Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Einar Ólafssonfæddist á Eski-
firði hinn 11. maí
1925. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
8. maí síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Ólafs
Hjalta Sveinssonar
frá Firði í Mjóafirði,
f. 19.8. 1889, d.
18.11. 1963, og Guð-
rúnar Bjargar Ingv-
arsdóttur, frá Ekru í
Norðfirði, f. 1.12.
1896, d. 3.12. 1967.
Einar var sjöundi í röð þrettán
barna þeirra hjóna. Hin eru: Krist-
björg, Sveinn (látinn), Margrét,
Anna, Ingvar, Guðlaug Lovísa,
Hjalti, Katrín (látin), Sigríður (lát-
in), Ari (látinn), Snorri og Erling-
ur.
Hinn 1. janúar 1949 kvæntist
Einar Hansínu Þorkelsdóttur, f.
22.4. 1927 á Siglufirði. Foreldrar
hennar voru Þorkell Kristinn
Svarfdal Sigurðsson, og Jóhanna
Guðríður Kristjánsdóttir. Einar og
Hansína eignuðust tíu börn. Þau
eru: 1) Unnur, f. 20.10. 1947, gift
Rafni Baldurssyni, börn þeirra
eru: Baldur Orri, Ólafur Snorri og
Halldóra Björg, fyrir á Rafn dæt-
Gísla Guðmundssyni, börn þeirra
eru Guðmundur Borgar, Ingvar og
Signý. 9) Ari, f. 25.1. 1965, kv.
Berglindi Jónsdóttur, börn þeirra
eru Ísar Kári, Ástrós Birta og Arn-
ar Snær, fyrir á Ari dótturina
Lenu Margréti. 10) Snorri Páll, f.
26.6. 1968, kv. Elínu Láru Jóns-
dóttur. Börn þeirra eru: Telma
Huld, Sigurpáll Viggó og Hólm-
fríður.
Einar var útsölustjóri hjá
ÁTVR, fyrst við Skúlagötu og síð-
ar við Lindargötu í Reykjavík.
Hann tók virkan þátt í verkalýðs-
og félagsmálum. Hann var for-
maður SFR frá 1969 til 1990. Einar
var í aðalstjórn BSRB, kjörinn
gjaldkeri 1962 til 1991. Hann var í
stjórn fulltrúaráðs orlofsheimila
BSRB frá 1970. Fulltrúi BSRB í
framkvæmdastjórn kjararann-
sóknarnefndar opinberra starfs-
manna 1987 til 1991, í aðalkjara-
samninganefnd BSRB við ríkið til
fjölda ára eða þar til samningsrétt-
ur opinberra starfsmanna breytt-
ist og var færður á hendur aðild-
arfélaganna. Einar var í stjórn
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
til 1993, og fulltrúi BSRB í Verð-
lagsnefnd frá 1973 og í viðræðu-
nefnd bandalagsins um ný samn-
ingsréttarlög opinberra
starfsmanna árið 1986.
Einar og Hansína bjuggu lengst
af í Kópavogi en síðustu 11 árin í
Hafnarfirði.
Útför Einars verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
urnar Margréti og
Hrund. 2) Guðrún, f.
28.9. 1948, gift Hirti
Páli Kristjánssyni,
synir þeirra eru:
Kristján Rafn, kv.
Jónu Ósk Lárusdóttur
en þau eiga tvo syni,
og Einar Þór, f. 21.2.
1977. 3) Þorkell, f.
16.3. 1951, kv. Rut
Marsibil Héðinsdótt-
ur, börn þeirra eru:
Einar Örn, kv. Þuríði
Aðalsteinsdóttur og
eiga þau eina dóttur,
Héðinn Ingi í sambúð
með Ásu Dóru Finnbogadóttur, og
Hansína. 4) Gerður, f. 26.4. 1952,
gift Þorsteini Sveinbjörnssyni,
börn Þeirra eru: Ingibjörg, gift
Ólafi I. Kjartanssyni þau eiga tvær
dætur, Sveinbjörn Gísli, Einar
Hans, hann á eina dóttur, og Þóra.
