Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 21

Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 21 Vortónleikar | Miklir tónleikar verða í Duus-húsum í kvöld. Fram koma eldri og yngri strengjasveit, kór söngdeildar, hljóm- sveit rafgítardeildar og samspilshópar á gítar, allt úr Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30. Yngri strengjasveitin hefur vaxið og dafnað í vetur. Á tónleikunum í kvöld eru margir nemendanna að stíga sín fyrstu spor í strengjasveit. Eldri strengjasveit hefur unnið vel í vetur og mun á tónleikunum leika það markverðasta úr efnisskrá sinni. Kórinn er eingöngu skipaður nemendum úr söngdeild skólans. Rokk og ról mun hljóma um salinn þegar hljómsveit rafgítardeildar stígur á svið. Lægra heyrist þegar nokkrir samspils- hópar í klassískum gítarleik koma fram. Skátar í vanda | Vegna gamalla sprengna sem kunna að leynast í jörðinni er svæði það við Snorrastaðatjarnir sem skátafélag- ið Heiðabúar hefur haft til afnota ekki talið öruggt fyrir börn. Rætt hefur verið um samstarf við rekstraraðila Seltjarnar. Málið kom til umræðu á fundi menning- ar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanes- bæjar. Ráðið harmaði þessa stöðu og lýsti vilja sínum til að aðstoða félagið við að finna nýtt athafnasvæði, til dæmis við Seltjörn. Njarðvík | Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur áminnt eiganda pramma sem staðið hefur óhreyfður við Njarðvíkurhöfn fyrir langvarandi aðgerðar- og ábyrgðarleysi. Honum er veittur frestur til mánaðamóta til að koma prammanum í löglega förgun eða koma á annan hátt í veg fyrir slysa- hættu.Fram kemur í fundargerð nefnd- arinnar að Heilbrigðiseftirlitið telur að pramminn sé dauðagildra fyrir fugla. Sagt er að ástand prammans fari versnandi og þótt ekki hafi orðið slys á börnum sé hætt- an augljós. Eigandi pramma áminntur Grindavík | Krakkar úr 4. bekk Á í Grunnskóla Grindavíkur sigruðu í línudansi á Íslandsmeist- aramótinu í dansi sem fram fór í Laugardals- höll á dögunum. Þátttaka nemendanna kemur í framhaldi af atriði sem þau sýndu á árshátíð skólans og var þeim boðið að taka þátt í slagnum um Íslands- meistaratitilinn í línudansi 9. til 12. ára. Keppn- in í línudansi hefur aldrei verið jafn fjölmenn og í ár. Krakkarnir eru aðeins tíu ára og ættu því að geta stefnt að sigri í þessum flokki næstu árin. Harpa Pálsdóttir danskennari sá um dans- æfingarnar. Ásrún Kristinsdóttir, umsjón- arkennari í bekknum, var í skýjunum þegar sigurinn var í höfn: „Vonandi á þessi góði ár- angur eftir að verða hvatning fyrir börn til frekari dansiðkunar, í Grindavík alla vegana. Krakkarnir stóðu sig frábærlega vel, innan vallar sem utan, og voru skóla sínum og sjálfum sér til mikils sóma,“ sagði hún. Krakkar úr Grunnskóla Grindavíkur sigruðu í línudansi á Íslandsmótinu Hvatning til dansiðkunar Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Íslandsmeistarar: Krakkarnir í fjórða bekk Á í Grunnskóla Grindavíkur sigruðu í línudans- keppninni. Þau eru hér með umsjónarkennara sínum, Ásrúnu Kristinsdóttur. Reykjanesbær | Flug- og tækjasýning verður einn af hápunktum Ljósanætur í haust. Meðal annarra nýjunga er fjölmenningarhátíð og hag- yrðingakvöld. Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ verður haldin dagana 2. til 5. sept- ember í haust. Eins og áður verður mikið lagt upp úr því að bærinn verði í hátíðarbúningi þessa dagana. Viðamiklum endurbótum á Hafn- argötunni verður lokið fyrir hátíðina. Undirbún- ingsnefnd hefur unnið undir forystu Steinþórs Jónssonar. Samkvæmt upplýsingum hanseiga ferskleiki og nýjungar að einkenna Ljósanótt. Hátíðin verður sett fimmtudaginn 2. septem- ber með fjölmenningarhátíð. Í Reykjanesbæ er fjöldi einstaklinga af erlendu bergi brotinn. Hugmyndin er að virkja þá til að halda útihátíð ásamt leik- og grunnskólabörnum, til dæmis í skrúðgarðinum við Tjarnargötu í Keflavík. Hagyrðingakvöld er önnur nýjung sem vonast er til að verði að árlegum viðburði á Ljósanótt. Fengnir hafa verið þjóðkunnir hagyrðingar víða að til að taka þátt í því. Efnt verður til samkeppni um Ljósalagið, eins og undanfarin ár. Nú er stefnt að því að úr- slit verði tilkynnt nokkrum vikum fyrir Ljósa- nótt til þess að ljósalagið geti nýst til kynningar á hátíðinni. Á föstudagskvöldið verður efnt til tónlistarhátíðar. Fengnir verða þekktir lista- menn til að koma fram. Þá verða haldnir ung- lingatónleikar í Reykjaneshöllinni. Loks er stefnt að því að fjöldi sveita komi fram á veit- inga- og skemmtistöðum bæjarins um kvöldið. Aðalhátíðarhöldin verða sem fyrr á laugar- deginum. Fjölbreytt dagskrá verður allan dag- inn og fram á nótt. Meðal nýjunga er flug- og tækjasýning sem verið er að undirbúa. Stefnt er að fjölda atriða og uppákoma jafnt á lofti, láði sem legi, meðal annars listflugi. Unnið að undirbúningi Ljósanætur sem haldin verður í byrjun september Fjölmenningarhátíð og flugsýning      

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.