Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Gjörið svo vel, 1 stk. forseti í boði Baugs Group. Dagur sykursjúkra barna og unglinga Hátíð í Hús- dýragarðinum Dagur sykursjúkrabarna og ung-linga verður hald- inn í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Laugar- dal í dag og hefst klukkan 15. Þetta verður í áttunda sinn sem Félag sykur- sjúkra barna- og unglinga (FSBU) stendur fyrir há- tíðinni og er lyfjafyrir- tækið Novo Nordisk einn helsti bakhjarl hennar. Boðið verður upp á ýmsa skemmtun í garðinum og má þar nefna að Jónsi í hljómsveitinni Í svörtum fötum kemur í heimsókn ásamt félögum sínum, auk þess sem grillaðar verða pylsur og fleira sér til gamans gert. „Þetta verður mikil hátíð,“ segir Geir Bjarnason, formaður FSBU, sem reiknar með þriggja tíma skemmtun. „Tilgangurinn með þessari há- tíð er meðal annars sá að gefa börnum og unglingum sem eru með sykursýki tækifæri til að kynnast hvert öðru. Sykursýki er sjúkdómur sem menn lifa svo- lítið einir á báti með. Þarna gefst tækifæri fyrir börn jafnt sem foreldra þeirra til þess að skiptast á skoðunum og deila hugsunum sínum. Krakkarnir fá mikið úr þessum hátíðum, þau sjá að þau eru ekkert öðruvísi en önnur börn þrátt fyrir sjúkdóm- inn. Samkoma af þessu tagi hef- ur mjög jákvæð uppeldisleg áhrif.“ – Eru mörg börn og unglingar með sykursýki á Íslandi? „Í dag eru rúmlega 90 börn og unglingar, 18 ára og yngri, með sykursýki, þar af eru um 80 þeirra í félaginu sem var stofnað fyrir um tíu árum. Aðaltilgang- urinn er að vinna með fjölskyld- um barna og unglinga sem greinast með sykursýki. Félagið heldur fræðsludaga þar sem for- eldrarnir og börnin koma saman. Þá stunda börnin leiki á meðan foreldrarnir fá fræðslu. Félagið rekur sumarbúðir fyr- ir sykursjúk börn í Löngumýri í Skagafirði án stuðnings frá hinu opinbera. Sumarbúðirnar eru mjög stórt verkefni sem meðal annars Pokasjóður verslunar- innar og ýmis lyfjafyrirtæki standa straum að í samstarfi við félagið. Búðirnar verða í júní og þangað koma 22 börn en til þess að veita þeim nauðsynlega þjón- ustu þá þarf átta starfsmenn auk læknis og hjúkrunarfræðings. Rauði krossinn leggur okkur lið við sumarbúðirnar með því að leggja okkur til starfsmenn. Það er sólarhringsvinna að eiga sykursjúkt barn. Þótt það sjáist ekki á því þá þarf að vera á vakt allan sólarhringinn. Það á ekki síst við í kringum sumar- búðir, þar sem börnin hreyfa sig kannski meira en venjulega við leiki þá geta þau fengið sykur- fall,krampakennt ástand sem er stór- hættulegt,“ segir Geir en þetta verður annað árið sem FSBU rekur sumarbúðirnar. „Þær heppnuðust einkar vel í fyrra og allir sem voru í þá vilja koma aftur að þessu sinni. Í búðunum náðust fram sér- stök áhrif sem vart er hægt að kalla fram í daglegum veruleika. Þarna var eðlilegt að vera syk- ursjúkur, öllum fannst í lagi að sprauta sig og mæla blóðsykur, það var hluti af tilverunni. Dags daglega hafa börnin ekki hátt um það að þau séu sykursjúk, þetta er felusjúkdómur.“ – Hvernig er stuðningur við sykursjúk börn og foreldra þeirra? „Það vantar aukinn sam- félagslegan stuðning við foreldra nýgreindra barna. Það er áfall fyrir alla fjölskylduna þegar í ljós kemur að barn er langveikt. Þessa þjónustu getum við leik- mennirnir ekki veitt en það er von okkar og trú að í gegnum Sjónarhól verði sett á laggirnar stuðningsmiðstöð við foreldra og fjölskyldur. Venjulegur maður gengur ekkert inn á félagsþjón- ustu sveitarfélaganna eða til sál- fræðings og greinir frá vanda sínum vegna þess að barn hans er nýgreint með langveikan sjúkdóm.“ – Hvað greinast mörg börn hér ár hvert með sykursýki? „Á bilinu fimm til tíu börn og unglingar greinast með sykur- sýki hér á landi ár hvert. Ein- hverra hluta vegna virðist það koma í skorpum og það er í raun eitthvað sem enginn skilur. Með- altal nýgreindra barna hefur hins vegar verið lægra hér á landi en á hinum Norðurlönd- unum. Margir töldu, og sumir telja enn, að það sé kúamjólkinni að þakka, að hún hafi jákvæð áhrif. Menn hafa ekki fundið bein tengsl ennþá en það er ljóst að sykursýki er velmegunar- sjúkdómur. Hann þekkist til dæmist vart í þróunarlöndum.“ – Hafa einhverjar breytingar orðið í því að halda sjúkdómnum í skefjum undanfarin ár? „Það hafa ekki átt sér stað stórvægilegar breyt- ingar, það á sér alltaf stað einhver þróun. Við erum hins vegar fá hér á landi og heil- brigðiskerfið er öflugt og hefur til þessa staðið sig al- veg geysilega vel í þjónustu við sykursjúk börn. Ýmsir hliðar- sjúkdómar sykursýki hafa verið í lágmarki hér á landi. Þannig að menn telja að lifi börnin heil- brigðu lífi, gæti að hreyfingu og neyti hollrar fæðu eigi þau alveg sömu lífslíkur og jafnvel betri en önnur börn, haldi þau sama lífs- stíl á fullorðinsárum.“ Geir Bjarnason  Geir Bjarnason er forvarn- arfulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ. Hann er kennari að mennt en á einnig að baki framhaldsnám í stjórnun. Geir er kvæntur Sylvíu B. Gústafsdóttur, kennara við Háskóla Íslands. Þau eiga tvö börn, Jennýju og Árna, og er annað þeirra með sykursýki. Geir hefur verið formaður Fé- lags sykursjúkra barna og ung- linga (FSBU) á sjötta ár. Sykursýki barna er felu- sjúkdómur BAUGUR Group hefur keypt rúmlega 6% eignarhlut Eign- arhaldsfélagsins Fengs í Kaldbaki og á nú tæplega 25% hlut í félag- inu. Kaupverð hlutarins var rúmar 680 milljónir króna. Aðrir stærstu hluthafar Kald- baks eru Kaupfélag Eyfirðinga, sem á 27%, og Samherji, sem á 25%. Skarphéðinn Berg Stein- arsson, yfirmaður innlendrar fjár- festingar hjá Baugi Group, segir að það henti félaginu ágætlega að vera þátttakandi í Kaldbaki og að Baugur hafi trú á þeirri fjárfest- ingu. Spurður að því hvort ætlunin sé að auka enn við hlutinn í Kald- baki segist Skarphéðinn ekki gera ráð fyrir því. Pálmi Haraldsson, framkvæmdastjóri Fengs, segir um söluna að hann sé sáttur við verðið. Hann hafi keypt fyrir átta mánuðum á 3,68 og selji nú á yfir 6,3. Þá segir hann að salan sé hluti af endurfjármögnun vegna kaup- anna á Skeljungi. Baugur með fjórðung í Kaldbaki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.