Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ MANNFALL Að minnsta kosti tuttugu Palest- ínumenn létu lífið og yfir 30 særðust þegar ísraelskir skriðdrekar og hundruð hermanna réðust inn í Raf- ah-flóttamannabúðirnar á Gaza- svæðinu í gær. Sögðu Ísraelar mark- mið sitt vera að stöðva vopnasmygl. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja Ísraela seka um brot á alþjóðalögum og stríðsglæpi. Lýsa þungum áhyggjum Borgarstjórn samþykkti í gær- kvöldi ályktunartillögu Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa frjáls- lyndra, þar sem segir að stjórnin lýsi þungum áhyggjum sínum vegna fjöl- miðlafrumvarpsins. Alfreð Þor- steinsson, oddviti framsóknarmanna í R-listanum, segist hafa fundið mikla óánægju með frumvarpið inn- an flokks síns. Hætta af ofsaakstri Mikil hætta skapaðist af ofsa- akstri á Suðurlandsvegi og Vest- urlandsvegi í gær en lögreglumenn reyndu að stöðva ökumann bifreiðar sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum við Litlu kaffistofuna. Eftir langa eftirför um stórar umferðaræðar á háannatíma tókst lögreglunni að króa manninn af í Mosfellsbæ. Mað- urinn hafið rænt verslun á Laug- arvatni daginn áður. Sonia Gandhi hætti við Sonia Gandhi, formaður Kon- gressflokksins á Indlandi, hefur ákveðið að verða ekki næsti for- sætisráðherra landsins, þótt flokkur hennar hafi unnið sigur í nýaf- stöðnum kosningum. Kvaðst hún óttast að harðlínusinnaðir þjóðern- issinnar myndu „grípa til ör- þrifaráða“, en þeir hafa vakið athygli á ítölskum uppruna Gandhi. Vesturport á West End Uppfærsla Vesturports á leikrit- inu Rómeó og Júlía verður líklega sýnd á West End í London í sumar. Einn stærsti leikhúsframleiðandi Bretlandseyja stendur að tilboðinu. Sýnt yrði í Trafalgar Studios- leikhúsinu. Danska stjórnin ásökuð Rauði krossinn í Danmörku hefur sakað þarlend stjórnvöld og þing um brot á Genfarsáttmálanum um með- ferð stríðsfanga með því að mót- mæla ekki mannréttindabrotum bandarískra hermanna í Írak og Afganistan. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is -ráð dagsins Stráið röku telaufi yfir ösku eða annað ryk sem kann að þyrlast upp þegar sópað er. Hentar vel fyrir fólk með rykofnæmi. Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Viðskipti 12/13 Minningar 35/39 Erlent 14/16 Kirkjustarf 41 Höfuðborgin 19 Bréf 44 Akureyri 20 Staksteinar 46 Suðurnes 21 Dagbók 46/47 Landið 22 Fólk 52/57 Listir 24/27 Bíó 55/57 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58 Umræðan 28/34 Veður 59 * * * LÖGREGLAN á Selfossi og fulltrúar uppsveita Árnessýslu hafa stöðvað framkvæmdir við bátalægi við Þing- vallavatn en framkvæmdin sem var unnin í óleyfi var langt á veg komin. Að sögn Arinbjörns Vilhjálmssonar, skipulagsfulltrúa í uppsveitum Ár- nessýslu, hafa framkvæmdirnar í för með sér óafturkræfar skemmdir á umhverfi vatnsins og verður eiganda gert að laga það tjón sem orðið er, að svo miklu leyti sem unnt er. Sumarbústaður mannsins er á rík- isjörð, í landi Heiðarbæjar á vestur- bakka Þingvallavatns, skammt utan þjóðgarðsins. Hélt áfram að framkvæma Arinbjörn segist hafa haft spurnir af því að framkvæmdir stæðu yfir við bátalægið í fyrradag og fór þá á vett- vang og stöðvaði framkvæmdir og tjáði eigandanum að þær væru óheimilar. Í gær hafi fulltrúar frá Umhverfisstofnun farið á vettvang til að skanna skemmdir en þá hafi fram- kvæmdir enn verið í fullum gangi. Ákveðið var að kalla til lögreglu á meðan framkvæmdir voru stöðvaðar að nýju. Verktaki var þá á staðnum. Að sögn Arinbjörns hafði eigand- inn á orði í fyrradag að framkvæmd- irnar væru mun meiri en hann hefði ætlað sér. Málið er til skoðunar hjá sveitar- stjórn Bláskógabyggðar. Skemmdir unnar á um- hverfi Þingvallavatns Ljósmynd/Arinbjörn Vilhjálmsson Myndin var tekin í fyrradag en framkvæmdir voru lengra á veg komnar í gær. Grjótið í bátalægið var tekið úr nærliggjandi klettabelti. Eigandi sumarbústaðar framkvæmdi í óleyfi TVEIR karlmenn, 17 og 23 ára, við- urkenndu í yfirheyrslum hjá lögregl- unni í Reykjavík að hafa brotist inn í afgreiðslu Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli árla sl. mánu- dagsmorguns og haft á brott með sér ræstingamann sem kom að þeim við innbrotið. Eftir nokkra leit á mánudag fund- ust mennirnir í Keflavík seint um kvöld og voru handteknir. Bíll, sem þeir stálu við flugvöllinn, fannst í gær og er málið til frekari rannsókn- ar hjá lögreglu, að sögn Karls Stein- ars Valssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns. Hann vildi ekkert gefa upp um það hvort þýfi úr innbrotinu hefði fundist en mennirnir hafa báð- ir afbrotaferil að baki. Var þeim sleppt að yfirheyrslum og játningu lokinni. