Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 52

Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 52
DAGBÓK 52 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær komu herskipin Chilreu og Primaug- uet. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun er Kroonborg væntanlegt. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel er opið alla virka daga frá kl. 9–17. Munið morg- ungönguna á þriðju- dögum kl. 10. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fimmtudag- inn 29. apríl kl. 13.15 er félagsvist í samstarfi við Hólabrekkuskóla. Góð verðlaun. Allir vel- komnir. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Hörpuhátíð verður í Gjábakka fimmtudag- inn 29. apríl. Dag- skráin, sem er sam- starfsverkefni Leikskólans Mar- bakka, Digranesskóla og Gjábakka, hefst kl. 14. Listvefarar úr hópi Guðrúnar Vigfús- dóttur, listvefara, leið- beina ungum og öldn- um í listvefnaði; ungir og aldnir prjóna sam- an. Um sköp- unarhornið sjá starfs- menn Marbakka og myndlistarhópur Gjá- bakka. Skákklúbbar Gjábakka og Digranes- skóla leiða saman hróka sína. Benedikt búálfur kemur í heim- sókn. Nemendur Digranesskóla og leik- skólans Marbakka syngja. Geiri Ragg flytur nokkrar ógleym- anlegar dæg- urlagaperlur. Flutt frumort kvæði. Flytj- endur úr ljóðahópi Gjá- bakka og ljóðamenn úr Digranesskóla. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Sunnuhlíð Kópavogi. Söngur með sínu nefi á laugardögum kl. 15.30. Íbúar, aðstandendur og gestir velkomnir. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Breiðfirðingafélagið. Vorfagnaður Breiðfirð- ingafélagsins verður laugardaginn 24. apríl í Faxafeni 14 frá kl. 22– 03. SMS sér um fjörið. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. GA-Samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud.: Kl.18.15, Sel- tjarnarneskirkja, Sel- tjarnarnesi. Miðvikud.: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogi og Egils- staðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud.: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud.: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfirði. Laugard.: Kl.10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík og Glerárkirkja, Ak- ureyri. Kl. 19.15 Selja- vegur 2, Reykjavík. Neyðarsími: 698 3888. Félagsstarf SÁÁ. Fé- lagsvist og dans verður í sal I.O.G.T., Stang- arhyl 4, laugardaginn 24. apríl. Spila- mennskan hefst kl. 20. Ferðaklúbbur eldri borgara. Hringferð um Reykjanes: Garðskagi, Stafnes, Reykjanesviti, Grindavík, Krýsuvík. Upplýsingar í síma 892 3011. Allir eldri borgarar velkomnir. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamarkað- ur í Kattholti, Stangar- hyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14– 17. Leið 10 og 110 genga að Kattholti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi, tartan- brautir eru opnar al- mennu göngufólki og gönguhópum frá kl.10– 11.30 alla virka daga. Blóðbankabílinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is Minningarkort Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í s.552 4994 eða 553 6697, minningar- kortin fást líka í Há- teigskirkju við Há- teigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju s. 520 1300 og í blómabúðinni Holtablómið, Lang- holtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkjunni. Í dag er laugardagur 24. apríl, 115. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Af því þekkjum vér kærleik- ann, að Jesús lét lífið fyrir oss. Svo eigum vér og að láta lífið fyrir bræðurna. (I. Jh. 3, 16.)     