Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 51

Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 51 BRÉF TIL BLAÐSINS Vilt þú styrkja eitt eða eiri íslensk börn til vikudvalar í sumarbúðir 2004? Ef svarið er játandi þá leggur þú inn á reikning 101-26-66090 í Lands- bankanum eða á reikning 0546-26-6609 í Íslandsbanka. Eitt barn 27.000 kr. í Vindáshlíð, tvö börn 54.000 kr. í Vatnaskóg. Bókhald verkefnisins verður gert opinbert í lokin. Með sumarkveðju, Fjölskylduhjáp Íslands í þágu þeirra sem minna mega sín. Íslendingar lítum okkur nær S kr ý m ir h ö n n u n 2 0 0 4 Guðrún og Gróa unnu Súgfirðingaskálina Guðrún K. Jóhannesdóttir og Gróa Guðnadóttir tóku góðan enda- sprett og náðu að tryggja sér Súg- firðingaskálina. Þær náðu að snúa á Guðbjörn og Steinþór sem höfðu unnið tvö fyrstu mótin. En fjórða og síðasta lota í tví- menningsmóti Súgfirðingafélagsins var spiluð um helgina í sal Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Keppnin var í fjórum lotum og giltu þrjú bestu skorin til verðlauna. Alls spiluðu 13 pör í mótinu. Lokastaðan, meðalskor 390 stig. Guðrún K. Jóhannesd. – Gróa Guðnad. 459 Guðbjörn Björnss. – Steinþór Bened. 440 Már Hinrikss. – Guðmundur Gissurars. 427 Valdimar Ólafsson – Karl Bjarnason 407 Finnbogi Finnbogas. – Magnús Jónss. 405 Einar Ólafsson – Sigurður Kristjánss. 402 Þorvarður Guðms. – Jóhann Guðm. 397 Arngrímur Þorgr. – Leifur Harðarson 397 Úrslit í fjórðu lotu, meðalskor 130 stig. Þorvarður Guðm. – Haukur Guðm. 146 Óskar Kristjánss. – Þorleifur Hallb. 140 Einar Ólafsson – Sigurður Kristjánss. 139 Guðrún K. Jóhannesd. – Gróa Guðnad. 137 Guðni Ólafsson – Ásgeir Sölvason 131 Spilastjóri var Sigurpáll Ingi- bergsson. Keppni um Súgfirðinga- skálina hefst aftur í haust. Formaður Súgfirðingafélagsins er Björn Guð- björnsson. Bridsfélag Suðurnesja Meistaratvímenningur félagsins er hafinn og staðan eftir fyrsta kvöldið er þessi: Kjartan Ólason – Heiðar Sigurjónss. 14 Arnór Ragnarss. – Svala Pálsd. 5 Kristj. Kristjánss. – Garðar Garðarss. 3 Önnur umferð verður spiluð nk. mánudagskvöld kl. 19.30. Dvergarnir, Daníel og Strumparnir efstir hjá Bridsfélagi Hreyfils Lokið er sveitakeppni félagsins með sigri sveitar Einars Gunnars- sonar sem hlaut 183 stig. Næstu sveitir urðu: Dvergarnir 166 Daníel Halldórsson 161 Strumparnir 140 Með Einari spiluðu Ágúst Bene- diktsson, Sigurður Ólafsson og Flosi Ólafsson. Síðasta keppni félagsins verður nk. mánudagskvöld að þessu sinni. Þá verður eins kvölds tvímenningur spilaður í Hreyfilshúsinu kl. 19.30. Haukarnir beittir fyrir norðan Haukur Harðarson og Haukur Jónsson hafa forystu eftir fyrsta kvöldið af þremur í Alfreðstvímenn- ingi Bridsfélags Akureyrar. Úrslit voru: Haukur Harðarson – Haukur Jónsson 43 Jón Sverrison – Una Sveinsdóttir 26 Stefán Vilhjálmsson – Guðmundur Víðir 21 Ragnheiður Haraldsd. – Kolbrún Guðv. 17 Hans V. Reisenhus – Gissur Gissurars. 2 Steinarr Guðm. – Magnús Magnússon 2 Sunnudagskvöldið 18. apríl var spilaður eins kvölds tvímenningur. Úrslit voru: Stefán Vilhjálmss. – Hermann H. Huijb. 45 Pétur Örn Guðjónss. – Tryggvi Ingason 27 Stefán G. Stefánsson – Björn Þorláksson 24 Magnús Magnússon – Gylfi Pálsson 24 Jón Sverrisson – Una Sveinsdóttir 13 Spilað er á sunnudags- og þriðju- dagskvöldum klukkan 19.30 í Fé- lagsheimilinu Hamri. Á sunnudags- kvöldum er spilaður eins kvölds tvímenningur. Á þriðjudagskvöldum eru forgefin spil með keppnisstjóra á staðnum. