Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 18
GÓÐUR liðsauki hefur heimsótt nemendur Tjarnarskóla í Reykjavík í vetur. Gerður Colot sem er af bandarísku bergi brotin, Íslendingur þó og virkur þátttakandi í for- eldrahópnum, hefur heimsótt nemendur reglulega og eflt með þeim notkun ensk- unnar. Að sögn Margrétar Theódórsdótt- ur, skólastjóra Tjarnarskóla, er hug- myndaflug Gerðar óþrjótandi, en hún hefur spjallað við nemendur og sett upp leiki og fjölbreyttar aðstæður þar sem allt fer fram á enskri tungu. Margrét segir ómetanlegt lið í foreldrum í námsferlinu. Því sé afar skemmtilegt að sjá virka þátttöku þeirra inni í skólanum. Góður liðsauki í enskukennslu Morgunblaðið/Hafþór Húsavík | Sunneva Birgisdóttir er ung stúlka á Húsavík sem á ættir að rekja til Ungverjalands og er hún fermdist í Húsa- víkurkirkju á dögunum var hún klædd ungverskum hátíðarbúningi. Afi Sunnevu, Mikael Þórðarson, er með henni á mynd- inni en hann var einn þeirra flóttamanna frá Ungverjalandi sem komu hingað til lands árið 1956. Fermdist í ungverskum hátíðarbúningi Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ending og gæði lerkis | Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá hefur sett upp tilraun þar sem kanna á endingu og gæði lerkis við notkun utanhúss. Þessi rannsókn er styrkt af SamNordisk Skogs- forskning til þriggja ára. Að rannsókninni standa aðilar frá Norðurlönd- unum fimm ásamt Lit- haugalandi, segir á vef Skógræktar ríkisins. Íslensku þátttakend- urnir eru Rannsóknastöð skógræktar á Mó- gilsá í samvinnu við Skógrækt ríkisins á Hallormsstað. Verkefnastjóri á Íslandi er Ólafur Eggertsson, Mógilsá. Markmiðið er að kanna endingu og gæði lerkis við notkun utanhúss, en lerki er ein af fáum trjátegundum sem hafa náttúrulega vörn gegn veðrun og rotnun. M.a. verða könnuð upptaka vatns, stöðugleiki, styrkur, eðlisþyngd, veðrun og ending. Hvatinn að þessari rannsókn er að á síð- ustu áratugum hefur verið mun erfiðara að fá við sem hefur mikla endingargetu, t.d. hægvaxta skógarfuru. Viður í dag er ekki eins endingargóður og á árum áður og þarf því að verja hann á ýmsa vegu. Íslenska lerkið, sem notað er við rannsóknirnar, kem- ur frá Hallormsstað og var gróðursett 1937. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Nánast óbreytt sala | Samkvæmt yfirliti yfir sölu og framleiðslu á nautakjöti hefur orðið 5,7 tonna söluaukning síðustu 12 mán- uði miðað við sama tímabil árið áður eða 0,1%. Tölurnar sýna mjög mikinn samdrátt í framleiðslu á kýrkjöti, en slátrað var 725 gripum færra miðað við sama tímabil í fyrra. Slátrun í ungnauta- og úrvals- flokkum tók hins vegar kipp, að því er fram kemur á bondi.is. Sala nautgripakjöts í apríl var nokkuð meiri en á sama tíma í fyrra, en í apríl í ár var salan 284,280 tonn miðað við 273,5 tonn árið áður. Stínu veitingar | Gengið hefur verið frá samningum um veitingasölu á landsmóti hestamanna í sumar og mun danska fyr- irtækið Stina’s Catering sjá um þau mál. Fyrirtækið er í eigu hinnar íslensku Krist- ínar Guðmundsdóttur, sem er betur þekkt sem Stína og fyrirtækið er kennt við, að því er fram kemur á bondi.is Stína hefur unnið í veitingageiranum í meira en aldarfjórðung og hefur mikla reynslu af viðamiklum verkefnum. Hún hef- ur m.a. unnið hjá hinu þekkta ráðstefnuhót- eli Radisson SAS í Kaupmannahöfn og lærði til konditors í Kransakökuhúsinu þar í borg. Stofnfundur und-irbúningsfélags umstofnun Fugla- athugunarstöðvar á Höfn verður í dag, miðvikudag- inn 19. maí kl. 17, í fund- arsalnum í Nýheimum. Formaður Félags fugla- áhugamanna á Hornafirði setur