5) Ólafur Hjalti, f. 8.7. 1955. Börn
hans eru, Unnur Helga, í sambúð
með Haraldi Gunnarssyni og eiga
þau þrjú börn, og Einar. 6) Sveinn
Ingvar, í sambúð með Karin Marg-
areta Johansson, þau eiga soninn
Erik Svein og fyrir á Sveinn Atla
Má, Egil, Snorra Pál og Anitu
Hrund. 7) Pálmi, f. 23.2. 1959, dæt-
ur hans eru, Anna Rut og Alma
Rún. 8) Jóhanna, f. 20.11. 1960, gift
Pabbi talaði ætíð hlýlega um fóstra
sinn á Hoffelli við Hornafjörð. Þangað
var hann sendur átta ára gamall og
dvaldi nær samfleytt til sextán ára
aldurs. Hann sagði að þar hefðu lífs-
skoðanir sínar mótast og hann lært
þar allt sem máli skipti í lífinu. Þar
var manngæskan, hjálpsemin, vinnu-
semin og virðingin fyrir náttúrunni í
fyrirrúmi. Pabbi var hamingjusamt
barn og unglingur. Við munum eftir
sendingum seinna meir úr sveitinni, á
barnmargt heimili pabba og mömmu
við Þinghólsbraut. Þá var tekið til við
að reyta fugla, svíða hausa, salta og
reykja kjöt og engu hent. Matvendni
var ekki liðin og við minnumst þess að
til að fá okkur krakkana til að borða
augu, tungu, eyru og annað óæti úr
sveitasendingunum hafði hann þann
háttinn á að byrja að borða sjálfur og
sá sem horfði á gat ekki annað en
fengið matarlyst líka.
Pabbi og mamma innrættu með
okkur þær skyldur að allir ættu að
taka þátt í heimilishaldinu. Okkur var
kennt að teygja þvott og strauja,
skúra og skrúbba Við minnumst til-
standsins, einu sinni sem oftar, þegar
von var á mömmu heim með nýjan
fjölskyldumeðlim. Pabba var í mun að
allt væri hreint og klárt og við krakk-
arnir klæddir í okkar fínasta púss. Þá
var gott að eiga að Grétu systur hans
á efri hæðinni og afa og ömmu á hæð-
inni þar fyrir ofan. Svo fylgdumst við
systur grannt með umræðunni um
hve nýja barnið væri dásamlegt,
hvort Ekru-svipurinn væri sterkari
en Fjarðar-svipurinn. Rétt eins og
annað kæmi ekki til greina.
Yndislegar minningar eigum við
um jólahald á heimilinu. Pabbi eldaði
rjúpur sem hann veiddi sjálfur og eft-
ir matinn var dansað og sungið í
kringum jólatréð og endað á laginu,
Jón trúður, sem ennþá er skyldusöng-
ur allra í fjölskyldunni við jólatréð.
Minnisstæðar eru helgarnar þegar
búið var að baða og hátta allan skar-
ann. Þá var sest í stofu, pabbi spilaði á
orgelið og svo sungu hann og mamma
saman, oft tvíraddað, ýmis söng- og
dægurlög þessara ára. Harry Bela-
fonte rís hátt í minningunni og fór
pabbi á kostum í uppáhaldslaginu
sínu „Day O“. Smátt og smátt lærðum
við lögin og textana og fengum inn-
göngu í kórinn. Aldrei leið pabba bet-
ur en þegar fjölskyldan var saman
komin, t.d. á gamlárskvöld, þegar
pabbi stýrði bæði söng og sprengjum.
