Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 21 Vortónleikar | Miklir tónleikar verða í Duus-húsum í kvöld. Fram koma eldri og yngri strengjasveit, kór söngdeildar, hljóm- sveit rafgítardeildar og samspilshópar á gítar, allt úr Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30. Yngri strengjasveitin hefur vaxið og dafnað í vetur. Á tónleikunum í kvöld eru margir nemendanna að stíga sín fyrstu spor í strengjasveit. Eldri strengjasveit hefur unnið vel í vetur og mun á tónleikunum leika það markverðasta úr efnisskrá sinni. Kórinn er eingöngu skipaður nemendum úr söngdeild skólans. Rokk og ról mun hljóma um salinn þegar hljómsveit rafgítardeildar stígur á svið. Lægra heyrist þegar nokkrir samspils- hópar í klassískum gítarleik koma fram. Skátar í vanda | Vegna gamalla sprengna sem kunna að leynast í jörðinni er svæði það við Snorrastaðatjarnir sem skátafélag- ið Heiðabúar hefur haft til afnota ekki talið öruggt fyrir börn. Rætt hefur verið um samstarf við rekstraraðila Seltjarnar. Málið kom til umræðu á fundi menning- ar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanes- bæjar. Ráðið harmaði þessa stöðu og lýsti vilja sínum til að aðstoða félagið við að finna nýtt athafnasvæði, til dæmis við Seltjörn. Njarðvík | Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur áminnt eiganda pramma sem staðið hefur óhreyfður við Njarðvíkurhöfn fyrir langvarandi aðgerðar- og ábyrgðarleysi. Honum er veittur frestur til mánaðamóta til að koma prammanum í löglega förgun eða koma á annan hátt í veg fyrir slysa- hættu.Fram kemur í fundargerð nefnd- arinnar að Heilbrigðiseftirlitið telur að pramminn sé dauðagildra fyrir fugla. Sagt er að ástand prammans fari versnandi og þótt ekki hafi orðið slys á börnum sé hætt- an augljós. Eigandi pramma áminntur Grindavík | Krakkar úr 4. bekk Á í Grunnskóla Grindavíkur sigruðu í línudansi á Íslandsmeist- aramótinu í dansi sem fram fór í Laugardals- höll á dögunum. Þátttaka nemendanna kemur í framhaldi af atriði sem þau sýndu á árshátíð skólans og var þeim boðið að taka þátt í slagnum um Íslands- meistaratitilinn í línudansi 9. til 12. ára. Keppn- in í línudansi hefur aldrei verið jafn fjölmenn og í ár. Krakkarnir eru aðeins tíu ára og ættu því að geta stefnt að sigri í þessum flokki næstu árin. Harpa Pálsdóttir danskennari sá um dans- æfingarnar. Ásrún Kristinsdóttir, umsjón- arkennari í bekknum, var í skýjunum þegar sigurinn var í höfn: „Vonandi á þessi góði ár- angur eftir að verða hvatning fyrir börn til frekari dansiðkunar, í Grindavík alla vegana. Krakkarnir stóðu sig frábærlega vel, innan vallar sem utan, og voru skóla sínum og sjálfum sér til mikils sóma,“ sagði hún. Krakkar úr Grunnskóla Grindavíkur sigruðu í línudansi á Íslandsmótinu Hvatning til dansiðkunar Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Íslandsmeistarar: Krakkarnir í fjórða bekk Á í Grunnskóla Grindavíkur sigruðu í línudans- keppninni. Þau eru hér með umsjónarkennara sínum, Ásrúnu Kristinsdóttur. Reykjanesbær | Flug- og tækjasýning verður einn af hápunktum Ljósanætur í haust. Meðal annarra nýjunga er fjölmenningarhátíð og hag- yrðingakvöld. Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ verður haldin dagana 2. til 5. sept- ember í haust. Eins og áður verður mikið lagt upp úr því að bærinn verði í hátíðarbúningi þessa dagana. Viðamiklum endurbótum á Hafn- argötunni verður lokið fyrir hátíðina. Undirbún- ingsnefnd hefur unnið undir forystu Steinþórs Jónssonar. Samkvæmt upplýsingum hanseiga ferskleiki og nýjungar að einkenna Ljósanótt. Hátíðin verður sett fimmtudaginn 2. septem- ber með fjölmenningarhátíð. Í Reykjanesbæ er fjöldi einstaklinga af erlendu bergi brotinn. Hugmyndin er að virkja þá til að halda útihátíð ásamt leik- og grunnskólabörnum, til dæmis í skrúðgarðinum við Tjarnargötu í Keflavík. Hagyrðingakvöld er önnur nýjung sem vonast er til að verði að árlegum viðburði á Ljósanótt. Fengnir hafa verið þjóðkunnir hagyrðingar víða að til að taka þátt í því. Efnt verður til samkeppni um Ljósalagið, eins og undanfarin ár. Nú er stefnt að því að úr- slit verði tilkynnt nokkrum vikum fyrir Ljósa- nótt til þess að ljósalagið geti nýst til kynningar á hátíðinni. Á föstudagskvöldið verður efnt til tónlistarhátíðar. Fengnir verða þekktir lista- menn til að koma fram. Þá verða haldnir ung- lingatónleikar í Reykjaneshöllinni. Loks er stefnt að því að fjöldi sveita komi fram á veit- inga- og skemmtistöðum bæjarins um kvöldið. Aðalhátíðarhöldin verða sem fyrr á laugar- deginum. Fjölbreytt dagskrá verður allan dag- inn og fram á nótt. Meðal nýjunga er flug- og tækjasýning sem verið er að undirbúa. Stefnt er að fjölda atriða og uppákoma jafnt á lofti, láði sem legi, meðal annars listflugi. Unnið að undirbúningi Ljósanætur sem haldin verður í byrjun september Fjölmenningarhátíð og flugsýning      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.