi er undir lögaldri verð-
ur hann að ferðast í fylgd forráða-
manns.
Fótbolta-
ferð til
Madríd í
boði Pepsi
BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumargjöf veitti
styrki til málefna barna sumardaginn fyrsta. Í
janúar og febrúar síðastliðnum auglýsti Sum-
argjöf eftir umsóknum um styrki til verkefna í
þágu barna. Alls bárust 56 umsóknir. Stjórn fé-
lagsins komst að þeirri niðurstöðu að veita
fjóra styrki að þessu sinni.
Styrkina hlutu: Arnar Pálsson verkefnisstjóri
fyrir hönd Foreldrafélags barna með ADHD,
þ.e. barna með athyglisbrest með eða án of-
virkni og skyldar raskanir. Félagið ætlar að
nota styrkinn til útgáfu og dreifingar barna-
bókarinnar Boken om Sirius eftir norska höf-
undinn, Lisbeth Iglum Rønhovde, eða Síríus í
íslenskri þýðingu Matthíasar Kristiansen. Bók-
in Síríus er ætluð börnum og fullorðnum til
aukins skilnings á þeim vandamálum sem snúa
að börnum sem haldin eru athyglisbresti með
eða án ofvirkni og skyldum röskunum þ.á m.
grunn- og leikskólakennurum. Styrkur að upp-
hæð kr. 600.000.
Jensína Edda Hermannsdóttir leikskóla-
kennari fyrir hönd verkefnisteymis og starfs-
mannahóps leikskólans Seljaborgar. Hópurinn
vinnur að þróunarverkefni sem miðar að efl-
ingu félagsfærni barna í leikskólum á mark-
vissan hátt með því að kenna börnunum æski-
lega hegðun, sjálfsstjórn, jákvæðni, mikilvægi
vináttu og hjálpsemi. Styrkur að upphæð kr.
300.000
Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerð-
armaður, sem unnið hefur að söfnun, skráningu
og rannsókn á leikjasöngvum íslenskra barna
nú og fyrr. Styrkur að upphæð kr. 300.000.
Þórný Ólý Óskarsdóttir forstöðumaður fyrir
hönd unglingaathvarfanna á Amtmannsstíg og í
Keilufelli í Reykjavík vegna útgáfu blaðsins
Dúndurs sem er samvinnuverkefni milli at-
hvarfanna tveggja og unnið af unglingum í at-
hvörfunum. Styrkur að upphæð kr. 300.000.
Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað á
sumardaginn fyrsta vorið 1924 og er því 80 ára
um þessar mundir. Lengst af annaðist Sum-
argjöf rekstur dagheimila og leikskóla Reykja-
víkurborgar eða allt fram til ársins 1978 þegar
Reykjavíkurborg yfirtók reksturinn. Á und-
anförnum árum hefur Sumargjöf haslað sér völl
sem styrktaraðili ýmissa málefna sem varða
heill barna í Reykjavík. Eru styrkveitingarnar
nú liður í því starfi, en einnig má nefna að
Sumargjöf styrkir ýmis önnur verkefni. Félagið
er t.d. aðili að Verðlaunasjóði íslenskra barna-
bóka og styrkir sjóðinn með föstu framlagi.
Sumargjöf
veitti fjóra
styrki í upp-
hafi sumars
Morgunblaðið/Eggert
SENDIHERRA Þýskalands og Fé-
lag þýzkukennara buðu 20 ung-
mennum og foreldrum þeirra víðs
vegar að af landinu í móttöku í
Goethe-Zentrum að Laugavegi 18 í
Reykjavík á sumardaginnn fyrsta.
Tilefnið var að veita æskufólkinu
verðlaun fyrir frábæran árangur í
árlegri þýskuþraut sem þýskunem-
endur á aldrinum 16–19 ára þreyttu
um miðjan febrúar sl.
Alls tóku 119 nemendur þátt í
þrautinni þetta árið og fengu þeir
allir skrautritað viðurkenning-
arskjal fyrir þátttökuna. 20 efstu
fengu sérstaka viðurkenningu fyrir
frábæran árangur og afhenti sendi-
herra Þýskalands, Johann Wenzl,
þeim bók að gjöf frá þýska sendi-
ráðinu. Tvö efstu hlutu auk þess
ferð til Þýskalands og fjögurra
vikna dvöl á þýskunámskeiði ytra
og fyrir þriðja sætið er þriggja
vikna dvöl í æskulýðsbúðum í Sax-
landi.
Að þessu sinni vermdu nemendur
úr MR og MH 6 efstu sætin. Hlut-
skarpastur allra varð Höskuldur
Páll Halldórsson, MR, í öðru sæti
varð Salvör Egilsdóttir, einnig úr
MR og í því þriðja Sigríður Mjöll
Björnsdóttir úr MH.
Að verðlaunaafhendingunni lok-
inni var gestum boðið að þiggja
veitingar í boði sendiráðsins og Fé-
lags þýzkukennara.