Þegar börnin voru orðin sjö og
þröngt um okkur á Þinghólsbrautinni
byggði pabbi stórt hús á lóð úr landi
Guðnýjar í Tungufelli við Fífu-
hvammsveg. Þar var stærsta her-
bergið þvottahúsið með auka baðkari
og stórum tausuðupotti. Úti á lóð voru
settir upp rammgerðustu snúrustaur-
ar enda var skítalækurinn og heiðin
aðalleiksvæði okkar krakkanna. Mikl-
ir kærleikar voru með fjölskyldum
okkar og Guðnýjar og Ingu dóttur
hennar í Tungó. Margar sögurnar
sagðar yfir kaffibollum, spáð og mikið
hlegið. Pabbi minntist oft þessara ná-
granna okkar með gleði, hlýju og eft-
irsjá.
Í kringum kosningar var pabbi í
essinu sínu. Framsóknarmennskan
var honum í blóð borin og við börnin
alin upp í því að trúin á flokkinn væri
sú eina rétta. Heimilið var lagt undir
kosningaskrifstofur, húsið á Fífó
borðalagt með slagorðum eins og
„Ungan mann á þing“ eða „Framsókn
framar öllu“. Hann átti auðvelt með
að hrífa fólk með sér og fékk unga
sem gamla úr nágrenninu í kosninga-
vinnu og plataði ótrúlegasta fólk til að
ganga í flokkinn.
Við systurnar lítum á það sem for-
réttindi að vera elstar í hópnum og
hafa átt æskuár okkar með pabba á
þessum tíma. Seinna, þegar fé-
lagsmálin fóru að taka meiri tíma frá
fjölskyldunni kom sér vel sú
framþróun sem orðin var í heimilis-
tækjunum. Eftir að tíunda barnið
fæddist skellti mamma sér í bílpróf
því nú var pabbi ekki alltaf til taks.
Pabba var mjög annt um að sam-
heldni ríkti innan fjölskyldunnar. Ef
hann og mamma urðu þess áskynja að
einhvers staðar hlypi snurða á þráð-
inn gengu þau í málin. Ósætti og
ólund var þeim ekki að skapi. Pabbi
var mikill barnakarl og naut þess
mjög að fá barnabörnin og barna-
barnabörnin í heimsókn. Hann var
alltaf að leiðbeina og gefa heilræði og
lét sér annt um velferð þeirra allra.
Það var fagur maímorgunn, við
spegilsléttan Kópavoginn, þegar
pabbi kvaddi. Þá lauk snarpri loka-
orrustu við vágest sem bankaði upp á
fyrir ári. Hann var afar þakklátur
„englunum sínum“ á líknardeild
Landspítalans sem önnuðust hann
síðustu tvær vikurnar, sem og frá-
bæru starfsfólki krabbameinsdeildar-
innar, við Hringbraut, sem hann
þurfti oft að heimsækja síðasta árið.
Einnig voru heimsóknir Karitas- vin-
kvenna hans, honum ómetanlegur
styrkur þennan tíma.
Við biðjum algóðan Guð að styrkja
mömmu í sorg hennar og þeirri bar-
áttu sem hún á framundan vegna
sama sjúkdóms.
Með þakklæti og virðingu kveðjum
við föður okkar. Guð blessi minningu
hans.
Unnur og Guðrún
Einarsdætur.
Elsku besti afi minn
þú kvaddir þennan geim.
Þó sárt þín sakni samt ég finn
að þú sért kominn í betri heim.
Ég veit að þarna bíður þín
kaffi með mjólk í glasi,
í gluggakistu pípan fín,
fyrir utan blóm í grasi.
Nægur arfi til að reyta,
gróður til að hirða um.
Þegar karlinn fer að þreyta,
er vísindaþáttur í imbanum.
Fjöldi fólks að spá og spjalla,
veit ég vel þið hafið hist.
Og eftirá þá færðu alla
í rússa og tveggjamannavist.
Kartöflur og siginn fiskur,
með því íslenska vatnið kalt.
Og hvergi liggur óhreinn diskur,
þvegið hefur karlinn allt.
Mitt í öllu staldrar við,
lítur niður til oss.
Brosir breitt af gömlum sið
og sendir fingurkoss.
(T. H. R.)