fundinn og kynnir verkefnið. Einnig verður myndasýning frá ferð undirbúningshóps til fuglaathugunarstöðva í Danmörku og Svíþjóð. Fjölmörg félög og stofn- anir eystra koma að stofn- un félagsins. Nátt- úrufræðistofnun er boðið að gerast aðili að félaginu. Almenningi, fyrirtækjum og stofnunum sem áhuga hafa á því að gerast stofn- aðilar verður gefinn kost- ur á því að skrá sig. Fuglaathugun Fagridalur | Nemendur og kennarar yngri hóps í umhverfismennt og ný- sköpun í Grunnskóla Mýr- dalshrepps í Vík náðu sér í 50.000 kr. verðlaun í hugmyndasamkeppni Landsbankans: Hvernig sérð þú miðbæ Reykjavík- ur? Hugmyndirnar voru að byggja upp alls konar ævintýraveröld, svo sem tröllaland, þar sem m.a. Grýla, Leppalúði og jóla- sveinarnir væru með mat- sölustað. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Nemendur þriðja og fjórða bekkjar Grunnskóla Mýr- dalshrepps ásamt Kolbrúnu Hjörleifsdóttur og Símoni Þór Waagfjörð með verðlaunin. Nýsköpunarnám Hreiðar Karlssonfékk nóg af lát-unum vegna fjöl- miðlafrumvarps: Þjóðin hefur heyrt og séð hnútur fljúga milli granna. Furðu slegin fylgist með fíflalátum höfðingjanna. Davíð Oddsson spilaði víst badminton við Ólaf Ragnar Grímsson í gamla daga. Sigurður Ingólfs- son orti: Endalaust er þvælt og þráttað, þusað bæði lon og don höfðingjarnir hefðu átt að halda sig við badmínton Kristján Bersi Ólafsson: Á æskuskeiði undu tveir við íþrótt sína lon og don. Á gamals aldri eru þeir enn að spila badminton. Hjálmar Freysteinsson: Ágætan þeir áttu fund í eina og hálfa klukkustund, þrættu lengi lon og don um leikreglur í badminton. Af badminton pebl@mbl.is Hólmavík | Áhugasamir þriðju- bekkingar á Hólmavík heim- sóttu Þverárvirkjun ásamt kennara sínum nýlega. Skoð- unarferðin var farin að frum- kvæði krakkanna sjálfra, en þau höfðu verið að fræðast um fossa og virkjanir í tengslum við námsefnið „Komdu og skoð- aðu land og þjóð“. Þorsteinn Sigfússon, svæðisstjóri Orku- bús Vestfjarða, tók á móti hópnum og byrjaði á að sýna þeim stífluna þar sem Þyr- ilsvallavatn myndar uppistöðu- lón fyrir virkjunina. Útskýrði hann fyrir börnunum ferli vatnsins frá því snjórinn bráðn- ar í fjöllunum og þar til vatnið fer gegnum virkjunina. Börnin fengu því næst að skoða rör eins og þau sem vatnið ferðast í en þvermál röranna er svipað og hæð barnanna. Loks var gengið um virkjunarhúsið og fræðst um tækjabúnaðinn og annað áhugavert innan dyra. Þverárvirkjun var tekin í notkun laust fyrir áramót árið 1953 en vígð í september 1954. Virkjunin á því fimmtíu ára vígsluafmæli í haust. Síðan hef- ur hún verið stækkuð oftar en einu sinni, síðast 2002 þegar byggt var virkjunarhúsið og afl- ið aukið úr 1176 kw í 2430. Morgunblaðið/Kristín SigurrósKrakkarnir í þriðja bekk skoðuðu Þverárvirkjun. Áhugasöm í skoðunarferð Þverárvirkjun ♦♦♦ Borgarnes | Nemendur í 1. bekk í Grunnskólanum fengu gefins reið- hjólahjálma nýlega eins og önnur börn á landinu sem eru fædd 1997. Kiwanis, Eimskip og Flytj- andi standa sameiginlega að gjöf- inni og afhentu Kiwanismenn í Borgarnesi krökkunum hjálmana. Um leið kom lögreglan í heimsókn og fræddi börnin um hjólreiðar og öryggisútbúnað. Kennd var rétt notkun á reiðhjólahjálmum og áhersla lögð á mikilvægi þess að vera alltaf með hjálm á höfðinu þegar verið er að hjóla. Voru börnin einnig beðin að minna eldri systkini og foreldra á þetta örygg- isatriði. Morgunblaðið/Guðrún Vala Alda Baldursdóttir lögreglumaður sýnir rétta notkun reiðhjólahjálma á Erlu Björk Kristjánsdóttur, nemanda í 1. bekk. Alltaf með hjálm á höfðinu      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.