Jón G. Hauksson, ritstjóriFrjálsrar verslunar, fjallar um margumrædda skipan hæstaréttardóm- ara í pistli á vefnum heim- ur.is. „Umræða um jafn- réttismál er þörf – en því miður er hún oftast ómál- efnaleg. Það er eins og fjandinn verði laus,“ skrif- ar Jón. „Karlar eru upp- hrópaðir sem karlrembur og konur sem kvenremb- ur. Tískuorð skjóta upp kollinum, eins og „jákvæð mismunun“, (positive disc- rimination) sem gengur út á að mismuna fólki eftir kynferði, kynþætti, lit- arhætti og svo framvegis og láta svonefnda minni- hlutahópa njóta þess við ráðningar í störf eða á annan máta. „Jákvæð mis- munun“ hefur einnig ver- ið áberandi í umræðunni um kynjakvóta í við- skiptalífinu, t.d. að í stjórn fyrirtækja skuli vera fyr- irfram ákveðið hlutfall kynja.“     Það þarf ekki mörg orðum það að ég er á móti kynjakvótum í við- skiptalífinu og að Alþingi setji lög undir formerkj- um jafnréttis þar sem í prinsippinu er alið á ójafnrétti. Ég spyr: Felst í því jafnrétti að kona sé, samkvæmt sérstökum lög- um, tekin fram yfir karl ef þau eru bæði jafnhæf? Felst í því jafnrétti að það sé sett í sérstök lög að þrjár konur skuli sitja í hverri fimm manna stjórn fyrirtækis – en grundvöll- ur kapitalísks þjóðfélags er að fjármagni fylgja völd og að eigendur fyr- irtækjanna hljóta að ráða því hverjir setjast í stjórn- ir fyrirtækjanna?“     Jón segir að það sé slæmtef Kærunefndin sé far- in að verða „eins og spillt- ur stjórnmálaflokkur sem veitir konum „pólitísk skírteini“ að störfum og embættum. Það er verr af stað farið en heima setið með slíkum jafnrétt- islögum, jafnvel þótt þeim sé ætlað að „brjóta ísinn“,“ skrifar hann. Jón bendir á að með aukinni menntun kvenna geti svo farið að eftir þrjátíu til fjörutíu ár snúist umræð- an um það hvort karlar krefjist jafnréttis á við konur í viðskiptalífinu með sérstökum jafnrétt- islögum. „Þau jafnrétt- islög verða auðvitað jafn- vitlaus og þau sem eru núna.“     En bar Birni að veljakonu í starfið?“ spyr Jón. „Auðvitað ekki. Þá hefði átt að standa í aug- lýsingunni að karlar gætu ekki sótt um þetta dóm- arastarf við Hæstarétt því búið væri að ákveða að ráða konu svo þær yrðu þrjár af níu við réttinn – og að dómsmálaráðherra réði ekki í embættið held- ur einhver nefnd jafn- réttis úti í bæ. Björn gerði rétt. Honum bar að velja hæfustu manneskjuna samkvæmt sinni eigin sannfæringu – en ekki samkvæmt einhverju „pólitísku skírteini“ Jafn- réttisnefndar.“ STAKSTEINAR Björn breytti rétt Víkverji skrifar... Víkverji er afskaplega lítiðfyrir formlegheit. Endrum og sinnum, þegar tilefni er til, þykir honum gaman að klæða sig í fínan kjól og skemmta sér með öðru prúðbúnu fólki. En óþarfa fínheit eru Víkverja ekki að skapi. Víkverji sótti Pressuball blaðamannastéttarinnar á miðvikudagskvöld og skemmti sér hreint ágæt- lega. Fyrirfram hafði hann haft nokkrar áhyggjur af því að fínheitin á ballinu yrðu svo mikil að það myndi hafa af honum skemmt- unina. Áhyggjurnar reyndust óþarf- ar og sá Víkverji fljótlega að flestir voru tiltölulega afslappaðir. Klæða- burðurinn var vitanlega í fínni kant- inum, eins og við mátti búast, en Vík- verja þótti ánægjulegt að finna að áherslan á að skemmta sér var mun meiri en áherslan á að vera fín og flott. x x x Morguninn eftir Pressuball fórVíkverji í boð í sendiráði ásamt hópi fólks. Stjórnandi hópsins hafði fyrirfram brýnt það fyrir meðlimum hans að formlegur klæðnaður væri nauðsynlegur af tilefninu. Engu var líkara en sendiherrann sem sóttur var heim hefði sérstaklega óskað eft- ir prúðbúnu fólki sér til samsætis, slíkar voru áhyggjur stjórnandans af útliti hópsins. Þegar til kom virtist sendiherranum vitanlega slétt sama hvernig hópurinn var klæddur. Sjálf- ur var hann tiltölulega „kasjúal“, ef það má orða það svo. Fundurinn með sendiherranum var haldinn í litlu herbergi í sendiráðinu og hópnum gert að raða sér um hringborð. Þegar Víkverji ætlaði að fara að tylla sér við borðið rak stjórnandinn upp vein og sagði að þarna mætti hann ekki setj- ast. Sendiherrann yrði að fá að sitja við enda borðsins. Hringborðsins! Sendiherr- ann settist í umrætt sæti, stjórnandanum til mikils léttis. Víkverja