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær tóku þeir ræstinga- manninn, karlmann á fimmtugsaldri, með sér í bílinn á flótta frá innbrots- stað og skildu hann eftir í Selja- hverfi í Breiðholti. Hann sakaði ekki. Tveir menn viðurkenndu innbrot og mannrán OLGA Borodina messósópran- söngkona kom til landsins í gær- morgun til æfinga með Sinfóníu- hljómsveit Íslands, en fyrri tónleikar hennar verða í Há- skólabíói í kvöld. Hún gaf sér stund til að svara spurningum blaðamanns Morgunblaðsins á Hótel Sögu eftir fyrstu æfinguna. „Ég var spennt fyrir að koma til Íslands í fyrsta sinn og kynnast þeim mikla tónlistaráhuga sem hér er. Sömuleiðis er ég spennt fyrir að sjá hvernig Íslendingum mun falla sú rússneska tónlist sem ég flyt ásamt hljómsveitinni,“ sagði Borodina, aðspurð hvaða til- finningar bærðust innra með henni við komuna til landsins. Borodina kom með næturflugi frá New York, en þar söng hún á sviði Metropolitan-óperunnar á mánudagskvöld, allt aðra dagskrá en hún flytur hér á landi. „Það eru skarpar andstæður að koma beint frá New York til Reykjavík- ur. Bæði er veðrið mjög ólíkt og dagskráin sem ég flyt, og ég hef ekki notið umhverfisins hér sem skyldi enn sem komið er. Hins vegar mun ég stefna á ystu brún til að gera mitt allra besta á tón- leikunum.“ Stjórnandi tónleikanna er rússneskur, Alexander Ved- ernikov, og segir Borodina það hjálpa til við túlkun og samstarf við æfingar. Mjög stíf dagskrá Borodina heldur tvenna tónleika hér á landi, í kvöld og á laug- ardag. Að þeim loknum heldur hún beinustu leið á svið Scala- óperunnar í Mílanó. Blaðamanni er spurn hvernig hún byggi upp úthald fyrir svo mikla dagskrá. „Þetta er ekki auðvelt. Ég veit aldrei hvernig morgundagurinn verður, og þar sem röddin er mitt hljóðfæri verð ég að fara varlega. Það er forsenda þess að ég geti haldið út svo stífri dagskrá,“ sagði Borodina að lokum. Rússneska söngkonan Olga Borodina komin á Listahátíð Gleðst yfir að kynnast tónlistaráhuga Íslendinga Olga Borodina ALLSHERJARNEFND Alþing- is fundaði í gærkvöldi þar sem fram komnar breytingartillögur á fjölmiðlafrumvarpinu voru kynntar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, gerir ráð fyrir að þriðja umræða um frumvarpið hefjist á Alþingi í dag. „Það voru engar frekari breytingartillögur ræddar en stutt umræða um helstu forsendu þeirra breytinga sem er verið að leggja hér til,“ sagði hann í gærkvöldi. Jónína Bjartmarz varaformað- ur nefndarinnar sagði að það eina sem hún vildi segja væri að hún styddi allar breytingartillög- ur sem væru til bóta á frumvarp- inu. „Það eru þessar alveg eins og breytingartillögurnar sem allsherjarnefnd gerði í sinni fyrri afgreiðslu.“ Tillögurnar gera ráð fyrir því að óheimilt verði að veita fyrir- tæki útvarpsleyfi ef annað fyrir- tæki á meira en 35% eignarhlut í því en þetta hlutfall er 25% í frumvarpinu. Hins vegar er lagt til að núverandi útvarpsleyfum verði leyft að renna út gildistíma sinn uppfylli fjölmiðlafyrirtæki ekki lagaskilyrðin, þó þannig að ekkert þeirra renni út fyrr en eftir tvö ár þegar lögin taka gildi. Þriðja umræðan fer fram í dag Fjölmiðlafrumvarp BREYTINGARTILLÖGUR við vændisfrumvarpið svokallaða voru af- greiddar úr allsherjarnefnd í gær. Í breytingartillögunum er gert ráð fyr- ir að hver sem láti af hendi eða lofar að láta af hendi greiðslu eða annan ávinning fyrir vændi skal sæta sekt- um eða fangelsi allt að einu ári. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, segir að gangi þetta eftir verði kaup á vændi refsiverð en sala ekki. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, er fyrsti flutnings- maður frumvarpsins. Jónína Bjart- marz, þingmaður Framsóknarflokks- ins, studdi þessar tillögur með stjórn- arandstöðunni. Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því að breytingartillögurnar yrðu lagðar fram skriflega en því var hafnað. Greiddi hann atkvæði gegn afgreiðslu málsins úr nefndinni en var í minnihluta ásamt þremur öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Vændisfrum- varp sam- þykkt í alls- herjarnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.