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudagskvöldið 19. apríl munu félagar frá Bridgefélagi Hafnar- fjarðar koma í heimsókn og keppa gegn Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélagi kvenna í Síðumúla 37. Hafnfirðingar eru þar að endur- gjalda Barðstrendingum og konum heimsókn þeirra á síðasta ári. Þar voru spilaðir tveir 16 spila sveita- keppnisleikir milli félaganna og höfðu Barðstrendingar betur í það skiptið. Hafnfirðingar hyggja örugg- lega á hefndir í heimsókn sinni næsta mánudag. Spilarar hjá Barð- strendingum og konum eru hvattir til þess að mæta til leiks, annaðhvort sem sveitir eða pör til að etja kappi við Hafnfirðinga. Hjálpað verður til við myndun sveita. Síðustu þrjú kvöldin hjá félaginu verða spilaðir eins kvölds tvímenn- ingar (26. apríl, 3. og 10. maí). Spilað verður um verðlaun. Brids í Borgarfirði Nú stendur yfir Opna Borgar- fjarðarmótið í tvímenningi sem er samstarfsverkefni Bridsfélaganna á Akranesi, í Borgarnesi og í Borgar- firði. Tuttugu pör taka þátt í mótinu sem spilað er til skiptis á fyrrnefnd- um stöðum. Mótstjóri og skipuleggj- andi er Guðmundur Ólafsson í Lambhaga en keppnisstjóri er Haf- dís Guðmundardóttir og er fram- kvæmdin þeim báðum til sóma. Fyrsta kvöldið var spilað á Akranesi 15. apríl og þá urðu úrslit þessi. Guðmundur Ólafss. – Hallgr. Rögnv. 37 Kjartan Guðm. – Hörður Jóhannesson 32 Þorvaldur Pálmason – Lárus Pétursson 30 Alfreð Kristjánsson – Alda Guðnadóttir 23 Keppninni var fram haldið í Loga- landi 19. apríl og þá urðu úrslit þessi: Tryggvi Bjarnason – Þorgeir Jósefsson 54 Tómas Sigurðsson – Hlöðver Tómasson 49 Lárus Pétursson – Sveinbjörn Eyjólfss. 35 Örn Einarsson – Kristján Axelsson 33 Dóra Axelsdóttir – Rúnar Ragnarsson 27 Staðan eftir tvö kvöld er því þessi: Sveinbjörn – Lárus – Þorvaldur 65 Guðmundur Ólafss. – Hallgr. Rögnv. 53 Alfreð Viktorsson – Þórður Elíasson 49 Tryggvi Bjarnason – Þorgeir Jósefsson 42 Dóra Axelsdóttir – Rúnar Ragnarsson 38 Síðasta kvöldið verður spilað á Mótel Venus miðvikudaginn 28. apr- íl. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Gróa Guðnadóttir og Guðrún Jó- hannesdóttir sigruðu í keppninni um Súgfirðingaskálina. Á ALÞINGI liggur fyrir frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak. Verði frumvarpið að lögum verður væntanlega hægt að kaupa léttvín og bjór í öllum verslunum, sjoppum og bensínstöðvum. Reynd- ar kemur fram í frumvarpinu að óheimilt sé að veita smásöluleyfi fyrirtækjum sem stunda blandaða smásöluverslun aðra en rekstur stórmarkaða eða matvöru- og ný- lenduvöruverslunar. Ætli slíkt standist jafnræðislög? Og hvaða skilyrði þarf verslun að uppfylla til að teljast nýlenduvöruverslun? Í frumvarpinu stendur að áfengið verði ekki selt í söluturnum, sölu- turnum með ís eða samlokugerð, matsöluvögnum og blaðsöluturnum. Hvar eru söluTURNAR í dag? Ef það eru hefðbundnar sjoppur, munu þær þá ekki hætta að selja ís og búa til samlokur? Og verður hlutfall matvöru ekki aukið í þeim til að þær geti talist til nýlendu- vöruverslana? Það liggur í augum uppi að smásalar munu græða meira á áfengissölu en ís eða sam- lokugerð. Hvað er kaupmaðurinn á horninu og bensínstöðvar með fjöl- breytt ,,nýlenduvöruúrval“ annað en nýlenduvöruverslun? Í frumvarpinu kemur fram að af- greiðslutími