Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 57 KÚBÖNSK stemning svífur yfir vötnum í sýningarsal MÍR í dag en þar sýnir leikstjórinn Rachael K. Le- Valley stuttmyndina Strange Mem- ory of Irene A (El Extraño Recuerdo de Irene A). Rachael, sem er líka handritshöfundur myndarinnar, tók hana upp í Havana á Kúbu. Myndin er líka hluti af stærra innsetningar- verki og geta áhorfendur búist við því að taka þátt í eftirhermu af flugferð. Innblástur myndarinnar er kominn frá kúbönsku listakonunni Belkis Ayón, sem framdi sjálfsmorð árið 1999, að því er segir í tilkynningu. „Fylgst er með vinnu hennar í mynd- inni samkvæmt kenningu hins frá- bæra gagnrýnanda Adre Bazin, sem nú er fallinn frá – Kvikmyndir eru önnur leið til að færa dýrgripi list- heimsins til fólksins.“ Kúbanski tónlistarmaðurinn Polito Ibáñez sér um tónlist í myndinni en leikstjórinn sér sjálfur um píanóverk í lokin og „í anda pönkrokksins“ semur hann það og spilar. Kúbuvinurinn Tómas R. Einarsson og félagar hans halda uppi stemningu á svæðinu og einnig má búast við því að kúbanskar veigar verði á staðnum. Kúbönsk stemning Myndin verður sýnd í MÍR við Vatnsstíg 10 kl. 13, 14, 15, 16 og 17 í dag. Aðgangseyrir er 300 kr. Reuters Ekki er vitað hvort hin áttræða Graciela Gonzalez kemur við sögu í myndinni en hér er hún að reykja vindil í miðbæ gamla hluta Havana. Gonzalez vinnur fyrir sér með því að sitja fyrir á ljósmyndum fyrir ferðamenn og tekur dal fyrir vikið. Stjörnuleitardómarinn þekkti, Simon Cowell, tekur þátt í nýjum hæfileikakeppnisþætti á ITV1 þar sem dóm- arar keppa hver á móti öðrum. Þátturinn gengur undir nafninu The X Factor og kepp- endum í úrslitum verð- ur skipt niður í þrjá hópa. Einn dómari verður yfir hverjum hópi og sér um að und- irbúa keppendurna fyrir úrslitin. Ólíkt núverandi Stjörnuleitarþáttum verða engin efri ald- urstakmörk fyrir þátt- takendur og geta allir eldri en 16 ára verið með. „Við er- um að reyna að búa til öðruvísi keppni,“ sagði Simon Cowell í sam- tali við BBC. Hann segir þetta vera gert vegna velgengni eldri lista- manna á vinsældalistum. „Það er ótrúlegt en við höfum ekki verið að huga að eldri plötu- kaupendum sem vilja heyra í hinum nýja Cliff Richard eða eitt- hvað álíka,“ sagði hann. Bæði einstaklingar og hljómsveitir geta tekið þátt í áheyrn- arprufum fyrir þátt- inn en alls verða 120 vonglaðir valdir til að taka þátt. Verður þeim skipt niður í þrjá hópa, eldri listamenn, yngri listamenn og hljómsveitir. „Keppnin er á milli dómaranna rétt eins og listamannanna. Í þetta skiptið er ég að leggja orðspor sjálfs mín að veði,“ sagði hann. Ekki er enn búið að ljóstra upp hverjir hinir tveir dómararnir verða en fyrrverandi umboðsmaður Westlife, Louis Walsh, er orðaður við þáttinn líkt og kryddpían Mel B. Simon Cowell með nýjan þátt í anda Idol Dómararnir keppa líka „Í þetta skiptið er ég að leggja orðspor sjálfs mín að veði,“ segir Sim- on Cowell. MIÐASALA á tónleika bandarísku söngkonunnar Pink hefst í dag kl. 9 í Reykjavík, á Egilsstöðum og Ak- ureyri. Pink heldur tónleika í Laug- ardalshöll 10. ágúst nk. Tónleikarnir verða liður í Try This-tónleika- ferðinni sem staðið hefur yfir undanfarna mán- uði í Evrópu og Ástralíu. Þykja tónleikarnir mik- il sýning og hafa fjölmiðlar bæði í Evrópu og Ástralíu gert að umtals- efni hversu ögrandi Pink er á svið- inu og þykir jafnvel slá sjálfri Ma- donnu við í þeim efnum. Ku vera mikið um dans og fjölskrúðuga búninga en Pink sjálf skiptir næst- um um útlit fyrir hvert einasta lag. Með Pink í för verður stór hljóm- sveit og dansarar. Meðal þess sem Pink hefur óskað eftir að fá að gera hér á landi þegar hún er ekki á sviðinu í Höllinni er að leika sér á sérútbúnum torfæru- jeppa og að skoða næturlíf höf- uðborgarinnar. Miðaverð á tónleikana er 5.000 kr. í stæði og 5.900 í stúku. Bleikur laugardagur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.