Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 54

Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 54
ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Áskorendakeppni Evrópu, seinni leikur í undanúrslitum kvenna: Vestmannaeyjar: ÍBV – Nürnberg......16.15 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppnin Laugardagur: Neðri deild karla, B-riðill: Fífan: Breiðablik – Reynir S. ....................14 Leiknisvöllur: ÍR – Númi ..........................16 Selfoss: Selfoss – KFS ...............................14 Neðri deild karla, A-riðill: Leiknisvöllur: Leiknir R. – Sindri ............14 Garðskagavöllur: Víðir – BÍ ......................16 Efri deild kvenna: Vestmannaeyjar: ÍBV – KR......................17 Neðri deild kvenna: Laugardalur: Þróttur R. – Sindri .............16 Sunnudagur: Neðri deild karla, A-riðill: Fífan: Sindri – BÍ ..................................13.10 Neðri deild karla, D-riðill: Boginn: Leiknir/Dalvík – Tindastóll....13.15 Grenivík: Magni – Völsungur....................14 Fellavöllur: Höttur – Fjarðabyggð ..........14 Neðri deild karla, C-riðill: Tungubakkar: KS – Afturelding...............14 Fífan: HK – Skallagrímur .........................15 Neðri deild kvenna: Boginn: Þór/KA/KS – Fjölnir ..............15.15 GLÍMA Íslandsglíma og Freyjuglíma fer fram í dag í íþróttahúsi Víkings, Víkinni. kl. 13. JÚDÓ Íslandsmeistaramót einstaklings- og sveitakeppni fer fram um helgina í íþrótta- húsinu við Austurberg í Reykjavík. Í dag kl. 14 verður keppt í einstaklingsflokkum og á morgun, sunnudag, hefst sveitakeppn- in kl. 11. Strax að lokinni sveitakeppni, um kl. 13, mun fara fram kynning á íþróttinni sambo frá Rússlandi. KRAFTLYFTINGAR Íslandsmótið fer fram í íþróttahúsi fatlaðra við Sigtún í Reykjavík í dag kl. 13. SKVASS Íslandsmótið í skvassi stendur yfir um helgina í Veggsporti. Úrslitaleikir verða leiknir á morgun, sunnudag. FIMLEIKAR Norðurlandamót unglinga í hópfimleikum fer fram í dag kl. 11.45 til 16.30 í Laug- ardalshöll. Keppt verður í flokkum kvenna, karla og blönduðum liðum og keppendur eru á aldrinum 13–18 ára. UM HELGINA SIGURVIN Ólafsson, miðjumað- urinn frá Vestmannaeyjum, leik- ur væntanlega ekki með Íslands- meisturum KR í knattspyrnu fyrr en í fyrsta lagi undir lok júní. Sig- urvin á við þrálát meiðsli í kvið að stríða en hann missti mikið úr síð- asta sumar, lék þá aðeins 10 af 18 leikjum KR í úrvalsdeildinni, og hann fór í aðgerð fyrir tveimur mánuðum. „Útlitið er ekki gott hjá Sig- urvini og ég á ekki von á að hann verði með okkur fyrr en eftir tvo mánuði eða svo,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, við Morgunblaðið. Það er einnig óvíst að Garðar Jóhannsson og Arnar Gunn- laugsson verði tilbúnir í slaginn þegar Íslandsmótið hefst þann 15. maí með leik KR og FH. Garðar, sem skoraði 8 mörk í Reykjavík- urmótinu í vetur, hefur ekkert spilað síðan í febrúar vegna nára- meiðsla og Arnar er frá um sinn vegna meiðsla í hné. „Það hafa verið mikil forföll í okkar hópi í vetur og staðan hjá okkur er sannast sagna ekki of glæsileg. En í staðinn hafa fjöl- margir ungir leikmenn fengið tækifæri hjá okkur í vetur og þó margir hafi fullyrt annað hefur það verið stefnan hjá okkur að gefa þeim tækifæri og byggja upp nýtt lið. Endurnýjunin hefur hins- vegar verið mun hraðari síðustu tvö árin en ég reiknaði með,“ sagði Willum Þór. Sigurvin Ólafsson frá í tvo mánuði í viðbót SAMSTARF Gróttu og KR um meist- araflokka kvenna og karla í hand- knattleik sem staðið hefur frá 1997 er úr sögunni. Í gærkvöld sendu bæði Æskulýðs- og íþróttaráð Seltjarn- arness og meirihluti stjórnar Gróttu/ KR frá sér yfirlýsingar um að sam- komulag ÆSÍS og Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur um rekstur Gróttu/KR yrði ekki endurnýjað. Kristján