skuli ekki vera lengri en til kl. 20.00. Munu stórmarkaðir og/eða nýlenduvöruverslanir loka verslunum sínum klukkan 20.00? Ætla verslanirnar að hafa sérher- bergi með áfengi sem verður læst kl. 20.00? Verða rimlar fyrir rekk- unum sem skella í lás kl. 20.00? Hverra er að fylgja þessu eftir? Fram til þessa hafa lög um tóbaks- varnir verið þverbrotin á veitinga- og kaffihúsum og skemmtistöðum sem og í smásölu tóbaks í 20 ár. Kannski vegna þess að eftirlitið hefur verið óframkvæmanlegt eða vegna þess að vinnutíma eftirlits- aðila lýkur kl. 16.00. Verður gerð uppstokkun á eftirlitskerfinu ef frumvarpið um verslun með áfengi verður að lögum? Fyrir nokkrum misserum var niðurstöðum könnunar um afstöðu almennings til sölu á léttvíni og bjór í stórmörkuðum flaggað víða. Líklega vegna þess að spurningin laut að stórmörkuðum. Hver er vilji þjóðarinnar ef selja á léttvín og bjór á nánast hverju götuhorni, eins og mun líklega gerast ef frum- varpið verður að lögum? Hver er afstaða ábyrgra foreldra sem eru undir stöðugum þrýstingi neyslu- samfélagsins og áfengisauglýsinga – þótt þær séu bannaðar með lög- um? Hvar er eftirlitsaðilinn í þeim efnum? Vinnudegi lokið? Óþægilegt mál? Skortir hugrekki? Eða hentar að hafa þessi mál aftast á ,,for- gangslista“. Í greinargerð með frumvarpinu er þess getið að samtök ferðaþjón- ustunnar haldi því fram að hátt áfengisverð á Íslandi aftri því að ferðamenn komi til Íslands. Hefur ferðaþjónustan gert úttekt á álagn- ingu á áfengi á veitinga- og skemmtistöðum? Ef lágt verð á áfengi á að selja Ísland sem áhuga- vert land erum við á hálum ís. Það er erfitt að sjá fyrir sér útlendinga útiloka Ísland sem ferðamöguleika sökum þess hversu dýrt það er að drekka á Íslandi. Á tyllidögum hentar að flagga hreinu og fögru landi, besta vatni í heimi en þess á milli er ,,sölutrikkið“ ódýrt áfengi og reykmettuð veitingahús. Erum við sjálfum okkur samkvæm? Hvar er stoltið? Vissulega væri æskilegt ef fólk, sem ætlar að neyta áfengis á annað borð, drykki síður sterkar veigar. En hverju erum við tilbúin til að fórna til að breyta HUGSANLEGA drykkjuvenjum þjóðarinnar? Börn- unum okkar sem verða fyrir stöð- ugu áreiti þeirra sem vilja selja sem mest og græða sem mest? Eru ungmennin ekki heppileg tilrauna- dýr? Það liggur í hlutarins eðli að aukið aðgengi kallar á aukna neyslu. Að halda öðru fram er kjánaskapur. Það má vel vera að flutningsmenn frumvarpsins telji sig leggja það fram með frelsis- sjónarmið að leiðarljósi. Í sið- menntuðu þjóðfélagi verður að setja hömlur á frelsi því annars fer allt úr böndum. Auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð – sem fæstir eru til- búnir til að axla. Í nánast hverri einustu fjöl- skyldu eru einstaklingar sem hafa lagt líf sitt og heilmargra annarra í rúst með áfengisneyslu. Mörg okk- ar horfa aðgerðalaus upp á maka, feður, mæður, systkini eitra allt í kringum sig, misþyrma tilfinning- um. Við forðumst að tala um vandamálið og eftir erfiða helgi má ekki minnast á það þótt heimilisfað- irinn hafi haldið fjölskyldunni í hel- greipum – ,,undir áhrifum“ eða hreinlega blindfullur. Allir eru meðvirkir. En frumvörp um aukið frelsi í þessum efnum hljóta að bjarga þjóðinni undan skaðvaldin- um. Loksins! Á hinu háa Alþingi liggja fyrir þrjú frumvörp sem lúta öll að til- slökunum í áfengismálum – sökum misskilinnar