Takk fyrir allt.
Telma Huld.
Ástkær frændi og vinur er fallinn
frá langt fyrir aldur fram, Einar var
að mínu mati aldurslaus. Einar hafði
allt til að bera sem prýða má einn
mann, hann var fallegur, skemmtileg-
ur en umfram allt opinn faðmur fyrir
stórfjölskylduna og vini að leita í, og
þvílíkur faðmur.
Margs er að minnast og væri of
langt mál að telja það allt upp hér. En
fyrst ber að nefna allar ferðirnar til
fjölskyldunnar á „Fífó“ frá barnæsku
minni til enda dags Einars, það var
hvergi betra að koma eða vera. Eft-
irmiðdagsboð til þeirra urðu oftar en
ekki að helgarreisu hjá mér. And-
rúmsloftið á heimili Einars og Hans-
ínu var yndislegt og hver ferð á „Fífó“
var ævintýri líkust, margar skemmti-
legar sögur voru sagðar og endalaust
hlegið, farið í ótal leiki og grallarast.
Kjúklinga fékk ég hvergi betri en hjá
Hansínu og haft er í minni í fjölskyld-
unni þegar ég sat við eldhúsborðið og
nagaði kjúklingabeinin.
Ógleymanlegar eru ófáar fjöl-
skylduferðir okkar í Munaðarnes.
Eitt skiptið vorum við 14 í litlum sum-
arbústað og auðvitað amma Jóhanna
með, að sjálfsögðu fundum við börnin
ekki fyrir neinum þrengslum og
Snorri Páll söng alla leiðina í bústað-
inn „Þrúða fer í Munaðarnes…Þrúða
fer í Munaðarnes.“ Tilhlökkunin var
svo mikil hjá Snorra.
Þegar Einar fór til útlanda keypti
hann ekki bara gjafir handa sínum
börnum heldur nutum við systkinin
góðs af gjafmildi hans, við fengum
líka pakka.
Alltaf var jafnskemmtilegt og ynd-
islegt er að eiga minningar um öll ára-
mótin með fjölskyldu Einars ýmist á
„Fífó“ eða í Hraunbænum.
Einar var staddur á Rauða torginu
í Rússlandi á verkalýðsdaginn 1. maí
ári eftir að járnmúrinn féll í Sovétríkj-
unum. Sá dagur var honum afar
minnisstæður og minntist hann þess
oft hve áhrifamikið það hafði verið að
horfa á blómum skreytt torgið í stað
vopnaðra hersýninga sem áður hafði
tíðkast.
Mér er efst í huga á kveðjustund
þakklæti og ást fyrir það sem Einar
var mér og Erlingi syni mínum. For-
eldrum mínum og okkur systkinunum
er mjög brugðið, pabbi og Einar voru
miklir bræður og svo ég vitni í orð
Einars þá var mamma Þrúða uppá-
haldsmágkonan.
Mestur er þó missir hans yndislegu
Hansínu og barnanna þeirra allra.
Guð gefi ykkur öllum styrk á
kveðjustund.
Hildur Erlingsdóttir.
Sterkur persónuleiki í fjölskyldu-
hringnum er fallinn frá og minningar
frá löngum kynnum koma upp í huga
okkar krakkanna sem ólumst upp á
Hólavegi 25 á Siglufirði. Einar var
kvæntur Hansínu móðursystur okkar
sem við lítum alltaf á sem stóru systur
þar sem hún kom á heimili foreldra
okkar sem ung stúlka og dvaldist þar
uns hún hitti Einar og þau stofnuðu
sitt heimili. Fjölskyldan þeirra
stækkaði ört en samt var alltaf nægt
rými fyrir ferðalanga að norðan í
lengri eða skemmri tíma. Svona
átroðsla hefði nú farið í taugarnar á
einhverjum en aldrei gátum við fund-
ið annað en hlýju og velvilja í okkar
garð og við urðum sjálfkrafa hluti af
fjölskyldunni. Við tókum þátt í ys og
þys hvunndagsins enda var heimili
þeirra Einars og Hansínu eins konar
félagsmiðstöð stórfjölskyldunnar, því
ef eithvað stóð til var safnast þar sam-
an.
