Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.20 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS „Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“ Þ.Þ. Fbl. Sýnd kl. 3.20 og 5.40. Með ensku tali Sýnd kl. 2 og 4.30. Með íslensku tali (Píslarsaga Krists) HP. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Skonrokk  HL MBL Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 16.Sýnd kl. 2, 8 og 10.15. Sýnd kl. 8 og 10.40. Til að tryggja réttan dóm réðu þeir utanaðkomandi sérfræðing En það var einn sem sá við þeim... Eftir metsölubók John Grisham Með stórleikurunum John Cusack, Gene Hackman, Dustin Hoffman og Rachel Weisz Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2.20, 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16 ára. kl. 3, 5.40, 8.30 og 11.20. B.i. 16. Blóðbaðið nær hámarki. FRUMSÝNING HP Kvikmyndir.com „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL Jimmy the Tulip er mættur aftur í hættulega fyndinni grínmynd! Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Blóðbaðið nær hámarki. FRUMSÝNING Sýnd kl. 2 og 4. Með íslensku tali  HL MBL HP Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 10.10.Sýnd kl. 2 og 3.45. Með íslenskum texta „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL JÓN Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, kenndur við Í svörtum fötum, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Ekki aðeins hefur hann nóg að gera við að undibúa aukna frægð í útlöndum í Evróvisjón heldur leikur hann einnig eitt aðalhlutverkið í söngleiknum Fame sem settur verður upp í Vetr- argarðinum í Smáralind í sumar. – Nú er lagið Heaven komið út á smáskífu? „Ég er hæstánægður með það. Það er ákveðinn endapunktur á því að skila laginu aftur til Íslendinga sem eiga þetta lag í Evróvisjón. Ég get glaður við unað þar til ég fer í keppnina.“ – Hvernig stendur undirbúningur- inn? „Það er mikið að gera í undirbún- ingi þessa dagana, bæði við að kom- ast að því í hvaða spjörum ég eigi að vera og hvernig ég eigi síðan að geifla mig á sviðinu. Það eru mikil vísindi á bak við þetta. En þetta er hrikalega gaman, lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég er með fólk sem hefur mjög skemmtilegar og góðar skoðanir á þessu öllu, en þær eru mismunandi. Ég reyni að vera eins dipló og ég mögulega get. Ég er bú- inn að fá dagskrá senda og ef ég er ekki að undirbúa mig þá held ég að ég verði bara að hvíla mig þess á milli. Þetta verður heilmikil törn.“ – Spenningurinn farinn að aukast? „Nei, ég hef alveg haldið mér róleg- um. Það er búið að vera svo mikið af öðrum skemmtilegum verkefnum í gangi. Stressið mundi bara spilla fyrir hérna heima en það kemur. Þetta verður skemmtilegt þegar þar að kemur og fiðrildin koma í magann.“ – Núna ertu að fara að leika eitt aðalhlutverkanna í Fame? „Ég er í hlutverki stráks sem heitir Nick. Hann er leikaranemi í Listahá- skólanum Fame. Þetta verður mjög fyndið og fjörlegt. Ég var ekki búinn að gera mér í hugarlund að leika eitt- hvað meira eftir Grease og hélt að það yrði svona „once in a lifetime“. Að- spurður var ég búinn að svara því neitandi að ég ætlaði að leggja leik- listina fyrir mig. Núna má ég bara bakka með það. Ég veit ekkert hvar ég stend í þessum efnum en ég veit að þetta er rosalega skemmtilegt. Þeir krakkar sem voru að ráða sig í þetta eru alveg æðislega skemmtilegir og ég hlakka til að vinna með þeim. Leik- ritið er mjög skemmtilegt og tónlistin er algjör draumur í dós. Íslendingar þekkja kannski ekki öll þessi lög nema titillagið en tímabilið er alveg frábært. Þetta verður mikill dans og ég verð að gera teygjuæfingar fyrir þetta. Og borða hollan mat og svona.“ Samleikarar Jónsa í Fame verða m.a. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, og Esther Thalía Casey, Elma Lísa Gunnars- dóttir, Álfrún Örnólfsdóttir, Ívar Örn Sverrisson, Guðmundur Ingi Þor- valdsson, Friðrik Friðriksson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sem er góður dansari til viðbótar við að vera Ungfrú Ísland 2003. Söngleikurinn er byggður á sam- nefndri Óskarsverðlaunamynd og vinsælum sjónvarpsþáttum sem fylgdu í kjölfarið. Söngleikurinn sýnir væntingar, sigra og vonbrigði, áhuga og hæfileika nemenda með mismun- andi bakgrunn og úr mismunandi menningarheimum, sem sækja um skólann og vinna síðan hörðum hönd- um í fjögur ár þar til þeir útskrifast. Ástarævintýri eiga sér stað, vinátta verður til og grunn skilaboð sögunnar um réttar og rangar leiðir eiga erindi við æsku nútímans. Leikstjóri er Bjarni Haukur Þórs- son en verkið er þýtt og staðfært af Úlfi Eldjárn. Tónlistarstjórn er í höndum Barða Jóhannssonar í Bang Gang og Karls Olgeirssonar. Leik- mynd er eftir Ólaf Egilson og bún- ingar eftir Helgu Rós V. Hannam. Danshöfundar eru systurnar Birna og Guðfinna Björnsdætur. Jónsi pælir í fötum fyrir Evróvisjón og gerir teygjuæfingar vegna Fame Frægð og Fame Ljósmynd/Árni Torfason Sveppi og Jónsi á framabraut á fyrstu samkomu leikhópsins. Danssporin eru ófá í Fame en Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Ungfrú Ís- land 2003, er með taktana á hreinu. ingarun@mbl.is LÖGGULÍF, þriðja myndin um þá félaga Þór og Danna verður sýnd á morgun, laugardaginn 24. apríl, í Bæjarbíói á vegum Kvikmyndasafns Íslands. Þessi þriðja Lífs-mynd Þráins Bert- elssonar er frá 1985. Þeir Þór og Danni hafa að þessu sinni stofnað fyrirtækið Gælu- dýraathvarfið sem hefur það að markmiði að hafa uppi á gæludýrum sem ráfað hafa í burtu frá eigendum sínum. Einn viðskiptavinur þeirra er frú Friðbjörg, kona dóms- málaráðherra. Hún kemur því til leiðar að þeir félagar eru skipaðir í lögregluna, reyndar í óþökk Þorvarðar varðstjóra. Það er ekki að sökum að spyrja, Þór og Danni lenda í ýmsum æfintýrum. Þeir bjarga manni úr klóm mannræningja og lenda í miklum eltingaleik um götur borgarinnar. Bílaeltingaleikurinn í mynd- inni er sá fyrsti sinnar teg- undar í íslenskri kvikmynda- sögu ef frá er talinn eltingaleikurinn í Reykjavík- urævintýri Bakkabræðra. Keyptir voru gamlir bílar og þeir lagaðir til svo þeir sýndust nýir. Síðan voru reyndir rallý- kappar fengnir til þess keyra druslurnar, klessa, velta o.s.frv. Sýningin verður í sýning- arsal safnsins í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði og hefst kl. 16:00. Miða- sala opnar hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er 500 krónur. Löggulíf í Bæjar- bíói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.