Guðlaugsson, Jóhannes Geir Benjamínsson, Þórður Þórð- arson og Erla Gísladóttir sögðu í yf- irlýsingu sinni að formleg stjórn meistaraflokka Gróttu yrði kjörin í lok næstu viku en þá myndi núver- andi stjórn Gróttu/KR skila af sér uppgjöri. Þau sögðu ennfremur að þau hefðu þegar rætt við þjálfara meist- araflokka karla og kvenna um að þeir kæmu til starfa undir merkjum Gróttu fyrir næsta tímabil. Ágúst Jó- hannsson stýrði karlaliði Gróttu/KR og Alfreð Örn Finnsson stýrði kvennaliðinu. Jafnframt eru leik- menn og þeir sem starfað hafa fyrir meistaraflokkana undanfarin ár boðnir velkomnir í starfið hjá Gróttu. Í tilkynningu sem Ásgerður Hall- dórsdóttir, formaður ÆSIS, und- irritar, segir m.a. að ráðið telji að of mikið skilji á milli aðilanna til að hægt sé að endurnýja fyrra sam- komulag. Það hafi verið tilraun sem hafi átt að skila betri íþróttalegum árangri, fleiri stuðningsmönnum, fleiri áhorfendum og auknu fjár- magni, en það hafi því miður ekki skilað sér. Samstarf Gróttu og KR í handboltanum úr sögunni KNATTSPYRNA Deildabikar karla Neðri deild, A-riðill: Fjölnir - ÍH ............................................... 4:1 Staðan: Fjölnir 5 5 0 0 18:3 15 ÍH 5 3 0 2 9:8 9 Víðir 4 2 1 1 7:5 7 Leiknir R. 4 1 1 2 4:6 4 BÍ 3 0 0 3 1:7 0 Sindri 3 0 0 3 2:12 0  Fjölnir er kominn í undanúrslit. Neðri deild, C-riðill: Huginn - KS .............................................. 5:3 Staðan: HK 4 4 0 0 12:5 12 Víkingur Ó 4 2 1 1 11:6 7 Huginn 5 2 0 3 20:16 6 Afturelding 3 2 0 1 3:2 6 Skallagr. 4 1 1 2 4:14 4 KS 4 0 0 4 6:13 0 Holland Roda - Utrecht.......................................... 1:1 Staða efstu liða: Ajax 30 22 4 4 67:29 70 PSV 30 19 5 6 77:26 62 Feyenoord 30 17 8 5 57:34 59 Heerenveen 30 16 6 8 44:32 54 Alkmaar 30 16 5 9 54:35 53 Roda 31 12 10 9 54:38 46 Willem II 30 12 9 9 42:47 45 Utrecht 31 12 7 12 40:48 43 Twente 30 13 2 15 48:48 41 Belgía Moeskroen - Club Brugge ....................... 1:1 Staða efstu liða: Anderlecht 30 23 4 3 71:24 73 Club Brugge 31 19 6 6 64:31 63 Standard Liège 30 16 10 4 61:27 58 Moeskroen 31 14 13 4 60:38 55 Genk 30 14 8 8 52:36 50 Westerlo 30 13 8 9 48:42 47 Germinal B. 30 9 11 10 26:33 38 La Louviere 30 8 12 10 37:40 36 Lierse 30 7 14 9 27:34 35  Anderlecht er meistari. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin 16-liða úrslit, leikir númer þrjú: Austurdeild: New York - New Jersey .......................78:81  New Jersey er yfir, 3:0. Vesturdeild: Memphis - San Antonio ........................93:95  San Antonio er yfir, 3:0. Marga sterka leikmenn vantarí lið KR að þessu sinni. Arnar Gunnlaugsson, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Garðar Jó- hannsson, Sigurvin Ólafsson og Theodór Elmar Bjarnason verða ekki með vegna meiðsla og þá er tvísýnt að Ágúst Gylfason, Bjarni Þorsteinsson og Bjarki Gunn- laugsson geti tekið þátt í leikn- um, enda þótt þeir hafi farið með til Færeyja. „Við eigum ekki auðvelt með að stilla upp liði um þessar mundir og svo setti það stórt strik í reikninginn hjá okkur að sex af okkar yngri leikmönnum, sem hafa spilað mikið í vetur, gátu ekki farið með til Færeyja vegna stúdentsprófa. Það var því með herkjum að við náðum að setja saman leikmannahóp fyrir þessa ferð. En auðvitað förum við til Færeyja til að sigra, það er ekk- ert annað inni í myndinni,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, við Morgunblaðið. Danskur markaskorari þjálfar og leikur með HB HB hefur orðið færeyskur meist- ari undanfarin tvö ár. Kunnustu leikmenn liðsins eru miðjumaðurinn hávaxni Rógvi Jacobsen, sem skor- aði í báðum landsleikjum Færeyja og Íslands á síðasta ári, og sókn- armaðurinn Heðin á Lakjuni, sem einnig er í landsliðshópi Færeyinga. Þjálfari og leikmaður HB er Heine Fernandez frá Danmörku en hann hefur spilað einn A-landsleik fyrir