Einar gekk til verks af alúð og heil-
um hug í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur, hvort sem um fjölskyldu- eða
félagsmál var að ræða eða jafnvel svo
einfaldan hlut að gera sviðakjamma
góð skil. Einar hafði fleiri strengi í
hörpu sinni en margir þekktu til.
Minnisstætt er meðal annars þegar
hann settist við orgelið eða tók gít-
arinn og krakkarnir hópuðust í kring-
um hann og sungið var af hjartans
lyst.
Einar kunni sérstaklega að fanga
augnablikið og gera það að hátíðar-
stund. Kvenleggurinn í fjölskyldunni
átti alltaf hauk í horni þar sem Einar
var. Lengi verður í minnum haft þeg-
ar hann stóð upp í einu brúðkaupinu
og hélt á lofti kostum kvennanna í
ættinni. Aldrei fór þó á milli mála,
eins og hann sjálfur sagði, að Hansína
var Afródítan í lífi hans. Þegar aðrir
heiðruðu kvenþjóðina með Fóstur-
landsins Freyju valdi hann „Blátt lítið
blóm eitt er“.
Alltaf var gaman að rökræða við
Einar um allt milli himins og jarðar,
enda var hann víðlesinn maður og
fylgdist vel með lands- og heimsmál-
um fram á síðustu stundu með allar
fjölmiðlarásir tengdar.
Kynni okkar af Einari hafa verið
bæði lærdómsrík og skemmtileg og
ekki hvað síst nutum við þess að eiga
þennan góða vin sem hafði svo mikið
að gefa.
Far þú í friði, hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Elsku Hansína og fjölskylda, eftir
stendur minning um mætan mann.
Eleonoru og Hjörleifs
börn og fjölskyldur.
Góður drengur er genginn. Kynni
okkar Einars hófust er hann réð mig
til starfa hjá Starfsmannafélagi rík-
isstofnana. Hugmynd hans var að
vekja félagið til lífs en nokkur drómi
hvíldi yfir starfsemi þess að hans
mati. Kyrrstaða og aðgerðarleysi átti
á engan hátt við skaphöfn Einars.
Hann var stöðugt með hugann við fé-
lagsstarfið og vildi sjá hugmyndir sín-
ar verða að veruleika, félagsmönnum
til framdráttar. Einar var kosinn
varaformaður SFR 1960 og formaður
1969–1990 á mesta vaxtarskeiði fé-
lagsins. Oft fannst mér Einar stór, en
stærstur er hann féll í kosningu. Eftir
30 ára farsælt starf í þágu félagsins
sagði hann aðeins: „þannig er lýðræð-
ið“ og óskaði nýkjörinni stjórn af ein-
lægni, farsældar í starfi.
Er hann rifjaði upp fyrri tíð komst
hugur hans á flug. Minning hans um
eflingu og vöxt BSRB eftir að hann,
Kristján Thorlacius, Haraldur Stein-
þórsson, Þorsteinn Óskarsson o.fl.
náðu völdum innan samtakanna.
Valdataka þeirra olli byltingu í orðs-
ins fyllstu merkingu. Doði sem hvíldi
yfir samtökunum hvarf og þau breytt-
ust í lifandi fjöldahreyfingu sem olli
straumhvörfum næstu árin í kjara- og
réttindabaráttu opinberra starfs-
manna. Óvinsælar aðgerðir stjórn-
valda, gengisfellingar, kjaraskerðing
og minnkandi kaupmáttur gáfu þeim
félögum byr undir báða vængi. Höf-
undar og forgöngumenn hallarbylt-
ingarinnar innan BSRB urðu burðar-
ásar samtakanna næstu áratugina og
breyttu þeim úr viljalítilli jáhreyfingu
í pólutískt baráttutæki sem gjör-
breytti viðhorfum opinberra starfs-
manna til aðildarfélaganna og sam-
takanna í heild.