virtist sendi- herranum vera nokkurn veginn sama hvar hann sat, bauðst meira að segja til að standa meðan hann ávarpaði hópinn. Það þótti hinum taugastrekkta stjórnanda vart við hæfi. Víkverji reyndi svo enn á taugar hópstjórnandans þegar hann tók upp farsím- ann til að líta á klukkuna. Mikið fát kom á manngreyið og hann leit hvasst á Víkverja og bað hann að leggja símann frá sér. Far- símar þóttu honum ekki nógu fínir til að láta sendiherrann sjá. x x x Fínheit og formfesta eru oftastóþarfir fylgifiskar skemmtana. Við hátíðleg tækifæri getur auðvitað verið gaman að vera fín og sæt. Eink- um ef það verður til þess að fólk skemmtir sér enn betur þannig en í gallabuxum. En Víkverja þykir með öllu ástæðulaust að hafa formlegheit í hávegum ef þau eru einungis í þágu leiðinda. Morgunblaðið/Golli Prúðbúin á Pressuballi. Aðgát skal höfð í nærveru sálar KVEIKJAN að þessari at- hugasemd er grein Arn- heiðar Sigurðardóttur, Ungabörn alin á skyndi- bita, sem birtist í Morgun- blaðinu síðasta vetrardag. Inntakið í grein hennar er sú hugmynd að stofnað- ur sé mjólkurbanki með móðurmjólk fyrir unga- börn, þar sem velmjólkandi mæður geta lagt inn og selt umframmjólkina sína. Það er góð tillaga og allrar at- hygli verð. Efnistök Arnheiðar, sem og fyrirsögn greinar henn- ar, er hins vegar með þeim hætti að erfitt er að láta það óátalið. Hún líkir þurr- mjólk – sem er eini skyn- samlegi valkosturinn sé nægileg móðurmjólk ekki fyrir hendi – við skyndibita og varar við ýmsum lang- tíma heilsufarsvandamál- um þar að lútandi. Í starfi sínu sem hjúkr- unarfræðingur og brjósta- gjafaráðgjafi ætti hún að þekkja hve mikið tilfinn- ingamál þetta er fyrir mæður. Jafnvel þótt alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO fullyrði að hér um bil hver einasta kona sé líkam- lega fær um að mjólka börnum sínum, þá geta þær aðstæður vissulega komið upp að það tekst ekki, hver svo sem ástæðan er. Með svona nálgun á um- ræðuefninu eys hún salti í sár þeirra mæðra sem af einhverjum ástæðum geta ekki mjólkað börnum sín- um nægilega. Arnheiður ætti að íhuga þetta þegar hún undirbýr frekari umfjöllun um mál- efnið. Móðir. Villandi auglýsingar ÞEIR auglýsa mikið hjá Iceland Express að flugfar aðra leið til Kaupmanna- hafnar og London sé 7.500 krónur. Gott ef svo væri. En því miður er svo ekki, ekki er minnst á flugvall- arskatt og önnur gjöld. Ef mig minnir rétt eru 7.500 krónur komnar upp í 15.000 krónur aðra leið eða 30.000 báðar leiðir og ekki má gleyma því að ferðast er upp á vatn og brauð, enginn matur. Rétt skal vera rétt. Mér finnst það mjög áríðandi. Mér finnst rétt að benda á þetta. Virðingarfyllst, 021033-3759. Okurverð á nikótíntyggjói ÉG er sammála því sem Víkverji skrifar miðviku- daginn 21. apríl um okur- verð á nikótíntyggjói. Skil ég ekki hvernig hægt er að réttlæta þetta háa verð. Þegar mánaðarskammt- ur af nikótíntyggjói kostar helming af mánaðar- skammti af sígarettum er peningalegur ávinningur ekki nægilegur til að vera hvöt til að hætta að reykja. Skora ég á innflytjendur að endurskoða nú verð á nikótíntyggjói. Neytandi. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 látlausa, 8 lygi, 9 bólgna, 10 keyri, 11 lof- ar, 13 byggja, 15 sjá eftir, 18 reika stefnulítið, 21 ótta, 22 grandinn, 23 gyðja, 24 álappalegt. LÓÐRÉTT 2 fram á leið, 3 auðugar, 4 hleypir, 5 sjúgi, 6 reyk- ir, 7 karlfugls, 12 elska, 14 rengi, 15 skurn, 16 festi, 17 hægt, 18 manns- nafn, 19 dreggjar, 20 fífl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 svört, 4 fussa, 7 Auður, 8 ólmur, 9 Týr, 11 kugg, 13 barð, 14 álfur, 15 þröm, 17 álfa, 20 hag, 22 fagna, 23 urmul, 24 nælan, 25 lúrir. Lóðrétt: 1 svark, 2 örðug, 3 tært, 4 flór, 5 summa, 6 af- ræð, 10 ýlfra, 12 gám, 13 brá, 15 þúfan, 16 öngul, 18 lemur, 19 allar, 20 hann, 21 gull. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.