frelsisáráttu. Nái eitt eða fleiri fram að ganga mun enn auka á áfengisböl þjóðarinnar. Lík- lega munu einhverjir samþykkja frumvörpin með lokuð augun (vegna þrýstings hagsmunaaðila?), aðrir með bros á vör (til að fá klapp á bakið?) en í ,,í leiðinni“ verður fjármagn til forvarna líklega aukið – svo að þingmönnum líði betur, sýni lit. Er aukið fjármagn plástur á sárið? Hvar er hugrekkið? Ábyrg afstaða? Áður en þingmenn leiða hugann að því að samþykkja frumvörpin ættu þeir að velta því fyrir sér hversu margir þeirra, sem verða eiturlyfjum að bráð, neyta hvorki tóbaks né áfengis. Líklega enginn! Eitt leiðir af öðru í þessum efnum. Þingmenn ættu að heimsækja með- ferðarheimili fyrir ólánsöm ung- menni og fá tölulegar, sláandi stað- reyndir beint í æð – áður en þeir ýta á já-takkann. ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON, starfsmaður Lýðheilsustöðvar. Tíu bjóra og tvo banana, takk! Frá Þorgrími Þráinssyni: GREIN sem birtist í Lesbók Morg- unblaðsins 17/4 sl. um myndlistar- sýningu Sigurðar Örlygssonar í List- húsi Ófeigs virðist nokkuð dæmigerð fyrir efnistök á þessum vettvangi. Hún er því gerð að umtalsefni af undirrituðum leikmanni í trausti þess að myndlistarumræða Morgun- blaðsins sé ætluð íslenskum almenn- ingi. Í grein ritrýnis, Þórodds Bjarnasonar, sem er laglega skrifuð og læsileg, er ýmsum einkennum Sig. Örl. sem málara lýst og auk þess dregin fram í dagsljósið ummæli Sig- urðar um breytta heimilishagi og viðhorf ma. til vals á myndefni. Jafn- framt er ályktað að „listamaðurinn sé að koma sér fyrir í þjóðfélagsum- ræðunni“. Þá er mælt með því að hann ætti að „hugleiða sterkari framsetningu, jafnvel utan mál- verksins“, ef hann vilji vekja athygli á „þjóðþrifamálum“. Tækni Sigurðar eru gerð skil og nýstárlegu myndefni hans (viftur, keðjur, mótorar og ann- ar „úrgangur“). Það sé svo umhugs- unarefni að hið persónulega í mál- verki Sig., það sem geri list yfirleitt „spennandi“, sé nánast horfið. Það athyglisverðasta við sýninguna sé kannski „hinn ágæti samruni at- vinnulífsins og listarinnar“, en sýn- ingin er styrkt af endurvinnslufyr- irtækinu Hringrás. Leikmaðurinn þakkar fyrir sig, en finnst eins og stundum áður, að ekki hafi verið rýnt í sjálfa sýninguna, einstakar myndir hennar 32 að tölu, og þeim gerð skil frá listrænu sjón- armiði. Þótt vissulega sé getið um „áberandi notkun á tvenndum“, og látið að því liggja að stemmningin sé „heimsendaleg og draumkennd“, er sjálf umsögnin, listrýnin heldur rýr. Hinn almenni lesandi, leikmaðurinn, vill fá að njóta leiðsagnar hins sér- fróða fagmanns. Var þetta skapandi list, og hver eru rökin? Var einhver myndanna, ein eða fleiri, sérlega at- hyglisverð frá listrænu sjónarmiði? Og svo mætti telja. Hafi rýnirinn ekki gert upp hug sinn, situr leik- maðurinn uppi, illa svikinn, með sín- ar einkaskoðanir, en þær eiga að sjálfsögðu ekki heima hér. Því skal þó ekki leynt, að myndverk Sigurðar verkuðu sannfærandi á undirritaðan á sinn hátt, og þykir því meir en lík- legt, hvað sem þjóðþrifamálum líður, að Sig. hafi hrifist af sínum keðjum og mótorum, þau þannig verið list- rænt hvetjandi. ÞORGEIR ÞORGEIRSSON, Birkibergi 40, Hafnarfirði. Um mynd- listarum- ræðu Frá Þorgeiri Þorgeirssyni: Morgunblaðið/Golli Sigurður Örlygsson hengir eitt verka sinna á vegg Listhúss Ófeigs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.