Danmörku og er markahæsti leikmaður HB það sem af er tíma- bilinu í Færeyjum. Hann lék með AB, Silkeborg, Vi- borg og FC Kaupmannahöfn og skoraði mikið af mörkum í dönsku úrvalsdeildinni fyrir þessi félög en hann lék kveðjuleik sinn með AB í desember. KR-ingar með væng- brotið lið til Færeyja ÍSLANDSMEISTARAR KR eru komnir til Færeyja þar sem þeir leika gegn færeysku meisturunum HB í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem meistaralið Íslands og Færeyja leika um Atlantic-bikarinn og hafa íslensku liðin haft betur til þessa. ÍA vann B36 í fyrsta leiknum árið 2002, 2:1 í Þórshöfn, og KR lagði HB, 2:0, á KR-vellinum í fyrra. Willum Þór Íslandsglíman, keppnin um Grett-isbeltið, fer nú fram í 93. sinn. Fyrst var keppt um það 1906 en hlé varð á því á fimm ára tímabili í kringum fyrri heimsstyrjöldina. Grettisbeltið er elsti verðlauna- gripur sem keppt er um hér á landi. Konurnar glíma nú í fimmta sinn um Freyjumenið sem 19. júní sjóður Garðabæjar gaf í tilefni þess að tíu ár voru liðin frá því að konur tóku þátt í glímumóti í fyrsta sinn. Svana Hrönn Jóhannsdóttir, GFD, handhafi Freyjumensins, verður á meðal keppenda að þessu sinni og einnig Inga Gerða Péturs- dóttir, HSÞ, sem vann menið í fyrsta sinn sem keppt var um það, árið 2000. Hún vann einnig tveim- ur árum síðar, en varð að sjá á eft- ir meninu í hendur Svönu á síðasta ári. Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK, vann Grettisbeltið á síðasta ári og hann hyggst freista þess að vinna það annað árið í röð. Sjö ár þar á undan vann Ingibergur Sigurðsson Grettisbeltið en hann hefur dregið saman seglin í glímunni og verður ekki með að þessu sinni fremur en í fyrra. Bræðurnir Pétur og Jón Smári Eyþórssynir eru einnig skráðir til leiks að þessu sinni. Faðir þeirra, Pétur Eyþórsson, vann beltið 1983 og 1987. Takist öðrum hvorum bræðranna að vinna þá gerist það í annað sinn að feðgum tekst að vinna Íslandsglímuna. Aðeins ein- um feðgum hefur tekist það til þessa, Lárusi Salómonssyni á fyrri hluta síðustu aldar og Ármanni J. Lárussyni, syni hans. Arngeir Friðriksson, HSÞ, er sá keppenda að þessu sinni sem oftast hefur tekið þátt í Íslandsglímunni, 15 sinnum. Honum hefur þó aldrei tekist að vinna Grettisbeltið og fá nafn sitt skráð á skjöld sem festur er á Grettisbeltið og hyggst eflaust gera breytingu á að þessu sinni. Konur jafnmargar körlum á meistaramóti í glímu Morgunblaðið/Sverrir Inga G. Pétursdóttir, HSÞ, og Svana Hrönn Jóhannsdóttir, GFD, hafa handleikið Freyjumenið undanfarin ár. FJÓRTÁN keppendur, sjö karlar og sjö konur, taka þátt í Íslands- glímunni og Freyjuglímunni sem fram fer í íþróttahúsi Víkings í Vík- inni á laugardag. Þetta verður í fyrsta sinn sem konur eru jafn- margar og karlar í keppninni um æðstu sigurlaun í þjóðaríþróttinni, íslenskri glímu.  HELGA Magnúsdóttir er eftir- litsmaður Handknattleikssambands Evrópu á síðari úrslitaleik Skövde og Dunkerque í Áskorendabikar karla sem fram fer í Skövde í dag. Ragnar Óskarsson og félagar í Dunkerque eru þar með naumt for- skot úr fyrri leiknum í Frakklandi, 21:20.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, segir að fregnir þess efni að Roy Keane og Rio Ferdinand verði seldir frá fé- laginu í sumar vera „algjört bull“ sem eigi ekki við nokkur rök að styðjast. Ekki komi til greina að selja þá tvo.  RUUD van Nistelrooy, framherji Manchester United, segir að til þess að vinna Liverpool í dag, verði að stöðva Steven Gerrard. Hann sé hjartað og sálin í leik Liverpool og ekki megi undir neinum kringum- stæðum láta hann leika lausum hala.  BARRY Ferguson, leikmaður Blackburn og fyrirliði skoska lands- liðsins, sér fram á að geta leikið með Blackburn á ný á næstunni eftir að hafa verið fjarri í fjóra mánuði. FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.