Viðurkenning fyrir
árangur í þýsku
Morgunblaðið/Sverrir
FÉLAG grunnskólakennara hefur
sent frá sér ályktun þar sem er mót-
mælt harðlega öllum áformum um að
innheimta skólagjöld við Háskóla Ís-
lands sem og í öðrum ríkisreknum há-
skólum.
„Slíkar áætlanir grafa undan einni
meginstoð íslenska velferðarkerfisins
sem er gjaldfrjáls almenningsmennt-
un. Félag grunnskólakennara hvetur
hlutaðeigandi málsaðila til að hug-
leiða afleiðingar slíkrar stefnubreyt-
ingar til langframa, m.a. á menntun í
landinu og möguleika efnalítils fólks
til að afla sér menntunar.“
Mótmæla
skólagjöldum
♦♦♦
Varahlutir í vörubíla og vinnuvél-
ar. Erum að rífa Volvo FH 12. Eig-
um einnig ýmsa varahl. í Volvo,
Scania, M. Bens og Man. Útveg-
um varahl. í fl. gerðir vinnuvéla.
Heiði – vélahlutir, s. 534 3441.
Scania, Volvo eigendur!
Varahlutir á lager. Upplýsingar,
www.islandia.is/scania
G.T. Óskarsson, Vesturvör 23,
Sími 554 6000.
Jeppapartasala Þórðar, Tangar-
höfða 2, sími 587 5058. Sérhæfum
okkur með varahluti í jeppa og
Subaru. Nýrifnir: Patrol '95,
Impreza '97, Pajero V6 '92, Patrol
'92, Legasy '92, og Vitara '91-'97
Álfelgur + sumardekk 4 stk. f.
Hyundai Sonata. Skelltu sumar-
dekkjunum beint undir bílinn!
Engin biðröð! Til sölu 4 stk. ál-
felgur ásamt sumardekkjum, lítið
slitin (notuð 2 sumur). Verð 38
þús. (ný 76 þús.).
Matador nýir sumarhjólbarðar
155 R 13 kr. 3750, 165/70R13 kr.
3950, 175/65 R 14 kr. 4790, 185/
70R14 kr. 5450, 185/65R15 kr.
5990. Besta verðið.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16, Kóp.,
s. 544 4333 og Grensásvegi 7
(Skeifumegin) Rvík s. 561 0200.
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Nissan Almera,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
Toyota Avensis, bifhjólak.
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Wolksvagen Passat,
892 4449/557 2940.
Glæsileg ný kennslubifreið,
Subaru Impreza '04, 4 WD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
Bifhjóla og ökukennsla
Eggert Valur, ökukennari.
Ökukennsla/skóli/mat.
Nýr M. Benz. Uppl. í símum
893 4744/565 3808/853 4744.
Verður heppnin með þér í sum-
ar? Tjaldvagnar til leigu. Leigjum
einnig út aukabúnað. Uppl. á
www.alaska.is, sími 848 1488.
Rav 4, skr. 24/8 '99, sjálfskiptur,
ek. 64 þús. Einn eigandi. Skipti á
nýlegum Rav 4. Milligjöf staðgr.
eða bein sala.
Sími 555 3271 eða 659 1371.
VW árg. '97, ek. 122 þús. km. Til
sölu VW Golf, '97. Vel med farinn,
einn eigandi. Verð 550.000. Uppl.
í s. 897 7851 eða 896 4648.
MMC Pajero, 1991, V6 3000.
Einn með öllu, en þarfnast lag-
færingar. Verð aðeins 199 þús.
staðgreitt. Uppl. í síma 899 5522.
Subaru Impreza, sjálfskiptur,
árg. '99, GL, 4x4, ek. 100 þús.,
topp bíll, 4ra d. Verð 1.080 þ. Bíla-
lán 550 þ. Ath. skipti á ód. Sími
690 2577.
Ford F-150 árg. '04, ek. 0 km.
Ath.: Apríltilboð á 2004-árg. frá
USA. Margar tegundir í boði.
Notið tækifærið og eignist nýjan
bíl á verði notaðra. Uppl.
iso@elp.rr.com.
MERCEDES BENZ SPRINTER
316 CDI
Sprinter Maxi dísel. Nýr. 156
hestöfl. Sjálfskiptur (5-gíra).
Kaldasel ehf., Dalvegi 16b,
s. 544 4333 og 820 1071. Til sölu Cherokee Laredo 4 l,
árgerð '88, í toppstandi. Mikið
endurnýjaður.
Uppl. á Bílasölu Suðurlands,
Selfossi, sími 480 8000 Hlynur
7 mánaða gamall M. Galant ES
2,4, árg. 2003, Ameríku-týpa m.
öllu. Er eins og úr kassanum. Ek-
inn 6.700 mílur. Ásett verð 2,5 m.
Fæst á 2,1 m. í beinni sölu. Uppl.
í s. 820 8096.
Hyundai Sonata, árg. 1997, ek.
95 þús., sjálfsk., álfelgur, drátt-
arkúla, geislaspilari, rafmagn í
öllu, sumar- og vetrardekk. Dökk-
grænsanseraður. Tjónlaus. Lítur
út sem nýr. Tilboðsverð 480 þús.
Upplýsingar í síma 862 8210.
mbl.is