Einari var ómögulegt að skilja á
milli BSRB og SFR, honum var fé-
lagshyggjan í blóð borin. Gæti hann
með ákvörðunum sínum eða for-
göngu komið einhverju til leiðar
heildinni til góða lá hann ekki á liði
sínu. Í þeim anda beitti Einar sér af
alefli fyrir byggingu orlofsbúða op-
inberra starfsmanna í Munaðarnesi.
Hann taldi sjálfsagt að öflugri félög-
in innan BSRB öxluðu meginþunga
uppbyggingarinnar svo orlofsbúðir
samtakanna yrðu að raunveruleika.
Það var skoðun Einars að það væri
ekki nóg að launþegar ættu rétt á
orlofi. Samtök þeirra ættu að sjá til
þess að fjölskyldum þeirra gæfist
kostur á að njóta þess í fögru um-
hverfi. Hann var óþreytandi að leita
uppi hentugan stað fyrir orlofsbúð-
irnar sem að lokum fannst á bökkum
Norðurár í Borgarfirði. Óumdeilan-
lega á einum fegursta stað landsins.
Það er of langt mál að rifja upp allt
það sem Einar og félagar hrundu af
stokkunum í valdatíð sinni og hvorki
tími né rúm til að telja það upp. Einar
verður þó ekki kvaddur án þess að
minnast á fjölskyldu hans og eigin-
konu. Það er öllum ljóst að þátttaka í
félagsmálum reynir á þolinmæði fjöl-
skyldunnar, ekki síst makans. Hans-
ína kona Einars var þeim gáfum
gædd að hafa fullan skilning á þörfum
eiginmanns síns. Hann var ekki ein-
hamur fengi hann „eitthvað á
peruna“. Þá var hvorki spurt um
stund né stað. Verkefni sem tóku
huga Einars hverju sinni áttu allan
hans tíma og krafta. Þrátt fyrir það
var Einar mikill fjölskyldumaður og
ófáar sögurnar sagði hann stoltur af
börnunum sínum tíu. Eða voru þau
fleiri? Að minnsta kosti var alltaf fullt
hús hjá Hansínu og Einari. Hvergi
vildu barnabörnin frekar leita skjóls
en í hreiðrinu hjá afa og ömmu. Alltaf
var tími, rúm og efni ef þörf krafði.
Hansínu, börnum þeirra Einars
barnabörnum og öðrum ættingjum
sem um sárt eiga að binda sendi ég
einlægar samúðarkveðjur á erfiðum
tímamótum.
Gunnar Gunnarsson.
Höfðinginn Einar Ólafsson hefur
kvatt þennan heim. Hann var eftir-
minnilegur maður sem hafði sérstak-
lega góða nærveru, glöggur og spaug-
samur.
Fyrir liðlega tíu árum kynntist ég
honum náið og hafði lengst af síðan
daglegt samneyti við hann og hans
ágætu konu, Hansínu Þorkelsdóttur,
eftir að þau fluttu í þjónustuíbúðir
Hafnar í Hafnarfirði. Hún var stoð
hans og stytta alla tíð. Lengst af var
hann hrókur alls fagnaðar þar á bæ,
enda var Einar algjört félagsmála-
tröll. Hann var þeim gáfum gæddur
að hann fékk alla til að hlusta er hann
flutti mál sitt með miklum sannfær-
ingarkrafti, kurteis en fylginn sér.
Einar var mikið náttúrubarn. Mér
er enn í fersku minni leiðsögn hans
um heimasveit sína Nesjar, er við
efndum til hópferðar austur til
Hornafjarðar fyrir nokkrum árum.
Hann lýsti af innlifun fallegri blóma-
breiðu, fuglum, æskumyndum, rækt-
un landsins og mannlífi. Þarna reis
hann hæst. Hann tók líka oft snarpar
EINAR
ÓLAFSSON